Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. 11 Utlönd Biðja um aðstoð Þurrkarnir eru verstir í suöur- hluta Súdan og liggur fiótta- manr}astraumur norður eftir iandinu. Stjómvöld í Súdan hafa farið þess á leit við Sameinuðu þjóðim- ar að þeim verði veitt aðstoð vegna neyðarástands af völdum mikilla þurrka í landinu og íjöldaílótta fólks norður eftir því. Hin opinbera fréttastofa Súdan, SUNA, skýrði frá því í gær að forsætisráðherra landsins, Sadeq Al-Mahdi, hefði borið beiðni þessa fyrir Perez de Cuellar, aðal- ritara SÞ. Fréttastofan sagði að aðalritar- inn hefði lofaö að beita sér fyrir alþjóðlegri aöstoð við Súdan. Súdan er stærsta ríki Afríku og jafnframt eitthiðfátækasta. Tálið er að um hálf önnur milijón manna hafi flúið suðurhluta landsins og búi nú við bágbornar aðstæður í norðurhluta þess. ViJI ekki borga Bill Cayton (til vinstri) býr sig nú undir baráttu við Tyson. Simamynd Reutcr Mike Tyson, hnefaleikakapp- inn sem nú í vikunni vann svo afgerandi sigur á keppinaut sín- um um heimsmeistaratitilirm, Michael Spinks, á nú framundan annan slag sem gæti orðið lang- dregnari. Tyson mun vaxa í aug- um sá hluti launanna sem hann fékk fyrir bardagann við Spinks sem hann þarf að greiða umboðs- manni sínum. Bill Cayton. Um allnokkrar upphæðir er að ræða því að Tyson fékk tuttugu og tvær milljónir dollara fyrir viövikið. Nú vill Tyson losa sig við um- boðsmanninn og ekkert borga honum. Þess mun að vænta aö málið taki nokkum tíma fyrir dómstólum. Þyriusmygl Breti nokkur hefur veriö hand- tekinn í Miami í Bandaríkjunum og ákærður fyrir að hafa gert samsæri um að smygla tíu banda- rískum herþyrlum til írans. Maöurinn, Colin Breeze, er tal- inn hafa reynt aö smygla Sikor- sky S-76 þyrlum til írans með því að láta evrópskt fyrirtæki, sem íranska ríkisstjórnin stjórnar í raun, kaupa þær. Að sögn talsmanns bandarísku tollgæslunnar mun sendiherra írans á Spáni hafa átt mikla aðild að samsæri þessu, enda mun hann, ásamt Breeze, hafa ætlað að hagnast verulega á þessu. ÞýTlumar tíu vom upphaflega keyptar frá Sikorsky af Jórdön- um í upphafi áttunda áratugar- ins. Sex þeirra var síöar skilað á pappírunum, þótt þær séu enn allar í Jórdaníu, þar sem þær eru til sölu. Nýtt hneykslismál í uppsiglingu Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, hefur verið ákærður og borinn þeim sökum að hafa logið fyrir þingnefnd er rannsakaði sölu á kafbátateikningum til S-Afríku. Spilavítishneyksli í Hannover getur einnig reynst kanslaranum stórhættulegt. Símamynd Reuter Gizur Helgasan, DV, Reersnæs: Kanslari Vestur-Þýskalands, Helmut Kohl, á nú í vaxandi erfiö- leikum á tveimur vígstöðvum. í fyrsta lagi era það ákveðnar kaf- bátateikningar, sem seldar voru til Suður-Afríku, og í öðra lagi spilavít- ispeningar sem runnu til kristilegra demókrata. Græningjar, sem eru í stjómarand- stöðu, hafa nú sent ríkissaksóknara ákæru þar sem Kohl er borinn þeim sökum að hann hafi vísvitandi logið í þessum málum fyrir þingnefnd sem hafði málin i athugun. Kafbátamálið og spilavítispeninga- málið eru ekki alveg ný af nálinni en þau era aftur á móti bæði komin á hættulegt stig. Ný og áður óþekkt bréf era nú skyndilega komin í leit- irnar og þau era vissulega hvorki hliðholl Kohl né flokki hans, kristi- legum demókrötum. Nokkur dagblöð eru nú farin að líkja þessu máli við Barschel-hneykslið í Schleswig-Hol- stein sem hefur stuðlaö svo mjög að því að vinsældir ríkisstjórnar Helm- uts Kohl hafa minnkað til muna. Fundu Ijósrit Það er vegna Barschel-hneykslis- ins í Kiel að kafbátamálið hefur nú skyndilega tekiö nýja stefnu. Hin nýja ríkisstjórn sósíaldemókrata í Kiel hefur fundið ljósrit í skjalasafni fyrirrennara sinna, kristilegra demókrata. Þetta er ljósrit af bréfi sem forsætisráðherra Bæjaralands og formaður kristilegra demókrata, Franz Josef Strauss, hafði skrifað kanslaranum. í bréfi þessu hvetur Strauss flokks- bróður sinn til þess að gefa skipa- smíðastöðinni í Kiel, sem er í ríkis- eigu, og verkfræðifyrirtæki í Lubeck grænt ljós til þess að selja teikningar af ákveðnum kafbáti áil Suður-Afr- íku. Þegar þessi viðskipti voru gerð heyrinkunnug vöktu þau mikla ólgu því þar með haföi Bonn-stjórnin keyrt þvert ofan í stefnu sína varð- andi viðskipti við stjórnina í Suður- Afríku. Síðasta sönnunargagnið Kohl kanslari lýsti því eindregið yfir gagnvart þingskipuöu nefndinni að hann hefði ekki haft neina vitn- eskju um málið áður en skaðinn var skeður. Bæði sósíaldemókratar og græningjar telja nú að bréfið, sem Strauss skrifaði til Kohls og var dag- sett í júlí 1984, sé síðasti sönnunar- gagnið sem vantaði upp á það að hægt væri að sýna fram á að Kohl heföi logið fyrir rannsóknarnefnd- inni. Deildarstjóri í ráðuneyti Kohls er sagður hafa hringt til skipasmíða- stöövarinnar í Kiel og gefið grænt ljós á viðskiptin vegna bréfsins frá Kohl. Deildarstjórinn ber af sér allar slíkar ásakanir en símtalið er skráö í skjalasafni skipasmíðastöövarinn- ar. Kohl neitaði einnig öllum sakar- giftum og segist ekkert muna eftir bréfinu umtalaða frá Strauss kansl- araskrifstofan í Bonn er talin hafa eyðilagt frumrit bréfsins. Þinghelgin afnumin? Sósíaldemókratar meta allt málið á sama veg og græningjar. Þeir hafa þó enn ekki veriö tilbúnir til að leggja fram ákæru á hendur Kohl við ríkis- saksóknarann. Þeir vilja fyrst fá óyggjandi sannanir á þátt Kohls í kafbátahneykslinu gegnum þingið í Bonn og munu því sennilega krefjast þess að þingmenn verði nú þegar kallaðir heim úr sumarleyfum til þess að afnema þinghelgi Kohls óski ríkissaksóknarinn eftir slíku. Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem græningjar hafa reynt að fella Kohl með því að ásaka hann fyrir lygar fyrir þingskipaðri nefnd. Síðast átti það sér stað í hinu svonefnda Flick-máli en það mál rann út í sandinn vegna skorts á sönnunar- gögnum. Stórhættulegt mál Spilavítishneyksliö í Hannover snertir Kohl kanslara ekki beint per- sónulega heldur flokksbróöur hans, kristilega demókratann og forsætis- ráðherra Neðra Saxlands, Emst Albrecht. Óbeint getur málið orðið Kohl stórhættulegt, það er að segja ef málið endar með því að Albrecht verður að segja af sér. Þá yrði það ekki bara í Schleswig-Holstein sem kristilegar demókratar yrðu af sjá af stjómartaumunum í hendur sós- íaldemókrata heldur og sennilegast líka í Neðra-Saxlandi. Hlutverk kristilegra demókrata í fylkisráðinu, sem er þingdeild fylkisfulltrúanna í Bonn, yrði þar með orðið allskugga- lega veikt. Spilavítispeningar I þessu máh er einnig að ræða bréf sem ýfir upp gamalt mál. Segja má að mál þetta sé svo flókið og stórt um sig að erfitt sér að gera grein fyr- ir því í stuttu máh en hér er um að ræða það að kristilegir demókratar í Neðra- Saxlandi munu hafa verið með í því að græða fé á spilavítinu í höfuðstaðnum Hannover gegnum milUlið. Peningarnir komu þó fyrst til kristilegra demókrata eftir að þeir höföu gefið grænt ljóst á s'tæröarlán sem svo var notað til þess að byggja upp spilavitið. Það er einmitt þessi milliUður sem frá villu sinni í sólinni á Flórída hefur upplýst að Ernst Albrecht forsætisráöherra hafi veriö vel flæktur í allt þetta mál. Fullyrðir milliUðurinn þar að auki að Albrecht hafi verið kjörinn til embættis áriö 1976 með keyptum atkvæðum þar eð sósíaldemókratar virtust vera með öruggan meirihluta. Yfirlýsingaflóð Þetta mál hefur orsakað gifurlegt flóð af yfirlýsingum frá forsætisráð- herranum. Segir hann meðal annars að það séu hin vinstri sinnuðu fjöl- miðlaöfl í Vestur-Þýskalandi, þar á meðal Der Spiegel og Der Stem í broddi fylkingar, sem séu að leita að nýju fórnardýri sem hægt sé að nota nú þegar UwffBarschel er fallinn frá. Ásakanir og fullyrðingar fljúga nú sitt á hvað í Neðra-Saxlandi og hafa dagblöðin þar í sveit úr nógu að moða þessa mollulegu, sólríku viku. LOKSINS! LOKSINS! eru Casio hljómborðin, sem seldust upp fyrir jólin, komin aftur. Allt mögulegt, Laugavegi 26, sími 21615. MI-88 skemmtari í sérflokki, dúndurhljóð og góðir taktar, kennir með Ijósum það sem á leiknina vantar. Aðeins örfá tæki eftir. Verð kr. 13.280,- SK-8 Sampler og skemmtari sem tekur upp hljóð eða óhljóð frá þér eða einhverju öðru og leyfir þér að spila aftur um skemmtarann. Er með lag- akubb og kennir þér að spiia með Ijósum. Verð kr. 11.475,- Frábærar nýjungar frá Casio, þar á meðal tölvugitar og tromm- ur. Eins og alltaf hjá Casio eru nýjungar og gæði á gjafa- verði. Midi gitar frá kr. 25.310,- Sértilboð á nokkrum hljómborðum frá Casio, þar á meðal sýn- ingartæki á hálfvirði. Mikið úrval af hljómborðum frá kr. 1.790,- til kr. 125.350,- Athugið sérstaklega að verslunin selur einnig hitt og þetta, þar á meðai skáktölvur, mixera, mæla, útvörp, tölvur. reiknivélar og alls konar snúrur og tengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.