Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. Fréttir 4,8 milljarðar unrfram fjárlög úr ríkissjóði: Fjárvöntunin orðin á sjötta milljarð I endurskoðaöri áætlun um af- komu ríkissjóðs á þessu ári kemur fram að tekjur ríkisins eru áætlað- ar um 4,3 milljörðum hærri á þessu ári en fjárlög geröu ráð fyrir. Þetta jafngildir 6,8 prósent hækkun. Gjöld ríkissjóðs munu hins vegar hækka meira eða um 4,8 milljarða króna, um 7,7 prósent. Það er því gert ráð fyrir um 500 milljón króna halla á ríkissjóði. Fjárlagagatið sjálft er mun stærra þar sem láns- íjárþörf ríkissjóðs er áætluð um 5,9 milljaröar króna. Helstu breytingar á gjöldum rík- issjóðs frá lögunum eru þær að launaliður fjárlaganna hækkar um 1,4 milljarða eða 7 prósent. Önnur gjöld hækka um 660 milljónir eða um 8,5 prósent. Vaxtagjöld hækka um 1,1 milljarð eða 23 prósent. Önnur fjárfesting en til Húsnæðis- stofnunar og Vegagerðar hækkar um 140 milljónir eða um 3,1 pró- sent. Rekstrar- og neyslutilfærslur er stór liður á fjárlögiun. Innan hans rúmast bætur almannatrygginga, ýmsar niðurgreiðslur og úthlutan- ir til atvinnuveganna og Lánasjóð- ur námsmanna. Þessi hður hækkar í áætluninni um 1,8 milljarða frá fjárlögum. Það jafngildir 7,9 pró- sent hækkun. Það skal tekið fram að í áætluninni er hvorki gert ráð fyrir hækkun útflutningsbóta né niðurgreiðslna. -gse Kvenna- veldi í Suðavík Siguijáitl J. Sigurðcson, DV, ísafirði; Karlmenn i lykilstööum eru aö verða í minnihluta í Súðavik og má raunverulega segja að nú só svo komið að konur hafi náð völdum í bænum. Sveitarsijóri í Súðavik var Guömundur B. Hreiöarsson. Hann hefur nú látið af störfum en ekki hefur verið ráöinn nýr bæjarsfjóri. Þeirri stöðu gegnir nú oddviti hrepps- nefhdar sem er kona. í hrepps- nefnd eru fimm manns, þar af þijá konur. Póstmeistari Súðvík- inga er kona og sparisjóÖ9stjór- inn einnig. Slökkviliðsmaður kemur Stefáni til hjálpar. Stefán hékk á niðurfallsröri og mátti sig hvergi hreyfa til að forðast átta metra fall á steinsteypta stétt. DV-mynd S Hætt kominn í 8 metra hæð Stefán Flego, tuttugu og tveggja ára gamall maður, var hætt kominn við vinnu sína í gær. Stefán var ásamt vinnufélögum sínum að vinna við steypuviðgeröir á fjölbýhshúsi viö Álftamýri. Stefán var að vinna á stillans á fjórðu hæð hússins er stihansins færðist úr stað. Stefáni var á stiga sem lagðist aö húsinu. Honum tókst að ná tökum á niöur- fahsröri og hékk þar þar til hjálp barst. Stefán mátti sig hvergi hreyfa svo hann hrapaði ekki niöur á stein- steypta stéttina. Slökkvilið og lög- regla komu til hjálpar. Slökkvihðs- maður seig úr körfu og kom Stefáni tíl hjálpar. -sme Félagsvísindadeild: Vísindalegt sjálfstæði Háskóia íslands í hættu - háskólaráðsfundur boöaður í dag „Ef þau vinnubrögð og þær rök- semdir sem menntamálaráðherra hefur beitt í þessu máh verða grund- völlur embættisveitinga í framtíð- inni þá gætu menntamálaráðherra og eftirmenn hans á skömmiun tíma eyðilagt faglegan styrk og vísindalegt sjálfstæði Háskóla íslands. Fara verður 50 ár aftur í tímann th að finna hhðstæðu viö embættisveit- ingu Birgis ísleifs Gunnarssonar en þá mótmæltu allir prófessorar við háskólann hhðstæðri póhtískri mis- notkun kennslumálaráðherra á veit- ingavaldinu," segir í ályktun dehdar- fundar félagsvísindadehdar Háskól- ans sem fram fór í gær. í ályktun dehdarinnar segir að menntamálaráðherra hafi freklega brotiö þá grundvaharreglu vest- rænna háskóla að menn veldust th starfa á grundvelh faglegrar hæfni en ekki skoðana. Segir að ávaht hafi áht dómnefndar verið virt frá því að dómnefhdarkerfið komst á og enginn verið skipaður sem ekki hafi hlotið ótvíræðan hæfnisdóm dómnefndar Háskólans. Reglugerð hafi nú verið breytt á þann veg að ráöherra sé slíkt skylt. Segir að í greinargerö ráðherra fyrir stöðuveitingunni hafi verið gengið erinda eins umsækjanda en hahað á hina. í ályktuninni segir að eftir aö breytingar voru gerðar á upphaflegri dómnefnd hafi enginn gert athuga- semdir við skipan hennar. Segir að venja hafi verið að setja nýliða tíma- bundið í lektorsstöður áður en þeir hljóti æviráðningu. Það hafi ekki verið gert í þessu thviki sem sé ein- kennilegt og ámælisvert. Félagsvís- indadehd telur alvarlegt að ráðherra saki Háskóla íslands um misbrest í starfi með ótraustum rökum og segir móögun við Háskólann og mismun- un umsækjenda að leita th fyrrver- andi kennara eins umsækjenda. Er þeim thmælum síðan beint th há- skólayfirvalda að leitaö verði ahra leiða th aö hnekkja embættisveiting- unni og því fordæmi sem hún gæti skapaö í háskólastarfinu. í dag verður skyndifundur há- skólaráðs sem kallað hefur verið saman í sumarleyfi sínu. Þar verður ráðning Hannesar tekin fyrir og einnig bréf frá menntamálaráðherra þar sem hann rökstyður ákvörðun sína og segir þörf á skýrum reglum um hæfi dómnefndarmanna um kennaraembætti. JFJ Lúðvik Geirsson, formaður BÍ: Seta Vilhjálms ekki óeðlileg Úrskurður siðanefndar Blaða- ástæöu th að vikja úr dómnefnd- málum. Lykilatriði er hins vegar mannafélags íslands i máh Stefáns inni. Siðanefndin sjálf komst að að vahð er siðanefndarmanna Ólafssonar lektors á hendur Jónasi þeirri niðúrstööu að rétt væri að sjálfra hveiju sinni hvort þeir Kristjánssyni ritstjóra hefur vakið Vhhjálmur sæti áfrara en Jónas víkja.“ upp umræður ura hvemig beri að gerði sérstaka athugasemd vegna Lúövík bætti þvi við að stjóm skipa siðanefndina. þess. Blaöamannafélagsins ætti ekki að Að sögn Lúövíks Geirssonar, „SfjómBlaöamannafélagsinsvar starfa yfir dómnefiidinni hveiju formanns Blaöamannafélags ís- sammála siðanefndinni um að ekk- sinni Henni yrði að tryggja sjálf- iands, var sérstaklega rætt um ert mælti á móti þvi aö Vilbjálmur stæði.Hannbentieinnigáaötengsl hvort Vilhjálmur Ámason heim- sæti í nefndinni þó hann og Stefán á mihi blaðamanna geröu það að spekingur gæti átt sæti í nefndinni störfuðu saman hjá Háskólanum. verkum að skipan dómneftidarinn- en hann vinnur með Stefáni. Af Auðvitað á það að vera regla að ar yrði eilíft vandamál. sömu ástæðum sá Elías Snæland menn, sem em starfsfélagar á rit- _SMJ Jóns9on, að9toöarritstjóri DV, stjórnum, dæmi ekki hver í annars Tívolfið í Hveragerði: IsafiórðuR Jámbrautarteinar Sigurjón J. Sigurðsson, DV, ísafirði; Sjóminjadehd Byggöasafns Vest- fiarða var opnuð formlega á sjó- mannadaginn sem haldinn var há- tíölegur í byijun júni. Þó formleg opnun hafi farið fram er margt ógert við uppbygginguna í Neðsta- kaupstaö. Um þessar mundir er í Neðstakaupstað unnið við að setja upp jámbrautar- teina þá sem notaðir vora við að flytja saltfisk aha leið ofan úr Hæstakaupstaö og niöur í Tum- hús. Teinamir era hinir sömu og notaðir vora hér áður fyrr en auð- vitað verða þeir ekki lagðir aha leið upp í bæ heldur aðeins að lóð- armörkum safnsins. Greinir á um 100 milljónir Hæstiréttur hefur feht úr ghdi úr- skurð um greiðslustöðvun th handa Skemmtigarðinum hf. í Hveragerði. Fyrir Hæstarétti benti Rúnar Mog- ensen hæstaréttarlögmaður, en hann kærði úrskurðinn th Hæstaréttar, á aö ahar skuldir Skemmtigarðsins, 120 mihjónir króna, væra gjaldfalln- ar. Eigendur fyrirtækisins sögðu upphæð skuldanna ekki nákvæm- lega þekkta. Samkvæmt skuldaskrá frá september 1987 vora skuldimar þá um 75 mihjónir. Rúnar Mogensen telur eignir fyrir- tækisins ekki nema 30 mihjóna virði. Eigendumir meta eignimar hins vegar á áttatíu milljónir. Máh sínu th stuðnings benti Rúnar á að markaösverð fasteigna í Hvera- gerði væri um það bh 60% af bruna- bótamati. Eigendur telja eignimar vera 5 mihjónum hærri en skuldimar. Rúnar Mogensen telur hins vegar að skuldir séu 90 mihjónir umfram eignir. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.