Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988. 3 i»v Viðtaliö Fréttir Laxveiði dýrt sport ............. ....... . ...........Mmi.,.. «* Nafn: Valur Blomsterberg Aldur: 28 ára Staða: Markaðsstjóri Slát< urfélags Suðurlands í dag tekur Valur Blomsterberg við starfl markaðsstjóra Sláturfé- lags Suðurlands og kveður sam- starfsmenn sína htjá Fjárfesting- arfélagi íslands. Valur segist vera Gaflari i húð og hár, fæddur og búsettur í Hafharfiröi. Hann lauk stúdents- prófi frá Flensborg 1982 og fór þaðan til Los Angeles i Banda- rikjunum þar sem Valur stundaði nám í markaösfræöum í fjögur ár. Áramótin 1986/1987 kemur Vai- ur heim og ræðst til Fjárfesting- arfélagsins sem markaðsstjóri. Jafiiframt sá Valur um Fijálsa lífeyrissjóöinn, en sjóðurinn er ætlaður þeim sem ekki eru lög- bundnir i neinum lifeyrissjóði. Þá haföi Valur umsjón meö svo- kölluðum fiármálareikningum en það er umsýsla með fjármuni einstaklinga sem geta eöa viija ekki sinna þeim sjálfir. Sagði Valur að íslendingar búsettir er- lendis nýttu sér gjarnan þessa þjónustu. SSaf tilvíljun Eftír eins og hálfs árs starf hiá Fjárfestingarfélaginu hættir Val- ur. Hvers vegna? „Eiginlega var ég ekki að leita mér að starfi þegar ég af tílviljun fréttí um lausa stöðu hjá SS. Ég aflaöi mér upplýsinga um stöð- una og var skömmu seinna boð- aöur í viðtal. Mér var svo boðin staöan og þáði,” segir Valur. í vor voru nýir menn ráönir í lykilstöður hjá SS eftír nokkrar væringar um stefhu og markmið fyrirtækisins. Ungir menn stiórna fýrirtækinu núna og seg- ist Valur hvergi banginn. ,JÉg er mjög spenntur fyrir þessu starfi og við ætlum okkur að gera stóra hluti. Það stendur yfir endurmat á fyrirtækinu og ég er viss um að SS kemur sterk- ara út fyrir bragðið.” Þekkir kúnnann Helstu viðskiptavinir SS eru smásöluverslanir og þar þekkir Valur til staðhátta. Faðir Vals, Bjarni Biomsterberg, er annar eigenda Fjaröarkaups í Hafnar- fxrði Valur hefur unniö i verslun- inni og á auðvelt með að setja sig í spor kaupraarma. Fjallaferðir í tómstundum fer Valur gjam- an á fjöll. Haim segist vel tækjað- ur til öræfaferða og á jeppa, fiór- hjól og vélsleða. Önnur útívist er skíöaferðir og laxveiði. „Laxveiði er gott sport, en allt of dýrt,” seg- ir Valur en ætlar samt í Norðurá um næstu helgi í þriggja daga túr með Laxavinafélaginu. pv Akureyri: Framkvæmdir ganga vel í fiskihöfhinni Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: Framkvæmdir viö nýja fiskihöfn á Akureyri hafa gengiö vel aö undan- fómu og er langt komið með aö reka niöur stálþil á austurkanti hafnar- innar. Framkvæmdir hófust í vor er mik- ill grjótgarður var byggður í norður út frá togarabryggjunni. Að undan- fömu hefur svo veriö unniö viö aö reka niður um 209 metra stálþil sem gefur um 170 metra langa viölegu og er því verki nú aö ljúka. Á næsta ári verður hafist handa um dýpkun í höfninni og efnið, sem þá kemur upp, notaö í uppfylhngu á austurkanti. Á næstu árum er gert ráö fyrir aö þarna geti komið allt aö 500 metra löng viðlega og rnxrn til- koma þessarar nýju fiskihafnar gjör- breyta allri aðstöðu útgeröarfyrir- tækja á Akureyri. AA undanförnu hefur verið unnið við að reka r.iður stálþil i nýju fiskihöfninni á Akureyri. DV-mynd gk Akureyri PHILCO þvottavélar og þurrkarar eru viðurkenndar um allan heim fyrir lága bilanatíðni, gæði og frábæra hönnun. VD 806 PHILCO — þvottavél og þurrkari o • 15 mismunandi þvottakerfi, þar af eitt eingöngu fyrir ull • 1000 snún. vinda • Sjálf- ^lgr. ______________ ______ stæöur hitastillir • Hleðsla: 5 kg. (af þurrum þvotti) • Kaldskolun • Tvö mismunandi hitastig • Tekur inn heitt og kalt vatn (eöa eingöngu kalt vatn) • Ryðfritt stál á ytri og innri belg • H: 85, B: 59.5, L: 55 cm D-526 PHILCO þurrkarinn • 3 mismunandi hitastig • Hleösla: 5 kg. (af þurrum þvotti) • Loftsía á framhliö, sem auövelt er aö hreinsa • Moguleiki á tengingu útblásturs á hliö eöa aftan < L: 55 cm H: 85, B: 59.5, W393 — þvottavélin • Þvottakerfi viö allra hæfi, þar af eitt sérstaklega fyrir ull • Sjálfstæður hitastillir • Kaldskolun • Hleðsla: 5 kg. (af þurrum þvotti) • Spamaöarrofi • Tekur inn inn bæöi heitt eöa kalt vatn • Ryöfritt stál á ytri og innri belg • H: 85, B: 59.5, L: 55 cm. Heimilistæki hf Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SÍMI:69 1525 SIMI:69 1520 isamutiguitc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.