Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Síða 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988.
Sandkom
IMýtt tímatal
Viöskiptalífí
Japanernúsvo
göttsemlamað.
Astæöanersu
aðHirohito
Japanskeisari
liggurfyrir
dauöanum. En
hvornigskykii
þettagetavcr-
ið?
Jú.málumer
þannigháttaðí
Japanaðtíma-
tal tniðast við þau tímamót þegar nýr
keisari kemur til starfa. Japönsk
f'ramleiðslufyrirtæki, sem þurfa að
setja dagsetningu á umbúðir vörunn-
ar sem senda skal á markaðinn, eru
því alveg í stökustu vandræðum.
Forráðamenn þeirra eru hraeddir um
aö móðga nýjan keisara ef s vo vildi
til að hann tæki við völdum áður en
dagsetningarnar á umbúðunum
renna út. Þ ví halda allir að sér hönd-
um i pökkunarstarfinu um þessar
mundir og vöruþurrð er í verslunum
iJapan.
Það væri annars athugandi fyrir
okkur að feta í fótspor Japana og telja
út frá skipstj óranum á þjóðarskút-
unni hverju sinni. Þá teldum við nú:
1.2. og 3. í Denna o.s.frv.
Að senda boltann
ÞeirhjáRík-
isútvatpinu
notamikið
orðatiltækið,
aðsendaholt-
ann.Þegarein-
hverergerður
útaförkinni
meðhljóðnem-
annsegirhann
nærundan-
tekningarlaust,
þegar hann hef-
urlokiðmáli
sínu:„... ognúsendumviðboltann
upp i Efstaleiti.“ Hlustendur eru
orðnir vanir þessu, svona rétt eins
og stefinu sem var alitaf leikið í hin-
um fjöldamörgu hléum Ríkisútvarps-
ins.
En hins vegar dauðhrukku menn
við þegar nýr dagskrárgerðarmaður
Stjömunnar var á faraldsfæti um
borgina á döpnum. Þegarhann
hafði lokið sér af, sagði hann glað-
beittur:..og nú sendum við bolt-
annuppíEfstaleiti!"
EJtir á mun aumingja maðurinn
hafa gefiö þá skýringu aö hann hafi
haldið að „málshátturinn'1 væri bara
svona.
íþróttaspjall
Ogþaðem
fleirisem
rugiastírím-
inuendag-
skrárgerðar-
maðurinn á
Stjömunni.
Ríkissjónvarp-
iðhefursem
kunnugtertek-
íðuppfesta
fréttatíma
klukkaneliefu
á kvöldin. Og
það var einmitt í einum slíkum sem
fréttamaðurinn Árni Þórður sneri
sér að umsjónarmanni iþrótta, Jóni
Óskari Sólnes, og sagði eitthvað á
þessaleið:
, ,Og hvað er svo að frétta úr heimi
íþróttanna, Jón Óttar?“
Er það annars nema von aö menn
ruglist í öllu þessu kraðaki?
Krossamir
Nú.þegar
verslunareig-
endurem&m-
iraðtakafram
jólaskrautið.
skýtur þcssari
uppíhugann:
Þaðvarfyrir
, einhver jóiin að
viðskiptavinur
kom inn í
Blómavalog
baðumkross.
Stúlkan sýndi
honum eina tegund. Hann spurði þá
hvort ekki væm til fieiri gerðir. Þá
svaraöihúnaðbragði:
„ Jú, við eigum nokkra með kalli á
bémabakvið.“
Umsjón: Jóhanna S. Slgþórsdóttlr
Fréttir_____________________________________p\
Lántakendum nú mismunað eftir lánstrausti:
Klíkukerfið í banka-
kerfinu á undanhaldi
- stýring á lánsfiármagni frá stjómvöldum vlkjandi
Tryggvi Pálsson, bankastjóri Verslunarbankans: Bankar eru ekki félags-
málastofnanir.
Margt bendir nú til að hefðbundin
mismunun í lánastofnunum sé að
víkja fyrir mismunun sem tekur mið
af hversu vel lántakandinn stendur
að vígi. Það má því búast við því að
innan tíðar fái stöndug fyrirtæki lán
með um 8 prósent vöxtum á meðan
fyrirtæki, sem ekki geta lagt fram
trygg veð, þurfi að greiða 11,5 prósent
vexti í bankakerflnu eða jafnvel enn
hærri. Einstaklingar, sem hafa lengi
verið í viðskiptum við ákveðinn
banka og geta lagt fram trygg veð,
munu að sama skapi fá hagstæðari
lánakjör en þeir sem eru nýir í við-
skiþtum og eiga ekki miklar eignir.
Því meiri sem áhætta bankans verð-
ur þvi hærri tryggingar krefst hann
til að mæta hugsanlegum skakkafóll-
um.
Á undanfórnum vikum hafa teikn
um þessa breytingu hrannast upp.
Verslunarbankinn hefur tekið upp
mat á viðskiptavinum sínum og fær
hver þau vaxtakjör sem bankinn tel-
ur að hæfi stööu hans. Iðnaðarbank-
inn ráðgerir að taka upp sams konar
kerfi. Þróunarfélagið flokkar fisk-
eldisfyrirtæki og ákvarðar vexti á
fóðurkaupalán í samræmi við stöðu
þeirra. Það hefur síðan gerst æ al-
gengara að bankarnir taki mismun-
andi vexti af fyrirtækjum og ein-
staklingum í gegnum kaup og sölu á
skuldabréfum.
Stjórnvöld hafa
mismunað lántakendum
Á síðasta áratug var mismunun
milli viðskiptamanna banka fólgin í
því að þeir sem voru í náðinni fengu
lán með neikvæðum vöxtum en hinir
fengu ekki neitt. Vegna skorts á láns-
fé myndaði hver atvinnugrein sinn
banka og sína sjóði til að tryggja að
fjármagnið brynni upp innan at-
vinnugreinarinnar en væri ekki lán-
að til annarra sem þá hefðu fengið
þann hagnað sem lán með neikvæð-
um vöxtum gaf.
Afurðalán meö stórkostlega nei-
kvæðum vöxtum voru veitt sam-
kvæmt reglum sem stjómvöld settu.
Vextir á þessum lánum voru misjafn-
ir og var atvinnugreimim jafnan
mismunað. Stjórnvöld réðu einnig
miklu í ríkisbönkunum og opinbera
sjóðakerfmu í gegnum pólitískt
kosnar stjómir. Ofan á þetta bættist
að erlendar lántökur vom einnig
háðar leyfum stjómvalda.
Mismunun í sjóða- og bankakerf-
inu var því stjórnað samkvæmt regl-
um frá stjómvöldum á hverjum tíma.
Fyrir utan að setja almennar reglur
réðu stjómvöld því einnig hvenær
undanþágur vom veittar frá reglun-
um.
í þessu kerfl fengu þeir hagstæð-
ustu kjörin sem voru í atvinnugrein-
um sem vom stjórnvöldum þóknan-
leg. Með þrýstingi í gegnum stjóm-
málaflokka gátu fyrirtækin síðan
tryggt sér frekari fyrirgreiðslu. Önn-
ur fyrirtæki þurftu síðan að sætta sig
við verri kjör eða jafnvel að vera
útilokuð frá lánafyrirgreiðslu.
Kerfið hefur riðlast
á undanförnum árum
Að undaníornu hefur þetta kerfi
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
riðlast. í erindi á fundi Rotaryklúbbs
Reykjavíkur lýsti Tryggvi Pálsson,
bankastjóri Verslunarbankans,
þessum breytingum svo:
„Á undanfomum árum hefur verið
að þróast meiri aögreining lántak-
enda eftir lánstrausti og áhættu held-
ur en áður var. Fyrst má nefna að
með tilkomu verðbréfafyrirtækja og
fjármagnsleigufyrirtækja hefur
meira lánsfé veriö í boði en það er
dýrara en lán bankanna. Hjá þeim
aðilum, sem afla ráðstöfunarfiár með
útgáfu skuldabréfa og lántöku er-
lendis á ríkisábyrgða, er ekki komist
hjá því að leigja fiármagnið mjög
dýrt. Ekki hefur fram að þessu skort
lántakendur þar sem þeir sem til
þessara fyrirtækja leita hafa annað-
hvort ekki möguleika á meiri banka-
lánum eða eru að ráðast í fiárfesting-
ar sem vegna langs tíma eða upp-
hæðar fá ekki innkomu hjá bönkum
eða fiárfestingarsjóðum.“
Samhliða því að fyrirtæki og ein-
staklingar hafa gengið að mismun-
andi kjörum hjá mismunandi lána-
stofnunum hafa bankarnir tekið upp
á því að mismuna fyrirtækjum eftir
lánstrausti. Með kaupum á skulda-
bréfum fyrirtækja hefur verið beitt
mismunandi kaupgengi. í þeim við-
skiptum hefur tiðkast að fyrirtækin
greiði um 1 til 4 prósent í aukavaxta-
mun eftir því hversu stöndug þau
eru.
Viðskiptavinum skipt
í fimm flokka
Með endurskipulagningu á útlán-
um sínum hefur Verslunarbankinn
stigiö þetta skref til fulls. Bankinn
hefur flokkað alla viöskiptamenn
sína í fimm flokka.
Altraustustu fyrirtækin lenda i
fyrsta flokki. Þau fá lán á kjörvöxtum
sem eru nú 8 prósent á verðtryggðum
útlánum. í næsta ilokki eru traust
fyrirtæki og einstaklingar sem hafa
verið lengi í áfallalausum viðskipt-
um við bankann. í næsta flokki þar
á eftir eru fyrirtæki sem bankinn
metur góð. Þar eru einnig aðrir ein-
staklingar en voru í fyrri flokknum.
í fiórða flokknum eru fyrirtæki
sem eiga í erfiðleikum og þurfa þau
að greiða 3,5 prósent vexti umfram
kjörvexti eða 11,5 prósent vexti í allt.
í síðasta flokknum eru síðan fyrir-
tæki sem ekki fá lán nema tilkomi
hlutafiáraukning eða aðrar ráðstaf-
anir til að bæta hag þeirra.
Þróunarfélag íslands beitir svipuð-
um aðferðum við ákvörðun á hversu
háa vexti fiskeldisfyrirtæki greiði af
fóðurkaupalánum. Þessi lán eru
skipulögð í samráði við þtjár fóður-
stöðvar og geta fyrirtæki fengið lán
fyrir öllu fóðri sem þarf til að ala
laxaseiði úr 500 gramma stærð í slát-
urstærð. Því veikari sem undirstöð-
ur fyrirtækisins eru því hærri vexti
þarf það að greiða af lánunum.
Bankarnir ekki
félagsmálastofnanir
í samtali við DV sagðist Tryggvi
Pálsson ekki efast um að þetta fyrir-
komulag yrði allsráðandi í banka-
kerfinu innan tíðar. í stað þess að
traustir viðskiptavinir væru í raun
að greiða niður vexti fyrir þá lántak-
endur sem bankinn tekur áhættu
með að lána greiðir hver lántakandi
þá vexti sem bankinn telur eðlilega
miðað við stöðu fyrirtækisins. Hið
sama mun gilda um einstaklinga.
Þó aðrir bankar hafi ekki tekiö upp
sama kerfi og Verslunarbankinn eru
vextir misháir á skuldabréfum
þeirra. Þannig eru vextir á skulda-
bréfum til uppgjörs á vanskilum iðu-
lega með um 2 prósent vaxtaálagi.
En af nýjum lánum eru um 8,75
prósent vextir af verðtryggðum
skuldabréfum í flestum bönkum. Hjá
Verslunarbankanum eru þessir
vextir hins vegar 8 til 11,5 prósent.
Það fer eftir lánstrausti viðkomandi
lántakenda hvar í vaxtarófinu hann
lendir.
Það hefur komið fram við gjaldþrot
ýmissa fyrirtækja að undanfömu að
bankar tapa fé þegar þeir hafa lánað
langt umfram þau veð sem fyrirtæk-
ið hefur getað lagt fram. Þrátt fyrir
að þessi lán hafi verið mjög áhættu-
söm fyrir bankann hafa þessir lán-
takendur ekki þurft aö borga hærri
vexti en þeir sem hafa lagt fram trygg
og fullgild veð fyrir sínum lánum.
Bankarnir hafa síðan mætt áfollum
sínum af vaxtatekjum bæði af lánum
hinna hæpnu og traustu viðskipta-
manna.
„Það er ekki sanngjamt að láta þá
sem að mest leggja til arðsemi banka
greiða niður þjónustu til annarra,“
sagði Tryggvi Pálsson meðal annars
í fyrrgreindu erindi. „Bankamir eiga
ekki að vera félagsmálastofnanir.
Það er öðrum ætlað og fer þeim vel.“
Lionsklúbbur festi kaup á
líkbfl í fjáröflunarskyni
Lionsklúbburinn í Garði á Suöur-
nesjum hefur fest kaup á líkbíl. Bíl-
inn hyggstklúbburinn nota í fiáröfl-
unarskyni. Munu þeir fiármunir,
sem koma inn á bílinn, renna í líkn-
arsjóð klúbhsins.
„Það var enginn líkbíll fyrir á Suð-
urnesjum," sagði Óskar Guðmunds-
son, einn þeirra sem sáu um kaupin
fyrir hönd Lionsklúbbsins. „Suður-
nesjabúar urðu því alltaf að fá líkbíl
úr Reykjavik. Þennan bíl keyptum
við af Kirkjugörðum Reykjavíkur
fyrir 85.000 krónur. Hann er árgerð
1968, fullbúinn til umræddra flutn-
inga.
Ef til kemur að Suðumesjamenn
noti bílinn er tekið ákveðið gjald fyr-
ir aksturinn sem er frá kapellu að
kirkju og þaðan í kirkjugarð. Mér er
ekki fullkunnugt hversu mikið það
er en það myndi renna í líknarsjóð
Lionsklúbbsins. Við vonumst til að
menn noti bílinn, fyrst hann er á
annað borð kominn hingað. Við
munum reyna að gera okkar besta
til að standa okkur vel.“
-JSS