Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Síða 37
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. 37 LífsstHI við háan hita. Best er að láta blauta skó þoma á köldum stað, ef til vill má flýta fyrir þurrkuninnni með því að troða pappír í skóna. Hiti er eitt af því sem eyðileggur flesta skó. Skóleður er einkum tvenns konar: krómleður og olíuleður. Á krómleð- ur ætti aldrei að bera leðurfeiti eða olíu, slíkt skemmir skóna, gerir leðr- iö mjúkt og það tognar á því. í mörg- um tilfellum er hægt að skemma lím- ingar og sauma við sóla ef röng efni eru notuð til að vatnsverja rand- sauminn. Silkisokkar hlífa gegn hælsæri Yfirleitt er mun betra að klæðast tvennum sokkum en einum. Ef fólk klæðist tvennum sokkum er mun Tískan minni hætta á hælsæri og blöðrum þar sem sokkarnir nuddast hvor við annan en ekki á fætinum. Einnig ættu tvö pör af sokkum aö gefa betri einangrun en eitt par þar sem það myndast aukaloftlag á milli þeirra. Til þess að það sé hægt verða skórn- ir að vera nægilega stórir. Ef skórnir eru í minna lagi getur verið betra að vera í einu pari af sokkum en tveim. Sokkar þurfa að sameina tvennt: Þeir þurfa að fjaðra til baka þegar stigið er á þá og þeir nái uppruna- legri mýkt sinni, svo að einangrunar- gildið breytist ekki. Hin meginkrafan er að þeir geti tekið upp svita. Ef annað hvort þessara atriða er ekki í lagi verður fólki kalt á fótunum. Allir sokkar eru hlýir meðan þeir eru þurrir og fer einangrunargildi þá eftir þykkt þeirra. Öðru máli gegnir þegar sokkarnir veröa blautir eða rakir. Flest efni, sem notuð eru í sokka, geta tekið upp meiri og minni raka áður en þau mettast. Sum þess- ara efna halda áfram hita á fólki, þrátt fyrir að þau verði rök. Önnur missa nær algerlega einangrunar- gildi sitt eða draga jafnvel hita frá fætinum. Sokkar úr hreinni ull eru mjög vel fjaðrandi, taka upp mikinn raka og gefa góða einangrun. Ullarsokkar eru einu sokkamir sem halda hita á fótunum þótt þeir blotni. Rennandi blautir ullarsokkar halda um 70% af einangrunargildi sínu miðað við þurra sokka. Ókostir við sokka úr hreinni ull eru að þeir endast mjög illa, verða fljótt götóttir og eru gjarnir á að þófna. Sokkar úr ull og næloni hafa flesta sömu kosti og sokkar úr hreinni ull en að auki endast þeir lengur og í mörgum tilfellum þola þeir ekki þvott í þvottavél. Sokkar úr silki: Næst á eftir ull hvað einangrunargildi snertir kem- ur silki, en silkisokkar eru svo þunn- ir að það er næstum óhugsandi aö nota þá eingöngu. SUkisokkar eru mjúkir og þægilegir og henta mjög vel sem innri sokkar fyrir þá sem eru gjarnir á að fá hælsæri. Sokkar úr næloni eru töluvert not- aðir sem innri sokkar. Nælonsokkar gefa í sjálfu sér litla einangrun en eru í mörgum tilfellum mýkri en ull- arsokkar, auk þess leiöa þeir raka hraðar frá fætinum en ull gerir. Nælon- og goretexlegghlífar Til eru tvenns konar legghlífar: önnur gerðin nær niður á skóna en hin lokast alveg viö skóna meö gúmmíkanti en þær er erfitt að nota við annað en stífa skó. Ýmiss konar efni eru notuð í legghlífarnar. Nælon er líklega algengast og svo eru legg- hlífar á markaðnum með goretex- fóðri. Að halda raka frá líkamanum Helsta hlutverk nærfatnaðar er að Hlý ullarpeysa sem heldur vel hita á eigandanum. Leiðrétting í síðasta tískuþætti slæddist meinleg villa inn. Sagt var að Karonsamtök- in byðu upp á litgreiningarnámskeið á krónur 2600 og 3600 en það er ekki rétt. Hið rétta er að það eru Módelsamtökin sem bjóða upp á litgrein- ingu á þessu verði. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. -J.Mar halda raka frá líkamanum. Því þurfa þau að vera úr ull eða sambærilegum gerviefnum. Nýjustu tegundir nær- fatnaðar eru með fíbertrefjum innst sem draga rakann frá húðinni og bómull ytra sem heldur honum í sér meðan hann gufar upp. Einnig er hægt að nota silki í nærfatnað en bómull er ekki heppileg ein og sér. Ekki alls fyrir löngu komu á mark- aöinn nærfót úr kanínuull eða fiöu. Ótal lofthólf í þráðum fiðunnar mynda nokkurs konar einangrunar- hlíf sem heldur stööugum hita á yfir- borði húðarinnar. Útgufun úr líkam- Ull er einnig hægt að nota í buxur en hún þornar hægt og er þung. Það fer svo allt eftir aðstæðum hvort betra er að vera í síðum buxum eða hnébuxum. Eða hvort hentugra er að buxurnar séu háar upp á bakið og að frama. Mestu skiptir að þær séu hlýjar, séu fljótar að þorna og haldi vel einangrunargildi sínu. Bestar eru buxur sem eru tvöfaldar á rassinum og á hnjánum því þær halda mun betur hita á viðkvæmum líffærum. Engin ætti aö leggja í óbyggðir í gallabuxum því þær veröa þungar flíkur fer að mestu eftir því til hvers á að nota þær. Anorakar halda vindi betur en úlpur með rennilás en anor- akar eru óþjálli. Utanyfirflíkur þurfa að vera þannig úr garði gerðar að hægt sé að þrengja að öllum opum til að varna varmatapi. Mikiö úrval er af alls kyns utan- yfirfatnaði sem fóðraður er með goretexeinangrun. Goretexið er ör- þunn filma sem hægt er að nota til að fóðra nánast hvaða fatnað sem er með. Goretexið er gætt þeim eigin- leikum að hleypa í gegnum sig raka en einangra fullkomlega gegn regni. Fótabúnaðurinn er einn mikilvægasti útbúnaðurinn, hvort sem menn hyggja á langar eða stuttar göngur. anum á jafnframt greiða leið i gegn- um nærfatnaðinn og húðin andar eðhlega og óhindrað, án þess að yfir- borð hennar kólni eða hitni um of. Fiðan getur tekiö i sig allt aö fjór- falda þyngd sína af raka án þess að einangrunargildi hennar skerðist að svo nokkru nemi. Þorna á nokkrum mínútum Þau efni, sem mest eru notuð í göngubuxur í dag, eru stretchefni en þau hafa þá kosti að þorna fljótt, jafn- vel á þremur til fjórum mínútum. Stretchbuxur mynda ekki brot sem særa og eru yfirleitt hlýjar og þægi- legar. þegar þær blotna, eru lengi að þorna og eiga að auki til aö nuddast við hörundið og mynda sár veröi þær rakar. Stakkar og úlpur Fólk ætti hiklaust að klæða sig í tvær þunnar flíkur, til dæmis skyrtu og peysu eða tvær peysur, því tvær flíkur mynda mun betri einangrun. Best er að klæðast flíkum úr ullar- efnum eða gerviefnum með sam- bærilega eiginleika. Stakkar og úlpur gegna fyrst og fremst því hlutverki að verja fólk gegn vindi og einnig er oft í þeim nokkur einangrun. Efnisval í slíkar Goretex er því mjög heppilegt til einangrunar í fatnað. Helstu ókostir þess eru að þaö er mjög dýrt og kannski ekki mjög endingargott. Vettlingar og húfur Ullarvettlingar eru bestir og utan- yfir þá hefur hér á landi reynst best aö nota vax- eöa olíuborna, vindhelda vettlinga. Lambhúshettur eru gjanan notað- ar sem höfuðfat og þær eru þá úr ull, silki eða gerviefnum. -J.Mar (Heimildir: Gögn frá Hjálparsveitum skáta, sem notuð eru við kennslu á námskeiðum hjá Hjálparsveitunum. Grein eftir Guðjón Halldórsson, birt í fréttabréfi íslenska alpa- klúbbsins og fleira.) Hvað kosta útifötin? Eins og áður sagði er íjallafatn- aður yfirleitt dýr. Við skoöuöum úrvalið í þremur versiunum og könnuðum verð. Ekki er hér um neina tæmandi verðkönnun að ræða heldur er hér stiklað á stóru. Hins vegar er það aldrei of brýnt fyrir fólki aö gera sjálft verö- og gæðasamanburð og vanda valið á útífatnaði eins og kostur er, því í flestum tilfellum ætlar fólk að eiga slíkan fatnað í langan tima. Mikið úrval af gönguskóm er víða að finna í verslunum, til að mynda í Útillfi í Glæsibæ. Þar fást göngu- skór frá fyrirtækinu Mendle og kosta þeir frá 4600-8470 krónur. Þaö er mjög til fyrirmyndar í Skátabúðinm við Snorrabraut að þar liggja frammi verðlistar yfir allar þær vörur sem verslunin sel- ur. Fólk getur því auðveldlega grip- ið hann með sér heim til að athuga verð nánar. Skátabúðin býður einnig mjög gott úrval af ýmiss konar göngu- skóm, jafnt ódýrum sem dýrum. Þeir versla með leðurskó frá fyrir- tækinu Scarpa og kosta þeir ódýr- ustu 4740 krónur en þeir dýrustu 8190 krónur. í Sportvali í Kringlunni rákumst við á leðurgönguskó frá fyrirtæk- inu Meindl og kostuðu þeir frá 3660-6990 krónur. Sokkar í Sportvali fundum við ekki ýkja mikið úrval af sokkum. Þó fundum við þar tvær gerðir sem heppilegar væru til nota í gönguskóm. Annars vegar sokka úr 50% ull og 50% polyacryl og kostuöu þeir 980 krón- ur. Hins vegar á sokka úr 70% ull og 30% polyacryl á 890 krónur. í Útilífi fékkst geysimikið úrval af alls kyns sokkum á mismunandi veröi og úrýmiss konar efnum. Þar mátti til að mynda fá sokka úr 55% ull, 20% silki, 10% polyacryl og 15% polymaide á 590 krónur. Svo feng- ust þar sokkar úr 80% ull og 20% grillon á 360 krónur. Þar fengust einnig ullarsokkar á 750 krónur. Skátabúöin býöur einnig upp á mjög gott sokkaúrval. Þar má fá sokka úr hreinu silki á 750 krónur, hnésokka úr ullarblöndu á 990 krónur og þar fennust einnig sokk- ar á 400 krónur og svo framvegis. Nærfatnaður í Skátabúðinni fæst ýmiss konar nærfatnaöur, t.d. úr angóraull og raeð fíbertrefjum. Peysa og buxur saman í pakka kostuðu 1580 krón- ur, nærskyrta með kraga 3190 og työfaldar nærbuxur kostuðu 2890. í Útilífi var ekki eins mikiö úrval af nærfatnaði þann dag sem við lit- um þar inn. Þar sáum við þó nær- fót með fibertrefjum á um 3000 krónur. Buxur, anorakar og fleira Göngubuxur úr stretchefni kosta á bilinu 4600-5000 krónur í Útilífi. í Skátabúðinni má fá tvöfaldar hnébuxur að lúuta á 3950 og tvö- faldar á 5890 krónur, smekkbuxur á 6490 og þar fást einnig einfaldar hnébuxur á 3150 krónur. Allur fatnaður, sem fóðraöur er með goretexfilmu, er mun dýrari en annar. Goretexið er hægt að nota í nánast hvaöa fatnaö sem er, skó, úlpur, jakka og svo framvegis. Dúnúlpur, sem fóðraðar eru með goretex, kosta yfirleittrúmar 20000 krónrn- á meðan hægt er að fá dún- úlpur í Vinnufatabúöinni á 4900 krónur en þær eru ekki fóðraðar með goretexinu. Jakkar og anorak- ar, sem fóöraöir eru með goretex, kosta frá 7000 krónum og upp í 15000-17000 þúsund og eru þaðan af dýrari. En hægt er að fá slxkar flikur á þriðjungi þess verðs séu þær ekki fóðraðar með marg- nefndri goretexfilmu. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.