Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Qupperneq 33
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988.
33
Lífsstm
Ef spár ítalskra tískuhönnuöa
rætast veröur karlmannafatatísk-
an einkar glæsileg næsta haust og
vetur. Engar stórar breytingar líta
dagsins Ijós, jakkafótin veröa núm-
er eitt tvö og þrjú líkt og undanfar-
in ár.
Glansáferð
Jakkar skipa öndvegissætið í
fatatísku karlmannanna. Efiún eru
gjaman með glansáferð og ull er
mikið notuð. Jakkamir em ýmist
einhnepptir eða tvíhnepptir þó þeir
einhnepptu verði greinilega mun
vinsælli.
Litimir era jarðarlitir; ýmsir tón-
ar af gráu, brúnu, gulbrúnu og vín-
rauöu í bland við hvitt og skær-
rautt. Ýmsar gerðir af köflóttu
veröa mikið í tísku. Jafiivel bregð-
ur fyrir röndóttu.
Vesti virðast ætla að njóta mikilla
vinsælda næsta vetur, oft era þau
Gráköflótt jakkaföt og við þau er
notaður grár bómullarbolur.
úr sama efni og buxumar og síðan
er notaöur köflóttur jakki við. Eða
þá að dæminu er snúið við, bux-
umar og jakkinn era köflótt og
notaður einlitur jakki við.
Þriðja útfærslan er svo að setja
saman einiitar buxur til dæmis
mosagrænar, viö brúnan jakka en
vestið er svo í munstrað í ýmsum
tónum af grænu og brúnu.
Frakkar vinsælir
Frakkar eiga greinilega upp á
pallborðið næsta vetur, oft era þeir
í sama lit og jakkinn, og móð sömu
glansáferðinni. Frakkasniðin era
margvísleg, ýmist aðskomir firakk-
ar eða þá þeir era hafðir viðir. Sídd-
in er mjög mismunandi sumir ná
rétt niður á hné en aðrir niður á
miðja kálfa.
Buxurnar eru gjaman með fell-
ingum aö framan og síddin á þeim
er mismunandi, á meðan sumir
tískuhönnuðir láta þær bylgjast
ofan á ristina ná þær tæplega niður
á skóna hjá öðram. Ein lína virðist
þó vera nokkuð gegnumgangandi í
buxnatískunni en það er að nota
uppábrot á buxumar.
Buxnalitimir og efnin eru þau
sömu og notuð era í jakkana.
Rauðköflóttur viður frakkí notaður með rauðköflóttum jakka og brúnum buxum. Gráköflóttur frakki og jakki
notaður víð beinhvítar buxur og loks brúnköflóttur jakki við gulbrúnt vesti og brúnar buxur.
Karlmannafatatískan:
Ensk herra-
garðstí ska
- nýtur mikillar hylli á tímabilinu 1988-1989
Röndóttar skyrtur
Það eina sem virðist breytast
veralega í tísku næsta hausts og
vetrar era skyrtukragamir, í þeim
efnum mun ríkja mikiö frjálslyndi.
Skyrtumar sem notaðar era við
Tískan
fötin era ýmist mun dekkri en fótin
sjálf eða þá mun Ijósari. Röndóttar
skyrtur verða vinsælar en lítið sést
af munstraðum skyrtum. Það sem
helst sker i augun við skyrtumar
era fjölbreytnin í kragasniðunum.
Glæsilegur fatnaður hannaður af þeim Giafrannco Ferré, G.M Venturi og Byblos.
Það bregður fyrir kragalausum
skyrtum, skyrtur með háum kraga
líkt og notaöur er við kjólfót, í
bland við hina hefðbimdnu skyrtu-
kraga karlmannanna sem oft era
hnepptir niður. Algengt virðist að
nota þunnar ullarpeysur eða bó-
mullarbolir sem ná frekar hátt í
hálsinn \ið jakkana.
Klútar í stað hálsbinda
Bindin verða heldur ekki ofar-
lega á vinsældalista karlmann-
anna. Þau verða nánast bannvara
nema hjá þeim sem eyöa vinnudög-
um sínum í viðskiptaheiminum. í
staðinn fyrir bindin koma menn til
með að nota hálsklúta, af öllum
stærðum og geröum, munstraða,
einlita og allt þar á milli.
Ensk herragarðstíska mun njóta
ákveðinnar hylli næsta vetur. Eiim
hönnuðurinn gerir það að tillögum
sínum aö menn klæðist slám, utan
Brúnköflóttur jakki, beinhvitar bux-
ur og brún pólóskyrta. í hálsinn
er hnýttur klútur í ýmsum brúnum
litum.
yfir víðar pokabuxur úr ull. En
innan undir noti þeir svo vesti og
hvíta skyrtu og hnýti klút í háls-
inn. En frekar ótrúlegt verður nú
að íslenskir karlmenn taki slikan
fatnað upp á sína arma. Sami hönn-
uður kynnir lika rauðköflóttar
buxur við bláköflóttan jakka og
utan yfir það setur hann svo mosa-
græna slá. í djarfara lagi en
skemmtilegt eigi aö síður.
írskar duggarapeysur
Peysurnar eru flestar úr ull og
fremur stórar og viðar. Einhtar
peysur með munsturbekk yfir
brjóstið virðast ætla að verða vin-
sælar. Þær minna um margt á ír-
skar duggarapeysur. Ættu að henta
íslenskri v.eðráttu dável.
Það verður ekki skafið af karl-
mannafatatísku næsta vetrar að
hún verður glæsileg. Það sem mest
áhersla verður lögð á eru jakkam-
ir, og hálstauiö. En líkt og undan-
fama mánuði verður tískan ákaf-
lega íjölbreytt og karlmönnum ætti
ekki að verða skotaskuld úr því að
finna sér fatnað sem fellur þeim í
geð. -J.Mar