Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1988, Page 32
62 • 25 • 25 FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988. Glettingur: Vonast til að halda þeim •’ fastráðnu - segir framkvæmdastjórinn „Ég er aö vona aö okkur takist aö halda þeim sem fastráðnir eru," sagöi Þorleifur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Glettings í Þorláks- höfn, er DV ræddi við hann. Til stendur aö segja öllum starfs- mönnum Glettings upp. 76 talsins. Þegar hefur 231 lausráðnum starfs- manni veriö sagt upp störfum. Ráðn- ingarsamningur 14 útlendinga, sem vlnna hjá fyrirtækinu, rennur út 15. desember næstkomandi. Loks er fyr- irhugað aö segja upp 41 fastráðnum starfsmanni um næstu helgi. i-.^►Forráöamenn Glettings hafa leitað til Atvinnutryggingasjóös en „sá sjóöur lagar ekki stöðuna. Hann lag- ar ekki stööuna þegar öll fisk- vinnslufyrirtæki í landinu eru rekin meö bullandi tapi," sagði Þorleifur. Glettingur á fimm báta. Fjórir þeirra eru að veiðum en sá fimmti í breytingum á Sigluíirði. -JSS Dómur í hnifsstungumáll: friggja og hálfs árs fangelsi Kveöinn var upp dómur í sakadómi Reykjavíkur í dag yfir Sólrúnu Elí- dóttur. Var hún ákærö fyrir aö hafa stungiö Karl Valgarðsson með hnif aö morgni 30. apríl sl. meö þeim af- leiðingum aö hann hlaut alvarlega sýkingu í kviöarholi og lungnabólgu og stóö mjög tæpt um líf hans um tíma. Ákæröa játaöi á sig verknaðinn en jútning hennar var studd framburöi tveggja vitna. Þótti ljóst aö ákæröa heföi ekki unnið verknaðinn í sjálfs- vörn og eftir á gerði hún engar til- raunir til aö koma manninum undir læknishendur. Var ákæröa sakhæf, að mati dóms- ins, og gert aö sæta fangelsi í 3 ár og 6 mánuði. -hlh Bílstjórarnir aðstoða mm > ££J1DIBÍLJIS TÖÐItl LOKI Á SÍS val? Skipulagsbreytingar á Sambandinu: Bullandi ágreiningur Guðjóns og - forstjórinn í minnihluta í skipulagsneftidinni milli Guöjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, er lentur í minni- hluta i nefnd sem er að endurskoða skipulag sambandsins. Meirihlut- inn, sem vill viöamiklar skipulags- breytingar á Sambandinu, nýtur stuðnings stjórnarformanns þess, Vals Amþórssonar. Guðjón vill aft- ur á móti minni háttar breytingar, sem felast í auknu sjálfstæöi deilda. Guðjón sagðist í morgun ekki vilja ræða þetta mál, það væri enn í vinnslu hjá nefndinni og þegar þar aö kæmi myndi hann úttala sig um það innan nefndarinnar og stjórnar Sambandsins. í nefhdinni eiga sæti formaöur og varaformaður, forstjóri og að- stoöarforstjóri Sambandsins, sem og fulltrúar stærstu kaupfélaganna í landinu. Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins, sagöi fyrir stjómarfund Sambands- ins í gær að enginn ágreiningur væri um þetta mál, enda væru störf nefndarinnar skammt á veg komin. Samkvæmt heimildum DV innan stjórnar Sambandsins liggur ljóst fyrir eftir fundinn í gær að bullandi ágreiningur er á milli forstjóra og sfjórnarformanns um skipulags- breytingamar. Einnig er ágrein- ingur innan stjórnar Sambandsins um máliö og aðeins þrír stjórnar- menn af níu sem lýst hafa yfir stuðningi viö breytingarnar. Um- ræðumar í nefhdinni snúast um hvort afurðasöluþættimir til lands og sjávar, skipareksturinn og iðn- aöurinn veröi sett í sérstök fyrir- tæki. Gert er ráð fyrir að Samband- ið yröi áfram til sem samnefnari samvinnuhreyfingarinnar og hefði fræðslumálin á sinni könnu. Mönnun er ljóst að ef þessar breytingar næðu fram aö ganga yröi valdsvið Guðjóns B. Ólafsson- ar sem forstjóra gert að engu. Andstæðingar þessarar hug- myndar benda líka á aö Sambandið skuldi milljarða króna innanlands Vals sem utan. Hvernig snúast skuldu- nautarnir við svona breytingum? Þeir spyrja hvort ekki sé hætta á aö þeir ráðist í að innheimta þær þegar í stað ef skipta á Sambandinu upp meö þessum hætti. Valur Arnþórsson lætur af störf- um sem stjórnarformaður um ára- mótin þegar hann tekur við banka- stjórastöðu í Landsbankanum. Samkvæmt heimildum DV innan stjórnar Sambandsins vill hann aö búið verði aö ganga frá þessu máli í höfuðdráttum og helst að ákveöa þær þegar hann lætur af störfum. -S.dór Lögreglumenn handsama strokumanninn við Loftleióahótelið í gærkvöldi. DV-mynd S Strokumaður af vellinum gómaður Hermaður, sem strokiö haföi af svæöi Vamarliðsins í Keflavík, var handtekinn vdö Loftleiðahóteliö í Reykjavík um sexleytiö í gærkvöldi. Hafði maöurinn yfirgefið varnarliðs- svæðið í leyfisleysi í fyrrakvöld og aö beiðni herlögreglu svipaðist lög- regla um eftir manninum. Tóku lög- reglumenn af Keflavíkurflugvelli þátt í leitinni og náöist maöurinn eins og áöur sagði viö Loftleiðahótel- ið. Þá var hann í bíl og var ung stúlka í fylgd með honum. Að sögn lögreglu hefur maðurinn verið til vandræða inni á velli, þar á meðal verið tekinn þrisvar ölvaöur viö akstur. -hlh Veðrið á morgun: Kólnandi veður Á morgun verður norðanátt um land allt, víðast kaldi eöa stinnings- kaldi. É1 verða noröanlands en þurrt og víða bjart veður syðra. Hitinn veröur undir frostmarki, -2-8 stig. Skákin: ísland gegn Brasilíu í dag - Perúmenn efstir íslendingar mættu Kanadamönn- um í 2. umferð ólympíumótsins í skák í Grikklandi í gær. Helgi Ólafs- son vann, Jón L. Árnason geröi jafn- tefli, Karl Þorsteinsson tapaöi og skák Margeirs Péturssonar fór í bið. í dag eiga íslendingar að tefla við Brasilíumenn sem tefla fram sterkri sveit. Að sögn Jóns L. Árnasonar í morgun var ekki ljóst hvaða liði yrði stillt upp móti þeim. Jóhann Hjartar- son hefur enn ekki teflt á mótinu og sagði Jón L. það vera ákvörðun liðs- stjóra að hvíla hann fyrir stærri átök síðar. Margeir var í morgun að tefla bið: skákina frá 2. umferð og taldi Jón líklegt að hún færi aftur í bið. Perúmenn eru nú efstir á mótinu og eina sveitin sem hefur unnið allar sínar skákir. -Pá Sambandið: Fallist á viðræður við Eldey hf. Á stjórnarfundi Sambandsins í gær var fallist á að hefja viðræður viö Eldey hf. á Suðurnesjum um hugsan- leg kaup þess á hlut Sambandsins í Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Sem kunnugt er hefur Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra lagt hart að forráðamönnum Sambandsins aö taka upp þessar viðræður. Samkvæmt heimildum DV er það almenn skoðun manna í stjórn Sam- bandsins að það sé nánast formsat- riði að fara í viðræöurnar. Stjórnar- menn trúa því að Eldey hf. hafi ekki það á bak við sig sem þarf til þess að fyrirtækið geti keypt eignir Sam- bandsins í Hraðfrystihúsinu. - vJL -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.