Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1988. 15 Um ökukennslu framtíðarínnar: Nokkrar hugleiðingar Undanfarnar vikur hefur margt veriö rætt og ritaö um umferöar- mál okkar íslendinga. Oft er í þess- ari uipræðu komið inn á þátt öku- kennslunnar og eru nær öll skrif þar að lútandi á einn og sama veg, það er aö þar þurfi að bæta um betur. Enda er ekki óeðlilegt að menn líti til ökukennslunnar þegar að því er gætt að tölur um um- ferðarslys sýna að aldurshópurinn 17-24 ára á hlut að langsamlega flestum slysum. Því miður hefur lítið borið á því að bent hafi verið á raunverulegar leiðir til þess að bæta kennsluna. Mér finnast raunar aðeins tvær hugmyndir vera ræddar af alvöru, báðar að mínu mati heldur lítil- vægar. AMt of skammt Önnur hugmyndin er sú að auka menntun verðandi ökukennara. Auðvitað er sú hugmynd góðra gjalda verð, en ég dreg stórlega í efa að shkt breytti miklu um raun- verulega þjálfun nemenda. Ég tel a.m.k. að fyrsta skrefið í þessa átt hljóti að vera að koma á stöðugri endurhæfingu starfandi kennara, því ég kemst ekki hjá því í starfi mínu að finna að þar mætti gera stórt átak. Því miður er það svo að til eru þeir ökukennarar sem alls ekki hafa lesið yfir nýlega sett umferðarlög, hvað þá kynnt sér fylgiskjöl eða annað sem slík laga- setning byggir á. Hin hugmyndin er sú að lögbinda ákveðinn lágmarkstímaíjölda sem nemandi verður að ljúka áður en honum er heimilað aö fara í öku- prófið. Þessa hugmynd hef ég alltaf talið lítils virði, enda eru menn vægast sagt misjafnlega undir það búnir að hefja ökunám, auk þess sem mönnum er ákaflega mislagið Kjallarmn Jónas Helgason ökukennari og skólastjóri Ökuskólans á Akureyri að ná tökum á akstri og góðri hegð- un í umferðinni. Enda er það svo aö þegar nemandi er kominn á það stig að aka gallalaust og fylgir öll- um settum reglum af nákvæmni og öryggi skipta 5-10 tímar í viðbót sáralitlu máli. Ef við ætlum okkur að auka öryggi hans í limferðinni þyrftum við að bæta við 50-100 tíma þjálfun. Og það er einmitt hér sem ég tel mig vera kominn að kjarna máls- ins. Ég tel meö öðrum orðum að ökukennslan sem slík sé allgóð, svo langt sem hún nær. En hún nær bara allt of, allt of skammt. Við ökukennarar sendum unglingana út í umferðina að lokinni kennslu en án allrar þjáifunar. Og þarna vil ég að menn geri mikinn mun á. Eitt er að kenna reglur og rétta hegðun, annað er svo að þjálfa þessa hegðun, svo og viðbrögð við óvæntum uppákomum í umferð- inni. Og ég vil endurtaka að þjálfun er ekki eitthvað sem gerist á 5-10 ökutímum heidur þarf að vera um margra vikna eða mánaða ferh að ræða. Ég hef mikið velt fyrir mér hvort unnt væri að koma á einhverri slíkri þjálfun og hef ég þá haft í huga þær óskir margra foreldra um að fá að taka þátt í ökukennslu sona sinna og dætra. Skrefin sjö Á undanfórnum vikum og mán- uðum hefur mótast í huga mér draumur um þaö hvernig öku- kennslan ætti að vera, draumur um allt annað fyrirkomulag en það sem notast er viö í dag. Mig langar nú til þess að lýsa þessum draumi í stuttu máli. 1. skref. Nám á bíl hjá ökukennara meö svipuðum hætti og það er í dag, tímafjöldi og áherslur svipaðar. 2. skref. Bóklegt námskeið í umferðar- reglum o.fl., svipað þeim nám- skeiðum sem nú eru haldin á Akureyri og í Reykjavík. Þó ætti að leggja minni áherslu á atriði eins og gerð og búnaö bílsins, tryggingar, skyndihjálp o.fl. en meiri á grundvallarumferðar- reglur og góða siði. 3. skref. Próf, líkt og í dag, bæði bóklegt próf og akstur. Þetta próf gæfi þó mjög takmarkað ökuleyfi og í raun aðeins æfingaleyfi. 4. skref. 6 mánaða þjálfun þar sem nem- andi mætti aka sjálfur, en því aðeins að við hlið hans sæti reyndur ökumaður sem haft hefði bílpróf í a.m.k. 8 ár og heföi aö auki sótt stutt námskeið til þess aö búa sig undir þetta verk- efni. Við þennan akstur yrði bíll- inn ekki á nokkurn hátt sérbú- inn eða merktur. Þarna gæfist foreldrum og vinum kærkomiö tækifæri til þess að þjálfa sína nánustu og búa þá undir alvör- una. 5. skref. Undir lok þjálfunartímans kæmi annað bóklegt námskeið og yrði nú farið vandlega í ýmis atriði, stór og smá, er varða akstur og ökutæki. Þá yrði einnig á þessu námskeiði rætt um gerð og bún- aö bifreiöa, tryggingar o.fl. Á þessum námskeiöum myndu hittast unglingar með fjölbreytta reynslu úr umferðinni, gætu miðlað félögum sínum af henni og síðast en ekki síst hefðu miklu meiri skiining á þeim málum sem um yrði rætt. 6. skref. Próf, bæði bóklegt og akstur. í þessu akstursprófi yrði lögð áhersla á viðbrögð við ýmsum uppákomum í umferðinni og hreinlega lagðar einfaldar gildr- ur fyrir nemandann, t.d. bílhurð opnuð út í umferðina, gangandi maður kæmi skyndilega út á akbrautina og fleira í þeim dúr. Hluti prófsins færi þannig fram að ekiö yrði nálægt hámarks- hraða á umferðartíma utan þétt- býhs með tilheyrandi fram- úrakstri o.fl. Með öðrum orðum, þarna yrði um alvörupróf að ræða. Þetta próf gæfi ökuskír- teini til tveggja ára. 7. skref. Á þessu tveggja ára tímabili yrðu menn að ljúka stuttum námskeiðum, t.d. í vetrarakstri, akstri í myrkri, fólk af lands- byggðinni yrði að taka námskeið í Reykjavíkurakstri, o.s.frv. Að þessu loknu fengju menn fulln- aðarskírteini. Meiri þjálfun Og hverju myndi þetta fyrir- komulag svo breyta? - Nýir ökumenn, sem kæmu út í umferðina, heíðu margfalt meiri þjálfun en nú gerist og gengur. - Bóklega námið yrði miklu árang- ursríkara en nú er vegna þess að á síðara námskeiöið kæmi fólk með reynslu úr umferðinni og skildi því betur það sem um er rætt. - Stór hópur reyndra ökumanna kæmi á stutt námskeið þar sem rætt yrði um fyrirmyndarhegð- un í umferðinni. - Kostnaður yrði vissulega nokkru meiri en í dag en dreifðist á lengri tíma. Spurningunni um þaö við hvaða aldur ég vildi miða ökuprófið vil ég svara á þann veg að eðlilegt væri að menn mættu taka fyrra prófiö (æfingaleyfið) á 17 ára af- mælinu og öðluðust því fullgilt ökuskírteini 17 ára og 6 mánaöa. Ef til vill er þessi draumur minn jafníjarri raunveruleikanum og flestir draumar aðrir, en gaman þætti mér ef einhverjir segðu álit sitt á honum hér á síðum DV. En kannski er mér best að gleyma honum, eins og flestum draumum öðrum. Jónas Helgason „Við ökukennarar sendum unglingana út í umferðina að lokinni kennslu, en án allrar þjálfunar. Og þarna vil ég að menn geri mikinn mun á.“ Einstaklingar þurfa olnbogarými Bráðabirgðalögunum hefur nú verið vísaö til nefndar eftir langar og ítarlegar umræður í efri deild. Þaö vekur athygli aö forsætisráð- herra og þingmennirnir Karvel Pálmason og Skúh Alexandersson voru allir fullir efasemda um að ráðstafanimar í september hefðu gagnast útflutningsframleiðslunni eins og áður hafði verið fullyrt. Við umræðumar lýsti forsætis- ráöherra því yfir í tengslum við niðurfærsluleiðina að upp úr stjómarsamstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn hefði shtnað „vegna þess einfaldlega að við náðum ekki sam- komulagi um þessa leið“ - sem á hinn bóginn hefði tekist mhli Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks. Þessi yfirlýsing er athyghsverð í Ijósi þess að hún staðfestir, þótt seint sé, að þegar í ágúst voru Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur búnir að gera það upp við sig að leita eftir stjómarsamstarfi við Alþýðubandalagið. Yfirlýsingin staðfestir ennfremur tvískinnung tvíflokkanna fram að stjómar- skiptum. Skiptakjör sjómanna Ég taldi nauðsynlegt að það kæmi fram, svo að óyggjandi væri, hvort náðst hefði samkomulag milh tví- flokkanna um niöurfærsluleiðina og spurði því um það grundvallar- atriði hvort Framsóknarflokkur- inn hefði viijað breyta skiptakjör- um sjómanna þannig að hlutur þeirra skertist um 9% eins og ann- Kjallariim Halldór Blöndal varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins arra landsmanna. Því svaraði Steingrímur Hermannsson játandi en Karl Steinar Guðnason sagöist hafa lýst yfir í þingflokki Alþýðu- flokksins að fyrr myndu menn ganga yfir sig „dauðan en að skiptakjörum sjómanna verði breytt“. Hins vegar var ekki annað að heyra á Karvel Pálmasyni en hann væri ósáttur við Þorstein Pálsson fyrir að stjórn ASÍ hefði fengið niðurfærsluleiðina til athug- unar og umsagnar - „það var auð- vitað beinlínis sett fram að mínu viti til þess að koma í veg fyrir að sú leið yrði könnuö til hlítar". Þing- maðurinn var ófáanlegur til að skýra afstöðu sína til þess hvort hugsanlegt hefði verið að breyta skiptakjörum sjómanna. Niðurfærslan ekki fær Nú kann einhveijum að finnast þessi upprifjun seint á ferðinni. Ég er ekki á sama máh. Ég tel að þessi orðaskipti í efri deild staöfesti að engar forsendur voru fyrir því að samkomulag gæti tekist milli tví- flokkanna um framkvæmd niður- færsluleiðarinnar í grundvaharat- riðum. Auðvitað var ekki stætt á því að verulegur hluti sjómanna hefði enga skerðingu fengið, þ.e. þeir sem sigldu, seldu afla á fisk- mörkuðum hér á landi eða voru á frystitogurum, meðan hinir tekju- lægstu í þjóðfélaginu áttu að bera 9% launalækkun sem næst bóta- laust. Þegar Steingrímur Her- mannsson vísar til niðurfærslu- leiðarinnar, sem hann hefur lagt í vana sinn að gera í öðru orðinu, er hann einungis að viha mönnum sýn. Hann veit betur. Hann veit að sú leið var ekki fær. Þá var ekki síður athyglisvert að þeir þingmenn, sem áður var getið, voru sammála stjómarandstöð- unni um það að stjórn Atvinnu- tryggingarsjóðs væri skipuð með óeðhlegum hætti. Hehbrigðara og réttara hefði verið að fela Byggða- stofnun umsjón og stjórn sjóðsins. Það hefur á hinn bóginn komiö fram hjá Ólafi Ragnari Grímssyni í sjónvarpsviðtah aö sú tilhögun hafi ekki verið fær - eða eins og hann sagði um hlutverk stjómar sjóðsins: „Það þarf að knýja fram eigendaskipti og uppstokkun á þessum fyrirtækjum" - þ.e. út- flutningsfyrirtækjunum. Alvarleg yfirlýsing Þessi yfirlýsing fjármálaráðherra er alvarleg í ljósi þess að sjávarút- vegurinn í heild hefur ekki rekstr- argmndvöh. Það er því fyrirsjáan- legt að fjölmörg fyrirtæki á lands- byggðinni munu halda áfram að safna skuldum og verða því háð stjórn Atvinnutryggingarsjóðs ef þau vilja halda rekstrinum gang- andi. Þá er runnin upp gósentíð félagshyggjustjórnarinnar. Þá er upp runnin sú tíð að athafnamenn- irnir í sjávarplássunum hringinn í kringum landið verða bónbjarga- menn matadoranna í Reykjavík, sem eiga að deila og drottna. Við sjálfstæðismenn lögðum á það áherslu að fyrir 1. september yrði að leiðrétta rekstrargrundvöll sjávarútvegsins. Alhr vita hvers vegna við fengum ekki stuðning til þess. Það eru sömu öflin sem komu í veg fyrir það og þau sem nú halda uppi rangri gengisskráningu og veikja með því undirstöður at- vinnulífsins. Reynslan kennir okk- ur aö shkt gengur ekki th lengdar. Fyrr en síðar er óhjákvæmilegt að grípa til aögerða, sem verða þeim mun róttækari og því sársauka- fyllri sem þær dragast lengur. Við sjálfstæðismenn leggjum sem fyrr áherslu á að ekkert sé th sem heitir byggðastefna, nema það eitt að vel rekin fyrirtæki í sjávarút- vegi skhi hagnaði. Það er hægt að setja upp nefndir og ráð, þaö er hægt að þyngja skatta og færa th fjármagn í þjóðfélaginu með opin- berum tilskipunum, það er hægt að gera landsbyggðina að bón- bjargamanni - en aðeins í bih. Þeg- ar fram í sækir rífa einstaklingam- ir sig lausa og krefjast þess oln- bogarýmis sem nauðsynlegt er th þess að heilbrigður atvinnurekstur geti þrifist. Halldór Blöndal „Viö sjálfstæöismenn leggjum sem fyrr áherslu á að ekkert sé til sem heitir byggöastefna, nema þaö eitt aö vel rek- in fyrirtæki í sjávarútvegi skili hagn- aði.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.