Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1988, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1988. Utlönd Bela Bartok minnst Firam þekktir leiðtogar andstæö- inga aðskilnaðarstefhunnar í Suð- ur-Airíku voru látnir lausir í gær eftir að hafa verið í fangelsi í allt aö tvö ár án réttarhalda. Aö minnsta kosti þrír fanganna fengu fyrirskipanir uni að halda sig heima viö fyrsta kvöldið, athaíhir þeirra verða takmarkaöar og þeim bannað að tala viö ijölmiöla. Þrír fanganna, sem sleppt var í gær, eru blökkumenn og tveir kyn- blendingar. Fatlaðir mótmæla Um tvö hundruð fatlaðir ein- stakhngar í hjólastólum og á hækj- um söfnuöust saman í Seoul í Suö- ur-Kóreu í gær til aö mótmæla stefhu stjómarinnar í velferðar- málefhum og ólympíuleikum fatl- aðra í október sem þeir segja vera sýndarmennsku. Héldu mótmæl- endur á borðum og reyndu án ár- angurs að brjótast gegnum raðir lögreglumanna. Oeiröalögregla hafði slegiö hring utan um mót- mælendur til þess að hindra aö þeir kæmust til miöborgarinnar. Hópurinn leystist upp en nokkrir söfiiuöust síðar fyrir framan ráö- hús borgarinnar. Tveir fanganna af þeim fimm sem suður-afrtsk yfirvökf slepptu t gær. Simamynd Reuter Fatiaðir f Seoul i Suður-Kóreu efndu til mótmælaaðgerða í gær. Símamynd Reuter unnur unor oeia bartoks tonskalds för tram f Ungverjaiandi i gær. Sfmamynd Reuler Rúmiega eitt þúsund manns söfnuðust saman í Búdapest í Ungverja- landi í gær til þess að minnast tónskáldsins Bela Bartok. Nokkrir stjóm- málamenn voru viöstaddir athöfhina og sagöi einn þeirra að nú væri Bartok loksins kominn heim aftur og að hann myndi veröa um kyrrt um aldur og ævi. Bartok fæddist 1881 í þorpi í Transylvaníu sem þá var ungverskt yfir- ráöasvæði en hefur tilheyrt Rúmeníu frá seinni heimsstyrjöldinn. Bartok flúöi fasismann í Evrópu árið 1940 og lést í útlegð í Ne w York áriö 1945. Viö athöfnina var vitnað í deOur Ungveijalands og Rúmeníu vegna ungverska minnihlutans í Rúmeníu. Um tíu þúsund Ungverjar söfnuðust saman í Búdapest í síðustu viku og báru borða þar sem forseta Rúme- níu, Nicolai Ceausescu, var iíkt við Stalín ogHitler. Hann hefurfyrirskip- að aö nokkur þúsund þorp, þar sem ungverski minnihlutinn býr, veröi jöfnuð viö jörðu. Jarðneskar leifar Bartoks voru nýlega fluttar til Búdapest og jarösettar þar. Rúmenar höfnuðu boði um aö senda fiúltrúa til minningarathafnar- innar. Naut í vígahug Um tuttugu manns særðust, sum- ir alvarlega, þegar sex naut hlupu um götur borgarinnar Paraplona í Baskahéraði á Spáni í gær. Þar standa nú yfir árleg hátíðahöld í minningu heilags Ferminusar og einn liður skemmtiatriöanna er að hleypa eldisnautum út á strætin. Unglingur meiddist er eitt naut- anna hóf hann á loft í hita leiksins og aðrir hlutu skrámur og skurði en enginn var stangaður á hol. Nokkrir særðust i borginnf Pampl- ona & Spéni f gær er þeir eltust við naut sem sieppt var út á göt- umar. Simamynd Reuter Hóta verkfiallí Þúsundir pólskra stáliönaðarmanna hótuðu i gær verkfalli meðan heim- sókn Gorbatsjovs Sovétleiötoga í Póllandi stendur yfir í næstu viku. Þetta er haft eítir heimildarmanni óiöglega verkalýðsfélagsins Samstöðu. í Stalowa stáliðjuverinu og í suöurhluta Póllands og heitið því aö efha til verkfalls nema sjö meðlimir Samstöðu, sem reknir haía verið, yröu endurráðnir. Gorbatsjov er væntanlegur til Varsjár á mánudag í sex daga heimsókn. Hann mun meðal annars leggja leið sína til Krakow sem er í um 160 kíló- metra Qarlægð frá Stalowa stáliðjuverinu. Samstöðumenn hyggjast ekki efha til óeiröa á götum úti en gera ráö fýrir að þeir haldi á lofli mótmæiaborðum og spjöldum í Krakow. Reuter DV Skæruliöar Yasser Arafat yfirgáfu Bourj al-Barajneh flóttamannabúöirnar í Beirút í gær þegar skæruliðar Abu Masa náðu heim á sitt vald. Símamynd Reuter Helsta vígi Arafats fallið Skæruliðar Abu Musa, sem studd- ir eru af Sýrlendingum, unnu Bouij- al-Barajneh flóttamannabúðirnar í Líbanon í gær. Flóttamannabúðirnar voru áður helsta vígi Yasser Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu, PLO, í Beirút, höfuðborg landsins. Fyrir tíu dögum náðu skæruliðar Abu Masa Shatila flóttamannabúð- unum, sem era skammt frá Bourj al-Barajneh búðunum, á sitt vald. Sigurinn í gær kom í kjölfar fjögurra tíma baráttu sem hófst í dögun. Bar- dagar um búðirnar hafa staðið í þijá mánuði og hafa rúmlega 100 manns látið lífið. Að sögn fréttaskýrenda er missir beggja búðanna mikið hernaöarlegt og pólítískt áfall fyrir Arafat þrátt fyrir sáttafund hans og forseta Sýr- lands, Hafez al-Assad á dögunum. Sýrlendingar hafa aftur á móti styrkt stööu sína í Líbanon fyrir kosning- arnar sem fara eiga fram í landinu á árinu. Reuter Reagan tekur þátt í kosningabaráttunnni ir Grikkja til að sameina þjóðar- brotin á Kýpur. Dukakis sótti heim íbúa Texas, sem Bush kallar sitt heimafylki, og ræddi viö spænskættaða Banda- ríkjamenn. Dukakis gerði lítiö úr loforði Bush um að útnefna einn spænskættaðan Bandaríkjamann til ráðuneytis, næði hann kosn- ingu. Spænskættaðir Bandaríkja- menn geta haft úrslitaáhrif í kosn- íngunum í haust og því leggja báð- ir frambjóðendur áherslu á að ná til þeirra. Reuter Salinas segist hafa sigrað í gær hrósaöi Carlos Salinas de Gortari, forsetaframbjóðandi Bylt- ingarflokksins í Mexíkó, sigri í kosn- ingunum sem fram fóra á miðviku- dag. Byltingarflokkurinn hefur ekki tapað forseta- eða þingkosningum í hartnær 60 ár. í ræðu, sem Salinas hélt í gær, sagði hann að nýtt skeið í stjómmálum í Mexíkó hefði rannið upp, þar sem stjómarandstaöan hefði öðlast nýjan styrk. Engar tölur hafa verið birtar um úrslit kosninganna, og er talið að ræðu Salinas hafi verið beint að stjómarandstöðunni. Frambjóðendur stjómarandstöð- unnar fóra í gær á fund innanríkis- ráöherra Mexíkó, Manuel Bartlett, sem einnig á sæti í yfirkjömefnd, og mótmæltu því sem þeir sögöu vera víðtæk kosningasvik. Þeir sögöu m.a. að kjörkössum hefði veriö stohö, margir hefðu kosið oftar en einu sinni og að fulltrúum stjómarand- stöðunnar hefði verið vikið af kjör- stöðum. Bartlett vísaöi mótmælun- Carlos Salinas de Gortari, forsetaframbjóöandi Byltingarflokksins, hélt fram sigri i kosningunum á miðvikudag i ræðu sem hann hélt í gær. Simamynd Reuter um á bug og sagði að það varðaði viö LítiU vafi leikur á að Salinas hafi lög að bera fram rakalausar ásakan- sigrað, en aldrei fyrr hefur Bylting- ir. Salinas haíði heitið heiðarlegum arflokkurinn mætt slíkri sljómar- kosningum, en kosningar í Mexíkó andstöðu. hafa lögnum verið gagnrýndar fyrir svik. Reuter Ronald Reagan, forseti Banda- ríkjanna, hefur nú ákveðið að taka virkari þátt í kosningabaráttu Ge- orge Bush, varaforseta og líklegs forsetaframbjóðanda repúblikana- flokksins, í kosningunum sem fram fara í nóvember í haust. Forsetinn og Bush hittust á fimmtudag til að skipuleggja kosn- ingabaráttuna. Að sögn talsmanns forsetaembættisins, Marlins Fitz- water, hefur forsetinn lofað aö eyöa a.m.k. tveimur dögum á viku til aö tala máli Bush vikumar fyrir kosn- íngar. Talsmaöurinn sagöi að Reagan myndi leggja áherslu á bætt efna- hagslíf landsins undir sinni stjórn og þátt varaforsetans í þeim fram- forum. Bush hefur undanfarið notað hvert tækifæri til aö biðla til minni- hlutahópa í kosningabaráttu sinni. Á sunnudag talaði hann til um þijú þúsund grískættaöra Bandaríkja- manna í heimafylki andstæðings síns, Massachussetts. Bush lagði áherslu á stuöning sinn við tilraun-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.