Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. 3 Frettir Aldamótakynslóðin: Margir vilja ekki öldrunarhjálp „Það er ekkert einsdæmi aö alda- mótakynslóðin viiji ekki þiggja hjálp neins staðar frá fyrr en fólk er nán- ast komið á vonarvöl. Þetta fólk, sem ólst upp á fyrsta þriðjungi aldarinn- ar, þekkti ekki félagslega aðstoð og er stolt. Það telur margt að það sé byrði á þjóðfélaginu ef það þiggur svona aðstoð. Auðvitað væri hægt að veita meiri hjálp með fleiri starfs- mönnum tfg meira fjármagni en það þarf einnig að breyta hugarfarinu,“ sagði Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Daímið, sem nefnt var í DV, um eldri hjónin sem bæði voru orðin veik og vissu ekki hvert þau áttu að snúa sér til að fá heimilisaðstoð kom Hrafni ekki á óvart. „Þaö eru til bæklingar, gefnir út af Tryggingastofnun ríkisins. Þeir liggja þar frammi og hjá læknum en fólk tekur ekki upp svona bæklinga og les þá. Það er furðulegt hvað hamra þarf hlutina inn 1 fólk og til að koma svona tilkynningu til allra þyrfti að fá þátt í sjónvarpið um heil- brigðis- og tryggingamál. Slíkan þátt værum við tilbúnir að vinna í sam- vinnu við hvern sem er, þó slíkt heyri frekar undir Tryggingastofnun," sagði Hrafn. Hann sagði að öldrun væri ekki sjúkdómur heldur þróun sem hæfist þegar við fæðingu. Það væri ekkert óeðlOegt þó að eldra fólk þyrfti að fara sér hægar og ef til vill flytja í heppilegri híbýli. „Aðalvandinn fyrir utan peninga- leysi er að mennta fólk á öllum stig- um þjónustunnar. Við eigum talsvert mikið af hámenntuðu fólki en þurf- um fleiri menntaða einstaklinga sem ekki eru hámenntaðir. Um þetta er mikil umræða á Vesturlöndum núna því það er sitthvað öldrunarfræði og öldrunarlæknisfræði þó að það skar- ist. Ef fólk, sem annast aldraða, aflar sér aukinnar þekkingar yrðu ríki og sveitarfélög aö koma á móti og greiða þvi hærri laun enda koma á móti betri störf og færri starfsmenn,“ sagði Hrafn. Hrafn sagði að vel gæti hugsast að hafa ráðgjöf fyrir roskið fólk um húsnæðismál og peningamál. Ein- hvers konar ráðgjöf væri hjá Félags- málastofnun Reykjavíkur en þar væri of mikið að gera og roskið fólk væri einnig hikandi að leita ráða. Taldi Hrafn ef til vill betra að hafa öldrunarmálafélagsstofnun sérstak- lega. „Við erum með ný lög í burðarliðn- um um málefni aldraðra og eru þau byggð á reynslu undanfarinna ára en gömlu lögin eru frá árinu 1981. Ráðherra stefnir að því að koma þeim í gegnum Alþingi fyrir áramót. Þar er skilgreint hvaða þjónustu er þörf fyrir og gerðar breytingar á tryggingakerflnu. Framkvæmda- sjóði aldraðra er ætlað meira hlut- verk við að aðstoða fjármögnun öldr- unarþjónustu. Einnig viljum við blanda öldruðum betur við aðra ald- urshópa. Fyrir tíu árum var áhersla lögð á að hafa nógu mikið af dvalar- heimilum. Nú viljum við vekja áhuga fólks á að halda áfram að lifa lífinu þó aö það komist á eftirlaun og slíta það ekki úr tengslum við þjóðfélagið. Eldra fólkið gæti til dæmis passað börnin og kennt þeim íslensku," sagði Hrafn Pálsson. JFJ 20%-50% afsláttur af öllum skóm í búðinni, St. 18-25, hvítir og köflóttir. Áður kr. 1 590. Nú kr. 795. leður, svartir m/rauðu og grænu. Áður kr. 1665-1840. Nú kr. 830-920. St. 23-33, leður, gráir og bláir. Áður kr. 1690. Nú kr. 845. St. 22-27, bláir m/rauðu og bláir m/ljósbláu. Áður kr. 530. Nú kr. 265. St. 23-30, leður, bleikir og bláir. Áður kr. 1665-1765. St. 25-34, hvítir m/myndum. Áður kr. 790. Nú kr. 395. Póstsendum Opiðlaugardaga fra kl. 11.00-13.00 smáskór Skólavörðustíg 6b gegnt Iðnaðarmannahúsinu. Sími 622812. y- I & EIGANDI Þarftu að endurnýja? Skoðaðu skiptitilboð Daihatsu. Þú kemur með þann gamla og ekur burt á þeim nýja. Þú semur um mismuninn eins og þér hentar. BRIMBORG HF ÁRMÚLA 23 - Sími 685870, 681733 P.S. Það hefur aldrei verið eins auðvelt að semia i bílaviðskiptum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.