Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Page 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið i hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá ísíma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: Sími 27022
FIMMTUDAGUR 30. JUNÍ 1988.
Eyði ekki púðri
á þessar deilur
Steingrímur
hætti að væla
- segir Olafúr Ragnar Grímsson
i „Þaö var tími til kominn að Stein-
grímur áttaði sig á því að ríkisstjórn-
in ræður ekki við stjórn efnahags-
mála. Ekki bara við það sem gerst
hefur síðustu daga heldur undan-
farna mánuði á öllum sviðum. Hvort
sem um er að ræða gengismál, ríkis-
fjármál eða verðlagsmál þá hefur
niðurstaðan orðið þveröfug við það
sem þeir segja,“ sagði Óláfur Ragnar
Grímsson, formaður Alþýöubanda-
lagsins, um ummæh Steingríms Her-
mannssonar varðandi hækkun
Landsvirkjunar.
„í þessum deilumálum á Stein-
grímur Hermannsson að fara að gera
það upp við sig í eitt skipti fyrir öll
hve lengi hann ætlar að stjórna með
Sjálfstæðisflokknum. Ef hann ætlar
að gera þaö áfram eins og undanfarin
sex ár þá ætti hann að hætta að væla
opinberlega yfir ákvörðunum Sjáíf-
stæðisflokksins,“ sagði Ólafur Ragn-
ar Grímsson.
-JFJ
LOKI
Það er sama hvort er,
kríuvarp eða stjórnar-
samstarf, það misferst.
- segir Aibert Guðmundsson
„Ég held að Davíð Oddsson verði
að átta sig á þvi að ríkisstjórnin hef-
ur hlutverki að gegna. Þetta verður
borgarstjóri að skilja betur en hann
virðist gera. Þó ríkisstjórnin verði
aö passa sig á því að fara ekki of
mikið inn á svið sveitarstjórna þá er
þjóðin ein heild. Það er ekki hægt að
stofna borgríki óháð þjóðinni. Við
verðum öll að vinna saman og taka
tillit til þarfa hvert annars," sagði
Albert Guðmundsson, formaður
Borgaraflokksins.
„Ríkisstjórnin og ráðherrarnir
hafa verið í deilum frá því þessi
stjórn var mynduð. Þetta eru engar
fréttir lengur. Ég ætla því ekki að
eyða miklu púðri á þessar deilur
þeirra. Ég harma hins vegar að þetta
þurfi að vera svona," sagði Albert.
-gse
Fráleitt að falsa raforkuverð
Höfnum vinstristjórnar
háttum Framsóknar
segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra
„Það kemur ekki til greina aö
verða við kröfum Framsóknar-
flokksins um að auka erlendar lán'
tökur Landsvirkjunar í þeim til-
gangi að falsa raforkuverð. Þeir
voru aðalkröfugerðarmennirnir
um gengisfellingu og erlendar lán-
tökur og þar af leiðandi aukna
verðbólgu. Að faisa afleiðingar
slíkra ákvarðana eru hefðbundnir
vinstristjórnarhættir og engum
kröfum um vinstristjórnar-
mennsku frá Framsóknarflokkn-
um verður sinnt,“ sagði Þorsteinn
Pálsson forsætisráðherra.
Þorsteinn sagði að Landsvirkjun
hefði verið gert að leggja tillögur
sínar um hækkun gjaldskrár fyrir
trúnaðarmenn ríkisstjórnarinnar
um Verðlagsmál sem starfa sam-
kvæmt bráðabirgðalögum ríkis-
stjórnarinnar frá 20. maí. Þessir
trúnaðarmenn hafi talið hækkun-
ina eðlilega auk þess sem raungildi
raforkuverðs lækki um 9% og verði
neðan við verðbólgustig á árinu.
Hvað með ummæli Davíðs Odds-
sonar í útvarpsfréttum í gær, að
Sjálfstæðisflokknum væri varla
vært í ríkisstjórn þar sera óstöðug-
leikinn í efnahagsraálum væri svo
mikill?
„Ég heyrði ekki þessi ummæli og
' sagði
vil því ekki tjá mig um þau,"
Þorsteinn.
„Það er algjörlega út í bláinn að
bæta við erlendar skuldir til að
falsa raforkuverö og sérhverri
slíkri kröfu Framsóknarflokksins
hefur veriö hafnað óg verður hafn-
að,“ sagði Þorsteinn Pálsson for-
sætisráðherra.
JFJ
Beita áhrrfum sínum
á röngum vettvangi
- segir Kristín Einarsdóttir
Fiskurinn á myndinni komst ekki áfallalaust í skip eins og fyrirhugað var. Tvö bretti duttu af vörubílspalli, fyrir
framan Seðlabankann við Kalkonsveg, á leið til Sundahafnar. Svo heppiiega vildi til að hvorki gangandi né ak-
andi vegfarendur urðu fyrir fiskinum. Röskar hendur voru fljótar til að fjarlægja fiskinn af götunni.
DV-mund JAK/-sme
Veðrið á morgun:
Léttskýjað
á Suðvestur-
landi
Norðaustangola eöa kaldi verð-
ur víðast hvar á landinu á morg-
un. Lítilsháttar rigning eða súld
verður austanlands og á annesj-
um fyrir norðan en annars staðar
verður þurrt. Suðvestanlands
verður léttskýjað. Hiti verður á
bilinu 6-14 stig, hlýjast í uppsveit-
um á Suðvesturlandi.
„Við skulum fyrst og fremst gera
okkur grein fyrir því að það eru mik-
il vandamál í þjóðfélaginu. Við höf-
um orðið fyrir mikilli kjaraskerð-
ingu. Menn eru að takast á við þetta.
Það mun koma við ýmsa og það mun
valda miklum vandræðum. Þegar
verðfall verður á erlendum mörkuð-
um höfum við hingaö til ekki tekist
á við það með því að minnka kostnað
innanlands eða lækka launin okkar.
Það hefur því miður ávallt komiö
fram í verðbólgu. Að sjálfsögðu mun-
um við reyna að halda niðri verði á
opinberri þjónustu. En það þýðir
ekki að hleypa þessum fyrirtækjum
í bullandi taprekstur. Það er hins
vegar spurning hvort ekki sé hægt
að fresta einhverjum framkvæmdum
hjá þessum fyrirtækjum á sama hátt
og fyrirtæki í útflutningi þurfa að
búa við,“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra.
„Ég ætla ekki að munnhöggvast viö
Davíð Oddsson vegna ummæla hans
um ríkisstjórnina. Hann hlýtur aö
ræða þetta mál innan síns flokks,“
sagði Halldór. -gse
„Ef við tökum gagnrýnina efnis-
lega fyrst þá er ég alveg sammála
henni. Ríkisstjórnin ræður ekki við
neitt. En mér fmnst mjög undarlegt
þegar menn sem eiga aö hafa áhrif í
ríkisstjórn eru að básúna vandræði
hennar á síðum fjölmiöla í stað þess
að reyna að beita áhrifum sínum í
ríkisstjórninni. Steingrímur Her-
mannsson er ekki einn úti í bæ. Hann
á að koma gagnrýni sinni á framfæri
innan ríkisstjórnar en ekki í fjölmiöl-
um. Hann á að reyna að hafa áhrif á
hlutina á réttum vettvangi. Hvað er
maðurinn að gera í ríkisstjórninni
ef eina aðferðin til að koma gagnrýni
á framfæri og hafa áhrif er í gegn
um fjölmiðla.
Sama má segja um Davíð Oddsson.
Ef hann er í innsta hring Sjálfstæðis-
flokksins og talar við forsætisráð-
herra í hverri viku, því beitir hann
ekki áhrifum sínum á þeim fund-
um,“ sagði Kristín Einarsdóttir,
Kvennalista, við DV í morgun.
-hlh
Bullandi taprekstur
ekki lausn
í
t
í