Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1988, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1988. Sviðsljós Brúðkaupskoss undir mistilteini Linda „Sue-Ellen“ Gray er með kærastann í prufukeyrslu. Hann heitir Patrick Markey, skeggjaður sjónvarpsframleiðandi. Þau hafa í hyggju að ganga í hjónaband um jóla- leytið. „Linda segir að sig langi mest af öllu til aö fá brúökaupskossinn undir mistilteininum,“ segir náinn vinur leikkonunnar. Annar vinur segir að ástin milli hjónaleysanna verði sterkari meö hverjum deginum sem líður. Síðan segir vinurinn: „Linda sagði þetta við mig: Við Patrick búum saman og fmnst það ofsa gaman. Ég er búin að hitta fjölskyldu hans og hún er frábær. Hann er búinn að hitta krakkana mína tvo og það er líka frábært." Linda er oröin 48 ára en Patrick er bara 37. Hún segir að jólin séu til- valinn tími því þá er hún í fríi frá Dallas. Þá geta fjölskyldur þeirra líka verið saman. Frábært! Ómar Garðarsson, DV, Vestmannaeyjum: Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi í Vestmannaeyjum átti 50 ára afmæli í lok nóvember og í tilefni þess var efnt til glæsilegs afmælis- fagnaöar í Hallarlundi. Félaginu bár- ust gjafir og árnaðaróskir víða af landinu og margar ræður voru flutt- ar. Sigmar Gíslason á Katrínu VE var veislustjóri og stjórnaði fagnaðinum af röggsemi. Sveinn Valgeirsson, formaður Verðandi, flutti aðalræðu kvöldsins en meöal annarra ræðu- manna má nefna Friðrik Ásmunds- son, skólastjóra Stýrimannaskólans í Eyjum; Guöjón A. Kristjánsson, for- seta Farmanna- og fiskimannasam- bandsins; Elías Björnsson, formann Jötuns, og Gísla Eiríksson, formann Vélstjórafélagsins í Eyjum. Guðfinnur Þorgeirsson, fyrrum skipstjóri, og Haraldur Hannesson, fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður á Baldri VE, voru gerðir að heiðursfélögum í Verðandi. DV-mynd Ómar Linda Gray og kærastinn hennar. Þau ætla að gifta sig um jólin. Fjórir fyrrverandi aflakóngar í Eyjum í afmælisveislunni. Frá vinstri Sigurjón Óskarsson, Óskar Matthíasson, Guðmundur Ingi Guðmundsson og Hilmar Rósmundsson. DV-mynd Ómar Aflakóngar og aflaklær - Verðandi í Vestmannaeyjum 50 ára Stefanía og Ron Bloom, nýi kærast- inn. Mónakóbúar bíða nu þess að Stefanía stillist og gifti sig. Nýr tengda- sonurífursta- fjölskylduna? Mónakóbúar geta nú andað léttar því Rainier fursti virðist sáttur við Ron, nýja kærastann hennar Stef- aníu. Þegar Stefanía var með Mario hér áður töluðust feðginin vart við. Rainier þoldi manninn hreint ekki og reyndi allt til að stía þeim sund- ur. En Stefanía hefur alltaf verið sjálfstæð og pínulítið frek og sleit sambandinu við pabba til að halda í kærastann. En nýi kærastinn virðist falla í kramið hjá kalli. Nýlega var hann í heimsókn í Los Angeles og hitti dótt- ur sína og strákinn. Þeir sáust saman í innkaupaferð í borginni og Ron var bljúgur og góður og bar alla pakkana fyrir þann gamla. Hvort þeir ræddu brúðkaup skal ósagt látið en alla vega gaf Rainier grænt ljós á giftingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.