Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988.
9
Utlönd
Palestínumenn lýsa
yfir stofnun ríkis
í nótt var lýst yfir stofnun sjálfstæös
ríkis Palestínumanna á þingi Þjóðar-
ráðs Palestínumanna í Alsír. Yassír
Arafat, leiðtogi PLO, tilkynnti stofn-
un sjálfstæðs ríkis eftir þriggja daga
fund Þjóðarráðsins. Höfuðþorg ríkis-
ins er Jerúsalem, en ísraelar telja þá
borg höfuðborg sína.
Þjóðarrá^ið samþykkti einnig að
ályktun Oryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna númer 242 um alþjóðlega
friðarráðstefnu um málefni Mið-
Austurlanda. Ályktun Sameinuðu
þjóðanna er frá árinu 1967 og segir í
henni aö virða skuli rétt allra ríkja
á svæðinu og að flóttamannavanda-
málið verði leysa á réttlátan hátt.
Með því að samþykkja ályktun SÞ
viðurkennir Þjóðarráð Palestínu-
manna tilverurétt Ísraelsríkis. Um
tíma var tvísýnt hvort ályktunin yrði
samþykkt á þinginu, en hingað til
hafa samtök Palestínumanna ekki
viðurkennt Ísraelsríki. Ríkisstjórnir
ísraels hafa hingað til ekki viljað
ræða við samtök Palestínumanna,
meðal annars vegna þess að Palest-
ínumenn hafa ekki viðurkennt ísra-
elsríki.
Að mati fréttaskýrenda er sam-
þykkt Þjóðarráðsins snjöll pólitík.
ísraelar og helstu stuðningsmenn
þeirra, Bandaríkjamenn, eru núna í
þeirri aðstöðu að verða að setjast við
samningaborð með fulltrúum Palest-
ínumanna, ellegar missa þá litlu til-
trú sem heimsbyggðin hefur á friðar-
vilja þeirra.
Fyrstu viðbrögð ísraelsmanna
voru neikvæð. Yitzhak Shamir, for-
sætisráðherra ísraels, sagði að sam-
þykkt Þjóðarráðsins væri pólitískt
áróðursbragð. Shamir er um þessar
mundir að koma saman ríkisstjórn
Yassír Arafat tilkynnti í nótt stofnun
Jerúsalem sem höfðuðborg.
og verður að styðjast við öfgaflokka
í ísraelskum stjórnmálum. Hann ætti
óhægt um vik að fallast á nokkuð það
sem frá samtökum Palestínumanna
kemur þótt hann annars vildi. Enn-
fremur er innanlandsástand ótryggt
í ísrael vegna uppreisnarástands á
svæðum Palestínumanna. Búist er
við að Palestínumenn á vesturbakk-
sjálfstæðs ríkis Palestínumanna með
Simamynd Reuter
anum og Gazasvæðinu muni fagna
yfirlýsingu Þjóðarráðsins með and-
ófsaðgerðum.
Viðbrögð bandarískra stjórnvalda
voru varkár. Sú yfirlýsing var gefm
út af hálfu utanríkisráðuneytisins að
stjórnvöld myndu ekkert segja um
samþykkt Þjóðarráðsins fyrr en full-
ur texti samþykktarinnar bærist.
Hermenn í viðbragðsstöðu
Mikill fjöldi ísraelskra hermanna er
nú í viðbragðsstöðu á vesturbakkan-
um og Gazasvæðinu þar sem Palest-
ínumenn bjuggu sig undir í gær-
kvöldi að fagna yflrlýsingu um sjálf-
stætt ríki. Starfsmaður hjálparstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna sagði að
í gærkvöldi hefðu Palestínumenn á
Gazasvæðinu farið upp á húsþök og
blásið í flautur. Einnig mátti sjá flug-
«ldum skotið á loft. Þetta var þó að-
eins sögð æfmg og er búist við aðal-
fagnaðarlátunum í dag. ísraelsmenn
dreifðu í gær flugmiðum þar sem
Palestínumenn voru varaðir við að
efna til hópgöngu.
Einn Palestínumaður beið bana í
gær þegar hann var skotinn af ísra-
elskum hermanni með plastkúlu.
Fimm Palestínumenn særðust í átök-
um við ísraelska hermenn, að sögn
heryfirvalda. Hermennirnir hófu
skothríð þegar kastað var flöskum
að þeim.
Um tólf hundruð lögreglumenn
munu vera á verði í austurhluta
Jerúsalemborgar í dag og leysa upp
fundi ef fleiri en tíu koma saman til
að fagna sjálfstæðisyfirlýsingunni.
Gefið hefur verið í skyn að lögreglan
muni einnig loka af svæði eða setja
á útgöngubann sums staðar í austur-
hluta Jerúsalem.
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
Israelskir lögreglumenn i viöbragðsstöðu í austurhluta Jerúsalem þar sem
búist er við fagnaðarlátum araba vegna sjálfstæðisyfirlýsingar Palestínu-
manna. Símamynd Reuter
Chaim Herzog, forseti ísraels, af-
henti i gær Yitzhak Shamir, leiðtoga
Likud-bandalagsins og forsætisráð-
herra fráfarandi stjórnar, umboð til
stjórnarmyndunar. Simamynd Reuter
ísraels, sem fengið hefur umboð til
stjórnarmyndunar, bauð í gær Shim-
on Peres utanríkisráðherra að ræða
við sig í dag um myndun nýrrar sam-
steypustjórnar. Peres þáði boðið en
líst ekki allt of vel á að taka þátt í
stjórnarsamstarfi með Likud-banda-
laginu, að því er aðstoðarmenn hans
segja.
Likud-bandalagið, sem er andvígt
afhendingu herteknu svæðanna, og
Verkamannaflokkur Peresar, sem er
fylgjandi eftirgjöf gegn friði, voru i
samsteypustjórn frá árinu 1984 þar
til kosningar fóru 'fram nú, 1. nóv-
ember síðastliðinn.
Meðlimir Verkamannaflokksins
eru ekki sammála um hvort flokkur-
inn eigi að taka þátt í samstarfi með
Likud-bandalaginu. Yitzhak Rabin
varnarmálaráðherra telur það þó
skárra en að Likud-bandalagiö
myndi hægri stjórn með flokkum
klerkanna sem eru í oddaaðstöðu.
Þeir lýstu yfir stuðningi við Likud-
bandalagiðífyrradag. Reuter
Kohl heilsar Simon Wiesenthal i New York í gær Simamynd Reuter
Kohl ber blak
af Jenninger
í afmæliskvöldverði í New York
til heiðursnasistaveiöaranum Sím-
oni Wiesenthal varði Helmuth
Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands,
Philipp Jenninger sem varð að
segja af sér forsetaembætti þýska
Sambandsþingsins eftir að hann
flutti umdeilda ræðu um helgina
til að minnast gyðingaofsókna nas-
ista.
Kohl sagði í gær að Jenninger
væri eindreginn andstæðingur ein-
ræöishyggju og hann stæöi framar-
lega í flokki þeirra sem græddu þau
sár sem nasistar veittu gyðingum
í síðari heimsstyrjöldinni.
Wisenthal, sem verður áttræður
í lok ársins, tók undir vörn Kohls
og taldi að Jenninger hefði með
ræðu sinni ekki ætlað að taka und-
ir sjónarmið nasista en þannig var
ræða Jenningers túlkuö af mörg-
um.
Wisenthal er gyðingur og hann
er þekktastur fyrir það að hafa
uppi á stríðsglæpamönnum nasista
og koma þeim undir manna hend-
ur.
Reuter
f00AB231
ISIANDS
HVERVANN?
1.346.184 kr.
Vinningsröð í 45. leikviku:
2X1-X12-X11-X11
12 réttir = 942.329 kr.
Þrír voru með 12 rétta-og fær hver í sinn hlut kr. 314.105,-
11 réttir = 403.855 kr.
72 voru með 11 rétta-og fær hver í sinn hlut kr. 5.609,-
-ekkibaraheppni