Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988. JHOWOAP H 150 lítra kæliskápur með eða án frystihólfs. Hæð 85, breidd 57, dýpt 60. 2ja ára ábyrgð Opiö föstud. til kl. 20, laugard. til kl. 16. Skipholti 7, símí 26800 og 20080. 2ja ára ábyrgð Opið föstud. til fcl. 20, laugard. tll kl. 16. Sklpholtl 7, slmi 26800 og 20080. 45 lítra frystir 235 lítra kælir Hæð 145, breidd 57, dýpt 60 JNOWCAP Útlönd Thatcher hittir Walesa Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, hittir í dag Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu. í gær sagði Thatcher leiðtogum PóUands að hefla viðræður við hin bönnuðu verkalýðssamtök. Thatcher mun fljúga til Gdansk í dag þar sem Samstaða reynir nú að hindra lokun Lenín-skipasmíða- stöðvarinnar sem fyrirskipuð hefur veriö af yfirvöldum. Það var einmitt í þessari skipasmíðastöð sem Sam- staða varð til árið 1980. Margaret Thatcher er fyrsti erlendi forsætisráðherrann sem fer til Gdansk til viðræðna við leiðtoga fyrstu óháðu verkalýðssamtakanna í austantjaldslöndum. Thatcher sagði við Jaruzelski í kvöldverðar- boði í gær að frelsi til handa þegnun- um og réttindi verkalýðsfélaga væri eina leiðin tU velfamaðar. En í skila- boðum tíl Walesa og pólskra verka- manna sagði Thatcher að frelsið sem hún hvetti tU kallaði á ábyrgð svo sem eins og að sætta sig við þrenging- ar sem fylgdu víðtækum breyting- um. Hvatti Thatcher tU viðræðna við fuUtrúa aUra stétta, þar á meðal Samstöðu. Yfirvöld endurtóku opinberlega í gær boð sitt um viðræður við Sam- stööu. Walesa sagði að andrúmsloftið væri ekki hið rétta en vegna heim- sóknar Thatchers myndi hann bíða með að gefa svar sitt þar tU hún væri farin frá PóUandi. Forsætisráðherra Bretlands, Margaret Thatcher, veifar til þúsunda Pólverja í Varsjá sem fögnuðu henni í gær. Simamynd Reuter Skotbardagi á hóteli Tveir menn létust og aUt að fimmt- án særðust í gærkvöldi í skotbardaga miUi stríðandi fylkinga verkalýðs- félaga í Mexico City. Átökin áttu sér stað í lúxushóteli í borginni og brut- ust þau út vegna deUna um völdin í verkalýðsfélagi hótelstarfsfólksins. Starfsmenn Rauða krossins kváö- ust halda að aUt að tvö hundruö manns hefðu verið handteknir vegna þátttöku í ólátunum. Engir hótelgest- ir urðu fyrir meiðslum því að þeir höfðu hlýtt fyrirmælum um að snúa aftur tíl herbergja sinna áður en tíl skotbardagans kom. Átökun brutust út í anddyri hótelsins og geisuðu síð- an um alla neðstu hæðina. ETA knýr á um samningaviðræður Pétur L. Pétursson, DV, Barceloina; ETA hefur krafist nýrra samn- ingaviöræðna við stjórnvöld og hefur boðist til að slaka verulega á kröfum sínum úr síðustu viðræðum. Stjóm- völd hafa fyrir sitt leyti lýst því yfir aö þau muni skoða hug sinn vand- lega áður en sest verði að samninga- borðinu og að ekki komi til greina að ræða við samtökin nema þau leggi niður vopn. TU að undirstrika alvöru kröfunn- ar um samningaviðræður skutu samtökin sprengjum að bækistöð þjóðvarðUða í Viscayahéraði. Ekki híutust meiðsl af árásinni. ETA stendur nú sterkar að vígi en nokkru sinni fyrr og er mikUl þungi að baki kröfu samtakanna. Eftir rán- ið á EmUiano Revilla fyUtust sjóöir samtakanna en fjölskylda iðnjöfurs- ins hefur greitt samtökunum um 1.100 miUjónir peseta, (um 400 millj- ónir ísl. króna) í lausnargjald og hef- ur ReviUa sagst hafa lofað aö greiða um 800 miUjónir peseta (rúmar 200 milljónir ísl. króna) tU viðbótar. Samtökin eru því fær í flestan sjó og óttast menn mjög hvað verða viU er þau fara að leita fyrir sér um vopna- búnað. Baskneskir stjómmálaflokkar hafa tekið kröfu ETA fálega og segja sam- tökin á engan hátt hafa umboð bask- nesku þjóðarinnar tíl samningavið- ræðna viö sfjómvöld. Þetta eru mun svartsýnni viðbrögð en áður. Síðast er ETA bauðst tíl samningaviðræðna var tílboðinu vel tekið af stjóm- málaflokkum. Þær viðræður sem fram fóra í Alsír í janúar síöastUðn- um fóru þó út um þúfur. Viðbrögð stjórnvalda em þó svipuð og þá. Þá var því lýst yfir að ekki kæmi tíl greina að ganga að neinum kröfum samtakanna nema þau sýndu friðar- vUja sinn í verki með því að láta af tilræðum gegn öryggissveitum ríkis- ins. Það gerðu samtökin ekki og virð- ast heldur ekki reiðubúin tU að gera það nú. Það era því Utlar líkur tíl þess að teknar verði upp friðarvið- ræður miUi stjómvalda og ETA í bráö. BÍLASÝNING LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14-17 NISSAN SUBARU Ingvar sýningarsalurinn, Rauðagerði Q) 91-3 35 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.