Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Síða 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988.
Andlát
Pálina Margrét Guðjónsdóttir hús-
freyja, Hólakoti, Hrunamanna-
hreppi, lést 11. nóvember á Sjúkra-
húsi Suðurlands, Selfossi.
Jónas Gunnar Jóhannesson, Lerki-
grund 2, Akranesi, varð bráðkvadd-
ur laugardaginn 12. nóvember.
Jón Ottesen, Ytra-Hólmi, Innri Akra-
neshreppi, varð bráðkvaddur 12.
nóvember.
Kristinn Nikulás Ágústsson, Hjalla-
braut 5, Hafnarfirði, lést á heimili
sínu laugardaginn 12. nóvember.
Jarðarfarir
Bjarnþóra Benediktsdóttir, verður
jarösungin þriöjudaginn 15. nóvemb-
.iír kl. 13.30 frá Fossvogskirkju.
Þórdís Aðalbjörnsdóttir, Dalbraut 18.
Revkjavík, verður jarðsungin frá
Hafnarijarðarkirkju í dag, 15. nóv-
ember, kl. 15.
Bjarni Markússon matsveinn frá
Rofabæ. Meðallandi. Laugarnesvegi
76, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 16. nóvember
kl. 15.
Þórarinn Ó. Vilhjálmsson lést 5. nóv-
ember. Hann fæddist í Keflavik 6.
ágúst 1904 og ólst þar upp. Hann var
sonur Vilhjálms Bjarnasonar og
konu hans Guðnýjar Magnúsdóttur.
Þórarinn hóf ungur sjómennsku en
starfaði lengst af sem verkamaöur
hjá Slippfélaginu í Reykjavík. Hann
var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var
Guðmunda Gísladóttir, en hún lést
af bamsfórum. Seinni kona hans var
Guðrún Georgsdóttir, en hún lést
árið 1963. Þau hjónin eignuðust sjö
böm. Útför Þórarins verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Tilkyimingar
Skinfaxi kominn út
5. tölublað Skinfaxa, tímarits ungmenna-
félaganna, er komiö út. Skinfaxi er að
'nokkrum hluta tileinkaður Ungmennafé-
laginu Tindastóli á Sauðárkróki en
íþróttafólk þaðan stendur nú framarlega
á landsvísu. Nefna má meistarflokkslið
Tindastóls í körfuknattleik sem er nú
komið í úrvalsdeildina en viðtöl eru við
Val Ingimundarson, þjálfara og leikmann
með liðinu, og Eyjólf Sverrisson. Knatt-
spymumenn Tindastóls eru i 2. deUd og
síöast en ekki síst má nefna Lifju Maríu
Snorradóttur sem stóð sig frábærlega
fyrir stuttu á ólympíuleikum fatlaðra i
Seoul. í Skinfaxa er einnig sagt frá undir-
búningj fyrir 20. landsmót UMFÍ sem
verður haldiö að Varmá í Mosfellsbæ
árið 1990. BráðskemmtUegur skákþáttur
Jóns L. Ámasonar er á sínum stað og
margt margt fleira.
Árshátíð Siglfirðingafélagsins
verður haldin laugardaginn 19. nóvemb-
er í FélagsheimUi Seltjamamess. Húsiö
verður opnaö kl. 19 og borðhald hefst kl.
20. Að loknu borðhaldi verða skemmtiat-
riði. Kl. 23 hefst almennur dansleikur
með hfjómsveitinni Vanir menn. Forsala
aögöngumiöa er í Tösku- og hanskabúö-
inni. Sjá nánar auglýst í fréttabréfi.
Foreldrafélag
misþroska barna
í kvöld, 15. nóvember, kl. 20.30 heldur
Helga Friðfinnsdóttir kennari erindi um
málþroska bama og svarar spumingum
í ÆfingadeUd Kennaraháskólans við Há-
teigsveg, gengið inn frá Bólstaðarhlíð.
ÆskUegt er að sem flestir sjái sér fært
að koma og hlusta á fróðlegt erindi sem
á erindi tU okkar allra. Á fundinum verð-
ur einnig hægt að fá keypfa athygUsverða
bók um síðasta norræna þingið um MBD,
Einnig verður tU sölu mjög fróðleg is-
lensk ritgerð um MBD.
Hrjóbjargarstaðaætt
Niðjar Katrínar og Benjamíns ætla að
hittast á Hótel Lind, Rauðarárstíg, nk.
fimmtudag, 17. nóvember, kl. 20. Félags-
vist og bingó.
Rádstefnur
Evrópuráðstefna um tölvur
í skóiastarfi
Siðastliðið sumar var haldin í Sviss Evr-
ópuráðstefna um tölvur í skólastarfi. Við-
fangsefni ráðstefnunnar vorú fjölbreytt
og er fyrirhugað að kynna hluta þess sem
þar kom fram í Kennslumiðstöðinni mið-
vikudaginn 16. nóvember kl. 16-18.
Áhersla verður lögð á notkun tölvubún-
aðar i skólastarfi. Umræður verða að
loknum framsöguerindum.
Tapað fundið
Ábreiða tapaðist
Hvít ábreiða með rauðu munstri i miðj-
unni fauk af svölum i Hátúni 12 fyrir ca
mánuði. Finnandi vinsamlegast hringi í
sima 13758.
Leikhús
Leikrit Harðar Torfa
frumsýnt í Djúpinu
Frumsýnt verður í Djúpinu í kvöld, 15.
nóvember, kl. 21 leikritið Óvinurinn.
Leikstjóri og höfundur er Hörður Torfa
en hann bæði semur og flytur tónUstina
og hannar leikmynd. Verk þetta skrifaði
Hörður á árunum 1980-1981 og var verk-
ið sviðsett í leikstjóm hans í Kaup-
mannahöfn vorið 1981 og var farið með
það um íslendingaslóðir. Leikandi verks-
ins er Þröstur Guðbjartsson. Búninga
hannaði Gerla. Lýsing er í höndum Lár-
usar Bjömssonar og aðstoðarleikstjóri
er Guðjón Sigvaldason. Sýningar verða
frá sunnudagskvöldum til fimmtudags-
kvölda. Upplýsingar í síma 13340.
Og svo þetta...
Rúmlega 100 eintök af nýjustu plötu
Harðar Torfa verða seldar fyrirfram á
aðeins 1.000 kr. Keyptu þér ávísun á plöt-
una hjá Steinari í Austurstræti strax og
fáðu svo plötuna þegar hún kemur út í
mánaöarlok. Þú getur lika keypt þér ávís-
un í Djúpinu. mjómplata þessi heitir
Rauði þráðurinn og er tvöfalt albúm með
18 af þekktustu og bestu lögum Harðar
Torfa semm hljóðrituð vom á tónleikum
hans í haust.
Meiming________________________________________________________________________pv
Undir nasista-
fána í Garðinum
Litla leikfélagið, Garði, sýnir:
Himnaríki Hitlers, eða ðtti og eymd
Þriðja rikisins.
Höfundur: Bertolt Brecht.
Leikstjðri: Þórir Steingrímsson.
Ljós og hljóð: Sigfús Dýrfjörð.
Um síðustu helgi efndi Bandalag
íslenskra leikfélaga til sérstakrar
kynningar á starfi áhugaleikhópa.
Kynningin fór m.a. fram í húsa-
kynnum bandalagsins í Reykjavík
en auk þess lögðu leikhópar víðs
vegar um landið sitt til málanna,
hver í sinni heimabyggð.
Starf áhugamanna er unnið af
hugsjón og metnaði og ánægju-
stundirnar í kringum starfið eru
oftar en ekki einu launin sem þátt-
takendur fá.
Þó að hstrænn árangur sé mis-
jafn er félagslegt gildi þessa starfs
óumdeilt og ómetanlegt og þess
vegna ber ráðamönnum skylda til
að styrkja áhugaleikhús eftir
megni.
Leikstarfsemi af þessu tagi er í
hugum fólks fyrst og fremst tengd
landsbyggðinni en ekki má gleyma
því að í Reykjavík starfa líka
sprækir leikhópar. Nægir þar að
nefna hinn undarlega og dularfuha
áhugahóp, Hugleik, auk Gaman-
leikhússins. Hið síðarnefnda byrj-
aði sem bamaleikhús og telst það
að vísu enn sem komið er en for-
ráðamenn þess eru sem óðast að
vaxa úr grasi án þess að nokkurn
bilbug sé að finna á leikgleðinni eða
áræðninni við að koma upp leik-
sýningum og er spennandi að fylgj-
ast með þessu dugnaðarfólki.
í tilefni þessara kynningardaga
brá ég mé'r hins vegar af bæ og
heimsótti Litla leikfélagið suður í
Garði. Þar voru nýlega fnnnsýndir
þrír þættir úr verki Bertolts
Brecht, Himnaríki Hitlers, eða Ótti
og eymd Þriðja ríkisins og er Þórir
Steingrímsson leikstjóri.
Litla leikfélagið er að mörgu leyti
dæmigerður áhugahópur. Það hef-
ur starfað í 12 ár og sett upp 22
sýningar af ýmsum toga.
Leikendur mæta til æfinga eftir
langan vinnudag, eins og th heyrir
hjá áhugafólki, og allt í kringum
sýninguna er heimatilbúið og
hannað á staðnum.
Vahnkunnur leikstjóri er síðan
fenginn (oftar en ekki „að sunn-
an“) til að leiðbeina hópnum og
þegar allt er tilbúið er þyngsta
þrautin eför en það er að draga
áhorfendur frá sjónvarpstækjun-
um og út í félagsheimili til að horfa
Bílstjórinn, Hreinn Guðbjartsson, og SA-maðurinn, Egill Egilsson.
Ljósmynd Hiimar Bragi
Leiklist
Auður Eydal
á sýningima. Þetta gildir að sjálf-
sögðu jafnt um aha áhugahópa.
Himnariki Hitlers er alls safn 24
þátta sem lýsa lífi og tilveru fólks
í Þýskalandi á þeim tíma þegar
nasisminn er að festa sig í sessi. í
þeim þremur þáttum, sem valdir
eru úr til sýningarinnar í Garðin-
um, lýsir höfundur mætavel
hvemig fjarstýrð innræting veldur
tortryggni og skelfingu þannig að
enginn er lengur óhultur og engum
er treystandi, jafnvel ekki nánustu
skyldmennum.
í fyrsta þættinum eru leikendur
tveir, eiginkonan Júdít býst til
brottferðar vegna þess að hún er
gyðingur og er ekki lengur vært í
landinu. Eiginmaðurinn er innst
inni harla feginn en lætur þó sem
honum þyki miður.
Aðdragandi þess að Júdít ákveð-
ur að hverfa á brott kemur fram í
eintali hennar og símtölum við vini
og vandamenn. Anna María Guð-
mundsdóttir réð að vonum ekki
alveg við þetta erfiða hlutverk sem
byggist niikið á nákvæmum blæ-
brigðum í framsögn og svipbrigð-
um en túlkun hennar var hins veg-
ar látlaus og yfirveguð og henni
tókst að láta skina í innibyrgða th-
finningaólgu þessarar ólánsömu
konu sem hefur, þegar upp er stað-
ið, engan til að reiða sig á.
Miðþátturinn, Spæjarinn, lá best
við leikendum. Sólveig Pétursdótt-
ir var örugg í hlutverki móðurinn-
ar, framsögn hennar góð og hreyf-
ingar eðhlegar. Þátturinn íjallar
um það hvemig tortryggnin hefur
sáð fræjum í innsta kjarna fjöl-
skyldunnar. Aht eðhlegt mat á
mannlegum samskiptum er
brenglað, foreldramir í þættinum
eru skelfingu lostnir og halda að
þeirra eigið bam sé njósnari sem
bíði færis á því að koma þeim í klær
nasistanna.
í síðasta þættinum, Krítarkross-
inum, ber Egih Egilsson hitann og
þungann af atburðarásinni með
ágætum og rösklegum leik í hlut-
verki SA-mannsins. Ofstæki og
heift gruggar hér upp lygnan flöt
daglegs lífs og enn sem fyrr bregur
höfundur ljósi á ástandið með því
að sýna viðbrögð, nú eða sljóleika,
venjulegs fólks við hversdagslegar
aðstæður.
Leikmynd er gerð af nákvæmni
og reynt er að halda stil híbýla
þessa tíma. Best heppnuð fannst
mér leikmyndin vera í Krítarkross-
inum en aftur á móti var óþarflega
að Önnu Maríu þrengt í fyrsta
þættinum þar sem hún hafði aðeins
mjóa ræmu fremst á sviðinu til að
hreyfa sig á. Búningar voru prýði-
lega valdir.
Aörir leikendur en þeir sem að
ofan era taldir komust misjafnlega
frá hlutverkum sínum eins og
gengur en Þórir Steingrímsson
leikstjóri hefur leiðbeint hópnum
mætavel. Sýningin gekk snurðulít-
iö fyrir sig og var vel tekið af áhorf-
endum.
-AE
Klassablóm
- um sýningu Kristínar Jónsdóttur í Lástasafhi íslands
Kristin Jónsdóttir á vinnustofu sinni í Kaupmannahöfn.
A meðan draumsýnir súrrealista
gagntóku Evrópu á ámnum mihi
stríða var það öðru fremur rökræn
meinlætastefna sem réð lögum og
lofum á íslandi. Jón Stefánsson á
e.t.v. mestan heiðurinn af þessari
„andborgaralegu" innreið sem var'
mjög í anda franska listjöfursins Céz-
annes. En Kristín Jónsdóttir á ekki
síður þátt í viðgangi þessa viðhorfs
í málarahstinni hér á fyrra helmingi
aldarinar. Hugmyndir Cézannes
gengu mikið th út á rökræna mótun
forma með impressjónískri litameð-
höndlun og uppbyggingu í anda
klassíkera. Þannig virka blómaupp-
stilhngar Kristínar háklassískar úr
fjarlægö en þegar nær dregur kemur
impressjónísk tæknin í ljós. Pensh-
drættimir einfaldast og styrkjast eft-
ir því sem hður á málaraferil Kristín-
ar. Árið 1940 málar hún uppstilhngu
af postulíni og fleim (nr. 7) af klass-
ískri nákvæmni en aðeins tveimur
árum síðar er flæðið í teikningunni
orðið mun meira (nr. 14). Hún slepp-
ir þó aldrei algjörlega fram af sér
beish rökrænunnar.
Ekki úrtengslum
Fmmforsendur þær sem nýklass-
íkin endurvakti fyrir tveimur th
þremur öldum höfðu enn tögl og
hagldir um aldamótin, jafnvel þótt
ytra borðið hefði einfaldast í með-
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
forum listamanna á borð við Céz-
anne og Monet. Kristín hélt aha tíð
tryggð við þessar sömu forsendur,
jafnvel þótt ahs kyns vhhgróður
sprytti upp í kringum hana. í mynd-
inni Mandólín frá 1950 (nr. 17) má
þó sjá að Kristín hefur ekki shtið sig
úr tengslum við nýjabrumið í mynd-
hstinni. Þessi mynd er á margan
hátt eins konar óður th kúbismans
og mun reyndar theinkuð Braque
sem var þekktur fyrir margt annað
en aö fara troðnar slóðir. Þarna er
Kristín á svipuðum grösum og hinir
íslensku semíkúbistar; Snorri Arin-
bjamar, Þorvaldur Skúlason, Gunn-
laugur Scheving o.fl. Stefnt var á ein-
földun forma með sterkum dráttum
en ekki svo mjög að því að brjóta upp
myndflötinn eins og t.d. Picasso varð
kunnur fyrir. Þorvaldur hneigðist
reyndar til umbrota þegar afstrakt-
holskeflan reið hér yfir um 1950.
Dyr inn í rómantíkina
Undirritaður sér hins vegar htla
ástæðu th að bendla Kristinu Jóns-
dóttur við þá stefnu eins og Aðal-
steinn Ingólfsson gerir óbeint í sýn-
ingarskrá. Afstraktið var umbrota-
stefna gagnstæð hinum klassíska
byggingarstíl sem er megineinkenni
uppstilhnga Kristinar. Þessi sthl
opnar henni miklu fremur dyr inn í
rómantíkina og aðrar Ijóðrænar
viddir, t.d. í myndinni Laufásvegur
frá 1950 (nr. 16) þar sem tvær stytt-
ur, önnur utanhúss en hin innan,
magna upp draumkennda spennu í
anda hinna rómantísku snhlinga.
-ÓE