Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. 3 Fréttir Steingrímur Hermannsson um bráðabirgðalögin: Hver sem er getur farið fram hjá þessum lögum - Seðlabankinn gerir ekki tilraun til að hafa hemil á vöxtunum „Afar mikiö af því sem að var stefnt hefur runniö út í sandinn, því miöur. Hver sem er getur fariö fram hjá þessum lögum. Fyrst var það ísal meö Vinnuveitendasambandið í broddi fylkingar, nú er þaö Lands- virkjun sem fer fram hjá þeim og vextir hafa hækkaö meira en nokkru sinni þrátt fyrir yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um aö beita sér gegn slíku. Seölabankinn hefur ekki gert tilraun til aö hafa þar hemil á,“ sagöi Steingrímur Hermannsson, utanrík- isráðherra og formaður Framsókn- arflokksins. Steingrímur sagöi aö nú lægi fyrir lagaálit Siguröar Líndal um aö Landsvirkjun væri ekki ríkisfyrir- tæki og því tækju bráöabirgðalögin ekki til hennar. Taldi hann lögin vera þá oröin ansi haldlaus. Steingrímur sagöi aö þaö heföi verið fullt sam- komulag meöal formanna stjórnar- flokkanna, þegar bráðabirgöalögin voru undirbúin, aö ákvæöi þeirra um opinberar hækkanir næöu einnig til Landsvirkjunar. Þetta hafi verið ■ staöfest á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. „Ég heföi viljað gera breytingar á lögunum og láta ákvæöiö ná til Landsvirkjunar en þaö þykir kannski ekki góð latína," sagöi Stein- grímur. Hann sagði aö nú væru tvö dæmi um að farið væri í kringum lögin, auk vaxtahækkana, og honum virtist ekki mikiö standa éftir af þeim nema gengisfellingin. „Ég hef lagt þaö til hvaö eftir annað aö hámarksvextir veröi settir á lánskjaravísitölutryggð bréf og aö Seölabankinn ákveði vaxtamun en um það hefur ekki orð- iö samkomulag." - Telja framsóknarmenn aö lögin séu haldlaus og grípa þurfi til einhverra aðgeröa? „Viö höldum okkar miðstjórnar- fund í ágúst og tökum þá afstööu til þessara mála,“ sagöi Steingrímur. - Telur þú þörf á viöurlagaákvæöi í bráöabirgðalögunum? „Þaö var mikið rætt í kringum þetta ísal-mál. Þegar ekki er hægt að treysta á að aöilar eins og VSÍ, ísal og Landsvirkjun fylgi lögunum þá þarf einhvers konar þess háttar ákvæöi," sagöi Steingrímur Her- mannsson. JFJ Dýrt að stoppa á íslandi Erlendur ferðamaöur sem stopp- ar á íslandi á leið yfir Atlantshafið þarf að greiöa rúmar átta þúsund krónur fyrir þriggja daga stopp. Þetta er umtalsvert hærra verð en verið hefur á undanfórnum árum. Flugleiðir ákváðu aö hækka veröið um sumartímann á síðasta ári þar sem hótelin voru fullbókuð af venjulegum ferðamönnum. Þrátt fyrir að harðnaö hafi á dalnum í ár halda Flugleiðir enn háa verð- inu. Einn hópur farþega getur þó enn fengið að stoppa á íslandi fyrir lágt verö. Það eru farþegar á hæstu far- gjöldum frá Bandaríkjunum á leið til Norðurlandanna. Þar sem oftast hður einn dagur frá því lent er á Keflavikurflugvelli og þar til önnur vél heldur áfram til Noröurland- anna kostar lítið aö stoppa hér þann tíma, eða 1.270 krónur. Eins dags stopp á leiöinní frá Bandaríkjunum til Evrópu kostar hins vegar 3.000 krónur. -gse Neskaupstaður: Máli sparisjóðsstjórans vísað til Jafnréttisráðs Jafnréttisnefnd Neskaupstaöar hefur nú vísað kæru vegna ráðning- ar Sveins Árnasonar, fjármálastjóra bæjarins, í starf sparisjóðsstjóra til Jafnréttisráðs. Þrír af fimm stjórnar- mönnum í Sparisjóði Norðfjaröar greiddu atkvæöi meö Sveini en tveir meö Klöru ívarsdóttur, sem gegnt haföi starfi sparisjóðsstjóra frá því í febrúar á þessu ári. Klara ívarsdóttir haföi starfað í sparisjóönum frá 1973. Hún varö skrifstofustjóri 1980 og staðgengill sparisjóösstjóra frá þeim tíma. Jafnréttisnefnd Neskaupstaöar komst að þeirri niðurstöðu aö meö ráðningu Sveins heföi 5. grein jafn- réttislaganna verið brotin. í þeirri grein segir aö atvinnurekanda sé óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferöi, meðal annars varðandi ráöningu eða skipun í starf. Nefndin segist harma stöðuveitinguna og seg- ir hana skýlaust brot á jafnréttislög- unum. Af þeim þremur stjórnarmönnum, sem greiddu atkvæði meö ráöningu Sveins, voru tveir varamenn. Klara mun lúns vegar hafa haft tryggan stuðning þriggja fastamanna í stjórn- inni. Þaö aö ráöningin var tekin meðan einn þessara þriggja stjórnar- manna var fjarverandi varö til þess að Sveinn fékk starfiö. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.