Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988.
11
Utlönd
Pakistanar kjósa um lifandi og dauð-
ar persónur í þingkosningunum á
morgun. Benazir Bhutto og hinn lífl-
átni faðir hennar, Zulíikar Ali
Bhutto, eru höfuðpersónurnar. Móð-
ir Benazir og eiginkona Ali leikur
einnig stórt hlutverk fyrir það að
dansa vangadans við Gérald Ford
sem einu sinni var forseti Bandaríkj-
anna.
Benazir er leiðtogi PPP-flokksins
og hún nýtur óhemju vinsælda í Pak-
istan, ekki síst fyrir að vera dóttir
fóður síns sem stjómaði þessu ríki
múhameðstrúarmanna á árunum
1971-1977. Ali Bhutto var steypt af
stóli og hann tekinn af lífi að fyrir-
skipun Zia-Ul-Haq sem stjómaði
landinu þar til hann lést í flugslysi í
ágúst síðastliðnum.
Til að sporna við Benazir Bhutto
var stofnaður flokkur sem sameinaði
nokkra stóra valdahópa í Pakistan.
Flokkurinn heitir Múhameðska lýð-
ræðisbandalagið og eru fyrmm ráð-
herrar, hægrisinnuð trúarsamtök og
vonsviknir Bhuttoaðdáendur.
Þeir stjórnmálaflokkar sem bjóða
fram eru sammála um að helsta
verkefnið framundan sé að koma
Pakistönum til nokkurs þroska. Þrír
Qórðu hlutar þjóðarinnar eru ólæsir
og er það forgangsverkefni að kenna
landsmönnum að lesa og draga til
stafs.
Yfirmenn hersins segjast ætla að
virða niðurstöðu kosninganna, en
herinn hefur stjórnað Pakistan í ell-
efu ár.
Kosningabaráttan var persónuleg
vegna þess að málefnaágreiningur
var lítill, segja fréttaskýrendur. Ali
Bhutto fékk löngu látinn á sig harða
hríð frá andstæðingum PPP-flokks-
ins og er sagður hafa verið harðstjóri
Benazir Bhutto er vinsæl og þykir sigurstrangleg í kosningunum á morgun.
og skilið við efnahag landsins í
rústum. Benazir er gangrýnd fyrir
vestræna menntun sína og beðin aö
koma sér til Vesturlanda þar sem
hún á heima. Þá hafa andstæðingar
Bhuttofjölskyldunnar látið fjölfalda
gamla mynd af móður Benazir þar
sem hún dansar vangadans við Ger-
ald Ford, forseta Bandaríkjanna árin
1973-1976. Margir múhameðstrúar-
menn telja það ósvinnu að kona legg-
ist í faðma við ókunnugan mann sem
í ofanálag er vestrænn útlendingur.
Talið er að mjótt verði á milli helstu
fylkinga í pakistönskum stjórnmál-
um eftir kosningar. Það geti farið svo
að nokkrir litlir flokkar komist í
oddaaðstöðu á þinginu og geti ákveð-
iö hvort Benazir komist í valdastól
eða Múhameðska lýðræðisbandalag-
iö.
Reuter
Persónustríð
í Pakistan
Stórt fylgistap Verka-
mannaflokksins
Valgerður A. Jóhannsdóttir, DV, London:
Skoski Þjóðernissinnaflokkurinn
vann stóran sigur á Verkamanna-
flokknum í aukakosningum til
breska þingsins í Glasgow Govan á
Skotlandi fyrir helgi. Úrslitin eru
mikið áfall fyrir Verkamannaflokk-
inn. Govan hefur löngum verið talið
eitt öruggasta sæti flokksins sem í
síðustu kosningum vann sannfær-
andi sigur með yfir 19 þúsund at-
kvæða meirihluta.
Búist hafði verið við að þjóðernis-
sinnar myndu höggva stórt skarð í
fylgi Verkamannaflokksins en fáir
höfðu búist við svo afgerandi sveiflu.
Úrshtin marka eina stærstu fylgis-
sveifluna í breskum kosningum í 40
ár. í þingkosningunum 1987 hlaut
Verkamannaflokkurinn tæp 65 pró-
sent atkvæða, íhaldsflokkurinn 11,9
prósent, demókratar 12,3 og Þjóðern-
issinnaflokkurinn kom fjórði með
rúm 10 prósent atkvæða. í kosning-
unum fyrir helgi hlaut Þjóðernis-
flokkurinn hins vegar tæp 49 pró-
sent, Verkamannaflokkurinn tæp 37
og aðrir flokkar langt innan við 10
prósent.
Frambjóðandi Þjóðernissinna-
flokksins, Jim Sellars, var fyrrum
þingmaður Verkamannaflokksins en
hann yfirgaf flokkinn árið 1975. Sell-
ars sagði í viðtali við fréttamenn að
úrslitin sýndu að Skotar væru orðnir
fullsaddir á að vera meðhöndlaðir
eins og annars flokks borgarar af
íhaldsstjórn sem þeir vildu ekkert
hafa með aö gera og aö Verkamanna-
flokkurinn væri ófær um að berjast
gegn Thatcher. Skoski Þjóðernis-
Jim Sellars, frambjóðandi Þjóðernissinnaflokksins í Skotlandi, fagnar sigri
ásamt konu sinni Margo. Símamynd Reuter
sinnaflokkurinn berst fyrir sjálf-
stæði Skotlands.
Neil Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, sagði þegar úrslitin
lágu fyrir að hann hefði fyrirskipað
rannsókn á hvað hefði farið úrskeið-
is hjá flokknum. Innanflokksátök og
deilur hafa sett mark sitt á Verka-
mannaflokkinn eftir tap í síðustu
þremur þingkosningum og ósigurinn
í Govan verður síst til að draga úr
þeim deilum.
Karl Bretaprins varð fertugur í gær. Engin stórveisla var haldin í kon-
ungshöllinni en prinsinn steig þó nokkur dansspor í safni í Birmingham
þar sem hann var heiðraður í tilefni dagsins. Hér sveiflar hann óþekktum
aðdáanda. Símamynd Reuter
Vinningstölurnar 12. nóvember 1988.
Heildarvinningsupphiæð: kr. 4.825.771,-
Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var, faerist 1. vinning-
ur sem var kr. 2.221.409,-. yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur.
BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 386.302,- skiptast á 7 vinningshafa,
kr. 55.186,- á mann.
Fjórartölur réttarkr. 666.328,-skiptast á 149vinningshafa, kr. 4.472,-á mann.
Þrjártölur réttar kr. 1.551.732,-skiptastá 4.116 vinningshafa, kr. 377,-á mann.
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111