Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. 15 Hakk í vodkanu Þaö hefur lengi verið vitað að ís- lenskt réttarfar er kenjótt, þrátt fyrir þykka lagabálka og ótal fó- geta. Dómarar eiga iðulega ógreið- færa leið að réttlætinu, enda eru álitamálin þeim mun fleiri sem þingmönnum fjölgar og afköst þeirra við lagasmíðar aukast, að ekki sé talaö um verksmiðjufram- leiðslu ráðuneyta á reglugerðum og tilskipunum hvers konar. Allir verða að sýna ht og láta sjást að þörf sé fyrir þá til þess að stjórna þessu smáríki sem er ekki stærra en lítil bílaVerksmiöja í Bandaríkj- unum eða Japan. Ég veit ekki hvort það er algeng- ara en undanfarin ár að nýsam- þykkt lög frá Alþingi reynist ekki nothæf fyrr en eftir umsögn ríkis- lögmanns um hvaö einstök lagaá- kvæði þýði eða dómstólar hafa úr- skurðað um þau. Þetta er því miður ein plágan sem hrjáir okkur og veldur ótrúlega margvíslegum erf- iðleikum og sárindum í þjóðfélag- inu, auk þess að kosta auðvitað sitt í peningum sem í það minnsta eru af skornum skammti í ríkiskassan- um. Óvönduð vinnubrögð löggjaf- arvaldsins hafa sem sagt lagt dóm- stólunum til ærna vinnu síðustu ár og alveg sérstaklega Hæstarétti sem hefur fengið svo til allar þessar ambögur í hausinn. Það er ekki gott að segja, en ætla mætti þó að minnst sumum al- þingismönnum sviði það að vera nær óslitið fyrir Hæstarétti, þótt óbeint sé. Nú hefur það hins vegar gerst að forseta Sameinaðs Alþing- is tókst að koma slíku óorði á Hæstarétt að óvíst er að þessi æðsti dómstóll þjóðarinnar dugi lengur til þess að lappa upp á vonda fram- leiðslu sjálfs löggjafarþingsins.JJg má þá spyrja hvar þjóðin eigi sér viðreisnar von. Alla vega á hún ekki veraldlega samvisku vísa lengur, sem hún geti sett traust sitt á. KjaUarinn Herbert Guðmundsson félagsfulltrúi Verslunarráðs íslands Guðrún og Ólafur Annars var það vitanlega ekki núverandi forseti Sameinaðs Al- þingis, Guðrún Helgadóttir, sem reytti samviskuna af þjóöinni. Flestir handhafar forsetavalds aft- ur úr öllu eru þeir seku, ef einhver er sekur þegar allt kemur til alls. Þetta er nefnilega eitt af þessum alskrautlegustu málum sem upp koma og birtast þjóðinni í ósýnileg- um umbúðum. En það var Guðrún sem flutti fréttirnar frá Ríkisendurskoðun. Hún er nú yfirmaður þeirrar stofn- unar ásamt öðrum þingforsetum. Bráðræðið við þennan fréttaflutn- ing, sem Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra staðfesti sam- stundis, hlýtur að kalla á svar við þeirri spurningu hvort dómgreind þeirra sé nokkuð skarpari en ætla mátti af þessum fyrstu fréttum um Magnús Thoroddsen, þáverandi forseta Hæstaréttar. Varla hefur það farið fram hjá þeim Guðrúnu og Ólafi Ragnari að þrátt fyrir breytilegar „reglur" frá tíma til tíma hefur fjöldi manns haft aðgang að áfengi á kostnaðar- verði eins lengi og menn rekur minni til. Á þeirri stundu, sem Guðrún og Ólafur Ragnar láku tölulegum upplýsingum um áfeng- iskaup starfandi forseta Hæstarétt- ar, hafði hvorugt þeirra neinn grundvöll til þess að standa fyrir þessari dómsuppkvaöningu yflr honum. Enda leið vika þar til upp- víst varð tölulega úm áfengiskaup flestra annarra handhafa forseta- valds það sem af er þessum áratug, sem reyndust einnig hafa verið veruleg. Þá voru bæði fjölmiðlar og almenningur búnir að dæma í máli Magnúsar. Hann er sá eini sem persónulega er rúinn ærunni fyrir þessum alþýðudómstól sem talsmenn löggjafar- og fram- kvæmdavaldsins hrintu af stokk- unum. Fljótandi í áfengi Það er margt sérkennilegt við uppljóstrun og meðferö þessa máls, þótt meðferðin á Magnúsi Thor- oddsen sem persónu taki út yfir allt. Birtar hafa verið tölur um áfengiskaup allra annarra forseta Hæstaréttar, sem handhafa for- setavalds, aftur til 1982 og þess for- seta Sameinaðs Alþingis sem gegnt hefur því embætti lengst af þennan tíma. Fullyrt er að forsætisráð- herrar á þessum tíma hafi ekki keypt áfengi á kostnaðarverði en því sleppt að ráðuneyti þeirra hefur ótakmarkaðar heimildir til áfengis- kaupa á þessu verði og vitað er aö ráðherrar almennt þurfa ekki að kaupa neitt áfengi, þeir fá þaö ein- faldlega ókeypis og án nokkurra takmarkana. Sagt er að þessi sakamannalisti Ríkisendurskoðunar, sem loks var birtur, sé ekki lengri vegna þess að torsóttara sé í bókhald ÁTVR fyrir 1982. Það er næsta undarlegt ef draga á menn fyrir dómstóla, af hvaða tagi sem eru, eftir því hversu aðgengilegt eða óaðgengilegt bók- hald um einkasölu ríkisins á áfengi er. Og hvers vegna eru ekki birtar tölur um áfengiskaup allra sem haft hafa aðgang að þessu ódýra áfengi, þar á meðal forstjóra ÁTVR, og gefnar eölilegar skýringar á því að aðrir sem aðgang höföu þurftu ekki á því að halda? Væntanlega eru allir sammála um að ein og sama forsenda hafi verið fyrir öll- um heimildum til þess að kaupa áfengi á kostnaðarverði, sem sé risna í þágu viðkomandi embættis og ekkert annað. Enginn eða allir Alla vega er Guðrún Helgadóttir, núverandi forseti Sameinaðs Al- þingis, sannfærð um þessa for- sendu. Þeim mun alvarlegra er frumhlaup hennar við meðferð þessa máls. í því ljósi að hún segist ekki vita til þess að handhafar for- setavalds hafi nokkru sinni þurft að sinna risnuskyldum forseta- embættisins, hljóta allir á saka- mannahsta Ríkisendurskoðunar að vera sekir og jafnvel allmargir fleiri, sé yfirleitt einhvér sekur. Samkvæmt vitneskju og frásögn Guðrúnar eru mörkin milli sak- leysis og sektar í þessu efni, hvað handhafa forsetavalds varðar, eng- in flaska eða ein. Annaðhvort hafa menn misnotað aðstöðu sína eða ekki og spurningin snýst þá aðeins um mismikla misnotkun, standi fullyrðing Guðrúnar. Nú hefur það gerst að Magnús Thorddsen hefur ekki aðeins sagt af sér sem forseti Hæstaréttar, heldur hefur honum veriö vikið frá á meðan Halldór Ásgrímsson dómsmálaráðherra rekur mál gegn honum. Dómsmálaráðherrann ætl- ar ekki aö svipta aðra embætti eða lögsækja þá og ber fyrir sig þá merkilegu ástæðu að Ríkisendur- skoðun hafi ekki gert athugasemd- ir við áfengiskaup annarra en Magnúsar. Er þá ekki komið að því að svipta ríkisendurskoðanda hempu sinni og sækja hann til saka fyrir vanrækslu? Samræmi í þessum málatilbún- aði öllum er nákvæmlega ekkert og illa komið siðferðinu í þessu landi þegar stjórnmálamenn í æðstu valdastöðum eru farnir að hengja og sýkna menn sitt á hvað eftir sínum eigin geðþótta og skipta sjálfum Hæstarétti í rangláta og réttláta. Fríðindi hins opinbera valds í áfengismálum og ýmsum öðrum efnum hafa löngum þótt fremur ógeðfelld, enda fela þau í sér marg- víslegar freistingar og spillingar- hættu. Þarna er skammt öfganna á milli og væri nær að gera ærlega jólahreingerningu á þessum flór en að hefja slík vopnaviðskipti um for- tíðina, sem nú hefur verið stofnað til af jafnótrúlegum vanefnum og raun ber vitni. Herbert Guðmundsson „Dómsmálaráðherrann ætlar ekki að svipta aðra embætti eða lögsækja þá og ber fyrir sig þá merkilegu ástæðu að Ríkisendurskoðun hafi ekki gert at- hugasemdir við áfengiskaup annarra en Magnúsar.“ Þjóðarleikur að þjórleyfi „Var einhver að tala um viróingu Hæstaréttar?" spyr greinarhöfundur m.a. Okkar íslenska þjóð er frelsis- unnandi og élskar frið og réttlæti auk sannleikans sem er henni einkar kær. Þess vegna hefur hún muldrað ánægjulega og horft gráð- ug á Magnús Thoroddsen sem var kastað fáklæddum inn á leikvang- inn fyrir ljón fjölmiðlanna. Réttlætið og sannleikann fáum við matreidd úr eldhúsi sjónvarps og útvarps og ekki er.venja að ef- ast um að matreiðslan sé góð. Dag- blöð fylgja þessum ættingjum sín- um af ættkvísl fjölmiðlunga eftir með sama réttlæti og sannleik til að tryggja að þjóðin gleymi engu af náðarmálunum meðan hún meltir. Kastað fyrir Ijón Magnúsi var kastað fyrir ljónin vegna þess að hann hafði hamstrað áfengi sem hann hafði leyfi til að kaupa á góðu veröi. Lita má á þetta sem áráttu. Ég man eftir prófessor sem hka hafði þá áráttu aö sanka að sér vínbirgðum og enginn sagöi neitt. Hann keypti sínar veigar líka á því verði sem honum bar sam- kvæmt reglugerð, þ.e. í áfengis- versluninni. Rómverjum þótti skemmtilegt að sjá mörg ljón eltast við fátt fólk. Þess utan þóttu þar merkust tíðindi ef drepinn var keisari eða öldunga- ráðsmaður. íslendingar slá tvær flugur í einu höggi og setja háttsett- an embættismann inn til ljónanna. Okkar mannréttindaþyrsta þjóð KjaUaiinn Stefán Steinsson læknir á Þingeyri naut þess að sjá Magnús hrekjast á ljónaleikvanginum því hún öf- undaði hann af þessum góðu kjör- um. Lá við að hún missti þvag af tilhugsuninni um aö hann hefði kannski getað selt vín með hagnaði og lægi sjálfur öllum stundum í eldheitu innilegu djúseríi. Ljótt er það ef satt er. Er ekki best að rífa slíkan mann strax á hol? Þessi öfund þjóðarinnar stendur að vísu ekki á styrkum fótum svo sannað verði. Bæði skilaði Magnús hinu hamstraða víni og var ekki fullur í réttinum svo teljandi sé. Þá hef ég að minnsta kosti ekki heyrt þess getið. Einhver sagði Magnús hafa verið snakillan í sjónvarpi í fyrstu við- tölunum. Sé manni með einn hnif að vopni allt í einu kastað fyrir ljónin má þá ekki reikna með að hann beiti hnífnum ótt og títt? Ef Hæstiréttur vill ekki... Mér er tjáð að mín ágæta lækna- stétt hafi á árum áður haft leyfi til að sýsla nokkuð með hreinan spír- itus. Þetta leyfi mun hafa verið tek- ið af læknum því þeir þóttu ekki hafa í alla staði fallega sýslan með þessa vöru. Þá var mér sagt frá apótekara nokkrum sem blandaði jólabollu úr spíritus er hann átti að versla með. Það mun þó hafa verið einsdæmi og telst því ekki misnotkun. Mikið er það annars illt þegar menn kunna ekki fríðind- um sínum forráð. Okkar skynsama og dómgreinda þjpð drekkur ótald- ar hestbyrðar áfengis vikulega og á nú enn að bæta við sig samkvæmt lögum þann fyrsta mars næstkom- andi. Svo ekur hún bílum sínum út og suður í veður og vind með kæti og galsa á eftir. En kannski er það ekki svo mikið vandamál. Ef Hæstiréttur vill ekki dæma þjóð- ina þá verður þjóðin að dæma Hæstarétt. Var einhver að tala um virðingu Hæstaréttar? Hver ætli muni eftir henni eftir tvo mánuði? Jú, trúlega gamla fólkið. En ég minnist þess ekki að hafa í annan tíma heyrt að menn ættu að bera svona mikla virðingu fyrir þeirri stofnun eins og talað hefur verið um undanfarið hálftungl eða svo. Var nauðsynlegt að pressa? Guðrún Helgadóttir, hæstvirtur forseti sameinaðs þings, þvoði hendur sínar snyrtilega í fréttum á glápskjánum þann annan desem- ber. Ekki veit ég hvort sú mæta kona hefur nokkurn tíma keypt flösku af víni. Raunar efast ég um að svo sé. En einhvern veginn var ég snortinn af viðtalinu við hana. Það rifjaðist upp fyrir mér gömul saga um mann sem sá flísar í aug- um fólks allt í kringum sig en yfir- sást heill bjálki í eigin auga. Kannski var þetta ekki sönn saga. Var ekki hægt að afnema hið þjóðhættulega þjórleyfi staðgengla forsetans svo lítiö bar á? Var ómögulegt að biðja Magnús kurt- eislega að skila þessum hluta lífs- hamingjunnar fyrst hann ekki mátti njóta hans? Var höfuðnauð- syn að kasta honum beint fyrir ljónin, sem ekki nægir að bíta, heldur pressa og fórnarlambið í gulu pressunni uns öll beinin brotna? Það er komið myrkur og svei mér ef það er bara ekki alltaf myrkur þessa dagana. Ég vil leyfa mér að skora á alla opinbera embættis- menn þjóðarinnar að passa nú hver sinn spíra. Stefán Steinsson „Mikið er það annars illt þegar menn kunna ekki fríðindum sínum forráð. Okkar skynsama og dómgreinda þjóð drekkur ótaldar hestbyrðar áfengis vikulega og á nú enn að bæta við sig samkvæmt lögum þann 1. mars næst- komandi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.