Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Side 14
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 800 kr.
Verð I lausasölu virka daga,75 I<r- - Helgarblað 90 kr.
Vanhugsað vörugjald
Hækkun vörugjalds er vanhugsuð. Spurning er, hvort
hækkunin er lögleg, nú á tímum verðstöðvunar. En
þótt hækkunin kunni að vera lögleg, þá er hún siðlaus
á þessum tíma. Hún skapar auk þess margs konar
skekkjur.
Sú hækkun vöruverðs, sem fylgir hækkun vöru-
gjalds, kemur illa við marga. Sagt var um síðustu ára-
mót, að verið væri að jafna samkeppnisstöðu íslenzks
atvinnulífs, miðað við viðskiptalöndin. Nú er haldið í
þveröfuga átt. Með hækkun vörugjalds á sumum inn-
fluttum vörum er notað tæki til að halda uppi fólsku
gengi. Þess í stað væri réttmætt aö fella gengið. Gengis-
lækkun mundi bæta stöðu útflutningsgreina en draga
úr getu innflutnings. Vissulega mundi gengislækkun
hækka vöruverð. En hún væri hið rétta, nú þegar krón-
an er alltof hátt skráð.
Meö skattahækkununum almennt er ríkisstjórnin að
bregðast fyrirheitum um verulegan niðurskurð ríkisút-
gjalda. Þess í stað á að láta almenning borga brúsann.
Það er rétt hjá Verzlunarráði, að ætlunin er að taka
upp þrjár mismunandi prósentur vörugjalds í stað einn-
ar, sem flækir skattkerfið enn meira og eykur mismun-
un milli fyrirtækja og atvinnuvega. Vel að merkja eru
það mikið til sömu menn, sem nú hyggjast fara þessa
leið, og þeir sem í fyrravetur töluðu digurbarkalegast
um að láta skattkerfið vera jafnt. Ríkið hirti þá skatta-
hækkun, sem þá varð, og hyggst nú hirða enn meira
með því að fara þveröfuga leið. Þetta er siðleysi stjórn-
málamannanna. Nú veikist samkeppnisstaða verzlunar-
innar.
Ekki sízt ber að vekja athygli á því, sem ætlunin er
aö gera byggingariðnaði í landinu. Leggja á sérstakt tíu
prósent vörugjald á byggingarefni. Þetta mun leiða til
3-4 prósenta hækkun byggingarvísitölu. Þá hækkar
lánskjaravísitalan. Almenningur borgar enn á ný, með
því að öll lán hækka. Þetta gerist á sama tíma og fjöldi
húsbyggjenda er í kreppu. í húsnæðislánakerfmu hefur
verið leitað leiða til að koma í veg fyrir urmul nauðung-
aruppboða. Að því er tekur til byggingariðnaðarins sér-
staklega, mun vörugjaldið leiða fyrirtæki í þrot. Búizt
er við miklum samdrætti í byggingariðnaði. Sá iðnaður
er einna viðkvæmastur, þegar harðnar í ári. Þar má
gera ráð fyrir miklu atvinnuleysi. Líklega munu um
fimm þúsundir manna ganga atvinnulausar í heild, þeg-
ar nokkuð verður hðið á næsta ár. Vörugjald á bygging-
ariðnaðinn gerir þá stöðu alla verri. Hækkunin leiðir
því beint til atvinnumissis.
Margir geta í fljótu bragði samþykkt vörugjalds-
hækkun á sætindum. En það stenzt ekki, þegar betur
er að gáð. Eða á að leyfa stjórnmálamönnum að ganga
svo bak orða sinna með mismunun fyrirtækja?
Hækkun vörugjalds er því forkastanleg fyrir margra
hluta sakir, eins og rakið hefur verið. Hún veldur verð-
bólgu og það á tímum verðstöðvunar og launastopps.
Hún eykur skuldabyrði þeirra, sem hafa tekið lán.
Hækkun vörugjalds leggst af fullum þunga á heimilin.
Þetta er mjög slæmt, þegar harðnar í ári og vörur eru
alltof dýrar fyrir miðað við nálæg lönd. Styðja má, að
ríkishallanum verði útrýmt. En þar á ríkið að vísa veg-
inn með því að draga sjálft saman seglin.
Fyrirhuguð aukin skattpíning er í heild sinni var-
hugaverð. Það gildir bæði um tekjuskatt og vöruverð.
Haukur Helgason
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988.
Rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar (1970-1974). - Hún afnam friðindi við innkaup áfengis og tóbaks til einka-
nota fyrir róðherra og forseta Alþingis.
Af áfengis-
kaupum
Miklar umræður hafa að undan-
fómu orðið um kaup handhafa for-
setavalds á áfengi á kostnaöar-
verði. Kveikjan að umræðunum
eru áfengiskaup fyrrverandi for-
seta Hæstaréttar, Magnúsar Thor-
oddsens. Margir hafa lagt orö í belg
og misviturlega eins og gengur.
En hvaða reglur hafa gilt?
Reglur ígildi1964
Árið 1964 virðast þeir Skúli Guð-
mundsson og Bjöm Kr. Bjömsson
hafa skrifað ÁTVR bréf með fyrir-
spum um hveijir geti fengið áfengi
á „kostnaðarverði". Áfengis- og tó-
baksverslunin svarar alþingis-
mönnunum 12. febrúar 1964 í sam-
ráði við fjármálaráðuneytið, sbr.
gögn í skjalasafni ráöuneytisins,
A-43.
í nefndu bréfl segir svo:
„Sem svar við bréfi yðar dags. 23.
f.m. viljum vér upplýsa eftirfar-
andi:
1. Þeir íslenzkir aðilar búsettir hér
á landi, er fá áfengi keypt hjá
oss á kostnaðarverði, eru þessir:
forseti íslands, handhafar for-
setavalds, ríkisstjórn, ráðherr-
ar, ráðuneytin, Alþingi, forseti
Sameinaðs Alþingis, Áfengis- og
tóbaksverzlun ríkisins, forstjóri
Áfengis- og tóbaksverzlunar rík-
isins, Eimskipafélag íslands,
Ríkisskip, Fríhöfnin á Keflavík-
urflugvelli. Þá hafa deildarfor-
setar Alþingis heimild til að
kaupa áfengi á kostnaðarverði
fyrir allt aö kr. 2.000,00 og vara-
forsetar Alþingis fyrir allt að kr.
1.000,00 á hverju þingi.
Tekið skal fram, að handhafar
forsetavalds hafa aðeins rétt til
slíkra áfengiskaupa þann tíma
sem forsetavaldið er í þeirra
höndum.
Áfengi það, er Eimskipafélag ís-
lands og Ríkisskip kaupa, er ein-
ungis selt í sighngum milli landa
og kemur því ekki til neyzlu inn-
anlands.
Fríhöfnin selur aðeins farþegum
flugvéla við brottfór þeirra af
landinu og kemur því heldur
ekki til neyzlu innanlands áfengi
það er hún selur.“
Breyting á reglum 1971
Á fundi ríkissyórnar 14. október
1971 var samþykkt:
1. Fríðindiþauviðinnkaupáfengis
Kjallarinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður fyrir
Framsóknarflokkinn
sem nefndir eru.
Mér virðist samanburður „regln-
anna“ frá 1964 og 1971 benda ein-
dregið til að þessi „fríöindi" hafl
verið hugsuð einnig til einkanota
en ekki bara til veisluhalda eða
gestamóttöku hins opinbera
hversu viturlegt eða réttlátt sem
það kann að virðast. Mér virðist
einnig að tölurnar, sem birtar hafa
verið um áfengiskaup, sýni ljóslega
að sá hefur og verið skilningur
þeirra sem keyptu og notfærðu sér
réttinn.
Gagnályktun segir að afnám rétt-
inda ráðherra og forseta Alþingis
til kaupa á áfengi og tóbaki til
einkanota bendi beint til að ekki
hafi veriö afnuminn réttur hinna
til kaupa til einkanota.
Réttlæti
Sjálfsagt er að afnema hlunnindi
„Sjálfsagt er að afnema hlunnindi ein-
staklinga til vínkaupa og tóbaks á
kostnaðarverði. Fyrir þessum hlunn-
indum liggja að mmu mati engin rök.“
og tóbaks, til einkanota, er ráð-
herrar og forsetar Alþingis hafa
notið, skulu afnumin.
2. Við innkaup áfengis og tóbaks
vegna boða, sem ráðherra held-
ur í embættisnafni, skulu þó
haldast sömu reglur og verið
hafa, enda annist hlutaðeigandi
ráðuneyti umrædd innkaup.
Samþykkt þessi var kynnt ATVR
22. október 1971.
Túlkun?
Ýmsar upplýsingar liggja nú fyrir
um hvernig þessar reglur hafa ver-
ið notaðar. Birtar hafa verið tölur
um áfengiskaup hinna ýmsu hand-
hafa forsetavalds.
Ég hegg sérstaklega eftir orðalagi
í samþykkt ríkisstjórnar frá 1971
að um sé að ræða kaup ráðherra
og forseta Alþingis „til einkanota“.
Mér virðist ef borið er saman við
„reglurnar" frá 1964 eða svarið að
þar eigi þá orðin „til einkanota"
einnig við um aðra einstaklinga
einstaklinga til vínkaupa og tóbaks
á kostnaðarverði. Fyrir þessum
hlunnindum liggja að mínu mati
engin rök. Hitt er annað að ýmsir
aöilar verða að geta séð um gesta-
móttöku fyrir hið opinbera og ríkið
á auðvitað að greiða kostnað af því.
Mér virðist einnig að þar sem
„reglurnar" segja að viðkomandi
aðilar skuh greiða kostnaðarverð
verði að líta svo á að um hlunnindi
hafl verið að ræða. Enginn getur
ætlast til að þessir aðilar kosti
veislur hins opinbera. Hefði vínið
verið ætlað til gestamóttöku ætti
ríkið að greiða allan kostnaðinn.
Tími er kominn til að afnema
þessi hlunnindi og hefði átt að gera
með öðrum breytingum 1971.
En með tilliti til orðalags og þeirr-
ar „hefðar", sem augijóslega hefur
verið í gildi undanfarin ár, ættu
menn að fara varlega f dóma. Vit-
lausar reglur kalla á vitlausa notk-
un, misnotkun.
Guðmundur G. Þórarinsson