Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988.
21
DV
l\lýi-Garður Kaupstaður Víðir Straumnes Iðukaup Hólagarður Meðalverð
Tómatar, 1 kg 206,00 99,00 129,00 150,00 190,00 98,00 145,00
Bláberjaskyr, 150 g 37,00 37,00 37,00 ' 37,00 37,00 37,00 37,00
Þvol 65,50 68,00 66,00 69,00 67,10
Kellogg's, 500 g 135,50 104,00 139,00 140,00 154,00 148,00 137,25
Colgate fannkrem, 75 ml 70,20 76,00 74,00 73,40
Bananar, 1 kg 165,00 145,00 149,00 166,00 172,00 168,00 160,80
Coca Cola, 1,51 112,00 112,00 112,00 119,00 115,00 118,00 114,70
Rauðspretta, flök 350,00 350,00
Rauðspretta, heil 198,00 198,00
DV kannar verðlag í Breiðholtshverfi
Verðið mjög
misj afnt
0 Coca cola 1,5 It.
Neytendur
Verölag er mjög misjafnt eftir
verslunum í Breiðholti. DV kannaði
verð á níu vörutegundum í sex versl-
unum í Breiðholti. Bæði var kannað
verð í stærri verslunum og smærri.
Mestur verðmunur reyndist á tóm-
ötum. Þeir reyndust dýrastir í Nýja
Garði þar sem þeir kostuðu kr. 206.
Ódýrastir voru þeir í Kaupstað og
Hólagarði. í kaupstaö kostuðu þeir
kr. 99, en 98 í Hólagarði.
Mikill verðmunur reyndist einnig
Lífsstm
Hluti innkaupakörfunnar. DV-myndir S.
á Kellogg’s kornflögum í 500 gramma
pakkningum. Slíkur pakki var ódýr-
astur í Kaupstað. Þar kostuðu korn-
flögurnar kr. 104. Dýrastar voru
kornflögurnar í Iðukaupum í Iðu-
felh. Þar kostaði pakkinn hvorki
meira né minna en kr. 154.
Lítill verðmunur reyndist vera á
öðrum vörutegundum. Þær voru
ódýrastar í Kaupstað í öllum tilvik-
um. Það getur því borgað sig fyrir
Breiðholtsbúa að bregða sér niður í
Míódd til að versla.
-PLP
Ódýrt
þvotta-
efni
Er við vorum að gera verökönnun,
sem birtist hér á síðunni, rákum við
augun í ódýrt þvottaefni. Þvottaefnið
sáum við í Hólagarði þar sem það
kostar kr. 239 og vegur pakkinn 2,7
kíló.
Þvottaefnið er danskt og heitir
Prik. Ekki vitum við um gæðin en
þar sem efnið er mjög ódýrt sakar
ekkiaðprófa. -PLP
mrmi
ME3F8ð»
\r.imiSKV-
2,7 kilóa pakki af Prik þvottaefni kostar 239 krónur.
Verölækkun a tómötum:
Tómatar á mis-
jöfnu
Eins og glöggt kemur fram í verð-
könnun, sem birt er hér á síðunni,
eru tómatar á æði misjöfnu verði
þessa dagana. Ástæðan er að sjálf-
sögðu sú mikla verðlækkun er varö
á Grænmetismarkaðnum á mánu-
daginn. Þá var lágraarksverð lækk-
að úr kr. 110 niður í kr. 60. Þetta
gerir þaö að verkum að þær versl-
anir sem keyptu inn tómata fyrir
síðustu helgi eiga miklu dýrari
tómata á lager en þær sem siðar
hafa keypL
verði
Sumar verslanir hafa tekið þaö
til bragös að lækka tómata, jafnvel
þótt þær hafi keypt þá inn á gamla
verðinu. Dæmi um þetta er Hóla-
garður í Breiðholti. Þar kostuðu
tómatar kr. 198 hvert kíló. Er kaup-
maður frétti af lækkuninni, lækk-
aöi hann verðið niður í kr.-98 hvert
kíló. Hann er því aö selja gömlu
tómatana með talsverðu tapi. Þetta
gerir hann til aö vera ekki með
dýrari tómata en aörir.
-PLP
Matvöruverslanir:
Iitið um fisk
í verslunum
Ef skoðuð er verðkönnun, sem birt er
hér á síðunni, kemur fram að rauðspretta
(sem á íslensku heitir skarkoh) var aðeins
fáanleg í einni matvöruverslun í Breið-
holti. Framboðið af þessari fisktegund er
í hámarki þessa dagana þannig að þetta
vakti athygh.
Skýringin á því að verslanir hafa ekki
þessa fisktegund á boðstólum, þótt hún sé
vel fáanleg, er að sjálfsögðu sú að fólk vill
ekki kaupa hana. Þetta er uggvænlegt
þegar haft er í huga að æ meiri áhersla
er lögð á fisk sem holla og góða fæðu.
. -PLP
Rauðspretta fékkst aðeins i einni verslun i Breiðholti.