Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð í lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr.
Fjárlaga frum varpið
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson fylgdi fiárlagafrum-
varpi sínu úr hlaði á blaðamannafundi í byrjun vikunn-
ar flutti hann góða ræðu. Talaði hann þar af fjálgleik
um ofvöxtinn í ríkisbúskapnum, lofaði tekjuafgangi á
ríkissjóði og hét því að engin ný erlend lán yrðu tekin
á næsta ári. Hann talaði eins og sannkristinn íhaldsmað-
ur sem hefur ímugust á ríkisbákninu og heldur í heiðri
allar þær hagfræði- og flárlagakenningar sem ríkjandi
eru meðal borgaralegra ríkisstjórna.
Við höfum oft heyrt svona ræður áður, enda þótt
Ólafi hafi tekist vel upp og sé færari en margur annar
um að setja þessar kenningar í fallegar umbúðir. Gall-
inn er hins vegar sá að efndir hafa sjaldnast fylgt orð-
um. Hver flármálaráðherrann á fætur öðrum hefur lagt
fram flárlagafrumvörp full af sams konar fyrirheitum.
Ríkissjóði skal komið á réttan kjöl, dregið skal úr er-
lendri skuldasöfnun, spamaðar skal gætt í opinberum
rekstri, verðbólgu náð niður, skattsvik upprætt og nýir
skattar lagðir á þá sem betur mega sín. Hversu oft höf-
um við ekki heyrt þessar khsjur? Og hversu oft hafa
ekki fyrirheitin runnið út í sandinn og orðið að engu?
Orðið að örgustu öfugmælum?
Nú á auðvitað ekki að dæma Ólaf fyrirfram og ekki
verður góður ásetningur hans dreginn í efa. Mikið væri
það ánægjulegt ef forsendur þessa fjárlagafrumvarps
stæðust. En því miður eru vantrúin og efasemdirnar í
fyrirrúmi, enda er margt í þoku um það hvernig mark-
miðum frumvarpsins skal náð. Tölum er slegið fram
án skýringa og áætlanir gerðar án rökstuðnings.
Fj ármálaráðherra segir frumvarpið engan gleðiboð-
skap. Það eru orð að sönnu. Ráðherrann boðar allmikl-
ar skattahækkanir og kemur engum á óvart. Með gegnd-
arlausum fláraustri á báðar hendur og það þrátt fyrir
minnkandi tekjur ríkissjóðs á undanfórnum mánuðum
hefur hallinn á ríkisbúskapnum farið úr böndum. Nýjar
efnahagsráðstafanir kalla á enn frekari fíáröflun og enn
víkja stjómmálamennirnir sér undan að skera niður
útgjöld ríkisins í samræmi við ástandið í þjóðarbúinu.
Þrautalendingin er sú sama og jafnan áður. Það er seilst
í vasa skattborgaranna. Þeir eru látnir blæða fyrir
óstjórnina í ríkisfjármálunum og það nú þegar ljóst er
að kreppan í landinu lendir fyrst og fremst á heimilun-
um. íflutfall skattheimtu ríkissjóðs miðað við lands-
framleiðslu verður hærra á næsta ári heldur en hefur
verið í fimmtán ár.
Fjármálaráðherra segir að aukin skattheimta lendi á
breiðu bökunum, þeim efnameiri. Það er gömul lumma,
enda hefur reynslan sýnt að útkoman verður allt önn-
ur. Hvað er til dæmis oröið um hin stóru orð Ólafs
Ragnars um að leggja beri skatta á flármagnsgróðann?
Hvar er þá peninga að finna í fjáröflun ríkissjóðs í þessu
frumvarpi? Vera kann að láglaunafólk sleppi við skatta-
hækkanir, enda er það ekki afiögufært. En allur þorri
hins venjulega launafólks mun örugglega sjá það í formi
tekjuskatta, þjónustugjalda og óbeinna skatta að launa-
tekjur þeirra munu þurfa að standa undir óseðjandi Qár-
þörf ríkissjóðs.
Ólafur Ragnar mun sjálfsagt ekki verða verri fjár-
málaráðherra en hver annar. Ríkisbruðhð er heldur
ekki hans eins. Viðskilnaður fráfarandi stjómar er ekki
glæsilegur og núverandi ríkisstjórn eða Alþingi sem
heild verður ekki barnanna best í því ábyrgðarleysi að
velta vandanum sífellt yfir á þjóðina. Fjárlagafrum-
varpið er fyrir vikið ekki trúverðugt. Því miður.
EUert B. Schram
„ísrael er ekki lengur jafnvestrænt ríki og það var á timum Ben Gurions, Abba Ebans og Goldu Meir,“ segir
m.a. í greininni. - Tvö hin síöasttöldu, Abba Eban, fyrrum utanríkisráðherra, og Golda Meir, fyrrum forsætis-
ráðherra íraels.
Hin nýja
ásjóna ísraels
Ísraelsríki hefur þá sérstöðu
meðal ríkja að það var stofnað fyr-
ir milligöngu Sameinuðu þjóðanna
og þau ríki, sem þátt áttu í að koma
því á fót, meðal annarra ísland með
atkvæði sínu, hafa sýnt því ómæld-
an velviija í áranna rás. Grundvöll-
ur ríkisins var skipting Palestínu
miih araba og gyöinga og hið uppr-
unalega ísrael var innan þeirra
landamæra sem Sameinuðu þjóð-
imar höfðu lagt til.
Síðan hefur margt breyst og Pa-
lestína öll er nú undir stjórn ísra-
els en arabar hafa ekkert eigið
land.
Grundvöllurinn
Þegar ísrael var stofnað var síð-
ari heimsstyijöldin nýafstaðin og
þær skelfingar, sem gengiö höfðu
yfir gyðinga, voru mönnum í
fersku minni. Sá mikh stuðningur,
sem ísrael fékk, var meðal annars
svar við þeim hryllingi sem réttar-
höldin í Niirnberg höfðu leitt í ljós
og enn í dag hafa mörg ríki ekki
losnað viö sektarkennd sína vegna
þess sem yfir gyöinga gekk á valda-
tíma nasista og vegna afskiptaleys-
is síns á þeim tíma.
Grundvöllur ísraels er á vissan
hátt helfórin mikla á stríðsárunum
enda sjá ísraelsmenn vandlega til
þess að sú saga sé öllum í fersku
minni. Helforin er líka svar þeirra
við allri meiri háttar gagnrýni. Sú
gríðarlega harka, sem þeir sýna
aröbum innan og utan sinna eigin
landamæra, er afsökuð með tilvís-
un í helfórina sem aldrei muni end-
urtaka sig. Þessi svör eru í seinni
tíð farin að fara meira en lítið í
taugarnar á þeim ríkisstjómum
sem vilja koma tauti við ísraels-
stjóm en þegar um þessi mál er að
ræða er ekki hiustað á nein rök.
ísrael hefur verið umkringt óvin-
um sem vildu eyða því, það var
reynt 1948, 1967 og 1973, eins og
þeir vitna óspart í. Nú er ekki leng-
ur nein hætta á að ísrael verði
þurrkað út, og hefur í rauninni
ekki verið síðan 1967, en afstaða
ísraels til nágranna sinna hefur
ekki mildast viö það heldur þvert
á móti harðnað. "
Eftir því sem hemaðarmáttur
ísraels hefur tryggt betur öryggi
ríkisins hefur áhugi á tilslökunum
í garð nágrannanna minnkað uns
nú er svo komið aö það er ósveigj-
anleiki ísraels, jafnvel enn frekar
en ósveigjanleiki nágrannaríKj-
anna, sem kemur í veg fyrir lausn
þeirra vandamála sem upp spruttu
við stofnun ísraels og þá fyrst og
fremst lausn á vanda Palestínu-
manna.
Askenasim og Sephardim
Þessar breytingar á afstöðu ísra-
elsmanna eiga meðal annars rætur
að rekja til þeirra breytinga sem
orðið hafa á samsetningu þjóðar-
innar. Viö stofnun Ísraelsríkis
voru gyðingar frá Evrópu, aðallega
frá Austur-Evrópu, sem kallast
Askenasi-gyðingar, allsráðandi í
ísrael og þeir vom evrópskir í
KjaHarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
hugsun og mótaðir af evrópskum
hugmyndum. Nú er svo komið að
ísraelsmenn af þessum uppruna
em í minnihluta. Hinn nýi meiri-
hluti er fólk, sem upprunnið er í
arabalöndum og Afríku, einkum
Marokkó, írak, Sýrlandi, Jemen og
Líbanon. Þessir gyðingar kallast
Sephardim-gyðingar og þeir eru
miklu óvægnari í afstöðu sinni til
araba en Askenasim.
Að auki eru innflytjendur ekki
lengur mótandi afl í ísraelskum
stjórnmálum, meirihluti íbúanna
er fæddur eftir stofnun ríkisins
1948. Það eru Sephardim-gyðingar
sem kjósa Shamir og ýmsa öfga-
flokka en verkamannaflokkurinn
hefur alla tíð átt mest fylgi meðal
Askenasi-gyðinga. Þess má geta að
þeir Shamir og Peres eru báðir
Askenasi.
Þessi breyting á samsetningu
þjóðarinnar endurspeglast í sí-
harðnandi afstöðu ísraels til araba
á hernámssvæðum sínum. ísrael
er ekki lengur jafnvestrænt ríki og
það var á tímum Ben Gurions,
Abba Ebans og Goldu Meír; þetta
kemur líka fram í afstöðu ísraels
til annarra ríkja. Eftir því sem rík-
iö eflist og tekur á sig svip hvers
annars ríkis við austanvert Mið-
jarðarhaf minnkar samkennd þess
við Evrópuríkin, ásamt þeirri trú
að ísrael eigi þeim ekkert að þakka.
ísraelsmenn standa í þeirri trú
að þeir hafi stofnað sitt ríki sjálfir
hjálparlaust en því fer víðs fjarri.
Það voru til dæmis Bretar sem yfir-
leitt gáfu þeim færi á að setjast að
í Palestínu og án stuðnings Evr-
ópuþjóðanna hefði ísrael aldrei
komist á legg. Ekkert fer meira í
taugamar á ísraelsmönnum en
þegar utanaðkomandi ríki eru að
skipta sér af þeim, eins og foreldri
af ódælum unglingi.
Þrýstingur
Það eina ríki sem hefur áhrif á
ísrael er Bandaríkin, en þó ekki
Bandaríkjastjóm sem slík. Banda-
ríkjastjóm er ofurseld ótrúlega
harðsvímðum þrýstihópum
bandarískra gyðinga sem ásamt
ísraelsmönnum sjálfum móta
stefnu Bandaríkjanna gagnvart
ísrael með beinum þrýstingi á þing
og þjóð sem enginn forseti getur
hunsað.
Gott dæmi um áhrif þessara
þrýstihópa er afstaöa Bandaríkja-
stjómar til Waldheims, forseta
Austurríkis. Þessi áhrif stafa af því
að i Bandaríkjunum em fleiri gyð-
ingar en í ísrael og þeir em mjög
virkir í þjóðlífinu, í fjölmiðlum,
póhtík og fjármálum.
ísraelsmenn eru, ásamt banda-
rískum gyðingum, í aöstöðu til aö
móta utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna gagnvart ísrael og það er tómt
mál að tala um að Bandaríkjastjórn
fari að beita ísrael þrýstingi vegna
Palestínuaraba. Það eina sem gæti
haft áhrif á ísraelsmenn í þeim
málum er að bandarískur almenn-
ingur snerist gegn þeim.
Þegar uppreisn Palestínuaraba
hófst í desember í fyrra var um
tíma útht fyrir að svo yrði en nú
er sú bylgja vandlætingar hjöðnuð.
Intifadan á hernumdu svæðunum
er þjóörembumál í ísrael, rétt eins
og hvalamáhð á íslandi, og ísraels-
menn eru ekki á því að láta van-
þóknun umheimsins hafa áhrif á
sig.
Þvert á móti hefur intifadan haft
þau áhrif að losa tengsl ísraels við
þau ríki sem telja sig eiga þar ítök
vegna þess hvernig ísrael er til
komið. ísrael er nú orðið fertugt
og óháð vilja foreldra sinna. Hingað
th hafa ríki heims tekið á ísrael
með silkihönskum, bæði vegna
samúðar með ísraelsmönnum og
af ótta við ásakanir um gyðingahat-
ur sem ísraelsmenn eru ósparir á.
Þær hótanir, ásamt tilvisunum í
helfórina, eru nú ekki lengur jafn-
áhrifaríkar og þær voru, nema ef
til vih í Bandaríkjunum. Enginn
getur þvingað ísraelsmenn til að
gera það sem þeir vilja ekki. En ef
þeir í raun og veru vilja ekki finna
sanngjama lausn á vanda Palest-
ínuaraba eru þeir á góðri leið að
fyrirgera öllu tilkahi th samúðar
og velvhdar umheimsins og afneita
með því uppruna sínum og sér-
stöðu.
„Intifadan á hernumdu svæöunum er
þjóörembumál í ísrael, r#tt eins og
hvalamálið á Islandi, og Israelsmenn
eru ekki á því að láta vanþóknun um-
heimsins hafa áhrif á sig.“
Gunnar Eyþórsson