Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. 3 Fréttir Misgengi í þróun launa og lánskjaravísitolu Mikill munur hefur veriö á þróun lánskjaravísitölu og launa á undan- fomum árum. Eftir mikla kaup- máttarrýrnun á árunum 1983 og 1984 með tilheyrandi misgengi lánskjara- vísitölu og laun snerist dæmið við. Þijú síðustu ár hefur kaupmátturinn sífellt vaxið. Launþegum ætti því að hafa reynst aúðveldara á undanföm- um ámm að greiða af lánum sem bundin era lánskjaravísitölu. Samkvæmt vísitölu, sem sett er saman að hálfu úr launatöxtum og að hálfu úr atvinnutekjum, hefur þó ekki tekist að bæta upp kaupmátt- artapið síðan 1983 og 1984. Vísitala, sera miðuð er við greitt tímakaup samkvæmt könnunum kjararann- sóknarnefndar, hefur hins vegar hækkað umfram minnkun kaup- máttar á þessum áram. Það má því segja að flestir þeirra launþega, sem á annað borð komust út úr mis- genginu, standi nú í sömu sporam og ef það hefði aldrei komið til. í ár er hins vegar gert ráö fyrir rýmun kaupmáttar um 3 til 4 pró- sent. Þá mun greiðslubyrði launþega af vísitölutryggöum lánum aftur aukast. Á súluritinu, sem fylgir þessari frétt, má sjá þróun lánskjaravísitölu og launa. Þar má einnig sjá þróun meðalgengis. Eins og sjá má hefur gengi erlendra gjaldmiöla hækkaö mun minna en verðlag og laun. Það þarf því ekki að valda neinni furðu þótt erlend lán hafi verið mun hag- stæðari frá 1983 en lán á innlendum lánamarkaði. Af sömu ástæðu hafa tekjur útflutningsfyrirtækja verið minni en sem nemur verðbólgu inn- anlands og hækkunum launa. -gse Á þessu súluriti má sjá hækkun frá fyrra ári á lánskjaravisitölu, launa- töxtum, greiddum launum á árunum 1981 til 1987. Eins og sjá má hefur orðið misgengi í þróun þessara stærða. Skipulagsarkitekt í ársleyfi: Samstarfs- örðugleikar í sex ár - segir Skúli Norðdahl „Það hafa verið samstarfsörðug- leikar í skipulagsnefndinni undan- farin 6 ár og ég hef mótmælt því að þeir hafa í æ meira mæh leitað út fyrir skipulagsnefnd Kópavogsbæjar með verkefni. Mér er hins vegar ekki sagt upp störfum..Ég fer í ársleyfi," sagði Skúli Norðdahl, skipulagsarki- tekt Kópavogsbæjar. Skúia vantar eitt ár til að komast á eftirlaun og verður í launuðu leyfi þar til hann kemst á ellilaun. í fundargerð frá bæjarráði Kópa- vogs segir eftirfarandi: „Vegna sérstakra viðfangsefna fyr- ir Kópavogskaupstað heimilar bæj- arráð að skipulagsstjóri njóti laun- aðs orlofs frá daglegum skyldustörf- um í samráði við bæjarstjóra." Ennfremur var ákveöið á fundin- um að auglýst skyldi eftir arkitekt eða skipulagsfræðingi til að taka við starfi Skúla. DV náði tali af nokkrum bæjarfull- trúum og þeim sem setið höíöu í skipulagsnefndum Kópavogs. Þeir vildu ekkert láta hafa eftir sér um málið. -GKr 'má/ning^ .fEYPUÚT*; fkJ m\ J mm 8V,ui. Steinakrýl er meira en venjuleg málning má/ning'/ EIGANDI P.S. Það hefur aldrei verið eins auðvelt að semja í bilaviðskiptum. Skoðaðu skiptitilboð Daihatsu. Þú kemur með þann gamla og ekur burt á þeim nýja. Þú semur um mismuninn eins og þér hentar. BRIMBORG HF. ÁRMÚLA 23 - Sími 685870, 681733 Þarftu að endurnýja?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.