Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Qupperneq 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988.
Utlönd
Botha þreyttur á gagnrýni
Botha, forseti Suöur-Afríku,
beindi í gær orðum sínum að vest-
rænum ríkjum og sagöi að þau
ættu aö hætta þrýstingi sínum
gagnvart Suður-Afríku til að knýja
fram breytingar.
Búist haföi verið við aö Botha
rayndi í ávarpi sínu á ráðstefnu
stjórnarflokksins annað hvort
greina frá hvort blökkumannaleið-
toganum Mandela yrði sleppt eða
hvort hann hygðist boða kosning-
ar. Forsetinn gerði hvorugt. Þess í
staö mótmælti hann þrýstingi ut-
anlands frá og afskiptum erlendra
aðila af innanríkismálum Suður-
Afríku.
Forseti Suður-Afríku, P. W. Botha.
Simamynd Reuter
Hér má sjá er sovésku geimskuhunni Byl var skotið á loft.
Simamynd Reuter
Geimferð sovésku geimskutlunnar Byls, sem skotið var á loft í gær,
tókst með ágætum og lenti hún við Baikonur geimstöðina í morgun eftir
að hafa farið tvo hringi umhverfis jöröu. Geimskutlan var ómönnuð.
Fréttamenn Tass fréttastofunnar sovésku sögðu að geimskutlan hefði
lent eins og flugvél á þar til gerðri lendingarbraut um tólf kílómetra frá
þeim stað þar sem henni var skotið á loft.
Gcimskoti Byls var frestað fyrir tveimur vikum vegna bilana í skotpalli.
Ameríkuríki þinga
litanríkisráðherra Bandaríkjanna, George Shultz, ávarpaði í gær þing
Bandalags Ameríkuríkja.
Simaraynd Reuter
Georg Shultz, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, lagöi áherslu á það í
ræðu sinni á þingi Bandalags Ameríkuríkja, sem nú er haldið í San Salvad-
or, að nauðsyn væri á efnahagsumbótum í Suöur-Ameríku. Hins vegar
yrði að gæta þess aö þær yrðu ekki of haröar. Margir ræðumanna voru
sammála um að gífurlegar skuldir Suður-Ameríkuríkja ógnuðu efnahag
ríkjanna og gætu leitt til stjómmálalegs ójafhvægis á svæðinu.
Geimskutlan Bylur lent
Samkomulag nálgast
Unnið var að þvi fram á nótt aö
reyna aö fá Kúbu, Angóla og Suð-
ur-Afríku til að komast að sam-
komulagi um hvenær heimfór kú-
banskra hermanna frá Angóla eigi
að hefjast og hvenær sjálfstæði
Namibíu skuli viðurkennt.
Fundir hafa farið fram í Genf í
Sviss síðastliðna fjóra daga milli
bandarísks milligöngumanns og
fulltrúa frá Kúbu, Angóla og Suö-
ur-Afríku.
Utanríkisráöherra Suöur-Afríku,
Pik Botha, sagði snemma í gær að
deiluaðilar nálguðust samkomulag
frá þvi að síðasti fúndur var hald-
inn i New York fyrir fimm vikum.
Vonast er eftir að brátt náist sam-
komulag um sjálfstæði Namibiu.
Andrei Sakharov, einn þekktasti andófsmaður Sovétríkjanna, átti í gær fund með Reagan Bandaríkjaforseta.
Símamynd Reuter
Gorbatsjov til
Bandaríkjanna
Steinuim Böðvarsdóttir, DV, Washington:
Michael Gorbatsjov, leiðtogi Sovét-
ríkjanna, mun koma í vináttuheim-
sókn til Bandaríkjanna í byrjun
næsta mánaðar, að sögn háttsettra
bandarískra embættismanna. Gor-
batsjov mun meðal annars ávarpa
allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna
í höfuðstöðvum þess í New York og
að öllum líkindum eiga fund með
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og
George Bush varaforseta og næsta
forseta Bandaríkjanna.
Sovétríkin hafa enn ekki tilkynnt
opinberlega um fyrirhugaða heim-
sókn Gorbatsjovs en starfsmenn
bandaríska utanríkisráðuneytisins
staðfestu að hann væri væntanlegur.
Þá staðfestu þeir einnig að líklegt
væri að Reagan og Gorbatsjov
myndu ræða saman. Það yrði að öll-
um líkindum síðasti fundur leiðtoga
stórveldanna áður en Reagan lætur
af embætti forseta þann 20.janúar
næstkomandi.
Fréttin um væntanlega komu Gor-
batsjovs kemur á sama tíma og einn
þekktasti andófsmaður Sovétríkj-
anna, Andrei Sakharov, er staddur í
einkaheimsókn í Bandaríkjunum.
Sakharov átti fund með Reagan for-
seta í gær og bar meðal annars lof á
baráttu forsetans fyrir auknum
mannréttindum í Sovétríkjunum.
Sakharov var sendur í útlegð til
Gorky í Sovétríkjunum í sjö ár árið
1980. Honum var sleppt fyrir tæpum
tveimur árum að tilstuölan Gor-
batsjovs. En hann hefur haldið bar-
áttúnni fyrir auknum mannréttind-
um áfram og notaði tækifærið til
þess í viðræðum sínum við Reagan
í gær. Hann minnti forsetann á að
fleiri pólítískir andófsmenn væru
enn í haldi í Sovétríkjunum. Hann
nefndi meðal annars Vasif Melyanov
sem var handtekinn fyrir átta árum
fyrir að mótmæla útlegðardómi Sak-
harovs.
Reagan viðurkenndi í gær að
mannréttindamál væru enn þrándur
í götu samskipta stórveldanna en
lagöi áherslu á að miklar framfarir
hefðu átt sér stað í stjórnartíð Gor-
batsjovs. Sakharov ræddi einnig um
pólítískar framfarir undir stjórn
Sovétleiötogans en kvaöst ekki of
bjartsýnn á framtíð umbótastefnu
Gorbatsjovs.
Talsmaður Hvíta hússins sagði að
Reagan og Sakharov heföu einnig
rætt um geimvarnaáætlun Banda-
ríkjanna. Sakharov hefur lýst sig
andvígan henni og gaf í skyn að hann
teldi áætlunina hindra afvopnunar-
viðræður stórveldanna.
Sakharov er í þriggja vikna heim-
sókn í Bandaríkjunum og heldur'
heim á leið til Sovétríkjanna síðar í
þessum-mánuði.
Hægri, vinstri,
snú í Færeyjum
I Færeyjum er enn óljóst hvernig
landsstjóm tekur við völdum. í þing-
kosningunum í síðustu viku féll
vinstri meirihlutinn á Lögþinginu og
flestir bjuggust við borgaralegri
landsstjóm. Þaö er hins vegar óvíst
hvort borgaraflokkarnir geti komið
sér saman um stjómarsáttmála.
Fólkaflokkurinn, sem er hægri-
flokkur, er með umboö til stjórnar-
myndunar. Jegvan Sundstein, for-
maður flokksins, sagði í samtali við
DV að hann stæði i viðræðum bæði
við vinstri flokkana og borgaraflokk-
ana um myndun samsteypustjórnar.
Fólkaflokkurinn er stærsti flokkur-
inn í Færeyjum með átta þingmenn
á Lögþinginu af 32.
„Það em tveir kostir sem aðallega
eru í athugun. Annars vegar sam-
starf til hægri með Sambandsflokkn-
um (7 þingmenn), Sjálfsstýrisflokkn-
um (2) og Kristilega fólkaflokknum
(2) og fá hreina hægristjóm. Hinn
möguleikinn er samstarf með Þjóð-
veldisflokknum (6) og Stjálfsstýris-
flokknum og Kristilega fólkaflokkn-
um og leggja þá áherslu á aukna
heimastjóm og fá breytingu í sam-
skiptum við Dani,“ segir Sundstein.
Sundstein sagði Fólkaflokkinn,
Kristilega fólkaflokkinn og Sjálfs-
stýrisflokkinn tilbúna til að ræða við
Jegvan Sundstein, formaður Fólka-
flokksins, athugar möguleika á ólik-
um stjórnarmynstrum.
Sambandsflokkinn og Þjóðveldis-
flokkinn um myndun samsteypu-
stjórnar. Viðræður færu fram í dag
og á morgun og myndi þá skýrast
hvaða leið yrði valin.
DV bar undir Sundstein þær fregn-
ir aö Þjóðveldisflokkurinn, Sam-
bandsflokkurinn og Jafnaðarflokk-
urinn (7) reyndu að mynda sam-
steypustjórn. Hann sagði það rétt að
þessir flokkar heföu átt í viðræðum,
en taldi ósennilegt að þeir næðu sam-
an.
Þrátt fyrir stjórnarmyndunarviö-
ræður telja færeyskir stjórnmála-
menn ekki ástæðu til að sitja heima
í Færeyjum öllum stundum. Þannig
er Atli Dam, núverandi lögmaöur og
formaður Jafnaðarmanna, staddur í
Moskvu þessa dagana og Pauli Ell-
efsen, formaöur Sambandsflokksins,
var í Kaupmannahöfn í vikunni.
í kosningabaráttunni var vara-
formaður Fólkaflokksins, Oli Brakk-
mann, áberandi. Hann þykir hægri-
sinnaðastur stjórnmálamanna í Fær-
eyjum og var haft eftir framámönn-
um Sambandsfokksins að ekki kæmi
til greina að starfa með Brakkmann.
„Allir flokkar í Færeyjum hafa lát-
iö í ljós efasemdir um Brakkmann,"
segir Sundstein, „hann er hins vegar
í okkar flokki og kemur til með aö
starfa með okkur.“
Nú er Brakkmann ekki í stjórnar-
myndunarviðræðum með þér fyrir
hönd Fólkaflokksins, heldur þrír aðr-
ir flokksmenn. Hvers vegna?
„Það er vegna þess að flokkurinn
kaus mig og þrjá aöra, en ekki Brakk-
mann,“ segir Sundstein.