Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Side 32
32
MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 1988.
Lífestm
Það er ótrúlegt að þessi garður skuli aðeins vera tveggja
ára. Um hönnun garðsins sá Stanislas Bohic.
Flestar plönturnar i garðinum eru hafðar úti allan ársins hring.
Þó getur verið þægilegt að geta sett pottaplöntur inn í garð-
skála á haustin.
í garðinum hennar Guðrúnar Steingrímsdóttur er engin gras-
flöt. Hins vegar er mikið um sjávargrjót, tréstíga og beð inni
á milli. Einnig er þarna mjög mikiðsafn af fallegum steinum.
Þegar garðrækt verður hví ld
- athyglisverður garður skoðaður
Allir verða að hafa einhveija tóm-
stundaiðju. Sumir leita út fyrir heim-
iliö í þeim tilgangi. Aðrir 'finna sér
einhvað að gera heima við - og reyna
að njóta sem mest samvista við heim-
ilisfólk sitt.
Guðrún Steingrímsdóttir og maður
hennar, Árni Gislason, fengu fyrir
tveimur árum garðhönnuö til að út-
færa garðinn fyrir sig við einbýlishús
þeirra í Fossvoginum. Garðurinn
fékk fyrir skömmu viðurkenningu
fyrir fegurð. Guðrún hefur ræktað
og gróöursett allar plöntur í garðin-
um sjálf. Hún segir það mjög gefandi
og afslappandi að hugsa um garðinn.
Það sé góð hvíld í því að stússast og
nostra við gróöurinn.
Að notagildið sé sem mest
Garðurinn er hannaður með það
fyrir augum að notagildið sé sem
mest. Grasflöt er þarna engin. Hins
vegar er mest áherla lögð á stór gróð-
urbeð, möl með gangstíg úr tré og
trépalisverönd setur einnig fallegan
svip á heildarútlit.
Hönnuður garðsins er Stanislas
Bohic en Hafberg Þórisson vann
undirbúning fyrir gróðursetningu.
Guðrún hefur sjálf útvegað plöntur
og gróðursett. Einnig eru þama ýms-
ar skreytingar sem hún hefur náð í
á gönguferðum utan höfuðborgar-
innar.
Útivistarsvæðið í garðinum er
vert í sólinni og verður þar af leið-
andi ekki eins kalt fyrir gróðurinn.
Plönturnar fá stundum lítilsháttar
áfall, þegar hlýtt er, ef þær eru vökv-
aðar mikið og með köldu vatni. Það
verður líka til þess að jarðvegurinn
verður of þéttur í sér.“
Við lækinn er nokkuð stór bjarn-
arkló (hvönn). Plantan er um 4ra ára
gömul. Þessi tegund vex nokkuð
hratt ög nokkuð auðvelt er að verða
sér úti um hana hér á landi. Af öðram
óalgengum garðplöntum þama má
nefna berberistré og hengivíði sem
hefur drúpandi greinahaf.
Meira um nýjar tegundir
hér á landi
„Aðstandendur gróðrarstöðva era
farnir að hugsa meira um að bjóða
nýjar tegundir af plöntum," segir
Guðrún. „Áhugafólk um garðrækt,
eins og ég, notfærir sér þetta óspart.
í þessu sambandi má nefna tegundir
sem áður vora aðeins taldar standa
sig innanhúss. Annað hefur komið á
daginn með margar plöntutegundir.
Að vísu þarf að pakka mörgum teg-
undum inn á vetuma, í striga eða
þvíumlíkt.
- Hefur þú þá prófað þig áfram?
„Já, og það verða stundum einhver
áföll. Einhveiju verður að fórna. En
garðurinn borgar aftur á móti alltaf
ríkulega fyrir sig. Margar plöntuteg-
undir finnur maður sjálfur úti í
náttúrunni, að ekki sé talað um
steinana".
I garðinum hefur verið haganlega
komið fyrir steinasafni ef grannt er
skoðað. Á milli leynast hraunsteinar,
m.a. götóttir. „Þetta er skúlptúr
náttúrunnar. Það þarf ekki að fara
langt út fyrir bæinn til þess að verða
sér úti um fallega hluti í garðinn.
Hér hef ég t.d. seli. Þetta era steinar
sem era í lagi eins og selir. Svo setti
ég bara tennur á þá.“
Læt ekki garðinn ráða yfir mér
- Hversu mikillar vinnu krefst gróð-
urræktun eins og þessi?
„Það má segja að við látum ekki
garðinn ráða yfir okkur. Við ráðum
yfir honum. Við bregðum okkur yfir-
leitt í burtu um helgar og í vor t.d.
fóram við í burtu í 12 daga. Garð-
rækt sem þessari fylgir sífelld yfir-
ferð. Það er þó ékíú vegna kvaðar
heldur af því hreinlega hve gott er
að slappa af við að hugsa um plönt-
urnar.
Ég vökva garðinn ákaflega lítið úti
við. í garðskálanum er aftur meira
vökvað. Það er mjög gott að hafa
hann á veturna því þá set ég potta-
plöntur inn sem ekki þola vetrar-
kuldann."
Það var auðséð á þessari konu að
garðurinn veitir henni mikla
ánægju. Hún hvílist á daglegu amstri
innan um áhugamál sitt - plönturnar
og garðinn.
-ÓTT.
hannaö með umferð í huga. Heimilis-
krókurinn er staðsettur bakatil, þar
sem heitur pottur er. Við aö ganga
um þennan garð er erfitt að ímynda
sér að hann sé aðeins tveggja ára
gamall. Gróðursældin og fegurðin er
slík að það er augljóst að þarna hefur
vel verið staðið að verki við ræktun.
Þetta er hlýlegt og Guðrún segir að
vinna við plöntur og beð sé ekki ýkja
mikil sé garðurinn vel undirbúinn á
vorin. Hins vegar segist hún sífellt
ganga um, yfirfara og athuga plönt-
umar.
Lækur tifar létt...
... um máða steina, já, sú er raunin
í garði Guðrúnar og Áma. Það er
eins og að vera staddur í sveitinni
að heyra lækjamið í garðinum.
Hringrás vatnsins er búin til með
rafmagnsdælu sem er kveikt og
slökkt á innanhúss. Umgjörð lækjar-
ins eða tjarnarinnar er gerð úr svip-
miklu stuðlabergi. Ef vel er leitað er
vel hægt að verða sér úti um slíkt.
Þetta er ekki algeng sjón í görðum
hér á landi, en fallegt engu að síður.
„Ég tek nú stundum vatn úr lækn-
um og vökva með því. Það geri ég
ef vatnið hefur ekki verið á hreyfingu
í nokkum tíma. Þá volgnar það tölu-
Heimilið
Stuðlaberg er mjög fallegt sem umhverfi lækjar í garðinum. Rafmagnsdæla gerir hringrás vatnsins mögulega. Guðrún tekur stundum vatn úr læknum og vökvar ef dælan hefur ekki verið í
gangi. Þannig volgnar vatnið og er betra fyrir gróðurinn. DV-myndir GVA