Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988.
11
Stærsta rán í
sögu Danmerkur
Sumarliði ísleifeson, DV, Árósum:
Sta^rsta rán í sögu Danmerkur var
framið í Kaupmannahöfn í gærmorg-
un. Fjórir eða fimm ræningjar kom-
ust yfir tíu milijónir danskra króna
í seðlum og auðseljanlegum verð-
bréfum. Voru þar í meðal annars
peningasendingar frá dönskum
bönkum. Skutu ræningjamir einn
lögregluþjón í höfuðið og lést hann í
gærkvöldi. Ekki tókst að hafa hendur
í hári 'neins ræningjanna. Virðast
þeir hafa haft nákvæmar upplýsing-
ar til þess að vinna eftir.
Um klukkan fimm aðfaranótt
fimmtudags komu tveir menn í bæki-
stöðvar póstsins í Köbmagergade í
Kaupmannahöfn. Þeir kváðust vera
frá lögreglunni og óskuðu eftir að fá
inngöngu. Var þeim heimilið það.
Eftir að inn var komið yfirbuguðu
þeir gæslumenn og fengu til þess hð-
sinni tveggja eða þriggja félaga
sinna. Skömmu eftir að ræningjarnir
yfirgáfu ránsstaðinn mættu þeir lög-
reglu og kom til skotbardaga. Lauk
þeim viðskiptum með fyrrgreindum
afleiðingum.
Komust ræningjamir framhjá lög-
reglubílunum sem reyndu að hindra
for þeirra og hurfu á braut. Er tahð
að lögreglan hafi fáar vísbendingar
til þess að vinna eftir. Báðum bílun-
um, sem ræningjarnir óku, hafði ver-
ið stohð daginn áðm-. Er annar þeirra
nú fundinn. Gæsla hefur verið hert
við dönsku landamærin og sömuleið-
is í flughöfnum til þess að koma í veg
fyrir að ræningjamir komist úr
landi.
Búast má við að öryggisgæsla í
bönkum og pósthúsum verði aukin
verulega í kjölfar þessa atburðar.
Mótmæli í Venesuela
Mótmíeli brutust út í fimm borg- um í Venesuela 1 gær vegna blóð- baðsins um helgina þegar hermenn mæla i Barquisimeto, Valencia, Maracay og Caracas. Að rainnsta kosti nítján lögreglu-
þorpsbúa. hafa meiðst í átökum sfðan á
f borginni Merida rændu ung- lingar verslanir og kveiktu í bflum þriðjudag er fréttist um Qölda- morðin. Herforingjar sögðu fyrst
og borgarbúar sögðu lögregluna hafa skotíð úr haglabyssum á mót- mælendur og beitt táragasi. að komið heiði th skotbardaga mihi hermanna og skæruliða en þeir sem komust lífs af sögðu að þorps-
Kennsla fellur niður i háskólum búum heföi verið slátrað. Hefðu
um óákveöinn tíma en í borginni era um fimmtiu þúsund háskóla- hermenn hafið skothrið án viðvör- unar á hóp fólks sem var á báts-
stúdentar. Einnig var efnt til mót- ferðalagi. Reuter
Utlönd
Chadli Benjedid, t.h., greiðir brosandi atkvæði í atkvæðagreiðslunni i gær.
Simamynd Reuter
Alsírbúar sam-
þykkja breytingar
Alsírbúar samþykktu í gær breyt-
ingar á stjómarskránni sem þeim
vom boðnar eftir óeirðirnar í síðasta
mánuði.
Að sögn innanríkisráðherra lands-
ins kusu um 83% atkvæðisbærra
manna í atkvæðagreiðslunni sem
fram fór í gær.
El-Hadi Khediri innanríkisráð-
herra sagði að ekkert ofbeldi hefði
brptist út meðan á kosningunni stóð.
Óeirðimar í síðasta mánuði
sprattu upp vegna versnandi lífs-
kjara og minnkandi atvinnu í
landinu og óánægju með stjórn
landsins.
Atkvæðagreiðslan í gær var álitin
prófsteinn á stuðning fólksins við
Chadh Benjedid, forseta landsins,
sem hefur reynt að koma á meira
lýðræði í landinu.
í atkvæðagreiðslunni var tekin af-
staða til þess hvort gera ætti forsæt-
isráðherrann og ríkisstjórnina
ábyrga gagnvart þingi landsins.
Einnig voru lagðar til breytingar á
embætti forsetans.
Andstæðingar sljómarinnar segja
að kjörsókn hafi verið miklu minni,
alltniðurí40%. Reuter
Israelar
fordæmdir
Allsheijarþing Sameinuðu þjóð-
anna fordæmdi í gær aðgerðir og
stefnu ísraelsmanna á herteknu
svæðunum. Sagði í ályktuninni sem
var samþykkt að mannréttindi Pal-
estínufóhcs væru brotin. Einu þjóð-
imar, sem greiddu atkvæði gegn
ályktuninni, voru ísrael og Banda-
ríkin.
Ályktunin, sem var samþykkt með
eitt hundrað og þijátíu atkvæðum
gegn tveimur, krefst þess einnig að
Israelar fari að ákvæðum Genfar-
sáttmálans um meðferð á óbreyttum
borgurum í stríði. ísraelar segja að
mannréttindaákvæðum Genfarsátt-
málans sé hlýtt þótt hann eigi ekki
við lagalega í þessu tilviki.
Sextán þjóðir sátu hjá við atkvæða-
greiðsluna. í hópi þeirra voru ísland,
Bretland og Kanada.
Bandaríski fuhtrúinn, Herbert Ok-
un, sagði Bandaríkin ekki geta sam-
þykkt ályktun sem gagnrýndi aðeins
annan aðhann. Hann sagði ennfrem-
ur að þessi afstaða BandaríKjanna
þýddi ekki að Bandaríkin hefðu ekki
skhning á kröfum Palestínumanna
og ástandinu á herteknu svæðunum.
í ísrael em stjómarmyndunarvið-
ræður nú hafnar af miklum krafti.
Shamir forsætisráðherra hefur heit-
ið því að mynda stjóm án þess að
láta undan kröfum hugsanlegra sam-
starfsaðha um að gera araba að
miklu leyti útlæga úr landinu eða að
hefja gyðingdóminn enn frekar til
skýjanna en nú er í ísrael.
Sagði Shamir að þótt hann byggist
við að geta fUótlega myndað hægri
stjórn ætlaði hann sér ekki að láta
undan kúgunum.
Shamir sagði að ef kröfur heittrú-
arflokka yrðu of miklar væri ahtaf
möguleiki á að vinna með Verka-
mannaflokknum. Tahð er að Shamir
vilji kanna til þrautar hvort ekki sé
hægt að mynda hægri stjórn áður en
hann snýr sér th Verkamannaflokks-
ins.
Reuter
Yitzhak Shamir, (orsætisráðherra Israels, heilsar Rahavam Ze’evi, leiðtoga Heimalandsflokksins, sem er öfgasinn-
aður hægriflokkur, í upphafi fundar þeirra i gær. Simamynd Reuter
er
TlMAIlIT IIM IJSTIIt
Pví er œtlað að ttytja
frœðandl og skemmti-
legar grelnar um hlnar
ýmsu llstgrelnar og gefa
mynd af þvf sem er að
gerast á llstasvlðlnu
bœðl hér á landl og f
nágrannalöndunum.
• Þegar rikislistin kom til fólksins
> Það var mólað á fslandi fyrir tfma Kjarvals
• Þannig verða listaverk hrömun að bráð
• Nútímatónlist homreka á íslandi
i Það sem ber hœst f tónlist og leiklist f vetur
• Upphaf nútímaballetts
• Þórður Hall málar líka!
Áskriftarsíminn er 32886
10°/«
0
AFSLATTUR AF PLAKÖTUM
OG TILBÚNUM RÖMMUM
gegn framvísun afsláttarmiðans
RAMMA OPIÐ TIL
MIÐSTOÐIN
SIGTÚN 10- SÍMI 25054
Afslátturinn
. gildir til
14. nóvember
KL. 18 A LAUGARDÖGUM
SÉRVERSLUN MEÐ INNRÖMMUNARVÖRUR
Klippió hér