Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. 49 . Fréttir Norðurfandamótið í bridge: Danir í efstu sætunum Dönsku sveitirnar hafa forustu í báðum flokkum eftir tvær fyrstu umferðirnar á Norðurlandamótinu í bridge, sem hófst að Hótel Loftleiöum í gær að viðstöddum fjölmörgum áhorfendum. í opna flokknum hefur danska sveitin góða forustu eftir stórsigra á Svíþjóð og Finnlandi. í kvennaflokknum er munurinn hins vegar lítill. íslensku sveitunum hef- ur ekki gengið alveg nógu vel. í opna flokknum er ísland þó í þriöja sæti, 11 stigum á eftir Dönum. I fyrstu umferðinni sigraöi ísland Færeyjar með 21-9 og voru þaö nokkur von- brigði því eftir fyrri hálfleikinn stefndi í stórsigur. ísland var 51 impa yfir, 67-16, en tókst ekki að fylgja þessu eftir. Tapaði síðari hálfleikn- um meö 13 impa mun. í gærkvöldi tapaði ísland fyrir Svíum með Utlum mun, 12-18. I kvennaflokki er ís- lenska sveitin í neðsta sæti. Tapaði báðum leikjum sínum með miklum mun. í báðum flokkum verður spiluð tvöföld umferð, 10 umferðir í opna flokknum en 6 í kvennaflokki. Þriðja umferð hófst kl. 11 í morgun ogíjórða umferð verður spiluð í kvöld. Langmest hefur komið á óvart stór- sigur Dana í opna flokknum á hinni sterku sveit Svía, 23-7, í fyrstu um- ferðinni en í sænsku sveitinni spila tveir af núverandi Evrópumeistur- um Svía. Danir tóku strax forustuna í leiknum. Unnu fyrri hálfleikinn 51-16 og gáfu ekki eftir í þeim síðari, 32 -20., Danska sveitin fékk stór- sveiílu í eftirfarandi spih. Frá leik íslands og Færeyja í fyrstu umferðinni. Sævar Þorbjörnsson, lengst til vinstri, og Karl Sigurhjartarson spila við Trygve Vestergárd og Áka Mou- ritsen. Spil frá leiknum er í litla bridgeþættinum í dagbókinni. DV-mynd S * KD95 V Á106 ♦ 2 + K10764 ♦ — V KD84 ♦ ÁKG543 *■ DG2 ♦ ÁG108763 V 97 ♦ 6 + 983 V G532 ♦ D10987 -1. Á r Suður gaf. Allir á hættu. í opna salnum voru Svlarnir Morath og Bjerregárd í N/S en Werdelin og Lars Blakset A/V. Sagnir: Suöur Vestur Norður Austur 34 dobl 4* dobl pass 54 5* 6« pass pass dobl p/h Morath spilaði út spaöakóng og Lars var fljótm- að vinna spilið. Trompaði kónginn. Tók tígulás og svínaði laufgosa. Spilaði blindum inn á tromp. Þá hjarta á kóng. Morath drap en það var eini slagur vamarinnar. 1540 til Danmerkur. Á hinu borðinu fengu Danir aö spila 5 spaða í N/S doblaða. Það gerði 500 og Danir imnu þvi 1040 á spilinu eða 14 impa. Spiluð voru sömu spil á öllum borðimum í báð- um flokkum og voru Blakset og Werdelin Bridge Hallur Símonarson hinir einu sem fóru í 6 tígla. Fimm spaö- ar doblaðir aimennt spilaðir. Úrsht í leikjunum í gær urðu þessi: Opin flokkur Fyrsta umferð. ísland - Færeyjar 21-9 (98-60), Danmörk - Svíþjóð 23-7 (83-36) og Noregur - Finnland 15-15 (72-70). Ónnur umferð. Svíþjóð - ís- land 18-12 (61-44), Danmörk - Finn- land 21-9 (97-58) og Noregur - Fær- eyjar 20-10 (71—39). Staðan er þannig. 1. Danmörk, 44 stig. 2. Noregur, 35 stig. 3. ísland, 33 stig. 4. Svíþjóð, 25 stig. 5. Finnland 24 og 6. Færeyjar, 19 stig. í dag sphar ísland við Finnland en við Noreg í kvöld og veröur sá leikur sýndur á sýningartöflunni. Kvennaflokkur Fyrsta umferö. Danmörk - ísland 25-4 (86-14) og Svíþjóð - Noregur 17-13 (55-39). Önnur umferð. Noreg- ur - ísland 25-3 (108-29) og Svíþjóð - Danmörk 16-14 (71-63). -hsím Jóhann sækir í sig veðrið í Betfört: Jusupov slapp með jafntefli - Kasparov hefur tekið fovystuna eftir sigur Karpovs gegn Ehlvest Að loknum tíu umferðum af fimm- tán á heimsbikarmótinu í Belfort í Frakklandi hefur Jóhann Hjartarson hlotið 4 v. og er í 9.-13. sæti ásamt stórmeisturunum Andersson, Beljavsky, Jusupov og Speelman. Jóhann gerði tvö jafntefh um helg- ina, við áskorendurna Sokolov og Jusupov. Skák hans við Sokolov var í járnum ahan tímann, samið var um jafntefli eftir 25 leiki. Hins vegar var Jóhann óheppinn að geta ekki leitt skákina við Jusupov til sigurs. Hann hafði mjög góða stöðu en Jusupov varðist vel og eftir 48 leiki slíðruðu þeir sverðin. Eistlendingurinn Ehlvest hefur misst forystuna í hendur heims- meistarans Kasparovs. Ehlvest vann Beljavsky á laugardag en það var Anatoly Karpov sem dró hann niður af tindinum. Karpov vann í gær eftir að hafa teflt hratt og frábærlega vel. Sjálfur er Karpov í 3. sæti með 6 vinn- inga og biðskák við Hiibner þar sem V-Þjóðveijinn er að berjast fyrir jafn- tefli. Kasparov hefur 7,5 v. og Ehlvest 7 v. Á eftir Karpov koma Sokolov og Spassky með 6 v., Hubner hefur 5,5 og biðskákina við Karpov, Ribh hef- ur 5,5 v., Short 5 v., síðan Jóhann með 4 v. í fríðum hópi og lestina reka Timman, Nogueiras og Ljubojevic, sem hefur nú tapað þremur skákum í röð, ahir með 3,5 v. Tíunda umferðin, sem tefld var í gær, var sú skemmtilegasta í mótinu fram að þessu. Einungis þremur skákum lauk með jafntefh, þar af lögðu Nogueiras og Spassky einir niður vopn á óteflda skák. Short og Beljavsky og Jóhann 'og Jusupov börðust til þrautar. Kasparov vann Andersson, Sokolov vann Ljubojevic, Hubner vann Timman auðveldlega, Karpov vann Ehlvest eins og fyrr sagði og Ribli, sem haföi gert níu jafntefli í röð, knésetti Speel- man. í níundu umferð, sem tefld var á laugardag, gerðu Timman x)g Ribli, Speelman og Nogueiras, Andersson og Short og Jóhann og Sokolov jafn- tefli, Ehlvest vann Beljavsky, Ka- sparov vann Ljubojevic og Spassky lagði Jusupov óvænt efhr að hafa náð glæsilegri mátsókn eftir flókna mið- taflsstöðu. Biðskák Short við Ljubojevic úr áttundu umferð lauk með sigri Short. Jóhann og Jusupov leiddu saman hesta sína á alþjóðamótinu í Munchen á dögunum og þá vann Jóhann eftir að Jusupov hafði gleymt hróki í dauðanum. Heppnin fylgdi Jóhanni í þeirri skák en í gær sner- ist stríðsgæfan Jusupov í vil. Jóhann tefldi byrjunina af miklum krafti og eftir 20 leiki stóð sovéski stórmeistar- inn frammi fyrir erflðum vandamál- um. Hann varð að láta skiptamun af hendi en eftir ónákvæmni Jóhanns kom upp endataflsstaða sem gaf að- eins jafntefli. Hvítt: Artur Jusupov Svart: Jóhann Hjartarson Enskur leikur. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. Rf3 cxd4 5. Rxd4 d5 6. Bg2 e5 7. Rf3 d4 8. 0-0 Rc6 9. e3 Bc5 10. exd4 exd4 11. Bg5 Be6 12. Rbd2 Be7 13. Rb3 d3! 14. Hcl 0-0 15. Be3 Rg4 16. Bf4? Eftir þennan leik nær Jóhann yfir- höndinni. Betra er 16. Bc5 með u.þ.b. jöfnum möguleikum. 16. - Dd7 17. a3 h6 18. Dd2 Hfd8 19. Hfdl a5 20. Be3 Rge5 21. Rxe5 Rxe5 22. Rxa5 Bg4! Skák Jón L. Árnason Jusupov kemst ekki hjá því að tapa hði. Ef hrókurinn forðar sér kemur 23. - RÍ3+ 24. Bxf3 Bxf3 og síðan 25. - Dh3 og hvítur verður mát. 23. Dc3 Bf6! 24. Db4 Bxdl 25. Hxdl Dg4 26. Hd2 Rf3 + ? En nú er Jóhann of bráður á sér. Eftir 26. - Hd7! hefði hvitur verið í vondum málum. Þá er illt að hirða b-peðið og svartur getur næst leikið 27. - Rf3 +. Eftir 27. h3 Rf3 + 28. Khl Dh5 29. g4 kæmi einfaldlega 29. - Dh4 og valdar riddarann óbeint - þetta afbrigði benti Spassky Jóhanni á eft- ir skákina. Eftir mistökin í skákinni eru enn vinningsmöguleikar fyrir hendi en hvítur getur þó andað létt- ar. 27. Bxf3 Dxf3 28. Dxb7 Dxb7 29. Rxb7 Hdb8 30. Rc5 Bxb2 31. Rxd3 Bxa3 32. c5 Hb3 33. Kfl Hc3 34. Ke2 Hd8?! Hér gaf 34. - g5! ákveðin færi. Segja má að eftir næsta leik hvíts geti hann ekki tapað taflinu, staðan er svo traust. 35. h4! h5 36. Hdl g6 37. Hd2 Hd5 38. Hdl Kf8 39. Hd2 Ke8 40. Hdl Kd8 41. Bg5+ Ke8 42. Be3 f6 43. Hd2 g5 44. hxg5 fxg5 45. Rf4! Lagleg einfóldun stööunnar. Eftir 45. - Hxd2 46. Bxd2 Hxc5 47. Rxh5 blasir jafnteflið við. 45. - Hxe3+ 46. fxe3 Hxd2+ 47. Kxd2 gxf4 48. exf4 Bxc5 -og jafntefli samið. -JLÁ NÚFÆRÐU. . 105g MilRI JOGURI ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* * miðað við verð á jógúrt í 180 g dósum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.