Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988.
Útlönd
Hvirfilvindur
banar tugum manna
Þúsundlr Filippseyinga flúöu
heimili sín er hvirfilvindurinn Skip
gekk yfir Filippseyjar. Að minnsta
kosti eitt skip sökk og í kjölfar hvirf-
ilvindsins komu flóö og aurskriður.
Að minnsta kosti þrjátíu manns hafa
beðið bana, að sögn embættismanna.
Um miðbik eyjanna féll aurskriða
á fjallaþorp og einnig mældist jarð-
skjálfti upp á 5,5 stig á Richter á suð-
urhluta eyjanna.
Ekki var vitað um manntjón af
völdum jarðskjálftans sem varö um
svipaö leyti og hvirfilvindurinn Skip
fór fram hjá Manilia án þess að valda
tjóni í höfuðborginni.
Skip er annar hvirfilvindurinn sem
gengur yfir Filippseyjar á tveimur
vikum.
Þijátíu þúsund manns þurftu að
leita skjóls í kirkjum og skólum í gær
er Skip, sem er annar hvirfilvindur-
inn á tveimur vikum sem gengur
yfir eyjarnar, fór með eitt hundrað
sjótíu og fimm kílómetra hraða með
vatnsveðri og eyðileggingu í kjölfar-
ið.
Versta slysið sem hlaust af hvirfil-
vindinum var þegar aurskriða féll á
fjallaþorpið Santa Rosa Camarine
héraði. Sex manns höfðu fundist
látnir í morgun og fimmtán var sakn-
að.
Yfirvöld óttast að Skip nái að valda
stórkostlegum skaða á hrísgrjóna-
ökrum og einnig þar sem ræktaðar
eru kókoshnetur áður en hann geng-
ur út yfir Suður-Kínahaf í átt að Viet-
nam.
Fyrir tveimur vikum gekk hvirfil-
vindurinn Ruby yfir Filippseyjar.
Hann varð fimm hundruð manns að
bana og olli stórkostlegu tjóni.
Reuter
Umsjón:
Ólafur Arnarson
og
Ingibjörg Bára
Sveinsdóttir
T€C
Innritun á vinsælu örbylgjuofnanám-
skeiðin, sem haldin eru á Holiday Inn
hótelinu, er í síma 689398 mánudaga til
fimmtudaga frá kl. 14-16 (aðeins).
Innflytjandi
m
Electrolux
RYKSUGUR
ÁVALLT í 1. SÆTI
Kynntu þér verð og gœði
Hreinlætis-
tækjahreinsun
Hreinsa kísil og önnur óhreinindi af hreinlætis-
tækjum og blöndunartækjum. Sértilboð á
stykkjafjölda. Fljót og góð þjónusta.
Verkpantanir daglega milli kl. 1 og 6 í síma
985-28152.
Hreinsir hf.
Simamynd Reuter
Töluverð flóð hafa fylgt i kjölfar hvirfilvindsins Skip á Filippseyjum
Sameining í sjónmáli?
Norður-Kóreumenn gerðu í gær
opinskáa áætlun um sameiningu
ríkjanna á Kóreuskaga og sögðu að
þeir myndu senda bréf til Bandaríkj-
anna og Suöur-Kóreu um málið.
Opinbera fréttastofan í Noröur-
Kóreu birti fréttir af tillögunni sem
felur í sér brottflutning bandarískra
hermanna frá Suður-Kóreu, afvopn-
un af hálfu beggja Kóreuríkjanna'og
friðarsamninga milh ríkjanna.
Það var miðnefnd fólksins í Norð-
ur-Kóreu sem gaf út fréttatilkynn-
inguna. Miðnefndin er eitt æðsta
vald í landinu. Einnig stóðu að henni
þingið og rikisstjómin.
Norður-Kóreumenn sögðu að frið-
ur á Kóreuskaga þyrfti aö byggjast á
flórum grundvaUaratriðum.
Það þyrfti að sameina ríkin, erlent
herhö yrði að hverfa á brott, gagn-
kvæm afvopnun þyrfti að fara fram
milli Kóreuríkjanna og til friðar
þyrftí að stofna meö viöræðum milh
ríkjanna.
Fréttatilkynningin sagði ennfrem-
ur að stofnun lýðræðislegs lýðveldis
undir itáfninu Koryo væri besta leið-
in til að leysa sameiningarvandann.
Norður-Kóreumenn vilja að Kóreu-
ríkin setjist að samningaborði ásamt
Bandaríkjunum, Póllandi, Tékkósló-
vakíu, Sviss og Svíþjóð sem fylgjast
munu meö því að allir aðilar standi
við sitt.
Reuter
Miklar óeirðir hafa verið i Suður-Kóreu að undanförnu en nú hafa Norður-
Kóreumenn lagt fram hugmyndir um sameiningu ríkjanna tveggja. Hér
sést suður-kóreskur lögreglumaður sleppa skildi sínum eftir aö eld-
sprengju var varpað að honum.
Simamynd Reuter
Sakharov skammar Sovétríkin
Sovéski mannréttindafrömuður-
inn Andrei Sakharov virðist ekki
ætla að láta deigan síga á meðan
hann er í sinni fyrstu heimsókn í
Bandaríkjunum. Hann hefur notað
tækifærið og tjáð sig um ástandið í
heimalandi sínu.
„Heimsókn mín er tákn fyrir þær
breytingar sem eru aö eiga sér staö
í landi mínu,“ sagði Sakharov, sem
nú er í sinni fyrstu heimsókn til Vest-
urlanda, tveimur árum eftir að hon-
um var sleppt úr stofufangelsi sem
hann hafði verið hnepptur í fyrir
baráttu sína fyrir mannréttindum.
En Sakharov, sem fékk friöarverð-
laun Nóbels áriö 1975, segir að þessar
breytingar séu ekki nóg. Hann sagði
ennfremur aö sú hætta væri fyrir
hendi að þessum breytingum yrði
snúið við, og gaf í skyn að umbóta-
stefna Gorbatsjovs sem nefnd hefur
verið Perestroika væri í hættu.
„Ég verð að skýra frá erfiðu og
varasömu ástandi í Sovétríkjunum"
sagði Sakharov í gegnum túlk. „Ég
hef séö mikla ógnun viö Perestroiku
og lýöræðislega þróun í landi mínu.“
Sakharov sem er sextíu og sjö ára
mun heimsækja vini og vandamenn
í nágrenni Boston fram á fostudag.
Hann skýrði frá því að samkvæmt
nýjum lögum, sem enn hafa ekki
verið birt í Sovétríkjunum, séu rétt-
indi fóks til skoöana og aö mótmæla
mjög skert. Einnig sagði hann aö
frelsi íjölmiðla yrði verulega skert.
Sakharov sagðist nýlega hafa reynt
í heila viku að hringja í Gorbatsjov
til að ræöa við hann um kúgun í
landinu.
Á fóstudag fer Sakharov til Was-
hington. Ekki er ákveðið hvenær
hann fer aftur til Sovétríkjanna.
Reuter