Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1988, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1988. Menning Fígúruverk „Maðurinn í foigrunni" að Kjarvalsstoóum Við skipulagningu myndlistarsýn- inga, sem og í annars konar upp- fræðslu- og menningarstarfsemi, gildir sú þumalfingursregla að því víðari forsendur, sem menn gefa sér, þeim mun rýmri tima þurfa þeir til að vinna úr þeim. Það er til dæmis tíltölulega auð- gert að setja saman sýningar á verkum einstakra listamanna þar sem æviferill þeirra færir skipu- leggjendum allar helstu forsendur upp í hendur. Ætli menn hins vegar að búa til sýningar í kringum ákveðin stef, „þemu" eöa tímabil, verða þeir að gefa sér góðan tíma til að leggja niður fyrir sér markmið, leiðir og framsetningu. Ef markmiðið er að setja saman sýningu um „Manninn í íslenskri myndlist, 1965-85", þurfa menn aö Myndlist Sverrir Olafsson - Godiva, olía á stál, 1985. Aðalsteinn Ingólfsson hafa gildar ástæður fyrir vali á akkúrat þessu stefi og tímabili. Val á listamönnunum þarf og að vera á hreinu frá byrjun. Sömuleiðis verða aðstandendur að ákyeða hversu figúratíf mynd- verkin þurfa að vera til að fá inni á sýningunni, hvortþeir listamenn, sem meðhöndla manninn eða lík- amsparta sem væru þeir óhlut- bundin form, eigi þar heima eður ei. Þegar kemur að framsetningu þarf að ákvarða hvort sýna eigi frarn á tengsl við fortíðina, hvort leggja eigi áherslu á innbyrðis tengsl hstamannanna eða sérkenni þeirra, og svo framvegis. Ogöngur En auðvitað er líka hægt að spara sér alla þá hugarorku, sem í þetta fer, með því að grípa nokkur nær- tæk verk með margvíslega fígúra- tífu yfirbragði og láta síðan nagla og spotta ákvarða bæði upphengi og samhengi. Þessa leið, eða ógöngur, virðast þeir hafa farið, staðarhaldarar að Kjarvalsstóðum, þegar þeir settu upp sýninguna „Maðurinn í for- grunni" sem átti að vera tromp staðarins á Listahátíð. Að minnsta kosti er ekki hægt að sjá heila brú í þessari sýningu, hvernig sem á hana er litið. Er ekki að sjá að menn hafilært neitt af þeim mistökum sem gerð voru við uppsetningu fyrri þema- sýninga að Kjarvalsstöðum heldur hafl þeir drifið sig í aö endurtaka þau öll og gott betur. í fyrsta lagi gera þeir ekki upp við sig hvernig þeir vilja túlka hug- takið „fígúratífur" sem hefur í för með sér að inn á sýninguna rata alls konar myndverk á fólskum forsendum - eða alls engum. í framhaídi af því má geta þess að nær fjórðungur mynda á sýn- ingunni er gerður utan þess tíma- bils sem hér um ræðir, það er 1965-85. Helgi Þorgils - Hið eilífa ferðalag, olía, 1987. En það sem skiptir hér meira máli er að í mörgum þeirra er „maðurinn" langt frá því að vera „í forgrunni" heldur er hann not- aður til uppfyllingar eða eins og hvert annaö afstrakt form og hefur þarafleiðandi lítil sem engin áhrif á endanlega merkingu verkanna. Yfirsjónir í þeim flokki eru til dæmis bronsskúlptúrar Helga Gíslasonar, tréskúlptúr Sigrúnar Guðmunds- dóttur, málverk Kristins G. Harð- arsonar, myndir Ómars Skúlason- ar, klippimyndir Sigurjóns Jó- hannssonar og málverk Steingríms Eyfjörð. í annan stað virðist þekking að- standenda á því tímabili, sem um 'ræðir, af svo skornum skammti að þeir láta sér sjást yfir marga lista- menn sem eiga allt sitt undir fíg- úratífri tjáningu. Hér veröur maður tilfinnanlega var við fjarvist Einars Hákonar- sonar sem teljast verður einn af lykilmönnum í fígúratífri list hin síðari ár. Flogið hefur fyrir að Einar hafi ekki viljað taka þátt í sýningunni og hafi sá kvittur við rök að styðj- ast hefði verið kurteisi af sýningar- nefnd að upplýsa sýningargestí um þaö. Ékki skil ég heldur hvernig hægt er að búa til mynd af fígúratífri myndlist á íslandi eftir 1960 án þess að geta um eða sýna hina drama- tísku myndröð Jóhannesar Geirs afjarðarför á Króknum frá 1963 eða nýrri stórmyndir hans af vega- vinnuverkamönnum. Það er vist tómt mál að tala um mannamyndir Baltasars; hann er persona non grata á Kjarvalsstöð- um, en hvað um málverk Margrét- ar Jónsdóttur, Grétars Reynisson- ar, Jóns Reykdal (sem hefðu tekið sig vel út í námunda við verk Ei- ríks Smith...), Erlu Þórarinsdótt- ur, já, jafnvel málverk Bjarna Þór- arinssonar? Eða hausamyndir Páls Guðmundssonar frá Húsafelli? ... á hátindi ferils? Á einhverju stigi málsins hefur sýningarnefnd síðan tekið þá ákvörðun að hafa með þá Kjarval, Scheving og Jóhann Briem vegna þess að „um miðjan 7. áratuginn voru þeir... á hátindi ferils síns sem fígúratífir listmálarar", eins og segir í aöfaraorðum Gunnars B. Kvaran. Nú vil ég leyfa mér að efast um að þessi fullyrðing eigi við rök að styðjast. Alltént ættu myndir þess- ara listamanna á sýningunni að styðja við hana - sem þær gera ekki - allra- síst verk Kjarvals. Hvaöa tílgang hefur það svo að sýna í þessu samhengi myndir eftir Braga Ásgeirsson frá 1954 og 1958-59 eða skúlptúr Ólafar Páls- dóttur, Son, frá 1955? Skyldi það vera til þess aö tryggja sýningunni gott veður í stærsta dagblaði landsmanna? Upphenging verka er svo alveg sérstakur kapítuh en þar virðist allt gert til að höggva á tengslin milli mynda, í stað þess að leyfa þeim aö njóta sín í eðlilegu sam- hengi. Ekki meir, ekki meir Formáh í sýningarskrá hefur á sér yfirbragð skólaritgerðar þar sem mál- og hugsanavillur ganga ljósum logum. Er til dæmis hægt að tala um að listamenn „yfirgefi tjáningu" til að taka upp annars konar listsköpun? Ég hélt að eina leiðin til að „yfirgefa tjáningu" væri að hætta listsköpun eða hrökkva upp af. Á grundvelh' þessarar sýningar, svo og afstraktsýningarinnar í fyrra, verður að efast um að við núverandi aðstæður séu staðar- haldarar þess umkomnir að standa fyrir stórri úttekt á SÚM-hreyfing- unni á næsta ári. Látum Stein Steinarr hafa síðasta orðið að þessu sinni: „Ekki meir, ekki meir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.