Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988. 9 Uflönd Vopnahlé og kosningar Edward Perkins, sendiherra Bandarikjanna i Suður-Afríku, við upphaf fund- arins um Angóla i gær. Simamynd Reuter tekiö. Sagöi hann ríkja gott andrúms- loft á fundunum í Genf, líkt og ríkt hefði á fyrri fundum sömu aðila á þessu sumri, í London, Kairó og í New York. Botha sagði í gær að embættis- menn Sameinuðu þjóðanna myndu hafa þrjá mánuði til að undirbúa sig fyrir framkvæmd áætlunarinnar. Hann bætti hins vegar við að Sam- einuðu þjóðimar yrðu einnig að svara til um það hver ætti að bera kostnaðinn af framkvæmdinni, en áætlað er að kostnaður viö að koma á sjálfstæði Namibíu verði um sjö hundruð og fimmtíu Bandaríkjadoll- arar. Neil Van Heerden, einn af æðstu yfirmönnum utanríkismála i Suður- Afríku, kemur til fundarins í Genf i gær. Símamynd Reuter Pik Botha, utanríkisráöherra Suð- ur-Afríku, rauf í gær leynd þá sem hvílt hefur yfir viðræðunum í Genf um framtíð Namibíu og upplýsti að tillögur stjómvaida í Suöur-Afríku fælu meðal annars í sér vopnahlé og að gengið verði til fijálsra kosninga í landinu. Tillögur Suður-Afríku gera ráð fyrir að hersveitir Kúbumanna verði fluttar á brott og að vopnahléi verði hugsanlega komið á þegar í næstu viku. Þær eru hins vegar háð- ar því skilyrði að sjö af herbúðum skæruhða Afríska þjóðaráðsins í Angóla verði íeystar upp. Botha sagði í gær að samninga- menn Suöur-Afríku í Genf hefðu lagt tillögur þessar fyrir fulltrúa Kúbu- manna og embættismenn Angóla í gær, á fundunum sem þar standa nú yfir undir forsæti Bandaríkjamanna. Botha sagði að vopnahlé gæti kom- ist á í Namibíu og Angóla frá og með 10. ágúst næstkomandi. Brottflutn- ingi á herhði Suður-Afríku frá An- góla gæti verið lokið 1. september og framkvæmd áætlunar Sameinuðu þjóðanna um sjálfstæði Namibíu gæti þá hafist hinn 1. nóvember næstkomandi. Botha sagði að Kúbumenn ættu að ljúka brottflutningi á herhði sínu frá Angóla 1. júní á næsta ári en tahð er að þar séu nú um fimmtíu þúsund kúbanskir hermenn. Þeir hafa stutt stjórnarher landsins í þrettán ára langri styrjöld hans við skæruhða Unita-hreyfingarinnar, undir forystu Jonasar Savimbi. Tihögur Suður-Afríku gera einnig ráð fyrir að 1. júní á næsta ári verði gengið th frjálsra kosninga í Namibíu en Suöur-Afríka hefur farið með stjórn mála á því svæði frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Kúbanir hafa lagt til að þeim verði gefin fjögur ár til þess að draga her- hð sitt til baka frá Angóla. Þetta er 1 fyrsta sinn sem Suður- Afríkumenn hafa lagt fram ákveðnar dagsetningar í tengslum viö fram- kvæmd áætlunar Sameinuðu þjóð- anna um Namibíu. Áætlunin var lögð fram fyrir tíu árum. Fuhtrúar ríkjanna fjögurra, þaö er Suður-Afríku, Angóla, Kúbu og Bandaríkjanna, á fundunum í Genf neituðu í gær að ræða þessi mál viö fréttamenn. Botha skýröi hins vegar frá þvi að tillögunum hefði verið vel Lokasjukra- húsum Sumaitiöi IsleifBBan, DV, Ajóaum; ................... í bæjunum Ebeltoft og Skander- borg á Jótlandi hafa margir látið í Jjós óánægju sina með því að draga danska fánann í hálfa stöng. Ástæðan er sú að tekin hefur verið endanleg ákvörðun um að loka sjúkrahúsunum á báðum þessum stöðum. Bæimir eru báðir innan Árósa- amts en efnahagur þess er mjög slæmur um þessar mundir. Svo slæmur að sumir forystumenn amtsins telja að þaö sé nærri gjaldþroti. Hefur veriö gripiö til harkalegra spamaöaraögerða á mörgum sviðum. Lagðir em nið- ur skólar og dregið úr þjónustu. Hingaö til hefur þó ekki fýrr verið gripið til þess ráös að leggja niður sjúkrahús. Segja forystu- merm amtsins að engan veginn hafi verið auðvelt að taka um- rædda ákvöröua Hins vegar spa- rist á þennan hátt um hundrað og fjörutiu mihjónir danskra króna og ekki hafi reynst unnt að finna aðrar leiðir til þess. Aðgerðimar hafa verið í bígerð í nokkum tima og hefur verið mótmælt harðlega í þessum bæj- um. Meðal annars fóm fbúar Skanderborg í fjöldagöngu í vor sem leiö til þess að leggja áherslu á að sjúkrahúsið yrði ekki lagt niður. Eftir þær aðgerðir virtist sem ekki væri lengur meirihluti i amtsráöinu fyrir tíllögunni. En sósíaldemókrötum, sem hafa mest áhrif innan amtsins, tókst að fá liðsinni hægri manna á ný og því kom allt fyrir ekki. Komið hafa fram efasemdir um að nágrannasjúkrahúsin geti annað fjölguninni. Hætta sé á að afleiðingin sé verri þjónusta og lengri biðlistar. Auk þess missa um fimm hundrað manns vinn- una 1 Ebeltoft og Skanderborg og ljóst að aðeins hlutf þeirra getur fengið vinnu á sjúkrahúsum í nágrenninu jafnvel þó að starf- semi þeirra verði aukin líthlega. Loks má benda á að komiö hafa fram tillögur um að leggja niöur sjúkrahús í fleiri ömtum, th dæmis fjögur á Fjóni, en það hef- ur mætt harðri andstöðu.. Tveir sænskir slökkviliösmenn reyna að bjarga deyjandi sel nærri höfninni í Gautaborg. Sænskir vísindamenn óttast að vírusinn, sem drepið hefur mikinn fjölda sela i Norðursjó, kunni aö berast til Eystrasaltsins og ógna þar sjaldgæfari tegundum. Símamynd Reuter Far- sótt ástæö- an fyrir sela- dauð- anum Gizur Hélgason, DV, Reersnæs Það lítur út fyrir að mengunin sleppi við að vera áhtin syndaselur- inn í seladauðamálinu - en ekkert lát virðist vera á seladauðanum við strendur Norður-Evrópu. Sérfræö- ingar í Danmörku, V-Þýskalandi, Hohandi, Svíþjóö og Noregi em nú orðnir sammála um að farsótt, eins konar bráðapest, sé aðalástæða sela- dauðans. Seladauðinn hefur höggvið stórt skarð í selastofnana í N-Evrópu, sumir hafa minnkað um helming. Menn eru þó ekki hræddir um al- dauða en telja að það taki um tíu ár fyrir stofnana aö ná sömu stærð og áður. Engin leið er að stöðva veik- ina. Líffræðingar segja náttúruna verða að hafa sinn gang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.