Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988.
13
Lesendur
' Of mikill gámaútflutningur heldur verðinu í lágmarki á erlendum mörkuðum.
AIls staðar svindlað:
Sjómenn sjálf um sér verstir
Helgi Gunnarsson skrifar:
Þaö ætlar engan enda að taka
svindliö í kringum útgeröina og fisk-
vinnsluna. Allir vita, að þar hafa við-
gengist hin ólíklegustu vinnubrögð
og tilfærslur gegnum tíðina. En að
sjómenn og skipstjórnarmenn skuli
líka fást til að svindla á sjálfum sér,
því hefði maður seint trúað.
Það er nú svo komið að sjómenn
sitja uppi með afla sem þeir geta ekki
losnað við. Hér á ég við vandræðin
sem skapast vegna offramboðs á fiski
á markaði í Bretlandi, þegar bátar
héðan frá íslandi sigla með aflann,
þrátt fyrir að vitaö sé að markaður-
inn getur ekki tekið viö honum.
Nú er ástæðan sögð sú að hér
heima hafi skapast slæmt ástand
vegna stöðu fiskvinnslunnar sem
ekki taki við nema lágmarksmagni
af fiski til vinnslu. Þetta vita menn
fyrir og er þá ekkert annað framund-
an en aö veiða ekki um of. Máhð er
það að hér er komin kreppa, þótt fólk
vilji ekki kannast við hana. Alhr vilja
halda sínu, en einhverjir, og um síðir
alhr, verða að láta undan og minnka
sín umsvif. - Sjómenn verða fyrir
kreppunni eins og aörir.
Það er ekkert vit í því að fylla aila
markaði og frystihús af fiski sem htlu
skhar í arð. Frystihúsin hafa engan
rekstrargrundvöll, það vita allir, og
erlendir markaðir greiða ekki hátt
verð nema þar sé mikh eftirspurn
eftir fiski. - En að berja höfðinu við
steininn verður ekki th annars en
að gera hlt verra. Það er ekkert sem
getur komið til hjálpar nú annað en
samdráttur, og hann verulegur, hjá
öhum. Líka sjómönnum. Með því að
svindla á ferskfiskkvótanum eru sjó-
menn sjálfum sér verstir.
Hringið
í síma
miUi kl.
10 og 12
eða skrifið
Laun sveitarstj órnarmanna:
Bæjarstjórar
beygi sig
Akureyringur hringdi:
Það kom flatt upp á mig að sjá í
frétt í DV aö borgarstjóri Reykjavík-
ur hefur lægr-i laun en margir starfs-
bræðra hans á landsbyggðinni, t.d. á
ísafirði, og í smákaupstað eins og í
Bolungarvík slaga laun bæjarstjór-
ans upp í laun borgarstjórans í
Reykjavík.
Þaö er á allra vitorði að laun bæjar-
stjórans hér á Akureyri eru há, alla
vega ekki lægri en þess á ísafirði,
kannski mun hærri, en engar upp-
lýsingar liggja á lausu um laun hans.
Það ætti ekki aö vera leyndarmál og
raunar ætti bæjarstjórn Akureyrar
að gera laun bæjarstjórans opinber,
svo að ekki sé ekki verið að dylgja
með þau og gera því skóna að þau
séu langt umfram þau sem starfs-
bróðir hans í Reykjavík hefur.
Ef það er rétt að bæði borgarstjóri
Reykjavíkur og ýmsir aörir æðstu
embættismenn borgarinnar syðra
hafi mun lægri laun en starfsbræður
þeirra hjá sveitarfélögunum utan
Reykjavíkur þá er ýmislegt að at-
huga í framhaldi af því. Best væri
að öll sveitarfélögin eða yfirstjóm
þeirra, sem situr í Reykjavík, gæfu
almenningi yfirht yfir öll sveitarfé-
lögin hvað varðar laun helstu emb-
ættismanna þar. - Bæjarstjórar
verða að beygja sig í þessu efni. Við
eigum rétt á þessum upplýsingum
hér á Akureyri sem og annars staðar.
A HEML4BORÐUMIVÖKUBÍIA
®I Stilling
Skeifunni 11,108 Reykjavik
Simar 31340 & 689340
AÐALFUNDUR
Knattspyrnudeildar Breiðabliks verður haldinn laug-
ardaginn 5. nóv. kr. 13.00 í Félagsheimili Kópavogs,
1. hæð.