Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988.
Fréttir
Böðvar Bragason, lögreglustjóri 1 Reykjavík:
Margt sem ekki á að
birtast opinberlega
- er ekki sáttur við birtingu skýrslu Lögreglufélagsins
„Ég skila ráöherra greinargerö
um skýrsluna í dag. Ég er á þeirri
skoðun að æði margt í þessar
skýrslu Lögreglufélags Reykjavík-
ur eigi ekki erindi í íjölmiðla, eðli
málsins samkvæmt. Skýrslan í
heild hefði betur verið rædd milli
þeirra sem hlut eiga að máli ráður
en menn báru slíkt á torg. Ég var
erlendis þegar þeir birtu skýrsl-
una. Þessi skýrsla barst til tveggja
yflrmanna hér skömmu áður en
blaðamannafundurinn var haldinn.
Hún var því í engu rædd við starfs-
menn hér - og það kom mér á óvart
því ég tel aö málefni lögreglunnar
eigi að reyna að leysa áður en farið
er að ræða þau á opinberum vett-
vangi,“ sagði Böðvar Bragason, lög-
reglustjóri í Reykjavík.
„Ég vissi að Lögreglufélagið var
meö í vinnslu skýrslu um stöðu
lögreglumála. Ég er frekar hlynnt-
ur því að Lögreglufélagið skuli
velta þessum málum fyrir sér. En
ég hef alltaf sagt, seint og snemma,
að menn verða fyrst og fremst að
ræða saman. Það er grundvöllur
allra góðra lausna. Þaö fmnst mér
ekki hafa gengið eftir í þessu efni.
Enda eru í skýrslunni atriði sem
ég tel vafasamt og varasamt að
birta þvi ég er alfarið á móti megin-
niðurstööu skýrslunnar að lögregl-
an í Reykjavík sé það illa komin
að ekki sé hægt að sinna nema
neyðarútköllum. Ég er alfarið á
öndverðum meiði um það mál. Ef
svo væri komið - þá hefði ég átt
að vera búinn að tilkynna slíkt fyr-
ir langa löngu - eða þegar ég teldi
að þannig væri komið.
Hitt er annað að það sama hrjáir
okkur og aðrar ríkisstofnanir; við
fáum ekki allt það sem við biðjum
irni. En það er langt því frá að stofn-
unin sé að verða óstarfhæf," sagði
Böðvar Bragason. Hann sagðist
hafa barist fyrir aukinni íjárveit-
ingu til lögreglunnar svo bæta
mætti við mannafla og tækjakost.
Síðast sagðist hann hafa gengið á
fund fj árvei tinganefndar. Böövar
sagðist vilja með öllum mætti efla
starflögreglunnar. . -sme
Fer lögreglustjóri
oft til útlanda?
- sex sinnum á þessu ari, segir Böðvar Bragason
„Það hefur lengi verið verkefni
lögreglustjórans í Reykjavík að sinna
norrænu samstarfi. Það eru fundir
lögreglustjóra á Norðurlöndum og
það eru einnig fundir á vegum út-
lendingaeftirlitsins. Þetta er helstu
störfm út á við. Þessir fundir eru
tvisvar á ári. Mér er mjög ljúft að
upplýsa það að utanferðir mínar í ár
eru sex á vegum embættisins," sagði
Böðvar Bragason.
„Ég held að þetta sé í alveg sama
fari og forveri minn, Sigurjón Sig-
urðsson, geröi. Eitt af því sem lög-
reglustjóri gerði var að fara á fund
lögreglustjóra í höfuðborgum Evr-
ópu. Ég felldi þetta niður eftir að ég
fór á slíkan fund fyrir þremur árum.
Ég taldi mig ekki hafa þörf fyrir að
mæta á þá fundi,“ sagði Böðvar
Bragason.
-sme
Læknamálin:
Brutum ekkert
samkomulag
- segir Amar Guðmundsson
„Við eltum ekki ólar við þessi
ummæli. Viö brutum ekkert sam-
komulag. Málið er komið til ríkis-
saksóknara og við höfum ekkert
fleira um það að segja,“ sagði Arn-
ar Guðmundsson, deildarstjóri hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Gunnar Ingi Gunnarsson, yfir-
læknir á Heilsugæslustöðinni í
Árbæ, sagði í DV í gær að Rann-
sóknarlögreglan heföi brotið
munnlegt samkomulag þegar
framkvæmd var rannsókn á reikn-
ingsgerðum læknis við sömu heils-
gusæslustöð. Gunnar Ingi segir aö
samkomulag hafi verið gert um aö
aðeins sá læknir sem sætti rann-
sókn fengi að skoða sjúkraskrár.
Nú hefur verið upplýst að Rann-
sóknariögreglan haföi lækni með
sér víö rannsóknina. Sá læknir
skoðaði sjúkraskrámar ásamt
lækninum sem sætti rannsókninni.
Læknir sá, sem Rannsóknarlög-
regla kvaddi til, hefur nú sent frá
sér yfirlýsingu þess efnis að hann
hafi skoöað sjúkraskrárnar. Yfir-
lýsing læknisins verður líklega
lögð fram í fógetarétti þar sem tek-
ist er á um hvort Ríkisendurskoð-
un fái aðgang að sjúkraskrám Heil-
sugæslustöðvarinnar í Grindavík
eða ekki. Þegar hefur því verið lýst
yfir af hálfu beggja aöila að úr-
skuröi fógetaréttar verði áfrýjað til
Hæstaréttar. -sme
Kikt í búðarglugga á Laugavegi. Ekki er þvi að treysta að veðrið sé blitt svona rétt fyrir jólin og því betra að búa
sig vel. DV-mynd Brynjar Gauti
2,4 prósent
verðbólga
Framfærsluvísitala hækkaði um
0,2 prósent í byrjun desember frá
fyrra mánuði. Þessi hækkun jafn-
gildir 2,3 prósent árshækkun.
í verðkönnun kauplagsnefndar
kom í ljós að brauö og kjöt hafði
hækkað en grænmeti og ávextir
lækkað. Matvöruliður vísitölunnar
hækkaði þvi nánast ekkert. Fatnaður
hækkaði hins vegar og einnig rekst-
ur eigin bíls og þjónusta ýmiss kon-
ar. Vegna lækkunar á fjármagns-
kostnaði lækkaði húsnæðisliður vísi-
tölunnar.
Samkvæmt framfærsluvísitölu
jafngildir verðbólga undanfarinna
þriggja mánaða um 2,4 prósent verð-
bólgu á ársgrundvelli. Hins vegar
hefur vísitalan hækkað um 20,6 pró-
sent á undanfornum tólf mánuðum.
-gse
Á þessari töflu má sjá verðbólguna
á undanförnum tólf mánuðum miðað
við hækkun framfærsluvisitölu.
Línan sýnir verðbólguna miðað við
vísitölu síðustu þriggja mánaða.
Súlurnar sýna hins vegar hækkun
undanfarinna tólf mánaða.
Amarflug hf:
Starfsfólk fundar um
tillögu að launalækkun
„Það kom fram tillaga frá einum
starfsmanni um að starfsfólk taki á
sig launalækkun til að létta undir
með rekstri félagsins. Viö höfum
rætt þetta mál en það er hvergi út-
rætt og er raunar á viðkvæmu stigi.
Þess vegna vil ég ekkert frekar um
málið segja eins og er,“ sagði Björg
Gunnsteinsdóttir en hún á sæti í
stjóm starfsmannafélags Amarflugs
hf.
Tillagan gerir ráð fyrir að starfs-
fólk taki á sig 10 prósent launalækk-
un til þess að létta undir með félaginu
í þeim fj árhagserfiðleikum sem það
er í um þessar mundir. Að vonum
ríkir ekki einhugur um málið hjá
starfsfólki. Björg sagðist ekki þora
að segja til um hvort næðist að af-
greiða málið frá starfsmönmnn í dag
en það yrði gert fljótlega.
-S.dór
Hofsóshreppur skuldar 33 milljómr umfram eignir:
Sveitarstjórnin svipt fjárforráðum og
fjárhaldsstjórn skipuð af ráðuneytinu
Sveitarstjorn Hofsóshrepps hefur
verið svipt fiárforráðum og mun fé-
lagsmálaráðherra skipa íjárhalds-
stjóm. Auk þess hefur félagsmála-
ráðuneytið farið fram á greiðslu-
stöðvun í þijá mánuði og haft sam-
band við skiptaráðanda vegna þess.
Hofsóshreppur óskaði fyrir
skömmu eftir fjárhagsaðstoð í formi
styrks eða láns frá Jöfnunarsjóði
sveitarfélaga á grundvelli ákvæða
sveitarstjómarlagarina þar um. Eftir
athugun endurskoðunarfyrirtækis á
fjármálum hreppsins kom í ljós aö
skuldir hans voru það miklar að fjár-
framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga myndi engan veginn duga til að
rétta stöðu hreppsins við svo ein-
hveiju næmi. Var einnig ljóst að
greiðslustöðvun næðist ekki nema
því aðeins að annarri grein sveitar-
stjómarlaganna yrði beitt en hún
kveöur á um að skipa eigi fjárhalds-
stjórn fyrir hreppinn. Félagsmála-
ráðuneytið skipar tvo menn í fjár-
haldsstjóm, þar af formann, og sam-
band sveitarfélaga einn.
Skuldir hreppsins nema tæplega 55
milljónum króna sem jafngildir um
200 þúsund króna skuld á hvem íbúa.
Skuldir umfram eignir nema um 33
milljónum króna. Mun hreppurinn
hafa ráðist í mun meiri fjárfestingar
en hann gat staðið undir á undan-
fórnum ámm og því fór á þennan
veg.
Um 30 ár em liðin síðan gripiö var
til svipaðra aðgerða en það var 1
máli Kaldrananeshrepps í Stranda-
sýslu.
-hlh