Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Page 16
16
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
Spumingin
Eru radarvarar aðfinnslu-
verðir?
Jóhann G. Guðmundsson: Það fmnst
mér ekki.
Eyjólfur Pálsson: Nei, annars veit ég
þaö ekki.
Sigvaldi Kristjánsson: Þessu er vand-
svarað.
Haraldur Samúelsson: Já, af því að
þeir eru til þess að komast í kringum
lögin.
Sóley Jóhannsdóttir: Já.
Sigurbjörn Bachmann: Nei, mér
finnast þeir vera sjálfsagðir.
Lesendur
Eitt og annað um Flugleiðir
Farþega, sem ferðast oft með Flugleiðum, finnst þröngt á milli sæta í flugvélum félagsins, en finnst þjónust-
an um borð vera góð.
Farþegi skrifar:
Undanfarin tvö ár hef ég ferðast
talsvert mikið með Flugleiðum.
Kunni ég vel viö félagið í byrjun
en því oftar sem ég flýg með félag-
inu því óánægðari verð ég með
ýmis atriði er því viðkemur.
Vil ég í fyrsta lagi nefna seinkun
á fluginu. Eg man vart eftir að hafa
nokkurn tíma farið í loftið á réttum
tima. Geri ég mér fulla grein fyrir
að ekki er alltaf við félagið að sak-
ast í þeim efnum, en stundum
grunar mann að um hreint skipu-
lagsleysi sé að ræða.
I öðru lagi eru þrengslin shk í
vélunum að hrein martröð er að
þurfa að fljúga í allt að fimm tíma
allur í keng. Er mér hreint ómögu-
legt að skilja hvernig hávaxnir
menn og þykkir um miðjuna geta
lifaö ferðina af. (Þeir fljúga ef til
vili allir á Saga Class). Er ekki of
djúpt í árina tekið þótt sagt sé að
farþegar séu eins og sfid í tunnu.
Hreint er það óþolandi að ef næsti
maður fyrir framan hallar bakinu
aftur þá skuh maður vera neyddur
til þess að rétta úr löppunum undir
sætið því annars kremjast hnén.
Ekki skal minnst á Flugleiðir án
þess að minnast á fargjöldin. Þykir
manni það heldur súrt í broti aö
þúrfa aö líða fyrir það að vera ís-
lendingur og þurfa að reiða sig á
félagið til aö komast vestur um
haf. Nógu dýrt er að fljúga þó að
maður sé ekki Mka að greiða fyrir
fargjald erlendra ferðafélaga sinna
eins og virðist vera raunin. Veit ég
af eigin reynslu að margir útlend-
inganna borga jafnvel aðeins einn
þriðja af því sém ódýrasta fargjald-
ið er á miMi íslands og New York,
báðar leiðir. Það sem manni þykir
þó enn verra er að útlendingarnir
fljúga lengri leið, þ.e. frá Lúxem-
borg til New York fyrir lægra far-
gjald.
Einnig hef ég orðið vör við það á
ferðum mínum að erlendir ferða-
menn fá betri þjónustu um borð en
íslendingar. Er oft sem Mtið sé á
íslendingana sem annars flokks
farþega þótt ekki ætti það að vera
raunin.
Ekki er flugfélagiö þó alvont því
yfirleitt eru flugfreyjurnar og
-þjónarnir til fyrirmyndar miðað
við mörg önnur flugfélög. Því verð-
ur svo heldur ekki breytt að þegar
maður stígur upp í Flugleiðavél á
erlendri grundu fmnst manni að
maður sé komin heim.
Höfundur saknar Helgarpóstsins og vill fá annað blaó i sama stil.
Nýtt blað í anda
Helgarpósts
Suður-Afríka:
Réttur frétta-
flutningur
Blaðalesandi hringdi:
Nú þegar nokkur tími er Mðinn síö-
an Helgarpósturinn lagöi upp laup-
ana finnur maður hvað maður sakn-
ar þess blaös. Ég hef alltaf keypt
Helgarpóstinn þegar hann hefur
komiö út og sennilega oft verið einn
af þeim sem hrópaði hæst af hneyksl-
un yfir skrifunum í blaöinu. En oft
var stungið á kýlum í því blaði, sam-
anber Hafskipsmáliö og fleiri mál.
Staðreyndin er sú að þótt maður
væri oft hneykslaður á skrifunum las
maður blaðið af áfergju. Sumum
fréttum tók maöur bara með fyrir-
vara en öðrum hafði maður tilhneig-
ingu til að trúa.
En það er staðreynd að maðurinn
nærist á margs konar kjaftasögum
og hneyksMsmálum eða hefur gaman'
af að lesa um þau og vill því hafa
svona blað áfram. Ég skora því á
menn, sem hafa bolmagn til, að taka
upp merki Helgarpóstsins í nýju
blaði sem skrifað yrði í sama stíl.
Þórarinn Jóhann Jónsson (9415-1090)
skrifar:
Ég vil taka undir orð Gunnars Ey-
þórssonar um málefni Suður-Afríku
í stórmerkri grein hans sem birtist í
DV þann 15. júM síðastMðinn. Hann
bendir á ýmis atriði sem ekki hafa
verið tíunduö í fjölmiðlum hér, svo-
sem það að landnemar Suður-Afríku
hafi ekki tekið landið af svertingjum
og að átök þau sem um er fjallað séu
mun oftar milli ættbálka svartra en
á milM hvítra manna og svartra.
Þá kemur hann inn á enn eitt sem
ekki er minnst á á Vesturlöndum en
þaö er að afkoma svertingja í Suður-
Afríku er mun betri en í öðrum ríkj-
um Afríku. Þetta hef ég persónulega
fengið staðfest af kunningja mínum
sem ferðaðist um þetta svæði fyrir
nokkrum árum. Nú nýlega voru
stofnuð samtök hér á landi sem beita
Þorsteinn M. hringdi:
Ég má til með aö segja nokkur orö
um þau mál sem eru hvað viðkvæm-
ust hvað varðar hag íslendinga hér
á landi. Það eru hvalamál (og sela-
mál) okkar íslendinga, og mótmæM
Greenpeacemanna og áróðursher-
ferð sem byggist á vægast sagt veik-
um rökum. Við veiðum hvali vegna
þess að það eru peningar í þeim veið-
um, margar tegundir eru í sam-
keppni við sjómenn um fiskinn og
auk þess hafa íslenskir fiskifræðing-
ar sannað að stofnar þeir, sem veidd-
ir eru, eru ekki í neinni útrýmingar-
hættu. Greenpeacemenn halda aö
vísu öðru fram, en ég held að íslend-
ingar viti betur.
En þegar samtökin afla sér fylgis
með vafasömum áróðri, þá er rétt að
leiðrétta það. Varöandi hvalveiðar
þá hafa Greenpeace-menn höfðað til
greindar skepnunnar, að það megi
ekki drepa svona greind dýr. Sjávar-
líffræðingar hafa bent á að margar
hvalategundir eru nokkuð greindar,
en aðeins fáar, aðrar tegundir hafa
greind á við hunda eða beljur (sam-
anber viötal við Halldór Ásgrímsson
sér fyrir afnámi kynþáttaaðskilnað-
arstefnunnar og virðist mér að þau
samtök ætli sér að feta í fótspor ann-
arra slíkra samtaka, þ.e. að halda
einungis því á lofti sem kemur þeirra
málstað vel, en „gleyma" öfiu öðru
um þetta málefni. Þetta er svipaður
áróður og Greenpeacesamtökin beita
þegar þau reyna að fá fólk til að halda
að aUir íslendingar stundi hvalveið-
ar.
Af hveiju segja Suður-Afríkusam-
tökin ekki frá því aö Winnie Mand-
ela „hin kúgaða svarta kona“ á
stærsta einbýlishúsið í Soweto og
ekur um á nýjum Audi? Eða því að
Nelson Mandela lærði lögfræði í Suð-
ur-Afríku á þeim tíma er svartir
menn börðust fyrir rétti sínum í
sjálfu heimalandi frelsisins, Banda-
ríkjunum?
í nýjastasjónvarpsvísi Stöðvar 2) og
þau dýr má drepa án þess aö nokkur
skipti sér af. Því fellur þessi röksemd
um sjálfa sig.
„Selimir hafa svo falleg augu,“
segja Greenpeacemenn, og hvernig
geta íslendingar verið svo miklir
vilhmenn að drepa þá? Vita Greenpe-
acemenn ekki að selurinn er eitt
grimmasta rándýr jarðarinnar, og er
eitt af fáum dýrum sem getur ráðist
á bráð sína, bitið úr henni stykki og
skiMð svo eftir til að deyja kvalafull-
um dauðdaga? Og þessi dýr má ekki
drepa, af því ekki em til aðferðir til
að gera kvalastríð þeirra nógu
snöggt. Þeir eru ekki að minnast á
þetta í áróöri sínum.
En því miður, þótt erfitt sé að sætta
sig við það, tekst þessum rakalausu
mönnum að vinna sér fylgjendur,
bæði erlendis og hér á landi, og eru
á góðri leið með að eyðileggja fisk-
markaöi íslendinga erlendis. Við get-
um ekki gengið frá þeirri staðreynd
og því verðum við líklega að láta
svínbeygja okkur til aö hætta a.m.k.
hvalveiðum því of mikið er í húfi.
Flestar hvalategundir hafa ekki greind fram yfir hunda eða kýr, segir sím-
hringjandl.
Rökstuðningur
Greenpeace