Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. 7 Viðskipti Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslimarráðs: Það verður jólaös en rosalegur samdráttur í janúar og febrúar Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur 9g framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, spáir því að það verði venju- leg jólaös hjá<verslununum þrátt fyr- ir samdrátt í efnahagslífinu. Vil- hjálmur segist á hinn bóginn gera ráð fyrir rosalegum samdrætti í jan- úar og febrúar á meðan fólk sé aö komast í gegnum kortin eins og hann orðar það. „Ég held að í janúar og_febrúar verði fyrst hægt að tala um samdrátt í verslun, að þá finni kaupmenn fyr- ir miklu peningaleysi hjá fólki,“ seg- ir Vilhjáhnur. Peningamarkadur INNLÁNSVEXTIR Innlán óverðtryggð (%) hæst Sparisjóðsbækurób. Sparireikningar 5-7 Bb 3jamán. uppsögn 5-8 Sb.Sp 6mán. uppsögn 5-9 Vb.Sb,- Sp 12mán. uppsögn 6-10 Ab 18mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar,alm. 1-2 Vb.Sb,- Ab Sértékkareikningar 5-7 Ab.Bb,- Vb Innlán verötryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Bb.Vb,- Sp 6 mán. uppsögn 2-3,75 Vb.Sp Innlán meðsérkjörum 5-12 Lb.Bb,- Sb Innlángengistryggð Bandarikjadalir 7,25-8 Vb Sterlingspund 10,50- 11,25 Vb Vestur-þýsk mörk 4-4,25 Ab,V- b.S- b.Ob Danskarkrónur 7-8 Vb.Sb ÚTLÁNSVEXTIR Útlán óverðtryggð (%) lægst Almennir víxlar(forv.) 15,5-18 Sp Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 16,5-21 Vb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir . Hlaupareiknmgar(yfirdr ) Útlán verðtryggð 19-22 Lb.Úb . Skuldabréf Utlántilframleiðslu 8-8.75 Vb Isl. krónur 17-20 Lb.Bb SDR 9-9,75 Lb.Ob,- Sp Bandarikjadalir 10.25 Allir Sterlingspund 13.50- 14,50 Lb.Ob Vestur-þýsk mörk 6,75-7,25 Allir nema Vb Húsnæðislán Lífeyrissjóðslán 3.5 5-9 Dráttarvextir 27,6 2.3 á mán. MEÐALVEXTIR óverðtr. nóv. 88 Verðtr. nóv. 88 20.5 8.7 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala nóv. 2272 stig Byggingavisitala nóv. 399,2 stig BV99ingavísitala nóv. 124,8 stig Húsaleiguvisitala Engin hækkun 1. okt. Verðstöðvun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,285 Einingabréf 2 1,880 Einingabréf 3 2,128 Fjölþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,558 Kjarabréf 3.338 Lífeyrisbréf 1.651 Markbréf 1,761 Skyndibréf 1,025 Sjóðsbréf 1 1.604 Sjóðsbréf 2 1,385 Sjóðsbréf 3 1,143 Tekjubréf HLUTABRÉF 1,555 Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 118 kr. Eimskip 346 kr. Flugleiðir 273 kr. Hampiðjan 130 kr. Iðnaðarbankinn 172 kr. Skagstrendingur hf. 160 kr. Verslunarbankinn 134 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb=LJtvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast f DV á fimmtudögum. Að sögn Vilhjálms blasir samdrátt- urinn undanfama mánuði öðruvísi við kaupmönnum en áður. „Venju- lega þegar verður samdráttur á ís- landi dregst neyslan minna saman en tekjumar. Núna er þessu öfugt farið, neyslan minnkar meira en tekjumar. Það bendir til þess að fólk sé mjög hrætt við komandi mánuði og hafi því dregið snarlega úr neyslu til að mæta samdrættinum. Eins hafa háir vextir hér áhrif að mínu mati. Fólk sér fram á áð tekjur þess minnka næstu mánuði og hikar þvi við að taka lán. En í árferði þegar útlit er fyrir hækkandi rauntekjur tekur fólk frekar lán,“ segir Vil- hjálmur. Ástæðan fyrir því að ekki verður verulegur samdráttur í jólasölu en þess í stað meiri samdráttur í janúar og febrúar segir Vilhjálmur vera þá staðreynd að fólk hætti seint að halda upp á jólin og geri sér dagamun um hátíðamar. Magnús Finnsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtaka íslands, segir að það sýni sig að verslun fylgi ætíð þeirri sveiflu sem veröur í efna- hagslífinu. „Það hefur hins vegar sýnt sig áður á samdráttartímum að fólk er örlátt um jólin og að hin hefðbundna jóla- sala hefur ekki dregist svo mikið saman," segir Magnús. Ujá nokkrum kaupmönnum, sem Jólin nálgast. Verður hefðbundin jólaös eða upplifa kaupmenn gifurlegan samdrátt í jólasölu frá þvi á siðustu árum? DV ræddi viö í gær, kom fram að þó verulegur samdráttur hefði orðið í september og október, sérstaklega í október, hefðu þeir ekki trú á öðru en að þaö yrði jólahasar eins og venjulega. „Jólasala bregst aldrei," vom orð eins reynds kaupmanns við DV. -JGH Verður jólasalan 10 milljarðar? Jólasalan í fyrra nam um 8,6 millj- örðum króna og velta allrar smásölu- verslunarinnar í landinu var um 54 milljarðar á síðasta ári. Þjóðhags- stofnun spáir því að framfærsluvísi- talan hækki frá byijun til loka þessa árs sé um 25 prósent. Ef við gemm ráð fyrir smásamdrætti um þessi jól má búast við rúmlega 10 milljarða jólasölu að þessu sinni. Á þessu ári hefur verið samdráttur á öllum sviðum verslunar nema í skósölu og sölu á sportfatnaði. Mest- ur er samdrátturinn í bílasölu og sölu á húsgögnum. Velta smásöluverslunar árið 1986 var um 40 milljaröar og 54 milljarðar í fyrra. Að sögn kaupmanna hefur orðið vart við verulegan samdrátt síðustu tvo mánuði, sérstaklega í október. -JGH Mikið verk óunnið við að breyta eignum sjóða Ávöxtunar í peninga Stórkaupmenn: Spá samdrætti í dýrari vörum „Ég tel að íslendingar haldi sín jól í mat, drykk og gjafavörum eins og venjulega. En búast má við sam- drætti í dýrari vörum. Þegar hefur orðið.vart við mikinn samdrátt í húsgögnum, svo ekki sé minnst á sölu bíla. Á þessu sviði verslunar er áþreifanlegur samdráttur," segir Árni Reynisson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, um jólasölunna. „Það hefur ætíð sýnt sig að á tímum samdráttar hefst kreppan fyrst fyrir alvöru þegar komið er upp fyrir ákveðið verð. Þess vegna kemur samdrátturinn fyrst niður á dýrum vörurn," segir Ámi. -JGH Tollvörugeymslan iengist tölvuneti Tollvörugeymslan hefur núna tengst almenna gagnaflutningsnet- inu. Það þýðir að þeir sem skipta við Tollvörugeymsluna geta tengst tölvu fyrirtækisins. Þar með eiga innflytj- endur möguleika á að fletta beint upp á birgðastöðu sinni í geymslunni, fletta upp í tollskrá og gengistöflu, baeði nýju og eldra gengi. Útskriftir má fá hvort sem er á eig- in prenturum eða á prenturum Toll- vörugeymslunnar. Upplýsingar um almenna gagna- flutningsnetið er að flnna í bæklingi sem Póstur og sími hefur gefið út. -JGH Gestur Jónsson, formaður skila- nefhdar Verðbréfasjóðs Ávöxtunar sf. og Rekstrarsjóðs Ávöxtunar sf„ segir að mikið verk sé enn óunnið í aö leysa eignir sjóðanna upp og breyta þeim í peninga. „Þetta er mikiö verk. Markmið skilaneöidar er að sem mest fáist fyrir eignir sjóðanna. Ennfremur að þaö taki ekki of langan tíma að gera sjóðina upp og greiöa eigend- um bréfanna. Á vissan hátt rekast þessi markmið á,“ segir Gestur Jónsson. Aö sögn Gests er útilokað að leggja mat á það hvað fæst fyrir eignir sjóöanna. „Ég vil ekki vera með neinar getgátur um það. En það gengi, sem bréfln voru auglýst' á undir lokin, er þó bersýnilega of hátt Það segir sig sjálft.“ Um það hvenær þeir sem áttu Ávöxtunarbréf og Rekstrarbréf geti vænst þess að málinu ljúki og fái bréfin innleyst, segir Gestur að ekki sé nokkur leið aö segja til um það. - Er verið að tala um sex mánuði eöa lengur? „Þessu verki verður örugglega ekki lokið á næstu sex mánuöum. Það er alveg ljóst,“ segir Gestur. -JGH ÖRYGGISMIÐSTÖÐIN þjófavarnir - brunavarnir ÚKEYPIS RAÐGJÖF SIMI 91-29399

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.