Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1988, Side 35
FIMMTUDAG.UR 4. ÁGÚST 1988. 35 Fólk í fréttum Haukur Gunnarsson Haukur Gunnarsson setti heims- met í 400 metra hlaupi'á timanum 61,0116. júlí á opna þýska meistara- móti fatlaðra. Haukur er fæddur 20. október 1966 í Reykjavík og æfði knattspyrnu með Leikni í Breiðholti 1973-1980. Hann hefur æft með íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og nágrenni frá 1981, fyrst boccia og sund og frjálsar íþróttir frá 1983. Haukur varð íslandsmeistari í sveitakeppni og einliðaleik í boccia 1985-1988 og varð í þriðja sæti í sveitakeppni í boccia á Norður- landamótinu 1988. Hann vann þijú gull, í 100 og 400 metra hlaupi og kúluvarpi, á Norðurlandamóti barna og unghnga 1983. Haukur vann bronsverðlaun í 200 og 400 metra hlaupi á ólympíuleikum fatl- aðra í New York 1984 og varð annar á Evrópumeistaramótinu í Ant- werpen í Belgíu í 100 og 400 metra hlaupi 1985. Hann vann bronsverð- laun á heimsleikum fatlaðra í Gautaborg 1986 og gullverölaun í 100,200 og 400 metra hlaupum á heimsmeistaramóti félagshða í Wrexham í Wales 1987 og kosinn afreksmaður mótsins. Haukur setti heimsmet í 100 metra hlaupi á tím- anum 12,86 á íslandsmeistaramóti fatlaðra á Akureyri 21. ágúst 1987 og vann guhverölaun í 60 og 200 metra hlaupum á alþjóðlegu íþrótta- móti fatlaðra í Stokkhólmi 31. októb- er 1987. Systkini Hauks eru, Helgi Tómas, f. 5. desember 1969, Gunnar Þór, f. 24. ágúst 1975, og Kristín Wium, f. 24. ágúst 1975. Foreldrar Hauks eru, Gunnar Hauksson, skrifstofumaður hjá ESSO, og kona hans, Sigríður Krist- insdóttir, aðstoöarmaður sjúkra- þjálfara. Gunnar er sonur Hauks, pípulagningamanns í Rvík, Jóns- sonar. Móöir Hauks var Solveig Ól- afsdóttir, b. á Tindsstööum á Kjalar- nesi, Hahdórssonar, b. á Tindsstöö- um, Bjarnasonar, b. á Tindsstöðum, Halldórssonar, bróður Tómasar, afa Tómasar Guömundssonar skálds. Móðir Solveigar var Ragnhhdur Ásmundardóttir, b. á Vallá á Kjalar- nesi, Þórhallasonar, bróður Hall- gerðar, langömmu Gríms, fóður Ól- afs Ragnars. Móðir Ragnhildar var Svanborg Oddsdóttir, systir Odds, afa Jósefs, afa Gunnars J. Friðriks- sonar og Gunnars Eyjólfssonar skátahöfðingja. Móðir Gunnars var Bára Skæringsdóttir, b. á Felli í Mosfellssveit, Hróbjartssonar, b. á Rauðafelh undir Eyjafjöllum, Pét- urssonar. Móðir Skærings var Sol- veig Pálsdóttir. Móðir Solveigar var Þorgerður Jónsdóttir, systir Guö- rúnar, langömmu Sigurðar, afa Þor- steins Pálssonar. Móðir Báru var Gíslína Einarsdóttir, söngs hús- manns í Hafnarfirði, Sigurðssonar, vinnumanns i Grímsbæ í Rvík, bróöur Steinunnar, langömmu Þor- steins, fööur Víglundar, formanns Félags íslenskra iðnrekanda. Sig- urður var sonur Þorkels, b. í Gjá- húsum í Grindavík, Valdasonar, og konu hans, Þórunnar Álfsdóttur, b. í Tungu í Flóa, Arasonar, b. á Eystri-Loftsstöðum, Bergssonar, b. í Brattsholti, Sturlaugssonar, ætt- föður Bergsættarinnar. Sigríður er dóttir Kristins Wium, bifreiðastjóra í Rvík, Vilhjálmsson- ar, vörubílstjóra í Rvík, Stefánsson- ar, b. í Suðurkoti í Grímsnesi, Jóns- sonar. Móðir Kristins var Sigríður Hansvíumsdóttir, b. á Keldunúpi á Síðu, Jónssonar, b. á Uppsölum í Landbroti, Pálssonar, b. á Hnappa- völlum í Öræfum, Jónssonar, bróð- ur Einars, langafa Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Móðir Hans Víums var Ragnhildur Bjamadóttir, b. í Mörk á Síðu, Jónssonar, b. á Núpsstað í Fljótshverfi, Bjarnason- ar, bróður Eiríks, langafa Karítasar, móður Jóhannesar Kjarvals. Móðir Sigríðar er Helga Ágústs- dóttir, verkamanns í Rvík, Jónsson- ar, b. í Vogakoti í Álftaneshreppi, Jónssonar. Móðir Jóns var Þorbjörg Bergþórsdóttir, b. á Sámsstööum í Hvítársíðu, Ólafssonar, ogÞor- Haukur Gunnarsson. bjargar Böðvarsdóttur, systur Jóns, afa Björns, afa Björns Bjarnasonar aðstoðarritstjóra og Markúsar Am- ar Antonssonar útvarpsstjóra. Móð- ir Ágústs var Guðbjörg Herjólfs- dóttir, b. í Flekkuvík, Herjólfssonar, bróður Kjartans, langafa Margrétar Guðnadóttur prófessors. Móðir Ágústs var Þórdís Kristjánsdóttir, húsmanns í Ólafsvík, Halldórsson- ar. Afmæli Rafn A. Pétursson Rafn Alexander Pétursson, fv. framkvæmdastjóri, Vahargötu 19, Keflavík, er sjötugur í dag. Rafn fæddist í Bakkakoti í Skaga- firði. Hann nam skipasmíði hjá Nóa Kristjánssyni, bátasmið á Akureyri. Rafn hóf störf í Innri-Njarðvík árið 1946 við fyrirtæki Eggerts Jónsson- ar frá Nautabúi, fyrst við skipa- smíðastöð Eggerts og síðan sem yfir- verkstjóri í frystihúsi hans. Rafn hefur ætíð síðan starfaö að fiskvinnslu, ýmist sem fram- kvæmdastjóri eða verkstjóri. Hann var með þeim fyrstu sem hófu út- flutning á ferskum fiski með flug- vélum en það var árið 1969. Rafn hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann sat í hreppsnefnd Njarðvíkur- hrepps; var bæjarstjóri Akraness; sat í hreppsnefnd Flateyrar og var oddviti Flateyrar og varaþingmaður Vestfirðinga. Rafn hefur ætíð látið málefni sjávarútvegs og fiskvinnslu til sín taka en hann sat um tíma í stjórn Sölumiöstöðvar hraðfrysti- húsanna og var einn af hvatamönn- 90 ára Guðrún Vilmundurdóttir, Heiöarbrún 1, Keflavík. 85 ára_________________ Sigurbjörg Jónsdóttir, Lyngholti 14E, Akureyri. Aöalheiður Sigurðardóttir, Kleppsvegi 118, Reykjavík. 80 ára__________________________ Laufey Sœmundsdóttir, Bústaöavegi 83, Reykjavík. Jóhanna Eiríksdóttir, Sólvallagötu 72, Reykjavík. Guðrún Magnúsdóttir, Skólavegi 5, Keflavík. Hildur Eiriksdóttir, Sæbergi 17, Breiðdalshreppi. Birgir A. Birgir Aðalsteinn Jónsson veit- ingamaður, Ægisíðu 56, Reykjavík, erfertugurídag. Birgir fæddist á Siglufirði og ólst þar upp í foreldrahúsum til fjórtán ára aldurs en þá flutti fjöldskyldan th Reykjavíkur. Hann hóf nám í matreiðslu fimmtán ára á Hótel Loftleiðum, en fyrir sextán árum opnaði hann veitingahúsið Halta hanann sem hann síðan breytti í Gullna hanann fyrir flmm árum. Birgir er kvæntur Steinunni M. Pétursdóttur og eiga þau fimm börn. Þau eru: Sigurveig, f. 17.7.1969; Snjólaug, f. 13.4.1974; Sigurpála María, f. 11.11.1975; Shja Ósk, f. um að stofnun Umbúðamiðstöðvar- innar hf., auk þess sem hann sat í stjórn hennar í upphafi. Rafn kvæntist 19.10.1946 Kristínu Júlíusdóttur, f. 30.5.1926. Foreldrar hennar voru Júlíus Vigfússon, verkamaöur í Njarðvík, og kona hans, Guðfinna Magnúsdóttir. Böm Rafns eru: Bergljót, gift Birni Einarssyni; Júlíus, kvæntur Guð- rúnu Gísladóttur; Pétur, kvæntur Guðríði Friðriksdóttur; Kjartan, kvæntur Sólveigu Einarsdóttur; Auður, gift Júlíusi Bjamasyni; og Dröfn, gift Sigurði Sævarssyni. Rafn á ellufu systur. Þær eru: Guörún, gift Guðgeiri Ólafssyni prentara; Dagbjört, gift Jóhanni Kristjánssyni lögregluvarðstjóra; Björg; Elínborg; Guðný, gift Ragnari Ágústssyni skipstjóra; Olga; Ingi- björg, gift Jakobi Sigurðssyni skrif- stofustjóra; Ingigerður, gift Sig- mundi Magnússyni, b. á Vindheim- um; Edda, gift Raymond Le May; Hrafnhhdur, ekkja Péturs Pálma- sonar verkfræðings; ogBrynja, gift Guðmundi Ólafssyni flugmanni. 75 ára_______________________ Sigriður Steinunn Jónsdóttir frá Þingeyri, Skúlagötu 78, Reykjavík. 70 ára__________________ ÓUna Halldórsdóttir, Borg, Borgarfjarðarhreppi. 60 ára_____________________.______ Birna Þorbjörnsdóttir, Hvammstangabraut 20, Hvammstanga. Kolbeinn Guöjónsson, Álfheimum 48, Reykjavlk. Guðrún Guðmundsdóttir, Bræðraborgarstíg 26, Reykjavík. 50 ára________________________ Steinunn Þorleifsdóttir, Meðalfelli, Kjósahreppi. Hermann Hjartarson, Lækjartúni 6, Hólmavík. Jónsson 21.11.1982; og Pétur Örn, f. 23.11. 1984. Birgir á tvö önnur börn. Þau eru: Kristbjörg, f. 15.8.1966, gift David F. Cruse; ogÁrni, f. 13.5.1970. Birgir á fjögur systkini. Þau eru: Elísabet, gift Sverri Sigþórssyni; Hörður, kvæntur Bryndísi Sigurð- ardóttur; Lilja, gift Júlíusi Sigurðs- syni; og Tómas, giftur Guörúnu Jónsdóttur. Foreldrar Birgis eru: Jón Þ. Sig- urðsson og Sigurpála Jóhannsdótt- ir, sem látin er fyrir allmörgum árum. Móðurforeldrar Birgis voru Tóm- assína Þorsteinsdóttir og Jóhann Rafn Alexander Pétursson. Foreldrar Rafns voru Pétur Jóns- son, sláturhússtjóri á Sauðárkróki, og kona hans, Ólafía Sigurðardóttir. Pétur var sonur Jóns Jónssonar, b. á Kimbastöðum í Borgarsveit í Skagafirði, og konu hans, Guðrúnar Eggertsdóttur, b. á Skefhsstöðum á Skaga, Þorvaldssonar. Ólafía var dóttir Sigurðar Ólafssonar og Dag- bjartar Jónsdóttur frá Dýrafirði. Rafn verður aö heiman á afmælis- daginn en tekur á móti gestum í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík laug- ardaginn 6.8. frá klukkan 15-18. Jónas Jóhannsson, Stakkholti 3, Reykjavfk. Axel Henry Bender, Goðalandi 4, Reykjavik. Edda Júlíusdóttir, Furugrund 38, Akranesi. Guðjón Björnsson, Bleiksárhlíð 58, Eskifirðl 40 ára________________________ Magnea Halldórsdóttir, Hraunsvegi 3, Njarðvikum. Gunnar Bergmann Amkelsson, Eyrargötu 1A, Eyrarbakka. Bjarni Kjartansson, Hjallabraut 2, Hafnarfiröi. Hrcfna Hreiðarsdóttir, Freyvangi, Öngulstaðahreppl Eva Karen Marteinsdóttir, Ægisstíg 5, Sauðárkróki. Sigríður Þorvarðardóttir, Kiapparstíg 44, Reykjavík. Hcrdís Þórðardóttir, Stórateigi 26, Mosfellsbæ. Marteinn Eberhardtsson, Dalseli 35, Reykjavík. Birgir Aðalsteinn Jónsson. Hallgrímsson frá Akureyri. Föður- foreldrar Birgis voru Elísabet Jóns- dóttir og Sigurður Guömundsson fráHnífsdal. Sigurður Kr. Sigurður Kr. Sigurösson vélstjóri, th heimihs að Suðurvangi 2, Hafnar- firði, er sjötíu og fimm ára í dag. Sigurður fæddist á ísafirði og ólst þar upp. Hann hóf sjómennsku sautján ára og hefur stundað hana nær óslitið aha tíð. Bæði sem kynd- ari á togurum og síðan vélstjóri á mihilandaskipum. Síðustu ár sín til sjós var Sigurður á skipum Land- helgisgæslunnar en hjá þeirri stofn- un hefur hann verið vaktmaöur sl. sjö ár. Siguröur kvæntist Þórunni Dag- björtu Sigurðardóttur frá Hafnar- firði en hún lést 1964. Foreldrar hennar voru Siguröur Jónsson, lóðs í Hafnarfirði, og Þórólína Þórðar- dóttir frá Miðhúsum á Reykjanesi. Sigurður og Þórunn eignuðust íjögur böm sem öh eru búsett í Hafnarfirði. Þau eru: Hilmar aug- lýsingateiknari, kvæntur Hildi- gunni Ólafsdóttur hjúkrunarfræð- ingi, en þau eiga fjögur böm; Sigþór Jón kerfisfræðingur, kvæntur Jón- ínu Michaelsdóttur, aðstoöarmanni forsætisráðherra, en þau eiga þrjú börn; Þórður matreiðslumeistari, kvæntur Eddu Gunnarsdóttur hjúk- runarfræöingi, en þau eiga þrjá Sigurðsson Sigurður Kr. Sigurðsson. syni; og Sigrún Dagbjört húsmóðir, gift Jóhannesi Benediktssyni prent- ara, en þau eiga þrjú börn. Foreldrar Sigurðar voru Sigurður Kristján Sigurösson frá Tungu í Skutulsfirði og Kristín Helga Jens- dóttir frá Ghdrunesi við sama fjörö. Siguröur tekur á móti gestum á heimih sonar síns að Smárahvammi 18, Hafnarfirði, mihi klukkan 17 og 19ídag. Ágúst Guðnason Ágúst Guönason, Selnesi 36, Breiðdalsvík, er sjötugur í dag. Ágúst er fæddur á Randversstöðum í Breiðdal og ólst þar upp. Hann var b. á Streiti í Breiðdal 1947-1974 og hefur unnið við fiskvinnslustörf í Hraðfrystihúsinu á Breiðdalsvík frá 1974. Kona Ágústs er Sigurbjörg Einarsdóttur, f. 25. júní 1921, frá Eskifirði, fiskvinnslukona. Börn Ágústs og Sigurbjargar eru Heiðrún Björk og Einþóra Guðný, er létust í æsku; Unnur Aðalheiður, f. 30. maí 1950, gift Herði Þór Benediktssyni, rafmagnsverkfræðingi í Rvík, og eiga þau tvö börn og Hjörtur Þór, f. 13. nóvember 1952, vörubílstjóri á Breiödalsvík, kvæntur Jóhönnu Guðmundsdóttur og eiga þau tvo syni. Fóstursynir Ágústs eru Brypj- arlfjelm, sendibílstjóri í Keflavík, kvæntur Kristrúnu Jónsdóttur, og Sigmar Hjelm, trésmiður í Svíþjóð, kvæntur Ingunni Aðalsteinsdóttur. Bræður Ágústs eru Guðbrandur, f. 15. ágúst 1911, er lést ungur, og Ehs, f. 16. júní 1916, fyrrv. b. á Rand- versstöðum, kvæntur Valborgu Guömundsdóttur frá Reyðarfirði. Bróöir Ágústs, sammæðra, er Hö- skuldur Ottó Guðmundsson, f. 9. október 1910, fyrrv. verkamaður í Rvík, kvæntur Ingibjörgu Valdi- marsdóttur. Foreldrar Ágústs voru Guðni Árnason, b. á Randversstöðum, og AgústGuðnason. kona hans, Sigríður Jónsdóttir. Guöni var sonur Árna Friðriksson- ar. Móðir Árna var Guöný Áma- dóttir, b. á Kappeyri í Fáskrúðs- firði, Steianssonar, b. í Litla-Sand- fehi, Magnússonar, ættföður Sand- fehsættarinnar. Sigríöur var dóttir Jóns, b. á Þverhamri í Breiödal, Erlendssonar og konu hans, Þórdís- ar Höskuldsdóttur, b. á Þverhamri, Bjarnasonar. Móðir Þórdísar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Skriðu í Breiðdal, Gunnlaugssonar. Móðir Jóns var Oddný Erlendsdóttir, b. á Ásunnarstöðum í Breiðdal, Bjama- sonar, ættfóður Ásunnarstaðaætt- arinnar. Ágúst tekur á móti gestum á heimili dóttur sinnar, Heiðarási 28 í Rvík, síðdegis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.