Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1988, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1988.
29
LiífsstQl
Hvað kostar kíló
af brauði?
- 138% verðmunur á rúgbrauði
Kíló af pylsubrauðum getur kostað um sem hægt er að draga af könnun á brauði frá fimm ólíkum framleið-
rúmlfega 20% meira en kíló af kjöt- DV á kílóverði á ýmsum brauðteg- endum, mismunandi stórum. Brauð-
farsi. Þettaereinafþeimniðurstöð- undum. Kannað var verð á 31 tegund in voru öll vigtuð og verðið síðan
Verð á brauðum er eins margvíslegt og brauðin eru mörg.
Pylsnr 31% dýrari
en pylsubrauð
Sé kílóverð á pylsubrauðum borið
saman við verð á pylsum kemur í
ljós að munurinn er minni en marg-
ur hefði haldið. Pylsubrauðið getur
kostar 424 krónur kílóið. Pylsur frá
SS kosta út úr búð 556 krónur kílóið.
Þær eru aðeins 31% dýrari en brauð-
ið.
Sé það haft í huga að kíló af grófu
brauði kostar yfirleitt tæpar 200
krónur og pítubrauð kosta 226 krón-
ur kílóið frá Samsölunni fer ekki hjá
því aö eitthvað virðist bogið við verð-
lagninguna á pylsubrauöumun
-Pá
Minni munur er á verði á pylsum og pylsubrauðum en ætla mætti.
DV-mynd
Mestu munaði á kilóverði á rúgbrauði eða 138%. DV-mynd
umreiknað í verð pr. kg.
Könnun af þessu tagi verður aldrei
tæmandi. Milli 25 og 30 aðilar baka
brauð og selja ýmist beint úr eigin
bakaríum og/eða beint í verslanir.
Hins vegar gefur þessi könnun
nokkra mynd af mismunandi verði á
hinum ýmsu brauðtegundum miðað
við þyngd. í þessari könnun er held-
ur ekki frekar en í öðrum verðkönn-
unum tekiö tillit til innihalds, holl-
ustu eða gæða. Skylt er og að geta
þess að einn af stærstu aðilunum í
brauð og kökubakstri í Reykjavik
vildi ekki taka þátt í þessari könnun.
Sé litið á þær tegimdir samloku-
brauöa sem teknar voru með í könn-
uninni kemur í ljós að kíló af sam-
lokubrauði frá Myllunni kostar 156
krónur, Samsalan selur kílóið á 188
og Breiðholtsbakarí á 172.
Kíló af hamborgarabrauði kostar
266 krónur frá Myllunni, 300 krónur
frá Samsölunni og 288 frá Bakaríinu
í Austurveri.
Heilt rúgbrauð frá G. Sandholt á
Laugavegi kostar 123 krónur kílóiSj“
seytt rúgbrauð frá Myllunni kostar
175 krónur kílóið og seytt rúgbrauð
frá Mömmubrauðum h/f kostar 293
krónur kílóið. Munurinn á hæsta og
lægsta verði er hér 138%.
Pylsubrauð frá Samsölunni kosta
320 krónur kílóið en pylsubrauð frá
bakaríinu í Austurveri kosta 424
krónur kílóið. Munurinn er um 30%.
Ódýrasta brauðið í þessari könnun
reyndist vera Extrakt brauö frá Sam-
sölunni sem kostaði 92,50 krónur
kílóið. -V&
Tegund/framleiðandi Þyngd Verð.áein. Verð á kg
Heilhveitibr. G. Sandholt sneitt 460 g 86 187
Franskbrauð, sneitt 476 g 74 155
Sólkjarnabr.,sneitt 502 g 110 219
Rúgbrauð, heilt 1.362 g 168 123
Boltabrauó, sneitt 468 g 109 233
Þriggja korna, sneitt 432 g 110 254
Myiluformbr., heitt 548 g 71 129
Myllusamlokubr., sneitt 724 g 113 156
Mylluheilhveitibr., heilt 566 g 73 129
Myllukomparísarbrauð 345 g 91 263
Myllupylsubrauð 195g 56 287
Mylluhamborgarabr. 120g 32 266
Myllurúgbrauð, seytt 290 g 51 175
Myllusældarbrauð 340 g 55 161
Myllusigtibrauð 225 g 51 226
Samlokubr. Breiðhbakarí, sneitt 696 g 120 172
Gróft Samsölusamlokubr., sneitt 596 g 112 188
Samsöluhamborgarabrauð 110 g 33 300
Extrakt Samsölubrauð 735 g 68 92,50
Samsöluklíðisbrauð 490 g 63 128
Samsölupylsubrauð 175g 56 320
Samsölupítubrauð 230 g 52 226
Samsölubæjararúgbrauð. 330 g 62 187
Bakaríið, Austurveri:
Boltabrauð, heilt 578 g 114 197
Kornbrauð, sneitt 615 g 102 167
Hamborgarabrauð 125g 36 288
Pylsubrauð 205 g 87 424
Trefjabrauð, sneitt 527 g 122 231
Pottbrauð h/f;
Pottbrauð 135g 44 326
Heilhveitipottbrauð 135g 44 326
Mömmubrauð
Seytt rúgbrauð 150g 44 293
Misgóð kjör hjá bakaríum
Talsverður munur er á því gagn-
vart verslunareigandanum hvort
skipt er við lítil og meðalstór bak-
arí eða mjög stór bakarí eins og
Mjólkursamsöluna. Kaupmenn
sögðu í samtali við DV að mesti
munurinn væri sá að smærri bak-
aríin tækju til baka allt sem ekki
seldist eftir hvem dag og greiddu
versluninni það að fullu. Með þessu
móti tekur verslunin ekki á sig
neina rýrnun.
Mjólkursamsalan hefur hins veg-
ar þá sérstöðu að greiöa kaup-
mönnun aðeins til baka 2% af and-
virði þess sem ekki selst. Að auki
tekur Samsalan aðeins við afgangs-
brauðum einu sinni í viku.
„Samsölubrauð era mjög vinsæl
og kaupmaöurinn fær því bágt fyr-
ir hjá kúnnanum ef hann selur þau
ekki. Hitt er svo annað mál að það
er í krafti þessara vinsælda sem
Samsalan býður upp á mun óhag-
stæðari viðskipti en önnur bak-
arí,“ sagði kaupmaður í stórri
verslunísamtaliviðDV. -Pá
12mannabrauð-
tertur fyrir 2.30Ö
I framhaldi af lauslegri umfjöllun
DV um mikinn verðmun á 12 manna
brauðtertum hefur verið bent á að á
smurbrauðsstofunni Gleym-mér-ei í
Nóatúni fáist 12 manna brauðtertur
með skinku eða rækju á 2.300 krón-
ur. 12 manna brauðterta með reykt-
um laxi kostar þar 2.900.
-Pá