Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Sviðsljós Ólyginn sagði... Sylvester Stallone sem er mörgum minnistaeður úr Tootsie fær líklega tækifæri til að ganga í barndóm á næstunni, því honum hefur veriö boðið að leika Hook kaptein í kvikmynd um Pétur Pan. Dustin er nú að klára að leika í myndinni „Rain- man“. Ekki hefur enn verið ákveðið hver skuli fara með hlut- verk Péturs Pan, en margir hafa augastað á Michael Jackson í það hlutverk. Joan Collins alls staðar er það sem koma skal því nú hefur heillin sú í huga að feta í fótspor Pauls Newman og fara að framleiða salatsósur og jafnvel kampavín. Má maður því eiga von á því að hún stari beint í augu manns þegar ísskápurinn er opnaður í grandaleysi. Hefur líka verið talað um svitalyktar- eyði og ætti Peter Hoim ekki að vera án eins því hann á eftir að svitna mikið yfir bókarskrifum um samband þeirra hjúa. Dustin Hoffman viröist hreint aldrei fá nóg. Nú ganga sögur um að hann sé að undirrita samninga um gerð fimmtu myndarinnar um Rocky. Á hann aö fá rúmlega einn millj- arð fyrir vikið. Þessi mynd verð- ur þó öðruvísi að þvileyti að nú er hann farinn að láta á sjá eftir að hafa barist viö alla þessa kappa. Þó er að vænta einnar stórrar lotu í lokin. Frá afhjúpun listaverks eftir Marinó Björnsson. DV-myndir Júlíus Guðni. Leikið atriði um upp- haf byggðar á Tanganum Júlíus Guðni Antanssan, DV, Hvammstanga; Eitt athyglisverðasta atriði Hvammstangabúa á 50 ára hátíða- höldum þeirrá sl. laugardag var þeg- ar sett var upp leikið atriði um upp- haf byggðar á Hvammstanga. Það var þannig útfært að hjón komu úr sveitinni með vörur á Tang- ann en seglbátur kom yfir sjóinn. Konan reið í söðli en bóndinn teymdi hest sem beitt var fyrir kerru en í hana var bundinn klyfjahestur. Á Tanganum var lítið hús þar sem til sölu var kaffi og með því en hjónin skiptu á vörum sínum og öðrum vamingi. Fleiri komu að og var spil- að á nikku og stiginn dans og drukk- ið brennivín. Með þessu atriði, sem var kvik- myndað, fékk fólk nasasjón af því hvernig kaupin gerðust á Tanganum hér áður fyrr og má fullyrða að böm sáu þama mörg hver hestinn í öðru hlutverki en þau eiga að venjast. Hlutu heiðurs- nainbót frá Cambridge Nýlega veittist konungshjónum Spánar sá heiður aö hljóta heiö- ursnafnbót frá University of Cambridge í Bretlandi. Var þaö rektor skólans, hertoginn af Ed- inborg, sem veitti þeim nafnbót- ina. Fátítt mun vera að þjóö- höfðingjar fái heiöursnafnbót frá Cambridge og munu aðeins sjö hafa fengið hana á undan kon- ungshjónunum. Þar á meðal voru Margrét Danadrottning og kon- ungur Grikklands, George II. Símamynd Reuter Július Guðni Antansson, DV, Hvammstanga; Þaö var mikið um að vera á Hvammstanga um síðustu helgi en þá iiéldu íbúar hreppsins upp á 50 ára afmæli sveitarfélagsins. Margt manna tók þátt í hátíðahöldunum, auk íbúanna sjálfra mátti sjá marga brottflutta sem og fólk úr nágranna- sveitarfélögunum. Á laugardaginn var byrjað á þvi að fara í sundlaugina þar sem sund- gestum var boðið upp á’ Veitingar í lauginni. Slökkviliðið kom í heim- sókn og ýmislegt óvænt kom upp á en það einkenndi raunar öll hátíða- höldin aö ávallt var eitthvað sem kom fólki á óvart og of langt mál að telja þaö hér allt upp. Síðar um dag- inn var listaverk eftir Marinó Björnsson afhjúpaö en þaö var gjöf frá flestum fyrirtækjum á Hvamms- tanga. Þá var ný göngubrú vígð yfir Hvammsá, sem rennur í gegnum staðinn. Hún var vígö með þeim hætti að ævintýrið um tröllið og geit- urnar þrjár var staöfært og leikið á brúnni. Skemmtiatriði við allra hæfi Boðið var upp á ýmiss konar skemmtiatriði við allra hæfi, tónlist, dans, söng, leiki og sprell. Nokkur fyrirtæki á staðnum efndu til mat- vælakynningar þar sem fólki var boðið að bragða á framleiðslu og söluvöru þeirra. Um kvöldið voru tónleikar á útisvæðinu við brúna yfir Hvammsá en þar komu fram hljóm- sveitirnar Baggabandið frá Þórshöfn á Langanesi og Hrepparamir af staðnum. í félagsheimihnu var síðan fjölskyldudansleikur fram á nótt. Hátíðamessa Á sunnudag var útigrill þar sem fólki var boðið upp á grillað kjöt. Hátíðaguðsþjónusta var síðan í Hvammstangakirkju þar sem fyrr- verandi sóknarprestar og prófastur þjónuðu fyrir altari. Starfrækt var Hjón að koma úr sveitinni á leið niður á Tanga. Vígsla nýju göngubrúarinnar á Hvammsá. útvarp á Hvammstanga og þar var flutt tónhst og fjölbreytt dagskrá. Talið er aö vel á annað þúsund manns hafi tekið þátt í hátíðahöldun- um en íbúar Hvammstangahrepps eru um 675. Fullyrða má að með þessu hafi Hvammstangi minnt vel á sig, íbúar eflt samstöðu sín á milli og fegrað umhverfi sitt og gert sér glaðan dag. Og er það vel. DV-mynd Júlíus Guðni Hvammstangi minnti vel á sig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.