Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Side 14
14 Frjálst.óháÖ dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Hryðjuverkaríki Hryðjuverkaríkið ísrael er orðið alvarlegt vandamál og á eftir að versna. Telja má fullvíst, að það búi nú yfir kjarnorkuvopnum, sem það mun nota til að reyna að hræða nágranna sína til hlýðni. Ógnanir eru nefni- lega eina umgengnisvenjan, sem Ísraelsríki kann. Þótt minna hafi frétzt af ógnarstjórn ísraela á her- teknum svæðum, af því að fjölmiðlar hafa ekki staðið sig sem skyldi gegn aðgerðum þarlendra stjórnvalda til að skrúfa fyrir fréttaflutning, hefur ástandið síður en svo batnað. Villimennskan hefur þvert á móti aukizt. Helzt er hægt að líkja ógnarstjórninni við aðgerðir þýzkra SS-manna á hernumdum svæðum í síðari heims- styrjöldinni. Með skipulögðum hrottaskap er reynt að kúga almenning til uppgjafar, sem ekki tekst, af því að hryðjuverkaríkið neitar að skilja þjóðfrelsishugsun. Þetta er sorgarganga, sem hófst, þegar gamlir hryðju- verkamenn á borð við Menachem Begin, Yitzhak Sham- ir og Ariel Sharon komust til ísraelskra valda í stað siðmenningarfólks á borð við David Ben Gurion, Goldu Meir og Abba Eban. Og sorgargangan er fetuð án afláts. Siðferðilega er ísrael hrunið ríki. Það er orðið æxli heimshlutans. Vestræn hugmyndafræði á þar ekki leng- ur bandamann, heldur ólánsmann, sem kemur óorði á Vesturlönd, því að þar um slóðir er ísrael álitið vera eins konar skjólstæðingur hins vestræna heims. Æxhð stafar frá Bandaríkjunum, sem hafa stutt ísra- el í blíðu og stríðu. Herkostnaður hryðjuverkaríkisins er greiddur af bandarískum peningum. Þar vestra má stjórnmálamaður vart opna munninn gegn ísrael án þess að sæta skipulegum andróðri í næstu kosningum. Aipac heitir áróðurs-, ímynda- og þrýstistofnunin, sem gætir hagsmuna ísraels í Bandaríkjunum. Hún virðist hafa heljartök á þarlendum stjórnmálamönnum og mikil áhrif á fjölmiðlun. Aðrar stofnanir af slíku tagi eru sem smáfuglar í samanburði við Aipac. Engar horfur eru á, að tengsli Bandaríkjanna og ísra- els muni minnka við forsetaskipti vestra. Forsetaefni repúblikana heldur fram óbreyttri stefnu og forsetaefni demókrata hefur gengið úr vegi til að leggja áherzlu á aukinn og óbrigðulan stuðning sinn við Ísraelsríki. ísrael mun áfram nota sér bandarísku aðstöðuna til að fara sínu fram og hita undir suðukath Miðaustur- landa. Það mun hafa þau hhðaráhrif að fæla arabiska heiminn enn frekar frá hinum vestræna en þegar er orðið og gera hann róttækari í trú og stjórnmálum. í baráttunni um áhrif á hnetti okkar kæmi sér vel fyrir Vesturlönd að ná sómasamlegum tökum á sambúð við arabiska heiminn, svo að þau séu ekki að eyða kröft- um í margar vígstöðvar. Vestræn menning og arabisk þyrftu að geta ræktað betur snertifleti sína. íslendingar hafa sérstaka ástæðu til að harma um- myndun ísraels í hryðjuverkaríki, því að löngum var sérstaklega gott samband milh ríkjanna, þegar hinir siðmenntuðu voru enn við völd í ísrael. En við getum lítið gert, því að ísraelsmenn vilja ekki hlusta á ráð. Öðru máh gegnir um Bandaríkin. Þar verða fjölmiðl- ar og stjórnmálamenn að brjótast undan skoðanakúgun Aipac og fara að átta sig á, hversu grátt Ísraelsríki leik- ur ímynd og aðstöðu Bandaríkjanna, svo og Vesturlanda ahra, í löndum Suðvestur-Asíu og Norður-Afríku. ísrael nútímans er lítið, en frekt kjarnorkuríki hryðjuverkamanna, sem eiga eftir að valda okkur mikl- um og vaxandi vandræðum á næstu árum og áratugum. Jónas Kristjánsson FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. lliXPi ,Til landsins kemur t.d. fólk frá Mið-Evrópu á bílum sínum með allan útbúnað/* segir m.a. í greininni Fjölgun erlendra ferðamanna: Er hún eftir- sóknarverð? Uppáhaldsóvinur landsins í aug- um margra hefur verið sauðkindin og því verður vart neitað að sauð- kindur og hross skemma viðkvæmt land talsvert með beit og umgangi. „Sandfok er þó á við 300.000 roll- ur,“ lét einn náttúruvemdarmaður ummælt eftir að hafa dvalist á Mývatnsöræfum síðari hluta júní- mánaðar. Sannleikurinn mun sá að samspil þessara þátta, veðurfars og notkunar, er líklega mikilvæg- asta orsök uppblásturs og landeyð- ingar. Samanborið við beit er offjölgun ferðamanna á hálendinu nýtilkom- ið vandamál, eða vandi sem er ný- lega kominn til umræðu - og þarf víötækari umræðna og aögerða. Slíkur ágangur hefur verið van- metið eyðingarafl. Sé eitthvað hæft í því að íslenskir bændur hafi í rúm 1100 ár verið skeytingarlausir á stundum í harðbýlu landi, hvað þá um þá sem flytja til landsins ferða- fólk? Bændum gengur ekki til gróðahyggja, en ekki verður séð að neitt annaö stjórni sumum ferða- frömuðum. Að gera út á ríka Oft heyrist sú skoðun, t.d. hjá hóteleigendum, að íslendingar eigi að gera út á ríka útlendinga til að fá þá til að ferðast til íslands. Þann- ig megi halda íjölda ferðafólks í lágmarki en hafa samt sem mest upp úr atvinnugreininni. Ekki er í stuttri blaðagrein unnt að gera þessu sjónarmiði viðhlít- andi skil, hvorki rökum með því né á móti. Ljóst er þó aö þessi skoð- un er ekki byggð á neinum rann- sóknum eða úttekt á því hvort raunverulega yrðu meiri gjald- eyristekjur af erlendu ferðafólki ef tækist að útrýma „bakpokafólki" úr þeim hópi. Jafnvel þótt útreikn- ingar sýndu eitthvað í þessa veru hlyti ég þó að mótmæla slíkri stefnu: hún er svo óskaplega keim- lík aðskilnaðarstefnu suöur-afr- ískra stjórnvalda gagnvart fólki af öðrum kynþáttum en hinum hvíta. Við sem störfum að landvörslu höfum heldur ekki þá reynslu að „ríkir“ erlendir ferðamenn séu hagstæðari gestir en aðrir með til- liti til umgengni við landið nema síður sé. Kemur þar fjölmargt til: t.d. kemur til landsins fólk frá Mið- Evrópu á bílum sínum með allan útbúnað og annaðhvort ófullnægj- andi eða rangar upplýsingar. Sumt Kjallannn Ingólfur Á. Jóhannesson landvöröur í Mývatnssveit af þessu fólki stelst til að gera hér á landi eitt og annað sem því dytti aldrei í hug að gera í sínu heimal- andi. Ýmsir tjalda éða gista í bílum sínum í vegarköntum eöa á víöa- vangi til að spara gistigjöld á tjald- stæðum sem þó eru hlægilega lág í samanburði við slík gjöld víða erlendis. Þetta er jafnvel gert á náttúruvemdarsvæðum eins og í Mývatnssveit eða á hálendinu. Andstaða við gjaldtöku til upp- byggingar á ferðamannastöðum eins og í Dimmuborgum er líka sprottin af þessari rót, nísku hinna „ríku“. Rangar áherslur í feröamál- um Annað er uppi á teningnum með fólk sem ferðast í rútubílum. Það kemur ekki oft fyrir að við land- verðir í Mývatnssveit þurfum að áminna þetta fólk fyrir ólöglega tjöldum eða aðra afleita umgengni við landið. Hins vegar em almenn- ar samgöngur í landinu meö þeim hætti að illmögulegt er að heim- sækja fjölmarga staði utan hring- vegarins. Væri ekki nær að Ferða- málaráð íslands eyddi fjármunum í úrbætur í samgöngum innanlands en í auglýsingar erlendis? Á enda- laust að hrúga ferðafólki inn í landið og sleppa því lausu með ófullnægjandi upplýsingar í hönd- um? Hvaða upplýsingar er fólki sem kemur með bílaferjunni til Seyðis- fjaröar t.d. skylt að meðtaka? Síð- asta dag júnímánaðar voru 200 til 300 bílar afgreiddir upp úr skipinu á tveimur klukkustundum. Toll- verðir á Seyðisfirði hljóta að vera margir og afkastamiklir. Hlutur Ferðamálaráðs En smygl á mat og bjór er mein- laust athæfi í samanburði við að veita ónógar upplýsingar um hvemig umgangast skal landið. Ferðamálaráð lýsir því aftur á móti yfir, stolt á svip, að það verji takmörkuðum fjármunum sínum til (glans)auglýsinga erlendis (sjá t.d. Ferðablað Dags, 25. júní sl.) Okkur landvörðum finnst þetta vera að byrja á öfugum enda. Hví geta t.d. erlendar ferðaskrifstofur á borð við hina austurrísku Kneissl fengiö að starfa hér óáreittar ár eftir ár með mörgu vanhæfu starfs- fólki við leiðsögn, fleytandi ijóma af kostnaði íslenska ríkisins við auglýsingar? Þetta gerist á meðan Náttúru- vemdarráð, ferðafélög og Skútu- staðahreppur bera allan kostnað af uppbyggingu og rekstri tjald- stæða og annarra hluta til móttöku ferðafólksins á friðlýstum stööum. Þetta kalla ég „rangar áherslur“, ef þetta er þá ekki vítavert stefnu- leysi, óstjórn eða vísvitandi verið að mylja undir rassinn á ferða- skrifstofum og flugfélögum sem ekkert þurfa að leggja til náttúm- vemdar. Ingólfur Á. Jóhannesson „Væri ekki nær að Ferðamálaráð ís- lands eyddi Qármunum í úrbætur í samgöngum innanlands en 1 auglýs- ingar erlendis? A endalaust að hrúga ferðafólki inn í landið og sleppa því lausu með ófullnægjandi upplýsingar í höndum?“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.