Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988.
Fréttir
Staöa fiskvinnslimnar fyrstu 9 mánuðina:
Utkoman mun verri
en búist var við
- ljóst
Svo virðist sem uppgjör fiskvinnsl-
unnar í landinu eftir fyrstu 9 mánuði
ársins komi mun verr út en almennt
var búist við. Þeir fiskvinnslumenn,
sem DV hefur rætt við. eru sammála
um að ástandið sé svona alvarlegt.
Sumir benda þó á að nú allra síðustu
vikurnar sé aðeins að rofa til hjá
best stöddu fyrirtækjunum vegna
þess að síðasta gengisfelling sé farin
að virka aö fullu. En þegar htið sé á
útkomuna yfir allt árið sé hún væg-
ast sagt hrikaleg.
Fiskvinnslan í landinu á upp undir
80 prósent af fiskiskipaflotanum.
Nær öll stærri fiskiskip hafa verið í
einhvers konar endurnýjun á síðustu
misserum. Vandi margra fyrirtækj-
Byrjaðir
aðsaga
jólatrén í
Kjarnaskógi
Gyffi Knstjánsstm, DV, Akuxeyri;
Byrjað er að saga niður jólatrén
hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga
í Kjamaskógi við Akureyri og
þeir Hallgrímur Indriðason fram-
kvæmdastjóri og Aðalsteinn Sigf-
ússon felldu hvert tréð á eftir
öðru er DV hitti þá þar i skógin-
um.
„Það er um aö gera að nota
þessa góðu tíð í þetta verk, það
er nefnilega mikill munir að eiga
við þetta í svona góðu veðri og
frostlausu,“ sagði Hallgrímur.
„Trén geymast líka mjög vel svo
þetta er ekkert of snemmt með
tilliti til þess.“
Hallgrímur sagði að Skógrækt-
arfélag Eyfirðinga seldi um 1500
tré á hverju ári, aðallega á Akur-
eyri, en einnig í sveitarfélögum í
nágrenninu. En munu trén
hækka í verði frá í fyrra?
„Nei, þaö verður þá eitthvað
sáralítið, enda er vérðstöðvun.
Tollar og vörugjald á innfluttum
bjám hafa lækkað verulega og
viö höfum miðað okkar verö við
verð á innfluttum tijám,“ sagði
Hallgrímur.
Látni maðurinn 1 Vogum:
Niðurstöðu
krufningar
beðið
Rannsóknarlögreglan f Kefla-
vík vinnur enn að rannsókn á
láti mannsins í Vogunum. Nú er
beðið eftir niöurstöðum úr krufh-
ingu. Allt eins er talið líklegt að
maöurinn hafi látist af völdum
áverka eftir eigin fall. Maðurinn
bar það, skömmu áður en hann
lést, að á hann hefði verið ráðist,
ekki einu sinni heidur tvisvar.
Þar tíl í gær var tahð aö maður-
inn hefði dottiö á höfuðiö föstu-
daginn 28. október. Nú hefur
komið í Ijós að það gerðist sunnu-
daginn 30. október.
Enginn er í haldi hjá lögregl-
unni vegna rannsóknarinnar.
Eins og kom ftam í DV í gær var
ungur maöur handtekinn og hon-
um haldið í einn sólarhring. i ljós
kom aö hann átti ekki sök á dauða
mannsins. -sme
að aðgerðir ríkisstjómarinnar duga hvergi
anna er til kominn að hluta vegna
þess kostnaðar. Lausafjárstaða fisk-
vinnslufyrirtækjanna er þannig að
ef breyta á skammtímaskuldum
þeirra í langtimalán þarf til þess á
bilinu 6 til 8 milljarða króna.
„Það er ýmislegt sem bendir til
þess að ástandið í þessari atvinnu-
grein sé verra en við ætluðum þótt
lengi hafi verið séö hvert stefhdi.
Fyrir fiskvinnsluna er gengið kol-
rangt skráð og fyrirtækin hafa ein-
faldlega ekki efni á að að selja gjald-
eyrinn á því verði sem þau verða að
gera," sagði Sverrir Hermannsson,
bankastjóri Landsbankans.
„Það er alveg ljóst að útkoman er
lakari en við áttum von á. Vaxta-
kostnaður sem og gengistap af er-
lendum lánum og afurðalánum er
hærra en búist var við,“ sagði Árni
Benediktsson hjá samtökum fisk-
vinnslustöðva Sambandsins í sam-
tali við DV.
Sigurður Einarsson, forstjóri Hrað-
frystistöðvarinnar í Vestmannaeyj-
um, tók í sama streng. Hann nefndi
sömu þætti og Árni og sagði þá lang-
þungbærasta hjá fiskvinnslunni um
þessar mundir og þeir kæmu verr
út en menn hefðu búist við.
„Það kæmi mér ekki á óvart þótt
tapið á fiskvinnslunni yfir árið væri
um 10 prósent. Þetta er auðvitað
misjafnt eftir fyrirtækjum en ég hygg
að þetta sé meðaltalið. Það hefur
heldur ekkert gerst að undanförnu
sem lagar stöðuna hjá fiskvinnslunni
og ég er farinn að hallast að því að
fara heföi átt niðurfærsluleiðina,“
sagði Sturlaugur Sturlaugsson hjá
HB & Co á Akranesi.
„Ég hef heyrt að útkoman sé mun
verri en menn bjuggust við en ég hef
enn ekki fengið tölurnar í hendur.
Þetta er það sem fiskvinnslumenn
segja mér. Þeir fullyrða einnig að
eftir aðgerðir ríkisstjórnarinnar
verði tapið eftir sem áður ekki undir
4 prósentum,“ sagði Þórarinn V. Þór-
arinsson, framkvæmdastjóri Vinnu-
veitendasambands íslands, í samtah
viö DV.
-S.dór
Feðgarnir Júlíus Vífill og Naddur, sem eru af irish setter hundakyni, kunna vel að meta frjálsræðið sem þeir bua við
í sumarbústaðalandinu viö Elliðavatn. Það er Július Vífill sem tekur glæsistökkið og faðir hans, Naddur, horfir
hreykinn á.
DV-mynd Ragnar S
Sæbllk á Kópaskeri gjaldþrota:
„Sáum einfaldlega
ekki fram úr þessu“
Stjórn Sæbliks á Kópaskeri óskaði
eftir því í gær að fyrirtækið yrði tek-
iö til gjaldþrotaskipta.
„Við sáum einfaldlega ekki fram
úr þessu,“ sagði Tryggvi Aðalsteins-
son, einn stjómarmanna.
Að sögn Tryggva em skuldir fyrir-
tækisins um 155 til 160 milljónir en
eignir em metnar á um 130 milljón-
ir. Það vantar því um 30 miUjónir til
að fyrirtækið eigi fyrir skuldum.
Bátur fyrirtækisins, Árni á Bakka,
hefur verið í shpp undanfarinn mán-
uö og vantar um 5 mihjónir til að
leysa hann út. Starfsemi hefur legið
niðri í fyrirtækinu þennan tíma.
„Við vonumst til þess aö einhveijir
heimamanna kaupi rækjuvinnsluna
af þrotabúinu en þaö em engar líkur
til þess að báturinn verði hér áfram,“
sagði Tryggvi.
A bátnum hvíla um 105 mihjónir
og ætti hann því að fást keyptur með
lítilh útborgun. Hann hefur um 100
tonna þorskvóta og 600 tonna
rækjukvóta sem er verðlaus um
þessar mundir. Með falli á rækju-
verði og -veiðum má búast við að
söluverð bátsins hafi lækkað umtals-
vert.
Með lokun fyrirtækisins missa
fimmtán manns vinnu sína. Það er
um fjórðungur tíl fimmtungur af
vinnandi fólki í plássinu.
Byggðastofnun hafnaði því í sumar
að gerast hluthafi í Sæbliki. Stofnun-
in haföi þá lánað umtalsvert til fyrir-
tækisins, meðal annars rækjutroU tU
bátsins. Nú hefur stofnunin skrúfað
fyrir öU frekari lán.
í nýlegri skýrslu Byggðastofnunar
um atvinnuástandið á Kópaskeri
kemur fram að mestar vonir eru
bundnar viö fiskeldi. Núverandi
rækjuútgerð er ekki talin eiga fram-
tíð fyrir sér þó bent sé á aö í Öxar-
firði sé rækja nú aftur að vaxa upp
í veiðanlega stærð eftir hrun stofns-
ins fyrir fáeinum árum.
-gse
Ekki haldinn
neinni dellu
Nafn: Helgi Þórsson
Aldur: 37 ár
Staða: Forstöðumaður
Reiknistofnunar Háskólans
„Við erum alveg deUuiaus í
minni fjölskyldu. Eins og margir
aðrir þá eyðum viö einhveijum
tíma saman úti við. Við höfum
verið töluvert á skíðum og dætur
minar hafa nýlega rehcnað út aö
það borgi sig fyrir fjölskylduna
að kaupa árskort á skíðasvæðin
í vetur. Á sumrin höfum við aö-
gang að sumarbústaö og erum oft
þar. Hvaö iþróttir varöar erum
við engir stóriðkendur. Þetta er
allt saman í hófi,“ segir Helgi
Þórsson, nýskipaður forstööu-
maður Reiknistofnunar Háskól-
ans.
Reykvikingur í húð og hár
„Eg er fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Foreldrar mínir eru
Þór Vilhjálmsson hæstaréttar-
lögmaður og Ragnhildur Helga-
dóttir alþingismaður. Ég á þrjár
yngri systur: Ingu, Kristínu og
Þórunni. Konan mín heitir Guð-
rún Eyjólfsdóttir og starfar nú
sem dagskrárgerðarmaöur hjá
útvarpinu. Við eigum tvær stelp-
ur, Ragnhildi 16 ára og Svönu 11
ára.“
Við Miðjarðarhafið
Helgi var í Langholtsskóla og
Vogaskóla á gagnfræðaskólaár-
unum og lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1971. Þá lá leiðin í stærðfræöi \dð
Háskólann. „Ég var fjögur ár að
klára þriggja ára stærðfræðinám
þar sem ég var byijaður að búa
á þeim árum og vann með skólan-
um.“ Eftir Háskólann hér lá leið-
in til Frakklands 1975 þar sem
Helgi dvaldi eitt ár og kom heim
aftur. Leiðin lá svo aftur til
Frakklands 1978 þar sem hann
dvaldi næstu þrjú árin. Hann bjó
í borginni Montpellier um miöja
vegu milli MarseiUes og Spánar
en þar hafa fleiri eða færri í slend-
ingar yfirleitt búið. Helgi.útskrif-
aðist með doktorspróf í tölfræði
1981 og hélt þá heim á Frón.
Lestur skáldsagna
„Eftir heimkomuna vann ég á
Rekstrarstofunni sem haföi
rekstrarráðgjöf og hagræöingu á
sínum pijónum. Þar var ég til
1984 þegar ég réöst sem sérfræö-
ingur til Reiknistoftiunar Háskól-
ans. Þar var ég settur forstöðu-
maöur 1. mars í ár og síðan skip-
aður 15. október.“
Helgi segist vinna mikiö en þeg-
ar tlmi gefist lesi hann skáldsög-
ur. „Þaö er ekkert eins afslapp-
andi og aö lesa sögur um eitt-
hvert fólk sem maöur þekkir ekk-
ert og kemur manni alls ekkert
við. Svo reyni ég náttúrulega að
þvo og vaska upp heima h)á mér.“
-hlh