Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Síða 25
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988.
41
Afmæli
Sigurgeir Jónasson
Sigurgeir Jónasson bryti, til heimil-
is að Mánabraut 8, Kópavogi, er sex-
tugurídag.
Sigurgeir fæddist að Hólabrekku
í Miðneshreppi og ólst upp á Garðs-
skaga í Gerðahreppi. Að loknu
gagnfræðapróíi var hann um
tveggja ára skeið á togurunum
Snorra goða og Hilmari gamla.
Hann lærði matreiðslu á Hótel Borg
og Restaurant Viviéx í Kaupmanna-
höfn 1945-A8 og lauk meistaraprófi
1955.
Sigurgeir starfaði hjá Eimskipafé-
lagi íslands frá 1948-54, var eigandi
veitingastaðarins Silfurtunglsins
við Snorrabraut frá 1954-63 og sigldi
á ms. Esju og fleiri skipum til 1971.
Frá 1971-76 sá hann um rekstur
mötuneytis stúdenta í Reykjavík en
síðan 1976 hefur hann verið bryti
hjá Eimskipafélagi íslands.
Kona Sigurgeirs er Margrét
Bjömsdóttir starfsleiðbeinandi, f.
25.2.1930, dóttir Ágústu Hjartar og
Björns M. Bjömssonar.
Börn Sigurgeirs og Margrétar eru
Ágústa Rut ritari, f. 23.6.1950, var
gift Sigurði J. Stefánssyni bifvéla-
virkja, dóttir hennar er Margrét
Hugrún Gústavsdóttir, f. 6.7.1970;
Sigrún Margrét póstfræðingur, f.
9.8.1953, búsett á Suðureyri við Súg-
andafjörð, gift Guðna Albert Einars-
syni skipstjóra, börn þeirra em
Guðný Erla, f. 10.8.1976, Sólveig
Kristín, f. 2.7.1979, og Auður Bima,
f. 3.5.1983; Halla, sjúkrahði í Kópa-
vogi, f. 28.1.1961, sonur hennar er
Emil Örn Sigurðsson. Sambýlis-
maður Höllu var Sigurður Þórisson
trésmiður en er nú Rúnar Gíslason
lögfræðingur.
Sigurgeir átti tvær systur: Sól-
veigu Jóhönnu, f. 5.9.1926. Hún er
búsett í Noregi, gift Linberg Hjálm-
arssyni. Þau eignuðust þrjú börn;
og Erlu Jónasdóttur, f. 14.11.1927,
d. 26.6.1976. Maður hennar var Sigf-
ús Ingimundarson og eignuðust þau
fimmbörn.
Foreldrar Sigurgeirs: Jónas
Bjarni Bjamason byggingameistari,
f. 14.10.1898, og Sigrún Sigurjóns-
dóttir húsmóðir, f. 7.11.1896, d. 9.12.
1974.
Jónas Bjarni var sonur hjónanna
Sólveigar Jónsdóttur frá Kálfholti
og Bjama skútusjómanns í Vallholti
hjá Sandgerði Runólfssonar, b. í
Kólgu og Landakoti í Sandgerði
Runólfssonar, úr Norðurárdal í
Borgarfirði Þorsteinssonar. Runólf-
ur yngri varð úti en hann er sá er
mikið kom við sögu á miðilsfundum
Hafsteins miöils. Móðir hans var
Guðrún Magnúsdóttir úr Melasveit.
Kona Runólfs og móðir Bjarna var
Guðrún Bjarnadóttir, b. á Löndum
á Rosmhvalanesi Bjarnasonar og
konu hans Auðbjargar Guðmunds-
dóttur.
Sigrún móðir Sigurgeirs var dóttir
Sigurjóns b. á Kringlu í Grímsnesi
Gíslasonar á Heimalandi í Flóa
Gunnarssonar. Bróðir Siguijóns
var Stefán héraðslæknir í Mýrdal.
Móðir þeirra var Halla Jónsdóttir á
Galtafelli í Ytrihrepp Bjömssonar í
Vorsabæ á Skeiðum Högnasonar.
Móðir Höllu var Guðrún, systir
Ragnhildar, konu séra Torfa í
Hruna og ömmu Torfhildar Hólm
skáldkonu og séra Richards Torfa-
sonar, afa Þórs þjóðminjavarðar.
Ragnhildur var einmg amma Finns
Guðmundssonar náttúrufræðings.
Sonarsonur Ragnhildar var Guðni
Magnússon á Forsæti í Landeyjum,
afi Brynjólfs Bjamasonar heim-
spekings og fv. ráðherra og langa-
langafa Davíðs Oddssonar borgar-
stjóra. Faðir Guðrúnar og Ragn-
hildar var sr. Guðmundur á Kálfa-
tjörn, Magnússon, prests á Þingvöll-
um Sæmundssonar, en móðir þeirra
var Ingibjörg Brynjólfsdóttir, sýslu-
manns í Hjálmholti, Sigurðssonar.
Móðuramma Sigurgeirs var Jódís,
dóttir Sigmundar Jóhannssonar á
Kambi í Flóa, og konu hans, Þor-
bjargar Ámundadóttur, b. í Vatns-
holti, Oddssonar. Bróðir Ámunda
var Þorvaldur skipasmiður, faðir
Áma hreppstjóra á Meiðastöðum,
afa Gunnars M. Magnúss rithöfund-
ar og ísleifs Guðmundssonar, afa
Birgis ísleifs Gunnarssonar, fv.
borgarstjóra og ráðherra. Móðir
Þorbjargar var Jódís Vigfúsdóttir,
systir Ófeigs ríka á Fjalli á Skeiðum,
langafa Jóns Ófeigssonar mennta-
Sigurgeir Jónasson.
skólakennara, Grétars Fells rithöf-
undar og Tryggva Ófeigssonar út-
gerðarmanns.
Sigurgeir verður heima í dag og
tekur á móti gestum frá klukkan
19.00.
Marvin Frímannsson
Marvin Frímannsson bifvélavirki,
Engjavegi 8, Selfossi, er sextugur í
dag.
Marvin fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp til tíu ára aldurs en flutti
þá að Borg á Eyrarbakka. Sautján
ára flutti hann að Selfossi og hóf þá
störf við Bifreiðasmiðju Kaupfélags
Árnesinga, en hann hefur síðan
unnið við bifvélavirkjun í samfleytt
fjörutíu og þrjú ár. Marvin var
fyrstu árin hjá Kaupfélagi Árnes-
inga eins og fyrr er getið en síðan
1969 hefur hann rekið eigin verk-
stæði.
Marvin er kvæntur Ingibjörgu
Helgadóttur frá Miðhúsum í Gnúp-
verjahreppi, f. 23.5.1925, en hún er
dóttir Helga Jónssonar, b. á Mið-
húsum, og konu hans Kristrúnar
Brynjólfsdóttur.
Marvin og Ingibjörg eiga sex börn.
Þau eru: Hafdís, f. 31.1.1953, gift
Valdimar Bragasyni, en þeirra böm
eru Ómar, f. 18.7.1970, Óðinn Bragi,
f. 10.10.1974, og Marvin, f. 11.8.1981;
Helgi Kristinn, f. 16.5.1954, kvæntur
Hrund Baldursdóttur, en sonur
þeirra er Baldur Karl, f. 19.6.1986;
Bergný, f. 4.12.1956, gift Steingrími
J. Sigfússyni, en þeirra böm eru
Sigfús, f. 29.111984, og Brynjólfur,
f. 23.3.1988; Brynja, f. 17.5.1962, gift
Magnúsi Baldurssyni, en dóttir
þeirra er Ingibjörg, f. 28.7.1982;
Sjöfn, f. 2.6.1966, gift Hilmari Björg-
vinssyni, en sonur þeirra er Dagur,
f. 14.3.1986; og Kristrún yngst, f.
23.11.1968.
Marvin er sjötti í röð tólf systkina.
Ein systir hans lést í æsku, en af
þeim ellefu sem upp komust eru tíu
nú á lífi. Systkini Marvins: Jóhann-
es, f. 14.2.1919, búsettur í Reykjavík;
Guðbjöm, f. 20.10.1921, kvæntur
Guðbjörgu Ólafsdóttur, en þau eiga
tvö börn; Guðrún Dagbjört, f. 16.7.
1923, gift Guðbjarti Bergmann
Franssyni, en þau eiga fjögur börn;
Ingibjörg, f. 5.12.1924, gift Sigurði
Ágústssyni og á þrjú börn; Bára, f.
1926, en hún lést á þriöja ári 1929;
Ólafur Frímann, f. 15.12.1929,
kvæntur Rósu Björgvinsdóttur, en
þau eiga sjö börn; Helga, f. 20.1.1931,
gift Engilbert Þórarinssyni, en þau
eiga fjögur börn; Einar, f. 10.11.1932,
en fyrri kona hans var Sigriöur
Ólína Marinósdóttir og eignuðust
þau einn son, en seinni kona Einars
er Aðalheiður Guðmundsdóttir og
eiga þau íjögur böm auk þess sem
Einar á son utan hjónabands; María
Bára, f. 14.11.1933, d. 3.10.1982, en
Marvin Frimannsson.
hún var gift Alfreð Georg Alfreðs-
syni og eignaðist hún fjögur börn;
Elín, f. 26.11.1935, gift Grími Sigur-
grímssyni, en hún eignaðist fimm
böm; ogKristín, f. 15.3.1941, gift
Atla Ehassyni, en þau eiga þijú börn
saman.
Foreldrar Marvins vom Frímann
Einarsson, f. 23.3.1890, d. 16.12.1976,
og fyrri kona hans María Björns-
dóttir, f. 16.9.1896, d. 14.11.1928, er
Marvin var tíu daga gamall. Seinni
kona Frímanns varð Kristín Ólafs-
dóttir, f. 19.4.1895, d. 9.5.1987, en
hún gekk Marvin í móöurstað.
Þuríður S. Jóhannesdóttir
Þuríður Svanhildur Jóhannesdóttir
húsmóðir, Flúðaseli 184, Reykjavík,
eráttræðídag.
Þuríður fæddist að Miðgrund í
Akrahreppi í Skagafirði og ólst upp
í Skagafirðinum. Hún var á hús-
stjómarskóla á Blönduósi 1925-26,
en 1930 giftist hún Þórami Elís Jóns-
syni kennara, f. 22.7.1905, syni Jóns
Bjarnasonar, smiðs og sjómanns, og
Rebekku Þórisdóttur húsmóður.
Böm Þuríðar og Þórarins em:
Þómý, er giftist Hauki Eiríkssyni
blaðamanni sem er látinn, en Þómý
kennir nú við Vogaskólann í
Reykjavík; Jóhanna, gift Geir Guð-
laugssyni, bónda á Kjaransstöðum
í Innri-Akraneshreppi í Borgar-
fjarðarsýslu; Þórgunnur, giftRóbert
Árnasyni, múrarameistara í
Reykjavík, og Þórmundur, stýri-
maður í Reykjavík, kvæntur Þó-
runni Haraldsdóttur.
Fósturdóttir Þuríðar og Þórarins
er Sigþrúður Elísabet Jóhannes-
dóttir, gift Bergmanni Gunnarssyni.
Systkini Þuríðar: Jóhann, f. 9.9.
1903, kvæntur Helgu Gottskálks-
dóttur frá Bakka í V allhólmi en þau
búa að Sólheimum í Sæmundarhlíð
í Skagafirði; Valdimar, f. 4.10.1904,
lengi bóndi á Steintúni í Lýtings-
staðahreppi, en nú á Hrauni á
Skaga, ekkjumaður eftir Maríu Sig-
ríöi Jóhannsdóttur frá Skíðastöð-
um; og Sigurveig, f. 4.4.1915, gift
Jóni Dal Þórarinssyni, búfræðingi
og áður bónda í Efra-Koti í Timgu-
hlíð en nú í Reykjavík.
Foreldrar Þuríðar vora Jóhannes
Sigvaldason bóndi, á Miðgrand og
Gilsbakka í Austurdal, f. í Glaumbæ
í Langadal, 16.8.1874, d. 19.4.1954 á
sjúkrahúsi Sauöárkróks, og kona
hans, Jóhanna Steinunn Jóhanns-
dóttir húsmóðir, f. í Þorsteinsstaða-
koti, 1.9.1881, d. á sjúkrahúsi Akra-
ness20.7.1960.
Foreldrar Jóhönnu vora Jóhann
Jóhannsson, bóndi í Saurbæ á
Neðri-Byggð, og kona hans, Þuríður,
dóttir Símonar, bónda á Bjamastöð-
um, Kristjánssonar og konu hans,
Guðbjargar Sigmundsdóttur. For-
eldrar Jóhanns í Saurbæ voru Jó-
hann Steinn Jóhannsson, bóndi í
Héraðsdal og víðar, og kona hans,
Ingibjörg Kristjánsdóttir, bónda á
Hugljótsstöðum á Höfðaströnd,
Jónssonar.
Þuriður S. Jóhannesdóttir.
Föðurafi Þuríðar var Sigvaldi,
bóndi í Glaumbæ, Guðmundsson,
bónda á Sölvabakka, Guðmunds-
sonar, bónda á Grjóti í Þverárhlið,
Jónssonar. Móðir Sigvalda var Guð-
björg Ólafsdóttir. Föðuramma Þur-
íðar var Margrét, dóttir Bjöms,
bónda á Tyrfmgsstöðum, Bjöms-
sonar og Sólveigar Björnsdóttur.
Þuríður dvelur á sjúkrahúsi um
þessarmundir.
Kristján Þórður Kristjánsson
Kristján Þóröur Kristjánsson
verkamaður, til heimilis að Lang-
eyri í Súðavíkurhreppi, er áttræður
ídag.
Kristján fæddist í Bolungarvík og
ólst þar upp og í Skálavík ytri. í
Skálavík var Kristján smali hjá for-
eldrum sínum og stundaöi auk þess
öll almenn sveitastörf sem til féllu
fyrir börn og unglinga á þeim árum,
en hann var í barnaskóla i Bolung-
arvík veturinn fyrir fermingu.
Hann flutti svo aftur með foreldr-
um sínum til Bolungarvíkur 1925,
en ári síðar hófst sjómennska Kristj-
áns sem hann stundaði til ársins
1952.
Kristján var í unglingaskóla í Bol-
ungarvík veturinn 1932-33, en hann
stundaði síðar stýrimannanám-
skeið og öðlaðist skipstjórnarrétt-
indi veturinn 1943-44.
Eftir að Kristján kom í land var
hann lengi fiskmatsmaður, en hann
vinnur enn fullan vinnudag og star-
far nú viö fiskflökun.
Kristján er maður ókvæntur.
Hann á einn hálfbróður, Stefán
Ágúst Kristjánsson, f. 6.3.1921, en
sá er búsettur í Ameríku.
Foreldrar Kristjáns vora Kristján
Erlendsson, lengi formaður í Bol-
ungarvík, f. í Vigur, 9.2.1884, d. 27.6.
1937, og Guörún Ingibjörg Ólafs-
dóttir, f. í Fremri-Amardal, 10.7.
1875, d. 15.9.1964.
Guðrún var dóttir ólafs Ólafsson-
ar í Amardal. Föðurforeldrar
Kristjáns vora Erlendur Þórarinn
Sumarhðason og Valgerður Frið-
riksdóttir. Erlendur var sonur Sum-
arliða, gullsmiðs í Æðey, Sumar-
Kristján Þórður Kristjánsson.
liðasonar og Mörtu Ragnheiðar
KristjánsdótturúrVigur. Sumarliöi
gullsmiður var sonur Sumarhða, b.
á Kohabúðum, Brandssonar, b. í
Hlíð í Þorskafirði, Ámasonar, b.
þar, Jónssonar, b. í Skáleyjum,
Ámasonar á Stakkabergi Jónsson-
ar, skálds í Rauðseyjum, Guð-
mundssonar.
Marta var dóttir Kristjáns,
dannebrogsmanns og hreppsfjóra í
Vigur, Guðmundssonar, hrepp-
stjóra í Eyrarsveit og b. í Neðri-
Amardal Bárðarsonar, ríka IUuga-
sonar, ættfóður Amardalsættarinn-
ar.
Móðir Mörtu var Anna Kristín
Ebenezersdóttir, sýslumanns í Ytri-
Hjarðardal í Önundarfirði, Þor-
steinssonar, prests á Eyjadalsá í
Báröardal, Jónssonar, lögréttu-
manns á Þverá í Reykjahverfi og
Einarsstöðum, Jónssonar Ingjalds-
sonar, hreppstjóra í Vogum í Mý-
vatnssveit, Jónssonar.
Til hamingju með daginn!
85 ára
Guðni Kristófersson,
Hlugagötu 16, Vestmannaeyjum.
80 ára_______________________
Ólafur Ingvar Guðfinnsson,
Snorrabraut 36, Reykjavlk.
Guöríður Þorleifsdóttir,
Naustahvammi 54, Neskaupstaö.
75 ára
Þórhallur Friðriksson, Skógum,
Austur-Eyjafjöhum.
70 ára
Hailbera Pálsdóttir,
Túngötu 19A, Keflavfk.
Álfheiður Eðvaldsdóttir,
IðavöUum 4, Húsavík.
60 ára
Garðar Halldórsson,
Mávahrauni 12, Hafnarfirði.
Bergþóra Bergsdóttir,
Byggðavegi 149, Akureyri.
50 ára
Víðir Kristinsson,
SkaftahUö 22, Reykjavík.
Kristinn Pálsson,
Hólagötu 37, Vestmannaeyjum.
40 ára
María Halldórsdóttir,
Brekkugötu 20, HafiiarfirðL
Eyjólfur Vilbergsson,
Heiöarhrauni 16, Grindavík.
Helga Björnsdóttir,
Digranesvegi 52, Kópavogl
Hálfdán Guðröðarson,
Kaupfélagshúsi, Ámeshreppi.