Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Qupperneq 36
36
Andlát
Guðrún Elín Guðmundsdóttir, ljós-
móðir frá Pétursey, lést í Hrafnistu
í Hafnarfirði 29. maí.
Helga J. Jónsdóttir, Bragagötu 38,
lést 29. maí.
August Hákansson, varð bráðkvadd-
ur fóstudagskvöldið 27. maí.
Stefán G. Sigurðsson kaupmaður,
Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum
sunnudaginn 29. maí.
Magnús Jónsson, Brimnesvegi 20,
Flateyri, andaðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu ísafirði laugardaginn
28. maí.
Jarðarfarir
Guðlaug Verónika Franzdóttir lést
14. maí sl. Hún var fædd 14. mars
1896 að Vatni á Höfðaströnd, dóttir
hjónanna Jóhönnu Gunnarsdóttur
og Franz Jónatanssonar, síðar bónda
og bamakennara að Skálá í Sléttu-
hlíð. Veronika giftist Eiði Sigurjóns-
syni, en hann lést árið 1964. Þau eign-
uðust fjögur böm og eru þrjú á lífi.
Útfór Veroniku veröur gerð frá Dóm-
kirkjunni í dag kl. 13.30.
Ólöf Sveinsdóttir er látin. Hún var
fædd 19. mars 1902 í Goðdölum í
Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hennar
voru hjónin séra Sveinn Guðmunds-
son og Ingibjörg Jónasdóttir. Eftirlif-
andi eiginmaður hennar er Ragnar
Guðmundsson. Útfór Ólafar verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Anna S. Jónsdóttir lést 16. maí. Hún
var fædd 30. desember árið 1986 á
Borgarfirði eystra. Foreldrar hennar
voru Áslaug Steinsdóttir og Jón
Jónsson. Anna giftist Stefáni Páls-
syni, en hann lést árið 1973. Þau eign-
uðust tvær dætur en misstu aðra
tólf ára gamla. Útfór Önnu verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988.
Kvikmyndir
Bíóhöllin/Baby Boom
Diane Keaton fer á kostum
Diane Keaton og Sam Shepard í hlutverkum sínum i Baby Boom.
Leikstjóri: Charles Shyer
Handrit: Nancy Meyers og Charles Shy-
er
Aðalhlutverk: Diane Keaton, Harold
Ramis, Sam Wanamaker, Sam Shepard
Leikkonan Diane Keaton fer á
kostum í myndinni Baby Boom
sem sýnd er um þessar mundir í
Bíóhöllinni. Þar er Keaton í hlut-
verki ungrar konu á uppleiö sem
fær smábarn í arf eftir frænda sem
hún hefur nánast aldrei séð.
Fljótlega kemur í ljós að barn er
ekki æskilegt í hinum harða heimi
viðskiptalífsins, karlmenn taka
fram úr Keaton í klifrinu upp met-
orðastigann. Hún hrökklast úr
vinnu og flytur í smábæ uppi í
sveit.
Það er fjarri því að hún sé ánægð
með hlutskipti sitt í krummaskuði.
Hún rær að því öllum árum að
komast aftur til New York en er
orðin peningalítil.
Hún á víðlendar eplaekrur og
notar alla uppskeruna til að fram-
leiða barnamat. Er líöa tekur á
veturinn fer hún að selja barna-
matinn. Sælkerabarnamatur, en
það er nafnið sem hún setur á
krukkurnar, selst brátt mjög vel
og taka viðskiptin að vinda upp á
sig.
Fyrirtækið, sem hún vann hjá
áður, lýsir áhuga á að kaupa barna-
matarfyrirtæki hennar og býður
henni forstjórastöðu. Keaton segir
nei. Hún snýr aftur upp í sveit, til
krakkans og dýralæknisins.
Baby Boom er snörp ádeila á hina
köldu karlmannsveröld þar sem
börn eiga.sér ekki stað. Hún deilir
harðlega á það framapot og lífs-
gæðakapphlaup sem útilokar kon-
ur vegna þess að þær eigi barn.
Þegar Keaton fær barnið í hendur
er hún á hraðri leið upp metorða-
stigann. Hún hægir heldur betur á
ferðinni og aðrir maka krókinn.
Hún hættir og flýr upp í sveit.
Þar hittir hún andstæðu sína
dýralækninn. í sveitinni er pláss
fyrir börn og einnig tími.
Leikur Keaton heldur myndinni
uppi allan tímann. Hún slakar
hvergi á og er stórkostlegur gam-
anleikari. Einnig er gaman að sjá
leikskáldið góðkunna, Sam Shep-
ard, í hlutverki sveitalúðans, hann
á ágætan leik.
-PLP
Ebeneser Erlendsson lést 16. maí.
Hann var fæddur á Flæðareyri í
Grunnavík 27. apríl 1907. Ebeneser
stundaði sjómennsku og vann ýmis
önnur störf. Eftirlifandi eiginkona
hans er Jóna Sigurðardóttir. Þau
eignuðust fimm böm. Útfór hans
verður gerð frá Fossvogskirkju í dag
kl. 13.30.
Sigrún Helga Valdimarsdóttir, and-
aðist í Kristnesspítala laugardaginn
21. maí. Jarðarfórin fer fram frá
Akureyrarkirkju fostudaginn 3. júní
kl. 13.30.
Agnar Eggert Valdimarson, Öldu-
granda 3, andaðist í Borgarspítalan-
um 16. maí. Útfórin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Gunnar Vilhjálmsson, Alfheimum
42, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 10.30.
Laufey Stefánsdóttir, Fálkagötu 9,
Reykjavík, sem lést 22. þ.m., verður
jarðsungin frá Neskirkju miðviku-
daginn 1. júní kl. 15.
Kjartan Stefánsson, verður jarö-
sunginn frá Fossvogskirkju miö-
vikudaginn 1. júní kl. 13.30.
Teikna eftir Ijósmynd-
um með þurrpastel,
stærð 50x65 cm eða
minna, verð á mynd í lit
kr. 4.950,- verð á mynd
í svárt/hvítu kr. 2.500,-
verö á mynd í blýant kr.
2.500,-
Innrömmun á staðnum
Sendi í póstkröfu
Vinnustofa Þóru
Laugavegi 91,2. hæð (Dómus),
simi 21955.
Sigríður Blöndal verður jarðsungin
frá nýju kapellunni í Fossvogi mið-
vikudaginn 1. júní kl. 10.30.
Sigríður Jónsdóttir frá Þingeyri við
Dýrafjörð, verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju miðvikudaginn 1.
júní kl. 13.30.
Sigurður Jónsson, áður til heimilis
að Nýlendugötu 4, lést á Hrafnistu,
Hafnarfirði 20. þ.m. Útfórin fer fram
frá Fossvogskirkju 1. júní kl. 10.30.
Útför Jens Þórarins Karlssonar fer
fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn,
fimmtudaginn 2. júní kl. 14.
TiJkyiiningar
Heimsókn John Stott
Miðvikudaginn 1. júní nk. verður haldin
almenn samkoma í Neskirkju kl. 20.30 á
vegum Landssambands KFUM og KFUK,
Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og
Kristilegra skólasamtaka. Ræðumaður
verður John Stott, en hann er enskur
prestur og einn allra þekktasti leiðtogi
evangelískra kristinna manna í heimin-
um í dag. Hann hefur ferðast viða um
heim til fyrirlestrahalds. Samkoman í
Neskirkju verður eina samkoman sem
hann talar á í þessari heimsókn. Hér er
einstakt tækifæri tii þess að heyra einn
fremsta predikara kristinnar kirkju tala
á íslandi.
Sýning á VAX-tölvukerfum
og hugbúnaði.
DECUS (notendafélag digital-tölvukerfa)
er með ráðstefnu á Holiday Inn í dag. í
tengslum við ráðstefnuna heldur tölvu-
deild Kristjáns Ó. Skagfjörðs hf. sýningu
á sama stað á VAX-töIvukerfum frá DEC
og hugbúnaði, bæði frá DEC og öðrum
aðilum. Sýningin verður opin fyrir DEC-
US-félaga í dag. Miðvikudaginn 1. júni
verður sýningin opin almenningi frá kl.
10-18.
Orlofsnefnd húsmæðra í
Reykjavík
í sumar mun Orlofsnefnd húsmæðra í
Reykjavík starfrækja orlofsheimili í hinu
glæsUega húsnæði Bændaskólans á
Hvanneyri, Borgarfirði. Hægt er að velja
um eins eða tveggja manna herbergi með
sér snyrtingu. Einnig er á staðnum ágæt
baðaðstaða, heitur pottur og sólskýli.
Boðið er upp á skoðunarferðir, leikfimi
og kvöldvöku. Bókasafn er á staðnum og
guðsþjónusta verður vikulega. Frá og
með 1. júní verður tekiö á móti umsókn-
um um orlofsdvöl, á skrifstofu Orlofs-
nefndar, að Traðarkotssundi 6. Opið
mánudaga tíl fóstudaga kl. 15-18, sími
12617. Nánari upplýsingar fást á skrifstof-
unni. Dvalarvikur verða 5 í sumar og
hefst fyrsta vikan 18. júní. Ekki er hægt
að dvelja lengur en eina viku. Vonast er
eftir að sem flestar konur geti nýtt sér
dvöl að Hvanneyri í sumar.
Málverkasýning í Menningar-
stpfnun Bandaríkjanna
Fimmtudaginn 2. júní nk. opnar Gulay
Berryman málverkasýningu í Menning-
arstofnun Bandaríkjanna. Flestar mynd-
anna eru af íslenskum mótifum og unnar
á síðustu árum hérlendis, en frú Berry-
man er gift sendierindreka í bandaríska
sendiráðinu í Reykjavík og hafa þau búið
hér um tveggja ára skeið. Sýningin verð-
ur opin daglega kl. 8.30-20 en listamaöur-
inn verður við daglega sjálfur milli kl.
13.30-20. Sýningin er öllum opin.
Anna Leós sýnir í Viðey
Málverkasýning Önnu Leós var opnuð
sl. laugardag í Viðeyjamausti. Sýningin
verður opin næstu þrjár vikur. Ferðir em
frá Sundahöfn frá kl. 14 virka daga og
kl. 13 um helgar.
Kynningarfundur Náttúru-
lækningafélaganna 1988
Náttúrulækningafélag íslands og banda-
lagsfélögin á Akureyri og í Reykjavik
halda kynningarfund á Hótel Loftleiðum,
ráðstefnusal, miðvikudaginn 1. júní kl.
20.30-23. Allir áhugamenn em velkomnir
á fundinn.
Fyrirlestur um kennslu sam-
félagsfræði í grunnskóla
Miðvikudaginn 1. júní nk. kl. 17 heldur
Tony Marks fyrirlestur og sýnir mynd-
band um kennslu í samfélagsfræði í
grunnskóla. Fyrirlesturinn verður hald-
inn í kennslumiðstöð Námsgagnastofn-
unar, Laugavegi 166. Tony Marks er lekt-
or í félagsfræði og kennslufræði félags-
fræðinnar við breskan háskóla. Hann er
hér staddur á vegum Félags félagsfræði-
kennara til aö halda námskeið í kennslu-
fræði greinarinnar. Áhugamenn um
samfélagsfræðikennslu em hvattir til að
mæta.
Starfsemi skólagarða Reykja-
víkur að hefjast.
Skólagarðar Reykjavíkur hefia starfsemi
sína um næstu mánaðamót. Innritun
barna verður 1. og 2. júní kl. 8 og er gjald-
ið 400 kr. Öllum bömum á aldrinum 9-12
ára er heimil þátttaka. Skólagarðar em
reknir á sex stööum í Reykjavík, í Skerja-
firði, við Ásenda, í Laugardal, Stekkjar-
bakka og Jaðarseli í Breiðholti og Árt-
únsholti í Árbæ. í skólagörðum Reykja-
vikur fá börn leiðsögn við ræktun á
grænmeti og plöntum, auk þess að fara
í leiki og stuttar gönguferðir í nágrenni
við garðana til náttúmskoðunar og
fræðslu um borgina.
Tónleikar
Stórtónleikar í Duushúsi
Jóhann Eiríksson og Froskur tilkynna
stórtónleika í Duushúsi miövikudaginn
1. júni kl. 21.30. Fram munu koma hljóm-
sveitimar Daisy Hill Puppy Farm sem
kynnir nýútkomna plötu sína, Rocket
Boy, og HAM sem kynnir plötuna Hold
sem kemur út í byrjun júní. Auk Daisy
Hill Poppy Farm og HAM koma fram
frægir leynigestir sem kunnugir telja að
gætu eins verið hinir landsfrægu Sog-
blettir eða jafnvel Sinfóníuhljómsveit
æskunnar.
Námskeið fyrir almenning
í ferðamennsku
Nýlega hélt björgunarskóli Landssam-
bands hjálparsveita skáta námskeið fyrir
almenning í ferðamennsku. Kennd vom
ýmis atriði sem ferðafólk ætti að kunna
skil á, m.a. notkun áttavita og landa-
bréfa. Þetta fyrsta námskeið, sem stóð í
4 kvöld, sóttu 15 manns, en ráðgert er að
halda fleiri námskeið með haustinu.
Myndin sýnir nokkra þátttakendur í lok
námskeiðsins.