Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988. 25 Afmæli Hilmar E. Guðjónsson Hilmar E. Guðjónsson, fulltrúi hjá Fóöurblöndunni hf., Holtsbúð 48, Garðabæ, er fimmtugur í dag. Hilmar fæddist í Skarðshlíð í Austur-Eyjafjallahreppi í Rangár- vallasýslu en ólst upp í Vestmanna- eyjum til tíu ára aldurs og síðan í Reykjavík. Hann bjó í Reykjavík til 1970, á Seltjarnarnesi 1970-80 og í Garðabæfrál980. Hilmar lauk stúdentsprófi frá VÍ 1961 og hóf þá skrifstofustörf hjá Hampiðjunni hf. þar sem hann starfaði til ársins 1967 er hann gerð- ist fulltrúi hjá Fóðurblöndunni hf. Hann starfaði þar til 1983 en gerðist þá aðalbókari Garðabæjar og gegndi því starfi til 1988 er hann tók aftur við sínu fyrra starfi hjá Fóðurblönd- unni hf. Á yngri árum vann Hilmar að æskulýðsstörfum á vegum KFUM. Hann sat í stjórn Kristilegra skóla- samtaka, í stjórn Skógamanna KFUM og í stjórn Landssambands Gídeonsfélaga. Þá var hann gjald- keri fyrstu sóknarnefndar Árbæjar- safnaðar og situr nú í sóknarnefnd Garðasóknar. Hann var formaður Selkórsins á Seltjamarnesi um skeið og hefur starfaö í Frímúrara- reglunni undanfarin ár. Kona Hilmars er Ólöf Magnús- dóttir, bankagjaldkeri og húsmóðir, f. 23.4.1944, dóttir Sesselju Sigúrðar- dóttur og Magnúsar Kr. Guðmunds- sonar, fyrrv. kaupmanns. Börn Hilmars og Ólafar eru: Magnús Guðjón, f. 28.12.1963, bif- reiðastjóri í Reykjavík en unnusta hans er Ingibjörg Erlendsdóttir, og Haukur, f. 13.3.1972, nemi í foreldra- húsum. Hilmar átti sjö alsystkini en sex þeirra eru á lífi. Systkini hans: Sveinn, f. 30.6.1924, d. 30.5.1983, b. í Skarðshlíð og síðar símstöðvar- stjóri á Stokkseyri, en ekkja hans er Kristín Hróbjartsdóttir og eign- uðust þau sex börn; Hjörleifur, f. 28.9.1925, forstjóri í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Snæbjörnsdótt- ur en þau eiga þrjú böm; Guöni Ragnar, f. 24.9.1927, bankagjaldkeri á Hellu, kvæntur Þórunni Jónas- dóttur en þau eiga þrjár dætur; Tómas, f. 25.4.1929, b. og kaupmaður í Skarðshlíð, kvæntur Kristínu Jónsdóttur en þau eiga fimm börn; Sigríður, f. 27.11.1932, húsmóðir í Reykjavík, gift Kristni Alexanders- syni en þau eiga tvö börn; Anna, f. 5.8.1936, húsmóðir og skrifstofu- maður í Vík í Mýrdal, gift Finni Bjarnasyni en þau eiga fimm börn, og Jakob Ó:.kar, f. 28.10.1940, full- trúi í Reykjavík, kvæntur Jónínu Karlsdóttur en þau eiga þrjár dætur. Hilmar var tekinn í fóstur nokk- urra mánaða gamall af móðurbróð- ur sínum, Guðjóni Sveinssyni, f. 31.8.1898, d. 25.5.1968, þáverandi útgeröarmanni í Vestmannaeyjum, og konu hans, Mörtu Eyjólfsdóttur, f. 20.4.1898, en hún og Jón, faðir Hilmars, vora systrabörn. Hefur Hilmar síöan kennt sig við fóstur- föður sinn. Foreldrar Hilmars voru Jón Hjör- leifsson, b. ogoddviti í Skarðshlíð, Hilmar E. Guðjónsson. f. 12.7.1898, d. 23.7.1973, og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir húsmóð- ir, f. 25.8.1897, d. 15.5.1983. Hilmar tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn, milli klukkan 17og20. Óli B. Jónsson Óli B. Jónsson, knattspyrnuþjálfari og fulltrúi hjá Vegagerð ríkisins, til heimilis að Marklandi 2, Reykjavík, ersjötugurídag. Óli fæddist í Reykjavík og ólst þar upp á Bráðræðisholtinu í vestur- bænum. Hann hóf starfsævina þrettán ára við uppskipun úr togurum en vann síðan verslunarstörf hjá Jes Zimsen og veiðarfæradeild Geysis. Þá starf- aði Óli um skeið hjá Essó en hefur nú verið starfsmaður Vegagerðar ríkisins í allmörg ár. Óli stundaði nám í íþróttakennslu og útskrifaðist sem íþróttakennari árið 1946. Hann hóf knattspymu- þjálfun 1944 og þjálfaði meistara- flokk KR í fjölda ára en hann var knattspyrnuþjálfari í þrjátíu ár. Þá var hann landsliðsþjálfari öðru hverju. Óhætt er að fullyrða að eng- inn knattspyrnuþjálfari hér á landi hefur náð jafngóðum árangri en Óli gerði KR-inga aö íslandsmeisturum sjö sinnum, auk þess sem bæði Vals- menn og Keflvíkingar urðu íslands- meistarar undir hans stjóm. Sjálfur lék hann knattspymu í tuttugu ár en þeir bræðurnir, fjórir að tölu, hafaallirorðiðíslandsmeistarar . með meistaraflokki KR, þar af Óh þrisvarsinnum. Öll félagsstörf Óla hafa snúist um KR og Knattspyrnusamband ís- lands. Hann sat í tæknideild KSÍ í fjölda ára og var formaður hennar um árabil. Öli leikur nú golf af full- um krafti. Kona Óla er Guðný Guðbergs- dóttir, skrifstofumaður á Landspít- alanum, f. 30.3.1922, dóttir Guðbergs G. Jóhannssonar, sjómanns í Hafn- arfirði, og Maríu Guðnadóttur en þauerubæðilátin. Börn Óla og Guðnýjar eru: Hólm- fríður María hárgreiðslumeistari, f. 19.9.1946, gift Guðmundi Hallvarðs- syni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur en þau eiga þrjú börn; Jón Már rafeindavirki, f. 6.10.1948, kvæntur Björgu Sigurðardóttur en þau eiga tvo syni; Jens Valur, ráð- gjafi hjá SKÝRR, f. 24.10.1948, kvæntur Ólöfu Hjartardóttur en þau eiga eina dóttur. Systkini Óla eru: Sigurjón Jóns- son járnsmíðameistari, f. 26.4.1909; Hákon I. Jónsson málarameistari, f. 1.11.1912; Soffía B. Jónsdóttir hús- Asa Asmundsdóttir Ása Ásmundsdóttir, Grettisgötu 75, Reykjavík, er sextug í dag. Ása er fædd í Rvík og ólst upp í Mjóa- firði eystra. Hún er húsmóðir í Rvík og starfsmaður á Droplaugarstöð- um. Foreldrar Ásu voru Ásmundur Ásmundsson, pípulagningamaður og skákmeistari í Rvík, og Fanney Friðriksdóttir. Fósturforeldrar Ásu voru Ásmundur Þorleifsson, b. og sjómaður í Mjóafirði eystra og kona hans, Guðrún Hannesdóttir. Hún og sambýlismaður hennar taka á móti gestum á heimili sínu íöstudaginn 18. nóvember eftir kl. 17. Asa Asmundsdóttir. Óli B. Jónsson. móðir, f. 3.11.1916; Guðbjörn Jóns- son klæðskerameistari, f. 19.3.1921; og Valgerður Ó. Jónsdóttir, f. 17.7. 1914, d. 23.3.1929. Foreldrar Óla voru Jón Jónsson afgreiðslumaður, f. 20.11.1881, d. 10.4.1963, og kona hans, Þórunn H. Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 20.6.1884, d. 12.12.1954. Óli er í Bandaríkjunum um þessar mundir. Guðfinna Ásta Þorgilsdóttir Guðfinna Ásta Þorgilsdóttir hús- móðir, Grundarhóli 2, Bolungarvík, erfertugídag. Guðfinna Asta fæddist í Skaga- firðinum og ólst þar upp. Maður hennar er Bjarni Einar Kristjánsson verkamaöur, f. 27.8.1953, sonur Kristjáns Bjarnasonar og Guðjónu Sumarliðadóttur. Börn Guðfinnu eru: Kjartan T. Gunnarsson, f. 8.11.1967; Þorlaugur Gunnarsson, f. 21.1.1969; Gunn- hildurL. Gunnarsdóttir, f. 11.2.1973; Kristján G. Bjarnason, f. 25.9.1976; María F. Bjarnadóttir, f. 16.10.1977, og Sigurður F. Bjarnason, f. 4.2.1985. Systkini Guðfinnu eru: Ragnheið- ur, f. 5.1.1939; Páll, f. 26.7.1940; Haukur, f. 27.12.1943; Hreinn, f. 21.3. 1944; Anna, f. 4.4.1945; Guðmundur, f. 1.10.1946, og hálibróðir, sam- mæðra, Sigurður Sigurlaugsson, f. 23.4.1933. Foreldrar Guðfinnu voru Þorgils Pálsson, b. aö Eyrarlandi í Skaga- firði, f. 25.10.1901, d. 7.9.1984, og kona hans, Sigríður Sigurðardóttir, f. 21.12.1905, d. 13.2.1983. Guðfinna Asta Þorgilsdóttir. .Inn fliiAmnnHsenn, nr Álíheimum 68, Reykjavík. 33 d' d Falk Konrad Kinskv, Magnúsína S. Jónsdóttir, Eiríksgötu 29, Reykjavík. Snorrabraut 5,. R«ytjav,k. ^ 90 ára 50 ára Eymundur Björnsson, ^ Hjarðamesi, Nesjahreppi. SkW^KÓpaS. Björn Arnórsson, _ „ Hólabergi 72, Reykjavík. 85 ára Grétar Haraldsson, Lalandi 23, Röykjiívík. Karl Frímannsson, Gunnfríður Sigurðardóttir, Reynimel 48, Reykjavík. Hellisbraut 5, Neshreppi. QQ QfQ Birtingakvísl 36, Reykjavík. Helgi M.S. Bergmann, 40 dFd 7C Ako Stekkjargerði 3, Akureyri. 0,0 Stella María Vilbcres. Björg Guðmundsdóttir, ^elbæ ReyKjavík. Aðalgötu 15, Siglufirði. ‘■’man ',onsstm’ , , Dalbraut 18, Suðuríjarðarhreppi. „ Árni J. Gunnlaugsson, /U ara Nökkvavogi 32, Reykjavik. Kristjana V. Ketilsdóttir, Margrét Agústa Agústsdóttir, Laugarbrekku 13, Húsavík. Fjölnisvegi 20, Reykjavík. Lisbet Sigurðardóttir, Víðivöllum 15, Selfossi. 60 ára Bjarni Eyjólfsson, Sæbóli 42, Ryrnrsvpit. Kristján Jónsson, Þóra Ragnardóttir, Strandbergi, Húsavík. Háteigi 3, Akranesi. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.