Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. Fréttir Amarstapi: Stöðug fjölgun íbúa síðustu fimm árin - um 30 bátar gera þaðan út á sumrin Stapi, eða Arnarstapi undir Snæfells- jökli, er líklega þekktastur sem mynd á póstkorti eða utan á ferðahand- bókum. Bæjarstæðið þykir sérkenni- legt. í björtu veðri, þegar Jökulbnn skartar sínu fegursta og trónir yfir byggðinni þarna, þykir staðurinn bka einn sá fegursti á landinu. Á ferð blaðamanns þar fyrir skömmu var dumbungsveður og lítið að sjá af umhverfi þessa umtalaða staðar. Jökulbnn lét ekki á sér kræla, en það gerði mannfólkið. íbúum á Amarstapa er abtaf að fjölga. Aö sögn fólksins þar var engin veturseta á Stapanum fyrir um fimm árum en í dag búa um 30 manns þar aban ársins hring. Jarðirnar eru í ríkiseign og er nýbúið að úthluta 20 sumarbústaðalóðum og 6 hebsárs- húsaióðum þar sem hefja á bygging- arframkvæmdir á næstunni. Veitingahús í burstabæ Rekið er veitingahús í nýbyggðum burstabæ, Amarbæ, þar sem kokk- urinn þykir af betri endanum. 3-4 bátar eru gerðir út frá Amar- stapa abt áriö en abt að 30 á sumrin. Það er þá aðabega aðkomufóbc sem tengist staðnum á einn eða annan hátt. Höfnin er btb og þröng og engan veginn búin tb að taka á móti þessum fjölda báta á sumrin. Sagði bátseig- Séð yfir höfnina á Arnarstapa. Þar er þröngt og lítið skjól fyrir haföldunni. DV-mynd hlh andi einn að höfnin væri að fybast af sandi í ofanálag. Afli bátanna er unninn í saltfisk- verkim staðarins sem hóf starfsemi undir stjóm núverandi fiskverkanda fyrir þremur árum. Hann heitir Bjami Einarsson og hefur búið á Arnarstapa í fjögur ár. „Nú eru um 15 manns í vinnu hjá mér. Þetta er bæði fólk héöan og úr sveitunum í kring. Aðalvertíöin er í apríl, maí og fyrri hluta júní. Trib- urnar eru að koma með mibi 300 kíló og eitt tonn á dag, sem gerir 10-15 tonn af fiski í verkun, en við getum annað 15 tonnum af fiski daglega." Vertíðin brást Bjami sagði einnig að miðin væru góð undan nesinu, en vertíðin hafi alveg brugöist þar eins og annars staðar á þessum slóðum. Væri meira fiskirí á skakinu en á netavertíðinni. „Þetta væri í lagi ef ríkisstjórnin stæði sig almennbega. Það er verst aö hún fellir ekki gengið til aö bjarga fiskvinnslunni, heldur tb að bjarga misgjörðum sjálfrar sín og stjórn- málamannanna. Annars er bagalegt að fiskverkendur eigi sér engan sér- stakan málsvara eins og útgerðar- menn. Við stæðum betur að vígi ef við værum bundnir samtökum.“ Þrátt fyrir fiölgun íbúa á Arnar- stapa segja íbúar enga vetrarþjón- ustu vera við staðinn og lítil þjónusta sé þar yfir höfuð. Snjómokstur sé enginn og pósturinn komi einu sinni til tvisvar í viku með mjólkurbhnum. -hlh Amarstapi: „Héldum að hér væri ekki neHt“ - segja ferðamenn þegar þeir siá verfingastaðinn Arnaitæ „Við héldum að hér væri ekki neitt," er oft viðkvæði ferðafóbcs þegar þaö kemur á Arnarstapa undir Snæfebsjökb og sér nýlega byggðan burstabæ og uppgötvar síðan að þar er hinn vistlegasti veitingastaöur, Arnarbær, tb húsa. Hjörleifúr Kristjánsson og Krist- ín Bergsveinsdóttir frá Rifi eiga og reka Amarbæ og er þetta þriðja sumarið sem veitingastaðurinn er starfandi. „Við fórum seint af staö fyrsta sumanð og vorum þá með góðan kokk. í fyrra var þetta háifgert basl, enda kokkurinn slæmur þann stutta tíma sem hann var. í ár erum við heppin með kokk og lofar að- sóknin þegar góðu. Þótt við séum ekki í alfaraieið stendur og febur staðurinn meö matretðslunni," sagði Kristín í rabbi viö blaöa- mann. Aðspurö hvers vegna þau hafi byggt burstabæ, segir Kristín að þau hafi vbjað halda gamla sthnum við að sem mestu leyti. Það hafi verið dýrara en mun áhugaverðara að sjá fyrir innlenda jafnt sem út- lenda ferðamenn. „Viö höfúm veriö viðloðandi Stapann í um 10 ár. Við vorum með sumarbústað í byrjun en búum nú í húsi hér við hböina yfir sumar- tímann. Við höfum opið frá miðjum mai og tíl ágústloka en þá hættir ferðamannastraumurinn.“ Þau hjón eru bjartsýn á rekstur- inn, svo framarlega sem fóbc vib ferðast. Áöur hafi vantað aba aö- stöðu fyrir ferðafóbc þama. Hafi hebu rútumar þurft að banka upp á í íbúðarhúsum tb að komast á salemiö. Sagðist Kristín efast um að Reykvíkingar tækju slíku þegj- andi og hijóðalaust. -hlh Það grunar vist fæsta, er koma akandi aö Arnarstapa, að þarqa inni sé hinn vistlegasti veitingastaður. DV-mynd hlh Pakkhúsið í Ólafsvik verður útbúið sem byggðasafn. Var þaö byggt af Claus- enverslun árið 1844 og var notað sem pakkhús fram á þessa öld. DV-mynd hlh Ólafsvík: Pakkhúsið verður byggðasafh Unnið hefur verið aö endurbótum á Pakkhúsinu í Ólafsvík undanfarin misseri. Er ætlunin að útbúa byggða- safn í húsinu en það er þijár hæðir. Er fyrsta hæðin tilbúin og verða þar finni munir tb sýnis. Á efri hæðun- um er ætlunin að hafa grófari muni. Að sögn Kristjáns Ólafssonar, bæj- arstjóra í Ólafsvík, var pakkhúsið byggt af Clausenverslun 1844 og var vörulager langt fram á þessa öld. Clausenættin rak verslun í Ólafsvík frá aldamótunum 1700/1800 og hafði meðal annars útibú í Grundarfiröi og á ísafiröi og einhverja verslun í Kaupmannahöfn. Ættmóðir Clause- nættarinnar, Valgerður Pétursdóttir frá Búð í Hnífsdal, gbtist Clausen kaupmanni sem var fyrsti Danskur- inn 1 Ólafsvík. Þegar hann lést varð Valgerður fyrsta kaupkonan á landinu. Danska skipið Svanen, betur þekkt sem Ólafsvíkursvanurinn, sigldi í 116 ár meö vörur mibi Kaupmannahafn- ar og Ólafsvíkur en fórst á víkinni fyrir utan bæinn. Er talið að útgerð þess skips sé ein sú lengsta á sama skipi hérlendis. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.