Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. 9 Ágúst Hjöitur, DV, Ottawa: Ekkert lát virðist vera á sókn Fijálslynda flokksins fyrir þing- kosningamar í Kanada sem fram fara þann 21. nóvember næstkom- andi. Samkvæmt Gallup skoðana- könnun, sem birt var í gær, er Frjáls- lyndi flokkurinn með fylgi 43 prósent ákveðinna kjósenda, Ihaldsflokkur- inn með fylgi 31 prósent og Nýi demó- krataflokkurinn með 20 prósent. Ef kosningaúrslitin verða í samræmi við þessar tölur mun Fijálslyndi flokkurinn mynda meirihlutastjórn eftir kosningar. Breytingar á fylgi flokkanna eru ótrúlegar, að mati talsmanna Gallup- stofnunarinnar, og að þeirra sögn þær mestu sem átt hafa sér stað í þau 46 ár sem fyrirtækið hefur starfað. í skoðanakönnun, sem Gallup birti fyrir aðeins viku, voru íhaldsmenn enn með forystuna og höfðu fylgi 38 prósent kjósenda. Fijálslyndir voru í öðru sæti með 32 prósent fylgi og nýir demókratar ráku lestina með 27 prósent fylgi. John Turner, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Kanada, á kosningaferðalagi í Montreal. Símamynd Reuter Niðurstöður þessarar skoðana- könnunar, sem og annarra sem birt- ar hafa verið síðustu daga, hafa beint athygh manna aö því hversu mikið mark sé á þeim takandi og hversu mikil áhrif þær hafi á fylgi flokk- anna. Nákvæmni flestra þessara kannana er plús eða mínus 4 pró- sent. Það hefur hins vegar gerst margoft síðustu vikur að kannanir, sem teknar eru og birtar á svipuöum tíma, sýna mismun sem er meiri en eðlilegt frávik gefur tilefni til. Séu þær kannanir, sem birst hafa síðustu vikur, teknar saman kemur i ljós að Fijálslyndi flokkurinn og íhaldsmenn eiga í harðri baráttu um efsta sætið með fylgi einhvers staðar mifli 30 og 40 prósent meðan nýir demókratar verma botnsætið með 20 til 30 prósent fylgi. Frjálslyndir taka ótvíræða forystu Kanadadollar fellur gagnvart Bandaríkjadohar og eins féhu verðbréf á verðbréfamarkaðn- um í Toronto lítillega í verði. Þessa óróa hefur gætt síðustu tvær vikur eða frá því að skoðanakannan- ir fóru að gefa til kynna að fríversl- unarsamningurinn við Bandaríkin myndi ekki verða staðfestur af ný- kjörnu þingi eftir kosningar. íhalds- flokkurinn er eini kanadíski stjórn- málaflokkurinn sem styður samn- inginn þannig að ef flokkurinn fær ekki hreinan meirihluta á þingi verð- ur samningurinn ekki staðfestur. Fylgismenn samningsins hafa óspart notað sér þennan óróa til að benda Kanadamönnum á hvað muni gerast verði ekkert af samningnum. Þeir spá frekari lækkun á gengi Kanadadohars, hækkun vaxta og verðbólgu og þar með minni fjárfest- ingu og auknu atvinnuleysi. And- stæðingar samningsins svara því til að hér sé aðeins um taugaveiklun fjármálaspekúlanta að ræða sem komi kanadískum almúga htið við. Ágúst Hjörtur, DV, Ottawa: Aukið fylgi Frjálslynda flokksins, og þar með aukin andstaða innan Kanada við fríverslunarsamninginn við Bandaríkin, er farið að valda óróa á kanadíska fjármálamarkaðnum. í gær féll kanadíski dollarinn nokkuð Órói er nú á fjármálamarkaðnum í Kanada vegna aukins fylgis Frjálslynda flokksins og andstöðu við fríverslunarsamninginn við Bandaríkin. Myndin er tekin í Toronto í gær þegar kunnugt varð um fall verðbréfa. Simamynd Reuter Útlönd Kreppa Björg Eva Edendsdóttir, DV, Osló: Norski stórbankinn DNC til- kynnti í gær aö hann þyrfti að losa sig viö að minnsta kosti tólf hundr- uð manns á næsta ári. Þetta er hö- ur í spamaöaráætlun DNC sem miöað við stærð er einn verst rekni banki í Evrópu. Og fleiri tapa í Noregi. Aö minnsta kosti tvö nýleg dagblöð hafa hætt að koma út á árinu og fleiri standa höhum fæti. Oslóblað- iö, dagblað ibúa höfuöborgarinnar, kom út í síðasta sinn á laugardag- inn eftir rúmlega hálfs árs rekstur. í Noregi Aftenposten, stærsta dagblað Nor- egs, þarf að fækka við sig um hundrað manns. Ástæöan er aö auglýsingatekjur blaðsins hafa lækkað um aht að 70 prósent á sumum geirum auglýsinga. Tuttugu norsk hótel hafa íariö á hausinn í ár og það eru helmingi fleiri en síöustu ár. Sum hótelanna hafa meira að segja náð þvi að fara á hausinn tvisvar á árinu. Á verðbréfamarkaönum rflor einnig svartsýni. Verðbréf í stærstu fyrirtækjum Noregs halda áfram að lækka í veröi. Það vantar áhættufé, segir upplýsingastjórinn. HVERVANN? 1.118.935 kr. Vinningsröð í 44. leikviku: X1X-11X-122-X21 12 réttir = 783.259 kr. Einn var með 12 rétta - og fær í sinn hlut kr. 783.259,- 11 réttir = 335.676 kr. 22 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 15.258,- -ekkibaraheppni Verkföll vegna brottrekstra Þúsundir ríkisstarfsmanna tru- fluöu starfsemi stjómarskrifstofa í morgun meö verkfóhum og ftöldamótmælum vegna þess að fjórir starfsmenn leyniþjón- ustunnar vom reknir fyrir aö ganga í verkalýösfélag. Starfs- mönnum leyniþjónustunnar er bannaö að vera í verkalýðsfélagi. Starfsemi margra stjómar- skrifstofa var því sem næst löm- uð vegna mótmælanna. Margrét Thatcher bannaði starfsfólki sem vinnur leyniþjón- ustustörf að vera í verkalýðsfé- lagi eftir aö verkfóh höfðu stöðv- að mikilvæga skrifstofu innan leyniþjónustunnar sjö sinnum á árunum 1979-81. lingar í eftirtöldum búnaói: u þessar hurðir opnast fyrir endurnýjun á driíbúnaði. ASTRA Austurströnd 8 sími 61-22-44 Fax 61-10-90 * Fellitjöld fyrir verslunarglugga, ál eóa stál. * Plastrimlahengi fyrir frystihús o.fl. * Opnunarbúnaður fyrir hliö. * Þráðlausar fjarstýringar. * Bílskúrshurðaopnarar. * lönaöarhuróir. ^jálfvirkar og handvirkar hurðir fyrir verslanir, banka, stofnanir og fjölbýli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.