Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ '1988. 19 Ómeifcileg níðskrif um ginseng: Dæmi um áróður gegn hollefnum Fimmtudaginn 9. júní sl. ritar Ólafur Sigurösson næringarfræö- ingur grein fyrir neytendasíðu DV sem flaggar stórletrað fyrirsögn- inni, „Neikvæðar hliðarverkanir Gihseng". Fyrirsögnin og textinn vekja þá hugmynd að um nýja og fréttnæma rannsókn sé að ræöa. Skoðun heimilda höfundarins sýn- ir hins vegar að aðalefni greinar- innar er marggagnrýnd athugun R.K. Siegel, sem birtist 1979 (1), en hún er slíkum aðferðagöllum háð að hæpið er að draga af athugun- inni neinar marktækar ályktanir, nema helst þá sem Siegel oröar svo í lokaorðum sínum: „Fólk ætti samt sem áður að forðast að neyta til langs tíma stórskammta af gin- seng, því þó aö eitthvað sé allra meina bót getur misnotkun þess orsakað vandamál.“ Ólafur sýnir enga slíka varfæmi við túlkun á niðurstöðum Siegel heldur alhæfir ótæpilega um meintar hliðarverkanir án þess að nefna eina einustu tölu um hlut- fallslega tíðni þeirra eða benda les- endum DV á að meintar hliðar- verkanir komu fram hjá fólki sem ásamt þvi að eiga við geöræn vandamál að etja tók að meirihluta inn frá þreföldum til fimmtánfalds venjulegs dagskammts (1 gramm). Lesendur þessarar DV-greinar sitja því uppi með þá alröngu mynd að hliðarverkanir vegna töku Panax Ginseng séu algengar, meðan þær í reynd eru afskaplega sjaldgæfar sé um hreint ginseng í eðlilegu magni að ræða. Hefði Ólafur haft undirstöðu- þekkingu á ginsengmálum gæti einhliða neikvæður tónn í heimild- um hans hafa vakið athygli hans. Eða að „viðvörunarbjalla" heföi hringt við þá alröngu fullyrðingu Siegel (1) að 3 grömm af ginseng séu lítill dagskammtur. Venjulegur dagskammtur er á bihnu 0,5 til 1,5 grömm af hreinni rót af góðum gæðaflokki. Leiðbeiningar breskra dreifmgaraðila eru á bilinu 0,2 til 2,5 grömm (4). Hlutdræg gagnrýni Hlutdrægni höfundar DV-grein- arinnar kemur ekki bara fram í því að alhæfa út frá undantekninga- tilfellum og skálda úr þeim drauga- sögu. Honum tekst einnig að láta fram hjá sér fara mikinn fjölda af skýrslum um jákvæð áhrif af neyslu rótarinnar á efnaskipti og heilsu, en gleypir gagnrýnislaust skoðun Abramowicz frá 1980 (2) um að ginseng hafi ekki sýnt sig að hafa nein jákvæð áhrif. Vandvirkari gagnrýnendur, Bald- win, Anderson og Phillipson, kom- ast i grein fyrir lyfjafræðinga frá 1986 (3, 4) að langtum hlutlægari niðurstöðu og er þó grein þeirra fyrst og fremst byggð á mati á hugs- anlegum hliðarverkunum og frá- bendingum ginsengnotkunar. Um hliðarverkanir segja þeir m.a.: „Niðurstöður óteljandi rannsókna á Panax og Eleutherococcus (sk. síberískt ginseng, innskot GW) benda til þess að fólk geti notað jurtina án áhættu.“ Um áhrifin hafa höfundarnir þetta að segja: „Báðar jurtirnar eru taldar skapa aukna aðlögunar- hæfni líkamans (adaptogen), sem kemur fram í því að þær eru taldar auka mótstöðuafl líkamans gegn streitu og byggja almennt upp lífs- orkuna.“ Um hugsanleg eitrunaráhrif (toksicitet) segja þeir: „Eitrunaráhrif Eleutherococcus og Panax hafa verið rannsökuð hjá Kjallarinn GeirViðar Vilhjálmsson fleiri dýrategundum án þess að þeirra hafi orðið vart.“ Jákvæð áhrif ginseng Rannsóknir, sem sýna jákvæð áhrif ginseng á ýmsa þætti líkams- starfseminnar, eru fjölmargar. Rúmsins vegna er hér aðeins hægt að nefna dæmi. Skýrslur frá tveim síðustu alþjóöaþingum um gin- sengrannsóknir 1980 og 1984 (10,11) gefa tugi dæma um mjög athyglis- verðar jákvæöar niðurstöður. - í rannsókn Fulder o.fl. frá 3. alþjóðaþinginu (7) kom fram bætt geðslag, betri almenn starfshæfni og betri árangur á ýmsum sállík- amlegum hæfnisprófum, þrátt fyrir minni þörf fyrir svefn hjá tilrauna- fólkinu. - Yonezawa o.fl. skýra frá því að 82,5% tilraunamúsa, sem fengið höfðu ginseng, lifðu af lífshættuleg- an röntgengeislaskammt, meðan aðeins 5% samanburðarhópsins liföu (10). Nýrri tilraun sömu aðila frá 1984 (8) sýndi aö 77,5% ginseng- dýranna voru á lífi 30 dögum eftir geislun en aðeins 20% samanburð- arhópsins voru þá á lífi. - Rannsókn Chung No Joo frá 4. alþjóðaþinginu 1984 (8) sýndi mark- tæka örvun á starfsemi lifrarinnar við afeitrun áfengis. Ginseng örv- aði virkni ákveðinna efnahvata sem afeitra áfengi og rafeindaljós- myndir sýndu að ginseng verndaði lifrarfrumur gegn sýnilegum skemmdum, sem hjá samanburð- ardýrum komu skýrt fram við notkun 12% áfengisblöndu í staö vatns í 6 daga. Panax Ginseng bætir sykurnýt- ingu og lækkar blóðsykur bæði hjá sykursýkisjúklingum og venjulegu fólki (heimildir 3, 34 og 36 í (4)). Hluti sykursýkisjúklinga gat sam- kvæmt rannsókn Okuda og Yos- hida 1980 (5) hætt að sprauta sig með insúlíni. - Ginsengneysla hefur gert blóð- þrýsting eðlilegri bæði hjá fólki með of háan og of lágan blóðþrýst- ing (heimildir 3, 9 og 34 í (4)). - Ginseng eflir nýrnahettur og heiladingul og orsakar betri fram- leiðslu og framleiðslustýringu nýrnahettuhormóna (heimildir 6, 36, 37 og 39 í (4)). - Ginseng örvar frumuskiptingu og kjarnsýruframleiðslu í kynkirtl- um samkvæmt rannsókn Yama- moto 1973 (6) og í skýrslu Ishigami 1973 (6) kemur fram að 14 af 24 karlmönnum, sem voru barnlausir vegna ónógrar sæðisframleiðslu, fengu bót á meini sínu með töku ginseng í 4-8 vikur. Rannsókn Sa-Duk Hong o.fl. (8) staðfesti tvær fyrri rannsóknir, sem sýndu að efni í ginseng örvuðu upptöku á E-vitamíni. Einnig sýndu þeir fram á að ginseng magnaði verulega hin verndandi áhrif E-vítamíns gegn ótímabærri ildingu (oxun). Á 4. alþjóðaþinginu skýrðu V.K. Singh o.fl. (8) frá árangri umfangs- mikilla tilrauna sem sýndu að gin- seng efldi sýkingarvarnir á marg- víslegan hátt. Þar á meöal jókst mótefnaframleiðsla bæði gegn ákveðnum vírus og aðkomufrum- um, interferonframleiðsla efldist og virkni hvítra blóðkoma varð meiri. Fátt er svo með öllu gott... Einn af inflytjendum ginsengs til íslands hefur verið bæöi stórtækur og hlutdrægur í því að lofa einstök gæði sinnar ginsengvöru. Var hún þó ekki nema í tæpu meðallagi samkvæmt virkefnamælingum v- þýskra neytendasamtaka, en nið- urstöður þeirra samanburðarmæl- inga voru birtar í heild í Morgun- blaðinu 6. maí sl. (13). Þetta auglýs- ingaoflof kann að vera hvöt til, og ef til vill smávægileg afsökun fyrir, einhhða neikvæðni Ólafs í garö ginseng. Hin vestur-þýska samanburðar- rannsókn á gæðum mismunandi ginseng gefur tilefni til varnaðar- orða af hálfu undirritaðs til þeirra sem taka eða ætla að taka ginseng. Hvað ginseng viðkemur er svo sannarlega hægt að kaupa köttinn í sekknum því samanburðurinn sýndi að stærsti hluti hinna 23 af- brigða, sem mæld voru, reyndist með lágt eða mjög lágt virkefna- innihald. Aðeins einn framleiðandi reyndist í þessari könnun vera með mjög hátt virkefnainnihald, Suð- ur-kóreska rikiseinkasalan. Aðeins einn annar, Alsitan, reyndist vera fyrir ofan miðgildi (median) mæl- inganna. Fólk ætti því hiklaust að krefia innflytjendur ginseng um niður- stöður virkefnamælinga á viðkom- andi ginsengtegund. Að síðustu. Þótt ginsengjurtin sé mjög áhugaverð hvað heilsuna varðar er rétt að hafa í huga að til eru margar aðrar heilsujurtir. Taka vítamína, stein- og snefilefna verður ekki óþörf þó ginseng sé tekið. Gleymdu ekki að margar hollar fæðutegundir eru til, þó þær séu ekki endilega þær mest aug- lýstu. Geir Viðar Vilhjálmsson Heimildir: (1) R.K. Siegel, Ginseng Abuse Syndrome, JAMA, 1979, Vol. 241 No. 15, s. 1614. (2) Abramowicz, M. ed. Ginseng, Medical Letter on Drugs and Therapeutics 22 (17):72, 1980. (3) C.A. Baldwin, L.A. Anderson, J.D. Phillipson, Hvad enhver farmaceut bör vide om Ginseng, Archiv for Pharmaci og Chemij 144 árg. Nr. 6,21 marts 1987, s. 151-162. (4) Frumfexti (3) í the Pharmaceutical Joumal, 8.11. 1986, s. 583. (5) Okuda, H„ Yoshida, R. í nr. (7) s. 53. (6) Yamamoto, M. heimild 52, í grein E.Y. Park o.fl. í nr. (8), s. 257. Ishigami, J. heimild 20, ibid. (7) Proceedings of the third international ginseng symposium, 1980, Korea Gin- seng and Tobacco Research Institute, Daejeon, Korea. (8) Proceedings of tlie 4. international gin- seng symposium, 1984, sami útgefandi og nr. 10. (9) Geir V. Vilhjálmsson, Morgunblaöið 6.5. 1988, s. 42. (10) Fróöleg samantekt um ginseng með rúmlega 30 heimUdum eftir Guömund V. Óskarsson og Harald Erlends- son, verkefni í félagslæknisfræöi við H.í 1984. Látum fara vel um barnið og aukum öryggi þess um leið! ÚUMFERÐAR RÁÐ TIL ATHUGUNAR VEGNA JÚNÍLAUNA: Þann 31. maí voru samningar Verzlunarmannafélags Reykjavíkur samræmdir samningum verzlunar- mannafélaga á landsbyggönni. í þeirri samræmingu fólst m.a.: EINGREIÐSLA TIL SÉRSTAKRAR LAUNA- JÖFNUNAR: í júnímánuði skal greiöa þeim verzlunarmönnum, sem eru í fullu starfi og taka laun samkvæmt launa- töxtum og unnið hafa hjá viökomandi atvinnurek- anda næstliðna 6 mánuði, sérstaka launauppbót, kr. 5.000,- Starfsmenn I hlutastarfi fái hlutfallslega greiðslu. Launauppbót þessi greiðist sjálfstætt og án allra tengsla við önnur laun. FASTLAUNAUPPBÓT: Fastráðið verslunarfólk (afgreiðslu- og skrifstofu- fólk), sem tekur laun skv. launaákvæðum samnings- ins og á ekki kost á samningsbundnum launaauka, s.s. vegna ákvæðisvinnu, vaktavinnu eða annarra álagsgreiðslna, skal til viðbótar föstum mánaðarlaun- um fá greidda sérstaka fastlaunauppbót, kr. 1.100,- á mányði miðað við fullt starf og hlutfallslega miðað við lægra starfshlutfall. Greiðsla þessi myndar ekki stofn fyrir yfirvinnu. Verzlunarmannafélag Reykjavikur BÍLATORG j ■ NÓATÚN 2 - SÍMI 621033 X. Range Rover, árg. 1984 - hvítur, gullfallegur, sportfelgur, skipti - skuldabréf, ekinn 85.000. km. PEUGEOT 405 Ml 16 - dökkgrásans., ratm. í sóllúgu, rúðum og læsingum, sportfelgur, vökvastýri, margverðlaunaöur bíll! Bill ársins i Evrópu og hlaut gullna stýrið i Þýskalandi. Nýr frá umboði kostar ca 1.360.000. VERÐ KR. 1.180.000. Saab 9000 turbo, - hvitur, rafm. i rúðum og læsingum, hraðastillir, glersóllúga. Verð kr. 1.650.000. BILATORG NOATUN 2 - SIMI 621033

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.