Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 42
42 Tarðarfarir Pétur Árnason lést 5. júlí sl. Hann var fæddur í Reykjavík 6. maí 1927. Foreldrar hans voru hjónin Árni Yngvarsson og Jakobína Jónsdóttir. Pétur lauk námi í flugvirkjun frá Spartan School í Tulsa í Oklahoma- ríki. Eftir þaö starfaöi hann í nokkur ár sem flugvirki. í kringum 1950 stofnaði hann fyrirtæki til aö annast pökkun og flutninga fyrir starfsfólk hinna ýmsu sendiráða og varnarliöiö á Keflarvíkurflugveili. Eftirlifandi eiginkona hans er Ragnheiður Erla Sveinbjörnsdóttir. Þau hjónin eign- uöust fjögur böm. Útför Péturs verð- ur gerö frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Ragnar Ketilsson, Vík í Mýrdal, er lést þriöjudaginn 5. júlí, veröur jarö- sunginn frá Víkurkirkju laugardag- inn 16. júlíkl. 14. Valfríður Ágústa Þórðardóttir lést 21. júní á Dvalarheimilinu Feilsenda. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrr- þey. Björn Stefánsson, fyrrum póstur og bóndi á Káifafelli, veröur jarðsettur frá Kálfafellskirkju laugardaginn 16. júlí kl. 14. Björn Sigurbjörnsson vélstjóri frá Siglufirði, Geitlandi 37, lést í Borgar- spítalanum 7. júlí. Jarðsett verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 10.30. Jónína Sigurjónsdóttir húsfreyja, Byggðarhorni, Sandvíkurhreppi, Ár- nessýslu, sem lést 10. júlí sl„ veröur jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 16. júlí kl. 13.30. Jarðsett verö- ur að Laugardælum. Þórhildur Bárðardóttir, Ásavegi 2, Vestmannaeyjum, sem lést miöviku- daginn 6. júlí, veröur jarösungin frá Landakirkju laugardaginn 16. júlí kl. 14. Brynjúlfur Jónsson prentari, Brekkutúni 18, sem andaðist fimmtu- daginn 7. júlí, verður jarösunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 15. júlí kl. 10.30 f.h. Óskar Ólafsson, Iöjumörk 1, Hvera- gerði, lést á Sjúkrahúsi Suöurlands 7. júlí sl. Hann var fæddur 7. apríl 1907 á Höföa í Eyjahreppi. Hann var kvæntur Kristínu Þórðardóttur og eignuöust þau fjögur böm. Útför Óskars verður gerö frá Hveragerðis- kirkju laugardaginn 16. júlí kl. 14. Andlát Ólafur Bæringsson, Bjarkargötu 8, Patreksfiröi, lést á heimili sínu þann 12. júlí. Þórarinn Þorkelsson, Dyngjuvegi 17, lést í Landspítalanum 12. júlí. Ferðalög________________________ Ferðafélag íslands Dagsferðir um helgina Laugardagur 16. júlí kl. 8: Hekla (1496 m). Gengið á Heklu úr Skjólkvíum. Gang- an tekur um 8 klst. fram og til baka. Verð kr. 1.200. Sunnudagur 17. júlí kl. 8: Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 1.200. Kl. 13: Brynjudalsvogur - Búðasandur - Maríuhöfn. Létt gönguferð. Verð kr. 1.200. Helgarferðir 15.-17. júlí: 1. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Ekið í Eldgjá og skipulagðar gönguferðir. 2. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála, Langadal. Léttar gönguferðir um Mörk- ina. 3. Þórsmörk - Teigstungur. Gist í tjöld- um í Stóraenda og farnar gönguferðir þaðan. 4. Hveravellir. Gist í sæluhúsi Ferðafé- lagsins á Hveravöllum. Skoðunarferðir um nágrennið. Brottfór í helgarferðimar er kl. 20. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofu Ferðafélagsins, Öldugötu 3. Tilkyimingar Vegahandbókin í enskri og þýskri útgáfu Bókaútgáfan Örn og Örlygur hafa sent á markað enska og þýska útgáfu af hinni vinsælu vegahandbók. Bókin hefur kom- ið tvivegis á ensku en þýska útgáfan birt- ist nú í fyrsta sinn. Efni beggja útgáfanna byggir að sjálfsögðu á texta íslensku útg- áfunnar en þó er margt sagt með öðrum hætti vegna þess að textinn er ætlaður útlendingum sem koma alókunnugir til landsins og þurfa að ýmsu leyti á annars konar leiðsögn að halda en Islendingar. Höfundur texta er Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Aðalritstjóri er Örlygur Hálfdánarson en ritstjóri og hönnuður Jakob Hálfdánarson. Teiknun korta ann- aðist Narfi Þorsteinsson. Ensku þýðing- una önnuðust þeir Einar Guðjohnsen, Pétur Kidson, Leo Munro og Helgi Magn- ússon. Þýðandi þýsku útgáfunnar er Ingo Wershofen. „Þessi eini þarna“ Skífan hefur gefið út sólóplötu Bjama látúnsbarka Arasonar. Platan nefnist „Þessi eini þama“ og inniheldur ellefu LAUSAR STÖÐUR HEILSUGÆSLULÆKNA Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsu- gæslulækna: 1. Patreksfjörður H2, ein staða frá 1. október 1988. 2. ísafjörður H2, ein staða frá 1. október 1988. 3. Hólmavík H1, staða læknis frá 1. janúar 1989. 4. Siglufjörður H2, tvær stöður lækna frá 1. septemb er 1988. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um læknis- menntun og læknisstörf sendist ráðuneytinu á sér- stökum eyðublöðum, sem þar fást og hjá landlækni, fyrir 10. ágúst 1988. I umsókn skal koma fram hve- nær umsækjandi getur hafið störf. Æskilegt er að umsækjendur hafi sérfræðimenntun í heimilislækn- ingum. Upplýsingar um stöðurnar veita ráðuneytið og land- læknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 12. júlí 1988 111 '■ 11 11 r íu tfi n mm öf FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Menning Hamborgarar í Landakoti Þaö hefur eitthvað veriö um að erlendir kórar hafi heimsótt okkur í vor og sumar. Flestir hafa þeir veriö hreppakórar skipaöir glað- beittum áhugamönnum og konum og eru slíkar heimsóknir alltaf skemmtilegar og góðar. í gærkvöldi var hins vegar meiri alvara á ferðinni vestur í Krists- kirkju. Þar var kominn kór frá Tónlistarháskólanum í Hamborg, en hann hefur að undanförnu ferð- ast um landið ásamt stjórnanda sínum (og kennara), Klaus Vetter. Efnisskrá kórsins í þessari íslands- ferð er bæði mikil og merkileg og söng hann nokkur vel valin verk úr henni að þessu sinni, þ.e. kór- músík eftir þýska snillinga frá ýmsum öldum, Schutz, Bach, Mendelsohn, Liszt, Hindemith o.fl. Óskaplega var gott að heyra Schutz, sem lýsti upp sálina og kirkjuna ásamt kvöldsólinni sem skein svo glaðlega gegnum litað glerið í gluggunum. Og það var undursamlegt að heyra átta radda mótettur eftir Bach, skýrt sungnar og með tilfinningu. Eða þá „Vater unser“ eftir Liszt og „Pater nost- er“ eftir Jacob Hándl, þar sem ævintýraleg „antifónían" með karla í kór og konur á orgelloftinu Kristskirkja. Tónlist Leifur Þórarinsson flutti okkur heilög orð af látlausum styrk. Þá má ekki gleyma messu- kafla, Kyrie úr síðasta verki Pauls Hindemiths (1963), þar sem hrein- skiptin pólyfónía lék á als oddi og rifjaði upp fyrir manni svo ótal margt skemmtilegt í fari þessa merkilega „hreintrúarmanns" sem aldrei lét glepjast af krómatísku svalh nútímans. Eða næstum aldr- ei. Já, þar var sannarlega fengur að þessari heimsókn úr Hamborg, þó ekki hafi alltof margir lagt leið sína í Landakot aö fagna gestunum. Það var nú heldur ekki gert neitt sér- lega mikið úr þessu í fjölmiðlum, eða hvað? Skaði. LÞ lög. Lagahöfimdar á plötunni eru Jakob Magnússon, Valgeir Guöjónsson, Ragn- hildur Gísladóttir og Bubbi Morthens. Aukin heldur syngur Bjarni erlend lög viö íslenska texta. Bjami Arason fylgir sólóplötunni eftir ásamt hþómsveit sinni, Búningunum, og spilar vitt og breitt um landið í sumar. Málverkasýningá Frakkastíg Auður Aöalsteinsdóttir og Sigríður Júlía Bjamadóttir sýna um þessar mundir málverk í tfivonandi verslunar- og skrif- stofuhúsnæði að Frakkastíg 8. Auður og Sigríöur Júlía útskrifuðust úr kennara- deild Myndlista- og handiðaskóla f slands sl. vor og hefur hvomg þeirra sýnt áður. Húsið á Frakkastignum stendur á milli Laugavegar og Hverfisgötu og er gengið inn um glugga á því miðju til aö komast inn á sýninguna. Athygh skal vakin á því að sýningunni lýkur nk. sunnudagskvöld og hún er opin virka daga kl. 17-22 og um helgar kl. 14-22. Opið hús fyrir erlenda ferðamenn í Norræna húsinu Heimir Pálsson cand. mag. ræðir um ís- lenskar bókmenntir í „opnu húsi“ í Nor- ræna húsinu í kvöld, fimmtudag 14. júlí, kl. 20.30. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku en dagskráin er einkum ætluð norrænum ferðamönnum. Að loknu kaffihléi verður sýnd kvikmyndin Þrjár ásjónur íslands og er hún með norsku tali. Bókasafnið og kaffistofan verða opin til kl. 22 eins og venja er á fimmtudögum, eða svo lengi sem „opið hús“ verður á dagskrá í sumar. í bókasafninu liggja frammi bækur um ísland og íslenskar hljómplötur. Aðgangur er ókeypis og all- ir eru velkomnir í Norræna húsið. Happdrætti Sumarhappdrætti heyrnar- lausra 1988 Dregið var í happdrættinu 1. júlí sl. Vinn- ingsnúmer eru þessi: 1. 10208, 2. 1817, 3. 5358, 4. 17622, 5. 1310, 6. 1504, 7. 12505, 8. 13251. Vinninga má vitja á skrifstofu Fé- lags heymarlausra, Klapparstíg 28, kl. 9-17 alla virka daga, sími 13560. Félagið þakkar veittan stuðning. fæst á járnbrautar- stöðinni í Kaup- mannahöfn .... Vitni óskast Keyrt var á kyrrstæða Subaru 1800 4x4 bifreið, ljósbrúna að lit, fyrir framan Hófgerði 2 í Kópavogi aðfaranótt 2. júlí eða snemma á laugardagsmorgun. Ef ein- hverjir hafa orðið varir við ákeyrsluna eða geta á einhvern hátt veitt upplýsingar eru þeir vinsamlegast beðnir að hringja í síma 641348 eða 41475 eftir kl. 19 á kvöld- in. Hægri framhurð bifreiðarinnar er mjög dælduð. Tórúeikar Tónleikar í Fríkirkjunni í kvöld, 14. júli, kl. 20.30 heldur Susan Landale tónleika í Fríkirkjunni í Reykja- vík. Susan er fædd 1 Skotlandi og lauk Bachelor of Music frá Edinborgarhá- skóla. Eftir framhaldsnám í píanó- og orgelleik í London fór hún til Parísar og gerðist þar nemandi André Marchal. Þar var hún organisti við ensku kirkjuna um árabil. Hún sérhæfði sig í siðrómantískri tónlist og einnig nútímaverkum. Susan Landale er heimsþekktur einleikari. Plöt- ur hennar frá frönskum og þýskum út- gáfufyrirtækjum hafa verið lofaðar og hefur hún mörgum sinnum komið fram í útvarpi báðum megin Atlantshafsins. Tvívegis hefur hún fengið fyrstu verð- laun í orgelkeppni. Frá árinu 1977 hefur hún verið aðstoðarorgelkennari viö tón- listarskólann í Rueil Malmaison og að- stoðarorganisti við Saint-Louis-des- Invalides kirkjuna í París.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.