Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
13
dv Fréttir
Kvennaþingið í Osló:
Frábær BSRB revía
ni-.'..'rjii''r"i_i„i/ji:i""nv °g sungu og riíjuðu upp sögu himni viö mikinn fógnuð áhorf- konunni. Fyrst er amman í peysu-
_9__________________' _____ kvenna bæöi í vinnu og heima, allt enda. í dag verður revian endur- fótum, svo kemur ástandshópur-
Skemmtilegasta atriði kvennar- frá peysufatatíraum og fram til sýnd og tekin upp af ríkissjón- inn, þá einkaritarapíur og loks
áðstefnunnar í gær var aö dómi tölvualdar. Konumar skiptu um varpinu. Það er jafnréttisnefhd töivuvædd nútímakona. „Það eru
margra revía leikin af BSRB kon- búninga mörgum sinnum í rev- BSRB sem stendur á bak við leikri- þær Guðrún Árnadóttir og Sigur-
um. Fimmtíu úr hópi BSRB léku íunni, sem var leikin undir beriun tið um þróun mála hjá íslensku veig Siguröardóttír sem hafa unnið
mest að undirbúningnum sem hef-
ur verið afskaplega skemratileg-
ur,“ segir Lifja Guðrún Péturs-
dóttir úr nefndinni. - Guðrún Ai-
freðsdóttir leikkona hefur æft rev-
íuna með BSRB konum.
Pálína Guömundsdóttir og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir.
DV-mynd Herbert Czoschkr
Launamunur
mestur á íslandi
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Sex tima vinnudagur, eins árs
barnsburðarleyíi og hækkun launa í
hefðbundnum kvennastörfum eru
meðal norsku slagorðanna á kvenn-
aráðstefnunni í Osló. íslensku kon-
urnar láta sig ekki einu sinni dreyma
um sex tíma vinnudag. „Okkar tak-
mark er aö hækka kaupið og minnka
yfirvinnuna, svo hægt verði að lifa
af dagvinnu," segja kvennalistakon-
umar. „íslenskar konur ná hæstum
meðaltekjum á ársverk á aldrinum
30-40 ára og samsvara tekjur þeirra
þá meðaltekjum karla 75 ára og eldri
og 15-19 ára pilta. Meðalatvinnutekj-
ur íslenskra karla í fullu starfi árið
1985 voru rúmlega 64% hærri en full-
vinnandi kvenna. Til samanburðar
má geta að meðaltekjur norskra
karlmanna eru 10-15% hærri en
norskra kvenna. Það er ekki með
neinni gleði sem íslenska fram-
kvæmdanefndin um launamál
kvenna sýnir kynsystrum sínum frá
hinum Norðurlöndunum íslensku
tölurnar á ráðstefnunni. Við eram
samt bjartsýnar á árangur í framtíð-
inni og að okkur takist að styðja kon-
ur í öllum stéttum og öllum stjórn-
málaflokkum og bæta kjörin,“ segir
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, full-
trúi V.R. í framkvæmdanefndinni.
„Norðurlönd eru mjög misvel á veg
komin í jafnréttisátt á vinnumark-
aði, þótt alls staðar sé langt í land
ennþá. Svíar eru fremstir í flokki
hvað varðar félagsleg gæði og rétt
kvenna en íslendingar hafa af litlu
að státa."
Farfuglaheimili í Hveragerði
Regína Thorarensen, DV, Settossú
Fyrir um fjórum árum keypti Sig-
rún Sigfúsdóttir hótelstýra húsið
Hveramörk 14 í Hveragerði sem þá
var búið að standa autt í nokkur ár.
Áður hafði það gengið kaupum og
sölum og bankamir átt mest í því.
Rúður allar brotnar, mistöð sprung-
in, dúkar ónýtir og svo þurfti að
skipta um allar rafmagnsleiðslur í
húsinu.
En hótelstýran vissi hvað hún var
að gera og hún átti einnig laghentan
og góðan eiginmann og þrjá syni sem
allir eru handverksmenn. Þau unnu
öll við að breyta og laga húsið. Húsið
er 140 fermetrar á tveimur hæðum,
heitir Farfuglaheimilið Ból og tekur
20 manns í gistingu.
Þar hefur oftast verið þröng á þingi
yfir sumarmánuðina en Sigrún leigir
nemendum úr Garðyrkjuskóla ríkis-
ins á veturna. Lætur hún mjög vel
af nemendum fyrir góða og skemmti-
lega umgengni. Gisting á Bóli hefst
14. mai og stendur fram í september.
Þar er aðallega um „bakpokafólk"
að ræða og kostar gisting 650 krónur
en fyrir fólk sem vill fá uppbúið rúm
kostar gistingin 750 krónur. Það er
því ekki hægt að segja að ahs staðar
sé dýrt aö gista á íslandi.
Afyinnusköpun í dre'rfbýli
Björg Eva Erlendsdóttir, DV, Osló:
Fólksflótti og atvinnuleysi ógnar
landsbyggðinni um öll Norðurlönd
og ahs staðar í stijálbýhnu er sérlega
erfitt fyrir konur að fá atvinnu. Dag-
skrá Kvenfélagasambandsins um
framtíðarmöguleika kvenna í dreif-
býhnu var vel sótt af nágrannaþjóð-
unum. „Við reynum að vekja konur
til umhugsunar um nýjar leiðir í at-
vinnusköpun,“ segir Ingibjörg
Magnúsdóttir, fuhtrúi Kvenfélaga-
sambandsins í Jafnréttisráði. „Ég hef
safnað saman dæmum um konur í
sjálfstæðum atvinnurekstri og lagt
sérstaka áherslu á konur sem fara
nýjar leiðir og skapa eitthvað annað
en hefðbundna vinnu við landbúnaö
og útgerð. Viö sýnum myndir og segj-
um frá því hvað þessar konur eru
að gera. Konurnar eru mjög sam-
hentar við þessa nýsköpun. Fyrir-
tækið Frú Lára á Seyðisfiröi er gott
dæmi um góðan árangur á þessu
sviði, en konur þyrftu að vera
óhræddar við aö fjárfesta. Þær eru
afar varkárar. Kannski eru þær
ábyrgari en karlmenn og ekki eins
ákafar að reisa sér minnisvarða sem
börnin þurfa að borga. En ástæðan
getur líka verið að þær eru vanar að
sækja fé til eiginmannsins," segir
Ingibjörg Magnúsdóttir.
I sumarbústaðinn • í ruggustólinn • í
ferðalagið • í bílinn • í hengirúmið • í
tjaldið • Heima • Að heiman • í flugvél-
inni • í rúminu • í kaffitímanum • í útileg-
unni • Fyrir alla • Alls staðar •
NYTT HEFTI
Hver þarf sætisbelti?
Hvemig ná á góðum samskiptum við unglini
Krotið kemur upp um þinn innri mann
Skop......................... 2
Hefurðuheyrtgóðabóknýlega? .... 3
Sex sem haettu öllu til...... 8
Fmmherjarmeð Parkinsonsveiki. 8
Hverþarf sætisbelti?.........19
Hvað hafa heimshöfin
aðgeyma?.....................25
Hinnsannikonungurdýranna.....29
Hugsuníorðum.................36
Hvernig ná á góðum samskiptum við
unglingana..................„38
Ósköp elskulegt barn...........44
Þess vegna berjast Afganir.....51
Viðarkol - margra meina bót....57
Krotið kemur upp um
þinn innri mann................61
Njósnarinnsemvildiverðafijáls „65
„Geröu sem ég segi þér“........90
Furðuríslands:.................94
I Meykerlingar af tómxi siðsemi ....94
U Það eru ekld ýkjur
né með göldrum gert............95
Taktu URVAL með í sumarfríið