Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Qupperneq 29
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
29
Vetuiinn 1988-1989:
- pilsin síkka
Tískan fyrir komandi haust og
vetur veröur Qölbreytt að vanda.
Engrar kúvendingar er að vænta
og raunar spá margir tískusérfræð-
ingar því að tíska komandi árstíða
veröi fremur klassisk. Margir
hverfa á vit liðins tíma og sjá má
áhrifa gæta frá frönsku stjómar-
byltingunni og endurreisnartíman-
um í hönnun sumra tískukóng-
anna. Fatnaðurinn á að vera þægi-
legur þó að eftir sem áður verði
sniöin aðskorin og áhersla veröur
sem fyrr lögö á kvenlegar línur.
Vínrautt og rautt
Litimir taka mið af komandi árs-
Regið hálsmál, hár standkragi og
þrðngar ermar. Margir hönnuöir
spá slíkum samkvæmiskjólum vin-
saeldum í vetur. Þessi kjóll er frá
Lancoanet.
tíðum, lögð er áhersla gráa og
gyllta tóna, vínrautt, rautt, purp-
uralitt, brúnt og aö sjálfsögðu svart
og sumir spá tveedefnum vinsæld-
um.
Christian Lacroix
Christian Lacroix vakti mikla at-
hygli fyrir sumarfatnaö sinn og
hann vekur ekki síður athygli fyrir
haust- og vetrarfatnaðinn. Hann
spáir buxum vaxandi vinsældum
og þá víðum buxum, oft felldum
undir streng eða háum í mittiö með
breiðmn streng. Við þær notar
hann svo gjaman stutta marglita
jakka og kórónar svo allt með hin-
um margvíslegustu höfuðfótum.
Hann notar jafiivel loðhúfur við
finlega silkijakka og risastóra
barðastóra hatta við önnur tæki-
færi.
Yves Saint Laurent leggur höfuð-
áhersluna á jakkana. A sýningu,
sem hann hélt nýlega, sýndi hann
meðal annars yfir tuttugu mismun-
andi afbrigði af smókingjökkum og
vöktu þeir að vonum mikla athygli.
Pilsfaldurinn hjá Saint Laurent
fer síkkandi og raunar virðist það
gilda um flesta hönnuöina. Ein-
staka hönnuður sýnir þó enn stutt
pils en vinsælasta síddin er í kring-
um hnéð. Annars virðist pilsfald-
urinn rokka &á miðjum kálfa og
aðeins upp á læri þó að augljóst sé
aö stuttu pilsin muni ekki pjóta
sömu hylli og þau gerðu í vor og
sumar.
Paco Rabanne sýndi þenn-
an sérstæóa kvöidkjól á
sýnlngu nú nýlega.
Leður og rúskinn
Leður hefur verið áberandi í fatn-
aði undanfarin misseri. Heldur
virðist vera að draga úr vinsældum
þess en þess í stað verður rúskin-
nið vinsælla. Mikið er um að menn
skreyti fatnað sinn með ýmiss kon-
Einn af jökkun-
um hans Yves
St. Laurent
sem vöktu svo
mlkla athygll.
ar skinnbrýddingum, bæði kjóla og
jakka. Hubert de Givency vakti
mikla athygli fyrir utanyfirfatnað
sem hann sýndi og skreytti með
refshausum en slíkt hefur ekki sést
lengi.
Háir standkragar
Mikið ber á mjög hátnn og stórum
standkrögum sem taka mið af
Tískan
Lífsstm
Sigíldardragtír
Enda þótt tírican sé harður hús-
bóndi viröist flest verða leyfilegt í
þeim efnum eftir sem áður. Þó aö
sjá megi hina mismunandi strauma
og stefnur í hönnun tískukónganna
verður það aðalsmerki hvers og
eins að skapa sér sinn eigin stfl.
Sjá má allt frá venjulegum galla-
buxum upp í sígildar dragtir og
raunar virðist lítið vera aö draga
úr vinsældum þeirra. í ár eru þæf^
gjaman með aðskomum, frekar
þröngum jökkum og þröngum pils-
um. Silkiblússur eru vinsælar við
dragtimar og háir skór.
Ýmiss konar stórir eymalokkar
em gjaman notaðir sem fylgihlut-
ir, svo og breið armbönd, hálsfestar
eiga ekki upp á pallborðiö í ár og
raunar sjást þær varla En þegar á
heildina er litið viröist tískain bjóða
upp á endalausa fiölbreytni.
-J.Mar
Christian Lacrolx vakti mikla at-
hygll fyrir haust- og vetrarfatnað
sinn. Hér sýnlr hann buxur sem
eru með brelðum streng en viö
þær er notaður stuttur bólerójakki
og barðastór hattur.
áhrifum frá endurreisnartíman-
um. Flegið hálsmál, háir kragar og
þröngar ermar virðast vera ein-
kunnarorð margra hönnuða i ár -
og á þetta einkum viö um kvöld-
kjólana. Síðir þröngir samkvæmi-
skjólar em áberandi og hafa þeir
ekki átt jafhmiklum vinsældum aö
fagna í mörg ár.
Glæsilegur svartur og hvítur sam-
kvæmiskjóll frá Valentlno.