Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Síða 9
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988.
9
Munurinn á Bush
og Dukakis
Utlönd
George Bush virðist njóta meira fylgis meöal bandarísku þjóðarinnar í
öllum málaflokkum. Kjósendur treysta honum betur.
Símamynd Reuter
Þrátt fyrir að útiitið sé allt annað en bjart hjá Michael Dukakis hefur hann neitað að játa sig sigraðan.
Simamynd Reuter
„Dukakis, frambjóðandi demó-
krata, og Bush, frambjóðandi repú-
blikana, geta báðir talist miðju-
menn innan síns flokks. í raun seg-
ir,það sáralítið um stjómmálaskoð-
anir beggja. Stjómmálaflokkamir
tveir í Bandaríkjunum, Demó-
krataflokkurinn og Repúblikana-
flokkurinn, hafa færst í sitt hvora
áttina síðustu árin. Undir stjóm
Ronalds Reagan forseta hafa repú-
blikanar færst eilítið til hægri á
væng stjómmálanna og um leið
hafa demókratar hallast lítið eitt í
hina áttina.
Helsti munurinn
í varnarmálum
Helsti munur þeirra Bush og Duk-
akis er í vamarmálum. Dukakis er
hlynntur niðurskurði framiaga til
vamarmála en Bush mótfallinn.
Dukakis telur einnig að tími sé
kominn til áherslubreytinga í vam-
armálum, frá kjamorkuvopnum til
hefðbundinna vopna. Hann telur að
umbótastefna Michaels Gorbatsjov
Sovétleiðtoga í efiiahags- og stjóm-
málum kalh á frekari fækkun
kjamorkuvopna og að eðliiegt sé í
kjölfar þess að treysta vamir
Bandaríkjanna með eflingu hefð-
bundinna vopna.
Dukakis segir einnig að þjóðin
hafi ekki efni á að veija milljörðum
doliara til ýmissa vopnakerfa, svo
sem Midgetman-flauganna, MX-
flauganna og geimvamaáætlunar-
innar. Hann hefur þó sagst styðja
frekari rannsóknir á geimvamaá-
ætluninni að takmörkuðu leyti.
Bush virðist treysta Sovétmönn-
um varlega. Þó að hann hafi, likt
og Dukakis, fagnað afvopnunarsátt-
mála stórveldanna er hann afar
mótfallinn niðurskurði til varnar-
mála. Demókratar hafa haldið því
fram í hálfkæringi að Bush hafi
aldrei heyrt um nokkurt vopnakerfi
sem hann sé mótfallinn. Og Bush
hefur átt erfitt með að segja hvar
hann myndi bera niður í niður-
skurði firamlaga til vamarmála til
að rétta við fjárlagahalla ríkissjóðs.
Bush vilí herstyrk
Bush segir nauðsynlegt að við-
halda hemaðarstyrk Bandaríkj-
anna gagnvart Sovétríkjunum til
að tryggja áframhaldandi frið.
Hann hafnar því einnig að íjárfrek-
ara sé að styðjast við kjamorku-
vopn við vamir landsins en hefð-
bundin vopn. Margir sérfræðingar
styðja það sjónarmið.
Meirihluti kjósenda virðist telja
að Bush muni frekar viðhalda
hemaðamrætti Bandaríkjanna en
Dukakis. Samkvæmt niðurstöðum
nýrrar skoðanakönnunar tímarits-
ins Time telja 65 prósent aðspurðra
Bush líklegri til að viðhalda sterk-
um vömum landsins á móti 22 pró-
sentum sem kváðu Dukakis lík-
legri.
I utanríkismálum kveðst Bush
munu fylgja stefnu Reagans for-
seta. Hann kveðst munu taka harð-
ar á mannréttindabrotum komm-
únistaríkja en forsetinn en að öðm
leyti virðist hann reiðubúinn til að
halda starfi núverandi stjórnar
áfram.
Nicaragua ágreiningsefni
Helsti ásteytingarsteinn fram-
bjóðendanna er áframhaldandi
stuðningur við kontraskæruliðana
í Nicaragua. Dukakis hefur for-
dæmt þann stuðning en Bush er
honum hlynntur.
Dukakis kveðst hlynntur friðará-
ætlun Oscars Areas, forseta Costa
Rica, um frið í Miðameríku.
Reynsluleysi Dukakis í utanríkis-
málum hefur komið honum í koll
í þessari kosningabaráttu, sam-
kvæmt skoðanakönnun Time. í
könnuninni kváöust 60 prósent að-
spurðra telja að Bush væri hæfari
til aö fást við Sovétríkin. Tæplega
flórðungur kvaðst telja Dukakis
hæfari.
Ósammála um efnahagsmál
í efnahagsmálum kveðst Bush
munu framfylgja stefnu Reagans.
Dukakis hefur aftur á móti harð-
lega gagnrýnt stefnu núverandi
stjómar í efnahagsmálum. Hinar
róttæku skattkerfisbreytingar
Reagans árið 1981 lögðu gmnninn
að efnahagsstefnu hans. Hagvöxtur
hefur haldist nokkuð stöðugur síð-
astliðin sex ár. Verðbólga hefur
haldist viðráðanleg í átta ár og at-
vinnuleysi er hið lægsta í rúman
áratug.
Bush leggur til „sveigjanlega
frystingu" á útgjöldum ríkisins.
Hann hefur heitið auknum fram-
lögum til margra félagslegra mál-
efna án þess að segja hvaðan þeir
peningar ættu að koma.
Dukakis hefur einnig heitið að
vernda almannatryggingar gegn
niðurskurði sem og auknum fjár-
framlögum til félagsmála. Hann
leggur til harðari aðgerðir gegn
skattsvikum og niðurskurö á fram-
lögum til vamarmála.
Bush vill hallalausfjárlög
Annað málefni, sem frambjóð-
endurnir eru ósammála um, eru
hallalaus fjárlög. Bush er hlynntur
því að ákvæði um hallalaus fjárlög
verði bundin í stjórnarskrána en
Dukakis er því mótfallinn.
í efnahagsmálum virðist Bush
njóta meira trausts almennings en
Dukakis. í könnun tímaritsins
Time töldu 55% Bush hæfari til að
viðhalda áframhaldandi vexti í
efnahagslifinu en 33% töldu Duk-
akis hæfari. Rúmlega helmingur
taldi Bush einnig hæfari til aö
halda verðbólgunni viðráðanlegri,
51% á móti 29%, og 40% kváðust
telja Bush hæfari til að minnka
fjárlagahallann.
Eitt áhrifamesta kosningamálið í
Bandaríkjunum er hin gífurlega
aukning fikniefnanotkunar.
Bush hefur lagt til að eiturlyfja-
neytendur verði fangelsaðir og eit-
urlyfjabarónar fái dauðadóma.
Hann hefur einnig lagst gegn
samningaviðræðum við Manuel
Noriega, hershöfðingja í Panama,
sem fundinn var sekur um fíkni-
efnasmygl til Bandaríkjanna. Duk-
akis hefur harðlega gagnrýnt allar
samningaviðræður við Noriega og
leggur til að refsiaðgerðum verði
beitt gegn ríkjum sem rækta og
flytja út fikniefni.
Dukakis andvígur
dauðadómum
Dukakis er andvigur dauðadóm-
um en lofar harðari refsingum við
fíkniefnasölu og -neyslu.
Samkvæmt niðurstöðum fyrr-
nefndrar skoðanakönnunar telja
fleiri Bandaríkjamenn Bush hæfari
til aö berjast gegn aukinni fíkni-
efnaneyslu. Alls lýstu 43% kjós-
enda trausti sínu á Bush í þessum
efnum en 36% treysta Dukakis.
Hvað varðar baráttuna gegn glæp-
um töldu 49% Bush hæfari til að
fást við aukna glæpatíðni en 32%
töldu Dukakis hæfari.
í öðrum málum skilur margt þá
Bush og Dukakis að. Bush er and-
vigur fóstureyðingum og kostaði
sú afstaða hann stuðning kvenna
fyrr í kosningabaráttunni. En þrátt
fyrir að Dukakis styðji rétt kvenna
til fóstureyðinga og styðji ennfrem-
ur opinbera fjármögnun fóstureyð-
inga hefur hið mikla forskot hans
meðal kvenna, allt að 26% á tíma-
bih, hraðminnkaö. Fylgi frambjóð-
endanna meðal kvenna er nú nær
jafnt.
í heilsugæslumálum hefur hvor-
ugur frambjóðendanna neina alls-
heijar lausn.
Dukakis hefur lagt til að vinnu-
veitendur verði lögum samkvæmt
að veita starfsmönnum sínum
sjúkratryggingu. Hann undirritaði
slík lög í Massachusetts ríki þar
sem hann er ríkisstjóri. Gagnrýn-
endur Dukakis segja að slíkt gæti
gert minni fyrirtæki gjaldþrota. Að
auki gagnast tillaga Dukakis ekki
fimmtán milljónum atvinnulausra
Bandaríkjamanna.
Bush leggur til að þeim sem ekki
hafa sjúkratryggingu verði gert
kleift að „kaupa sig“ inn í trygg-
ingasamtök láglaunafólks.
Ágreiningur um bænahald
í skólum
Það sem hefur tryggt fylgi Bush
meðal eldri kjósenda er afstaða
hans til bænahalds í ríkisreknum
bamaskólum. Bush styður bæna-
hald en Dukakis er andvígur því á
grundvelli aðskilnaðar ríkis og
kirkju. Bush styöur einnig tillögu
um að skólabörn fari með hollustu-
eið við þjóðfánann í byrjun hvers
skóladags en Dukakis er þvi mót-
fallinn. Þessi tvö atriði höfða til
eldri Bandaríkjamanna og að sumu
leyti til kvenna.
Miðað við fylgi frambjóðendanna
í skoðanakönnunum em miklar
líkur á sigri Bush. Dukakis hefur
hins vegar unnið á síðustu daga og
virðist ekki á því að lýsa sig sigrað-
an. Báðir hafa lofað kjósendum öllu
fógru eins og er vani stjórnmála-
manna í kosningabaráttu.