Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 18
18 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. Erlendmyndsjá Enginn hefur gengist við ódæðisverkinu William Nordeen, fórnarlamb sprengjutilræöisins. Símamynd Reuter Enginn hefur enn gengist viö sprengjutilræði því sem framið var í Aþenu fyrr í vikunni, þar sem William Nordeen, flotamálafulltrúi Banda- ríkjamanna, lét lífið. Nordeen var að aka frá heimili sínu, í einu af betri úthverfum Aþenu- borgar, áleiðis til vinnu, þegar tilræðið var framið. Tilræðismenn höfðu komið fyrir sprengju i bifreið sem lagt haföi verið við gangstéttarbrún. Þegar Nordeen ók fram hjá settu þeir sprenginguna af stað, að því er talið er með fjarstýribúnaði, því engin ummerki eru finnanleg um tíma- stiilibúnað. Talið er að mikið af sprengiefni hafi verið í bifreiöinni. Nægilega mikið til þess að sprengjubifreiðin rústaðist gjörsamlega og bifreið Nordeens tókst á loft og kastaðist þvert yfir götuna og inn í húsagarð þar. Hlutar úr bifreið Nordeens hafa fundist allt að tvö hundruð metra frá tilræðisstaönum. Grunur leikur á að einhver hópur öfgamanna á vinstri væng grískra stjómmála hafi staðið að tilræðinu, en þeir hópar velja sér gjarnan erind- reka Bandaríkjamanna að fórnarlömbum. Öryggisverðir flytja lík William Nordeen á brott frá tilræðisstaðn- um. Engin skýring hefur enn feng- ist á morðinu. Simamynd Reuter Lögreglumenn rannsaka brak bifreiðarinnar sem sprengjan var í. Tatið er að tilræðismaðurinn, eða mennirnir, hafi notað fjarstýringu tii þess að setja sprenginguna af stað þegar Nordeen ók framhjá. Símamynd Reuter Bifreið Nordeens kastaðist þvert yfir götuna við sprenginguna og hafn- aði þar inni í húsgarði. Nordeen mun hafa látist samstundis en hlutar úr bifreiðinni fundust í allt að tvö hundruð metra fjarlægð. Símamynd Reuter Deilur um eiturefna- úrgang Deilur vegna eiturefnaúrgangs standa nú víða um heim og fara frem- ur harðnandi en hitt, enda vill eng- inn sjá efni þessi á sínu landi. ítalir eru meðal þeirra sem harðast hafa verið gagnrýndir, einkum fyrir aö koma fyrir eiturefnaúrgangi í Afr- íku. Á meðfylgjandi mynd er um- sjónarmaður eiturefnageymslu í Nígeríu einmitt fyrir framan ítalskar eiturefnatunnur. Hvort ítalir fást til aö fjarlægja tunnurnar skal ósagt látið en Afr- íkubúar eru allavega lítt hrifnir af að land þeirra sé notað sem sorp- haugur á þennan hátt. Mótmælandi handtekinn eftir að hann veittist að björgunarmönn- um. Símamynd Reuter Mann- tjón enn óljóst Enn er ekki oröiö ljóst hversu margir fórust þegar aurskriða féll yfir tyrkneskt þorp nú í vik- unni þótt vitað sé að fjöldi þeirra skiptir hundruöum. Enn er unnið að uppgrefti í þorpinu. íbúar nágrennis staðarins þótt- ust í vikunni eiga eitthvað vantal- aö viö björgunarmenn og réðust að þeim með grjótkasti og ókvæö- isorðum. Nokkrir voru hand- teknir. Leitarmenn og hundar þeirra hvíla sig örþreyttir. Simamynd Reuter Stundum hefur boli betur Þótt margir telji nautaat lítt sæmandi siðmenntuðum mönnum rísa áhangendur þess öndverðir gegn gagnrýni og segja íþrótt þessa göfuga listgrein sem unun sé á aö horfa. Nautabanar stundi í raun eins konar ballett í hringnum og verði þeir að fylgja ströngum reglum og heföum í baráttu sinni við bola. Maðurinn hafi aö vísu oftast betur í viðureigninni en langt sé þó frá aö dýrið sé varnarlaust fórnarlamb blóöþorsta múgsins, eins og stundum er haldið fram. Meðfylgjandi mynd ber það raunar meö sér að ekki má mikið út af bregða til að nautið nái frumkvæðinu. Dýrin eru enda grimm og engrar vægðar að vænta komi þau á lagi. Spánverjar hafa að vísu nokkrar áhyggjur af því að vegna úrkynjunar kunni þetta sérstaka nautakyn, sem aliö er til nautaats, að vera að missa grimmd- ina. Óttast þeir að þá verði leikurinn loks of ójafn og íþróttin, eða listin, muni líða fyrir. Tekið skal fram að nautabaninn á myndinni slapp lítið meiddur og boli varð að lúta í lægra haldi í leikslok.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.