Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988. H Minni ávinningur en vonast var til Steinunn Böðvarsdóttir, DV, Washington; Sjaldan hefur val á varaforseta- efni forsetaframbjóðanda í Banda- ríkjunum vakið eins mikla athygli og val George Bush, frambjóðanda repúblikana, á Dan Quayle. Öllum til mikillar undrunar sniðgekk Bush reyndari og þekktari menn, eins og Bob Dole, öldungadeildar- þingmann, og útnefndi Quayle sem varaforsetaefni sitt á flokksþingi Repúblikanaflokksins í ágúst síð- asfliðnum. Meginástæða Bush virðist í fljótu Skopteiknarinn Lurie, og reyndar fleiri, telja að Dan Quayle, varaforseta- efni repúblikana, hafi skaðað Bush. Hann hefur ekki reynst sá ávinning- ur sem Bush hafði vonast til. bragði vera aldur Quayle. Hinum 41 árs gamla öldungadeildarþing- manni í Indianafylki var ætlað að höfða til þeirtar kynslóðar sem nú er að komast til valda í Bandaríkj- unum. Honum var einnig ætlað að tryggja stuöning íhaldsmanna en Qayle tilheyrir íhaldssamari væng Repúblikanaflokksins. Og síðast en ekki síst, hinn ungi og myndarlegi Quayle er tahnn geta höfðað til kvenna sem hingað til hafa frekar stutt demókrata en repúblikana í forsetakosningum. En Quayle hefur ekki reynst sá ávinningur sem Bush hafði vonast til. í raun telja margir hann hafa verið dragbít varaforsetans í kosn- ingabaráttunni. Fortíð Quayle hef- ur hvað eftir annaö verið dregin fram í fjölmiðlum og margir þekkt- ir stjórnmálamenn hafa lýst yflr efasemdum um leiðtogahæfileika hans. Bob Dole sagði í sjónvarps- viðtali fyrr í kosningabaráttunni að liklega hefði verið hægt að finna hæfileikaríkari mann. Og jafnvel James Baker, kosningastjóri Bush, hefur færst undan að svara spurn- ingum blaðamanna um hvort hann hafi veriö hlynntur útnefningu Quayle. Samkvæmt niöurstöðum skoð- anakannana hefur Quayle reynst kosta Bush að meðaltali 3 prósent fylgi miðað við landið allt. Meiri hluti kjósenda hefur efasemdir um hæfileika hans til að taka við emb- ætti forseta komi til þess. Ráðgjafar Bush hafa haldið Quayle í hæfilegri fjarlægð frá al- menningi. Bush hefur sárasjaldan nefnt varaforsetaefni sitt á nafn í kosningaræðum sínum og enn sjaldnar hafa þeir háð kosninga- baráttuna hlið við hhð. Bush hefur sárasjaldan haft varaforsetaefni sitt við hlið sér í kosningabaráttunni. Símamynd Reuter Baráttan kostaði óhemjufé Steinunn Boövarsdóttír, DV, Washington; Kosningabaráttan um embætti for- seta í Bandaríkjunum hefur kostað óheinjufé. Æfla má að barátta hvors frambjóðanda í ár hafi kostað rúm- lega 100 milljónir dollara. Bandarísku kosningalögin voru endurskoðuð í kjölfar Watergate- hneykshsins sem leiddi til afsagnar Richards Nixon forseta árið 1974. Samkvæmt nýju kosningalögunum fær hvor frambjóðandi um sig fram- lag frá hinu opinbera að upphæð 46,1 mihjón dollara. Að auki kveða lögin á um að hvor um sig geti þegið 8,3 mihjóna dollara framlag frá sínum flokki. Kosningasjóður hvors var því rúmlega 54 mhljónir dollara eða hátt í 2,5 mihjarðar íslenskra króna. Kosningasjóðir frambjóðendanna sáu um helming fjármögnunar sjáhr- ar kosningabaráttunnar. Hinn helm- ingurinn var framlög einstakhnga og fyrirtækja eða það sem Banda- ríkjamenn kalla „mjúka peninga". Margir fara í kringum kosningalög- in, sem banna há fjárframlög th for- setaframbjóðendanna, og gefa f]ár- hæðir til stjórnmálaflokkanna sem síðan veija þeim til stuðnings sínum frambjóðanda. Bæði repúblikanar og demókratar stefndu að því aö safna 50 mihjónum dohara hvor á þennan hátt. Stjórnmálaflokkamir í fylkjunum geta þegið framlög svo framarlega sem peningunum er ekki varið beint til kosningabaráttu forsetaframbjóð- endanna. En „mjúku peningamir“ geta nýst th margra hluta sem strangt til tekið ættu að teljast hluti kosningabaráttunnar, svo sem póst- lagning áróðurspésa. En samkvæmt breytingum á kosningalögunum árið 1979 leyfist skrifstofum flokkanna í fylkjum landsins að greiða fyrir þessi atriði og geta því spárað kosninga- herbúðum frambjóðendanna mhlj- ónir dohara. Útlönd Dan Quayle, varaforsetaefni repúblikana, ásamt Marilyn konu sinni á tali við fréttamenn um helgina. Símamynd Reuter Vinningstölurnar 5. nóvember 1988. Héildarvinningsupphæð: kr. 8.882.920,- Fimm tölur réttar kr. 5.094.750,-. Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. • BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 561.232,- skiptast á 2 vinningshafa, kr. 280.616,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 968.058,- skiptast á 117 vinningshafa, kr. 8.274,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 2.258.880,- skiptast á 4.706 vinningshafa, kr. 480,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.